19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

9. æfing: Bakæfingar<br />

10. æfing: Hlaup fram og til baka yfir lágar slár (grindahlaup)<br />

Hægt er að gera hverja æfingu með ýmsum afbrigðum og gera þær einfaldari<br />

eða meira krefjandi, allt eftir því hvernig hópurinn stendur sem unnið er með.<br />

Gott er að vinna í 30 sekúndur í einu og telja fjölda æfinga sem nást hverju<br />

sinni og það síðan skráð. Síðan er mælingin endurtekin með nákvæmlega<br />

sömu æfingum og framfarir iðkenda kannaðar.<br />

Tækni: Til þess að verða góður knattspyrnumaður þarf viðkomandi að hafa<br />

góða tæknikunnáttu. Hún er lykillinn að velgengni á knattspyrnuvellinum.<br />

Mikilvægt er að iðkendur tileinki sér og læri þessa tækni á barns- og<br />

unglingsárunum því á þessum aldri eru börn á því þroskastigi sem oft er<br />

nefnt besti hreyfinámsaldurinn. Þau búa yfir mikilli hreyfifærni, eru námsfús<br />

og eru fljót að tileinka sér nýjar og jafnvel flóknar æfingar. Því er mikilvægt að<br />

þjálfun einstakra tækniatriða sé margendurtekin, því æfingin skapar<br />

meistarann. Að okkar mati er gott að 2 og 2 vinni saman og hafi a.m.k. 1 bolta<br />

þegar þjálfað er. Þeir vinna saman í þjálfun á grunntækninni fyrst í kyrrstöðu<br />

og síðan eru æfingarnar gerðar flóknari og keppnislíkar, þ.e. leikrænar,<br />

þannig að þær líkist leiknum sem mest. Gott er að æfingarnar séu hafðar í<br />

leikformi og að þjálfarinn hafi fjölbreyttar æfingar þó svo að þær þjálfi það<br />

sama. Einnig verða æfingarnar árangursríkari, skemmtilegri og meira<br />

hvetjandi fyrir vikið. 27 Til þess að mæla árangur á tækni í knattspyrnu er best<br />

að nota ýmis konar knattþrautir sem gera mismunandi kröfur og hefur KSÍ<br />

m.a. gefið knattþrautabækling til allra aðildafélaga sinna þar sem fram koma<br />

nákvæmar útskýringar á æfingunum og stigagjöf veitt fyrir ákveðinn árangur.<br />

Mikilvægt er að mæla sömu atriðin t.d. að vori og svo aftur að hausti og við<br />

sömu aðstæður. Þannig er líklegast að sem besti samanburður fáist og að<br />

munurinn verði marktækur.<br />

27 Janus Guðlaugsson 1995:83<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

30

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!