19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

6.4 Völdun<br />

Með völdun er átt við það þegar varnarmaður staðsetur sig þannig að hann<br />

valdar samherjann sinn upp og svæðið fyrir aftan og er þannig ávallt tilbúinn<br />

að taka við sóknarmanninum ef hann kemst fram hjá varnarleikmanninum.<br />

Þannig er mikilvægt að sá sem er næstur þeim í vörninni sem verst þeim<br />

leikmanni sem hefur boltann sé ávallt tilbúinn að grípa inn í og aðstoða ef<br />

hann sleppur framhjá varnarmanninum.<br />

Nauðsynlegt er að sá sem er að valda upp láti samherja sinn vita að hann sé<br />

til aðstoðar þannig að hann viti af stuðning fyrir aftan sig þegar hann sækir að<br />

mótherjanum og geti þá jafnvel beint honum í þá átt þar sem aðstoðin er. Sá<br />

sem valdar upp á að reyna að staðsetja sig í beinni línu milli marksins og<br />

boltans og vera ekki fjær en 4-5 metra þannig að hann geti örugglega gripið<br />

inn í ef sóknarmaðurinn kemst fram hjá varnarmanninum, en algengustu<br />

mistökin hjá þeim sem valda upp eru einmitt þau að þeir staðsetja sig of langt<br />

frá samherjanum þannig að þeir ná ekki að grípa inn í á réttu augnabliki og<br />

missa þar af leiðandi af sóknarleikmanninum. 41<br />

7. Leikfræði einstaklingsins – sóknaratriði<br />

Sóknarleik spilar það lið sem hefur vald á boltanum og reynir samleik sín á<br />

milli með það fyrir augum að nálgast mark mótherjanna. Markmið<br />

sóknarleiks er að komast inná hættusvæði mótherjanna, sem er í og rétt við<br />

vítateiginn, í þeim tilgangi að koma skoti á markið sem leiðir til þess að mark<br />

sé skorað. 42<br />

7.1 Myndun svæða (breidd)<br />

Það er afar áríðandi að leikmenn séu vel dreifðir á vellinum þannig að það sé<br />

nóg af auðum svæðum til að hlaupa og senda inn á. Eitt af<br />

41 Janus Guðlaugsson 1995:199 og Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði I, bls. 15<br />

42 Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði I, bls. 3<br />

47<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!