19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

jákvæðu andrúmslofti og bættum árangri meðal iðkenda. Ekki er einungis<br />

mikilvægt að skapa jákvætt andrúmsloft milli þjálfara og iðkenda heldur<br />

einnig á meðal iðkendanna sjálfra með því að temja þeim kurteisi,<br />

umburðarlyndi og tillitssemi. 11<br />

Aðrir þættir sem hafa áhrif á samband milli þjálfara og iðkenda er<br />

framkoma og fas þjálfarans en mikilvægt er að hann sé opinn og jákvæður en<br />

jafnframt að gagnkvæm virðing sé á milli hans og iðkendanna. Þá er<br />

mikilvægt að hann sé lipur í samskiptum og sé fyrirmynd fyrir iðkendurna<br />

sína jafnt innan vallar sem utan og reyni eftir fremsta megni að skapa hlýlegt<br />

og notalegt andrúmsloft innan hópsins sem auðveldar öll samskipti. 12<br />

4.3 Agi og stjórnun<br />

Ef þjálfara á að takast að skapa vænlegt umhverfi þar sem iðkendurnir<br />

þroskast félagslega, andlega og líkamlega er mikilvægt að hann hafi góða<br />

stjórn á hópnum. 13 Helstu atriðin sem um ræðir eru fas og framkoma<br />

þjálfarans s.s. raddbeiting, svipbrigði og tjáning, verklag þjálfarans t.d.<br />

hvernig hann leggur æfingarnar fyrir og hvort hann hrósi iðkendum fyrir það<br />

sem vel er gert o.s.frv. 14 Þegar talað er um hvernig þjálfarinn beitir röddinni er<br />

átt við hvernig hann beitir röddinni við æfingastjórnina.<br />

Mikilvægt er að tala skýrt og greinilega og með óþvinguðum og eðlilegum<br />

hætti til iðkendanna. Mörgum hættir til að tala of hratt og spenna röddina of<br />

mikið og verða þeir oft skrækir og hásir fyrir vikið þannig að óþægilegt getur<br />

verið fyrir iðkendur á að hlýða. Gott er að nota stuttar og hnitmiðaðar<br />

setningar þegar útskýrt er fyrir iðkendunum og nota orðaval sem iðkendurnir<br />

skilja. Að fá kennslufrið skiptir hvað mestu máli fyrir þjálfarann. Hann á ekki<br />

að byrja að tala fyrr en hann hefur fengið algjöra þögn og er viss um að allir<br />

séu að hlusta.<br />

11 Wright 1990:36<br />

12 Wright 1990:38-39<br />

13 Wright 1990:35<br />

14 Ingvar Sigurgeirsson 1999:12-13<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

15

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!