19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

æfingastundarinnar er að ræða er mikilvægt að þjálfarinn reyni að hafa<br />

æfingarnar þannig að allir séu virkir og sem minnstur biðtími sé hjá<br />

iðkendunum. Því um leið og þeir hafa lítið sem ekkert fyrir stafni og þurfa að<br />

bíða, t.d. í röð, er mest hættan á því að þeir verði órólegir því þolinmæðin hjá<br />

þeim yngstu er af skornum skammti. Einnig ber að varast að hafa hverja<br />

æfingu of langa því það skapar leiða sem leiðir til minnkandi áhuga iðkenda.<br />

4.4 Hvernig skipuleggur þjálfarinn starf sitt<br />

Allir þjálfarar verða að setja iðkendum raunhæf markmið. Árangur í<br />

knattspyrnu er háður mörgum þáttum og er það hlutverk þjálfarans og<br />

iðkendanna að fá þessa þætti til þess að smella saman í eina heild. Þær kröfur<br />

sem knattspyrnan gerir til okkar er miðpunktur þeirrar skipulagningar. 16<br />

Að mörgu er að hyggja þegar skipuleggja þarf starf sitt sem þjálfari hvort<br />

sem það er til skemmri eða lengri tíma. Til að ná ákveðnu marki með<br />

einstakling eða hóp er mikilvægt að vinna markvisst að því og skipuleggja<br />

starfið í kringum það markmið sem sett hefur verið í upphafi. Þegar þjálfað er<br />

til þess að auka getu eða komast í gott form eins og t.d. í knattspyrnu er<br />

mikilvægt að þjálfunin sé meðvitaðri eða skipulagðari en þegar um venjulega<br />

líkamsrækt eða heilsubót er að ræða. Eins er gott skipulag jafnframt<br />

grunnurinn að vellíðan iðkenda og betri árangri í starfi. Því er mikilvægt að<br />

hver æfingastund sé vel skipulögð fyrirfram og einnig að gerðar séu<br />

þjálfunaráætlanir til lengri tíma sem byggðar eru upp kerfisbundið. 17 Þegar<br />

þjálfarinn hefst handa við að skipuleggja starf sitt er mikilvægt að hann taki<br />

tillit til ýmissa þátta. Mikilvægt er að hann hafi reglulega hvíld á milli æfinga<br />

svo ekki sé um ofþjálfun að ræða því hvíldin er nauðsynleg til þess að<br />

líkaminn þoli erfiði á ný. Þá er mikilvægt að þjálfarinn skipuleggi starfið<br />

þannig að það sé bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Að hann velji fjölbreyttar<br />

æfingar sem viðhalda áhuga en of einhæfar æfingar hindra framfarir og geta<br />

16 Þorlákur Árnason 2002<br />

17 Enoksen og Gjerset 1991:5<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

17

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!