19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

iðkendurna sem einstaklinga sem við erum í samvinnu við þar sem við<br />

þurfum bæði að gefa og þiggja m.a. með því að taka tillit til óska og þarfa<br />

þeirra og hlusta á þeirra skoðanir og hugmyndir.<br />

Þannig má segja að þjálfarinn sé í raun og veru einn af mörgum<br />

uppalendum barnsins og því mikilvægt að hann sé góð fyrirmynd og góður<br />

leiðtogi utan vallar sem innan. Hann er sá sem fræðir, prófar og mælir og<br />

leitast stöðugt við að gera hverja æfingu ánægjulega með því að hafa<br />

fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar ásamt því að auka getu iðkenda eftir<br />

hæfileika þeirra og áhuga. 8 Þjálfun barna og unglinga er fyrst og fremst<br />

kennsla og ætti hún að lúta svipuðum lögmálum og önnur kennsla nema það<br />

að hún er miklu skemmtilegri því þar mæta nemendurnir ekki vegna þess að<br />

það er skylda, heldur af því að þá langar til þess. 9 Þannig má segja að að<br />

helstu markmið í þjálfun barna og unglinga sé í megindráttum, að ala upp<br />

góða knattspyrnumenn og ekki síður að ala upp góða og heilsteypta<br />

einstaklinga sem eru færir um að taka þátt í nútíma samfélagi. 10 Þess vegna er<br />

mikilvægt að þjálfarinn hafi góða alhliða menntun til þess að þetta gangi upp.<br />

4.2 Hvernig nær þjálfarinn góðu sambandi við iðkendur<br />

Mjög mismunandi getur verið hversu góðu sambandi þjálfarar ná við<br />

iðkendur sína í leik og starfi. Sumir öðlast strax mikla virðingu og hafa góða<br />

stjórn á hópnum sem þeir eru með, meðan aðrir eru í stökustu vandræðum og<br />

ráða ekki neitt við neitt. Yfirleitt tekur það tíma að koma upp góðu sambandi<br />

þannig að gott sé. Það skiptir til að mynda miklu máli hversu stór hópurinn er<br />

og samsetning hans. Það er ekki sama hvort verið er með 40 iðkendur eða 20<br />

og eins hvort einungis eru strákar eða stelpur o.s.frv.<br />

8 Wright 1990:34<br />

9 Knattspyrnusamband Íslands 2003<br />

10 Bjarni Stefán Konráðsson 2003<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

13

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!