19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Það kennslutæki sem hefur verið notað hvað mest af þjálfurum til þess að<br />

halda góðum aga og góðri stjórn er flautan og því ættu þjálfarar ávallt að hafa<br />

flautu með sér á æfingar. Ef flautan er notuð á réttan hátt þá sparar hún í senn<br />

tíma og fyrirhöfn og hlífir röddinni að auki. Eins á iðkendum að vera ljóst<br />

hvað flautumerkið þýðir; allir stöðva og hlusta. Mikilvægt er að hún sé ekki<br />

ofnotuð eða notuð á annan hátt því það leiðir einungis til þess að iðkendurnir<br />

ruglast og hætta á endanum að taka mark á flautumerkinu.<br />

Flestir kannast við það hversu erfitt getur oft verið að fá iðkendurna til þess<br />

að stoppa boltana þegar æfingin á að hefjast og þjálfarinn byrjar að tala. Þess<br />

vegna er mikilvægt að þjálfarinn byrji ekki að tala fyrr en allir hafa stoppað<br />

boltana því fljótlega átta iðkendurnir sig á þeim dýrmæta tíma sem fer til<br />

spillis. Þannig fara þeir að skipa hver öðrum að stoppa boltana og smátt og<br />

smátt verður þetta vandamál ekki fyrir hendi lengur. Þjálfarinn á því að leggja<br />

strax línurnar með því að gera þeim grein fyrir helstu vinnureglum sem eru<br />

viðhafðar.<br />

Önnur atriði sem þjálfarinn ætti að huga að í framkomu sinni er að sýna<br />

iðkendunum áhuga með því að veita því athygli sem iðkendurnir segja t.d.<br />

með svipbrigðum, með því að horfa af athygli á þann sem talar eða með því<br />

að kinka kolli. Þetta leiðir til þess að iðkendum finnast þeir skipta máli og<br />

hvetur þá til dáða. Þannig eru iðkendurnir líklegri til þess að gera æfingarnar<br />

vel í stað þess að fíflast og gera þær illa ef þeir vita að fylgst er með þeim og<br />

þeim sýndur áhugi. Oft virkar þetta það jákvætt á iðkendur að þeir vilja<br />

endalaust vera að sýna hvað þeir séu nú orðnir klárir í hinu og þessu sem<br />

þjálfarinn hefur lagt fyrir. 15 Góðar útskýringar þjálfarans eru mikilvægar<br />

þegar hann leggur fyrir æfingar því ef allar reglur og önnur atriði eru á hreinu<br />

þá minnkar það líkurnar á ágreiningi innan hópsins. Eins ætti þjálfarinn að<br />

leggja sem minnst uppúr keppni hjá þeim yngstu þar sem það eitt og sér getur<br />

skapað vandamál og leiðindi á milli iðkenda. Þegar þjálfarinn útskýrir á hann<br />

að staðsetja sig þar sem allir sjá til hans og þannig að hann sjái alla og geti<br />

fylgst með því hvort allir séu að fylgjast með. Þegar um skipulag<br />

15 Ingvar Sigurgeirsson 1999:18<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

16

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!