19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

tækifæri. Ef lið nær boltanum verða allir leikmenn að vera tilbúnir til að taka<br />

þátt í sókn með það að markmiði að ljúka sóknarlotu með markskoti.<br />

Yfirleitt er mest áhersla lögð á kraft í skotum, í stað nákvæmni. Þar af<br />

leiðandi hæfa flest skot ekki markið. Þannig að mikilvægt er að þjálfari kenni<br />

leikmönnum rétta tækni strax. Þær spyrnuaðferðir sem nefndar voru áður í<br />

tenglsum við sendingar gilda<br />

einnig í markskotum og<br />

einnig er mikilvægt að<br />

leikmaðurinn horfi á boltann<br />

og staðsetji „stöðufótinn“ rétt<br />

um leið og hann skýtur á<br />

markið og fylgi spyrnunni vel eftir (sjá afstöðu leikmanns, þegar skotið er á<br />

mark, á skýringarmyndinni hér að ofan). Mikilvægt er að huga að nákvæmni í<br />

skotum, sem og að halda ró sinni og einbeitingu þegar spyrnt er að marki.<br />

Skot geta verið margs konar og getur verið mjög erfitt fyrir markmann að<br />

reikna út lág skot sem skoppa meðfram jörðinni. Þeim er skotið af jörðinni og<br />

eru líklegast algengustu skotin. Einnig er mjög erfitt fyrir hann að halda mjög<br />

föstu skoti eða snúningsskoti. Ef bolti kemur í viðráðanlegri hæð er hægt að<br />

skjóta honum viðstöðulaust á lofti. Skot af þessu tagi koma mótherjanum oft á<br />

óvart og geta þau orðið ógnarföst. Stundum er möguleiki á að renna sér í skot.<br />

Bakfallsspyrna er einnig möguleiki sem gefst stundum. Þá snýr leikmaður<br />

baki í markið og kastar sér aftur þannig að skotfóturinn sveiflast nánast<br />

sjálfkrafa upp. Spyrnt er með ristinni og svo reynt að draga úr fallinu með<br />

höndunum.<br />

6. Leikfræði einstaklingsins – varnaratriði<br />

Öll lið skiptast á að verjast og sækja. Þegar lið hefur ekki boltann spilar það<br />

varnarleik og reynir að verjast tilraunum mótherjanna til samleiks og<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

42

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!