19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

koll af kolli. Ekki má þó leggja af stað í gagnstæða átt fyrr en hljóðmerkið<br />

hefur heyrst. Eftir hverja mínútu sem hlaupin er styttist tíminn á milli<br />

hljóðmerkjanna þannig að iðkendur þurfa alltaf að hlaupa hraðar og hraðar<br />

og þannig eykst álagið jafnt og þétt. Um leið og endalínunni er ekki náð þegar<br />

hljóðmerkið heyrist er iðkandi gefin kostur á að ná því upp í næstu tveimur<br />

ferðum (fram og til baka) og ef hann hefur ekki náð því þá telst hann úr leik.<br />

Um leið og iðkandi er úr leik eru þrepin og ferðirnar sem hann hljóp skráðar<br />

niður. Með þessum upplýsingum er hægt að finna út þoltölu viðkomandi<br />

iðkanda.<br />

„Coopertest“ er algengara meðal eldri iðkenda. En eins og áður sagði má<br />

auðveldlega aðlaga það að yngri iðkendum með því að hafa tímann sem<br />

hlaupinn er styttri. Prófað er hve langt iðkendur ná að hlaupa á 12 mínútum<br />

(mætti stytta niður í 6 mín. hjá yngri iðkendum) og er hlaupið eins hratt og<br />

iðkendur geta. Gott er að prófið fari fram utandyra og á hlaupabraut þar sem<br />

hringurinn er 400 metrar því þá er auðvelt að mæla hversu langt hlaupið er en<br />

sá sem sér um framkvæmd skal skrá heildar niðurstöður og þá sem næst<br />

hverjum 100 m. Þetta próf þjónar svipuðum tilgangi og „píptestið“ en því er<br />

ætlað að mæla þoltölu iðkenda og hún síðan skoðuð í stöðluðum kvarða með<br />

tilliti til aldurs og kyns iðkenda.<br />

Með þessum prófum (testum) getur þjálfarinn séð hversu miklum árangri<br />

þjálfunin hans skilar. Einnig er hægt að sjá þrek og þol iðkenda og bera það<br />

saman innan hópsins. 26 Síðast en ekki síst hvetur þetta iðkendur áfram til þess<br />

að bæta sig. Það ber þó að varast að ofnota þessi próf þó þau séu góð og gild.<br />

Ofnotkun leiðir einungis til kvíða og leiða iðkenda sem sýnir sig í minnkandi<br />

áhuga og jafnvel að iðkendur hætti.<br />

Styrkur: Styrktarþjálfun er nauðsynleg fyrir börn og unglinga til þess að<br />

auka hraða og snerpu og einnig minnkar það hættuna á meiðslum. Ekki er<br />

ráðlegt að fara með börn og unglinga í tækjasal og byrja að lyfta lóðum á unga<br />

aldri þar sem vöðvarnir eru ennþá að stækka og geta því miklar lyftingar<br />

26 Doktor.is 2003 og Gjerset, Haugen og Holmstad 1998:70-71<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

28

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!