19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

þjónustu. Í dag er algengt að íþróttafélög séu með 2-4 æfingar á viku u.þ.b.<br />

klukkustund í senn fyrir börn og unglinga og eru fá eða engin tækifæri utan<br />

þess til að stunda knattspyrnu þar sem börn og unglingar geta virkjað áhuga<br />

sinn og orku utan hefðbundinna æfingatíma. 1<br />

Í dag iðka flest börn og unglingar sína knattspyrnu hjá íþróttafélaginu í<br />

sínu hverfi. Börn hefja einnig sína knattpyrnuiðkun hjá íþróttafélaginu með<br />

þátttöku í ýmiskonar íþrótta- og knattspyrnuskólum sem mörg íþróttafélög<br />

bjóða uppá fyrir börn frá 5-6 ára aldri. Það má því segja að fyrstu sporin í<br />

knattspyrnuiðkun barnanna séu tekin hjá íþróttafélögunum en margir hefja<br />

knattspyrnuiðkun sína á þessum árum þó svo að auðvitað séu<br />

undantekningar á því. Þegar börnin verða 7 ára og eldri bjóða flest<br />

íþróttafélög upp á reglubundnar æfingar. Þess vegna gegna íþróttafélög á<br />

Íslandi í dag miklu meira hlutverki sem uppeldisstaður og jafnframt<br />

leikstaður barnanna á þessum árum heldur en áður fyrr og því er mikilvægt<br />

að vel takist til og að markvisst sé staðið að uppbyggingunni og þjálfarar séu<br />

starfi sínu vaxnir. Einnig er mikilvægt að fyrsta reynsla barnanna af<br />

knattspyrnuiðkun verði jákvæð og stuðli að áhuga barnanna á<br />

knattspyrnuiðkun sem endist ævilangt. 2<br />

Aðstæður íþróttafélaga eru jafn mismunandi eins og þau eru mörg, en flest<br />

hafa til umráða íþróttahús á veturna þar sem æfingarnar fara fram en flytja sig<br />

svo út á knattspyrnuvellina á vorin og sumrin þegar sól hækkar á lofti. Á<br />

undanförnum árum hefur aðstaða til knattpyrnuiðkunar innanhúss batnað til<br />

muna með tilkomu knattpyrnuhalla og gerir íþróttafélögum kleift að æfa við<br />

sömu aðstæður innan dyra og utan allan ársins hring. Eins hafa mörg félög til<br />

umráða upphitaða gervigrasvelli sem æft er á aðallega yfir vetrarmánuðina<br />

þegar veður leyfir. Þó svo að aðstaðan íþróttafélaganna sé góð er það ekki<br />

nægilegt eitt og sér til að búa börnin undir lífið á knattspyrnuvellinum, heldur<br />

þarf að byggja þau upp sem sjálfstæða einstaklinga sem eru tilbúinir að takast<br />

á við lífið og tilveruna og geta séð um að bjarga sér sjálfir þegar út í lífið er<br />

1 Knattspyrnusamband Íslands 2003<br />

2 Janus Guðlaugsson 1995:7<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

8

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!