19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Til þess góður árangur náist teljum við að þjálfarar þurfi að huga að<br />

eftirfarandi atriðum:<br />

1. Fá kennslufrið.<br />

2. Beita röddinni rétt og staðsetja sig þar sem allir sjá.<br />

3. Hafa sem minnstan biðtíma hjá iðkendum.<br />

4. Vera ekki of lengi með hverja æfingu.<br />

5. Velja fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar.<br />

6. Vera lifandi við þjálfunina (kennsluna).<br />

7. Duglegur að leiðrétta.<br />

8. Vera jákvæður.<br />

Mikilvægt er að þjálfarinn komi fram við iðkendur þannig að þeir finni til<br />

öryggis og trausts með því að þeir séu viðurkenndir sem manneskjur og að<br />

þjálfarinn hlusti og taki tillit til þarfa þeirra og óska sem er grundvallaratriði í<br />

öllum samskiptum. Öll neikvæðni og endalausar athugasemdir þjálfarans<br />

geta virkað mjög neikvætt þannig að iðkendur verða óöruggir og sjálfstraustið<br />

minnkar sem leiðir jafnvel til dvínandi áhuga og minni löngun þeirra til að<br />

halda áfram. Því er afar mikilvægt að iðkendum sé hrósað fyrir það sem vel er<br />

gert því það getur tekið heilu vikurnar og mánuðina að byggja upp trúnað og<br />

traust en aðeins eitt augnablik að brjóta það niður. Mikilvægt er að skapa<br />

jákvætt og gott andrúmsloft milli þjálfara og iðkenda jafnt innan vallar sem<br />

utan með því að gefa sér tíma til að ræða og spjalla við þá utan við<br />

æfingatíma.<br />

Oft hefur gefist vel að hitta iðkendur undir öðrum kringumstæðum en á<br />

knattspyrnuvellinum með því að vera reglulega með vídeókvöld, sundferðir,<br />

keilukvöld, spilakvöld og bingó svo fátt eitt sé nefnt. Þetta gefur einnig<br />

iðkendunum tækifæri til að kynnast undir öðrum kringumstæðum þar sem<br />

e.t.v. aðrir njóta sín betur getulega séð en á knattspyrnuvellinum. Þá er<br />

mikilvægt að þjálfarar hafi frumkvæði að hreinskilni og einlægni innan<br />

iðkendahópsins því það skapar gjarnan traust og er jafnframt grunnurinn að<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

14

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!