19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

er hæfileg lengd 70-80 mínútur, lengri æfingar leiða yfirleitt ekki til betri<br />

árangurs. Þó fer æfingatíminn einnig mikið eftir fjölda iðkenda hverju sinni.<br />

Þegar tímaseðill er gerður er yfirleitt áætlaður tími sem fer í hvern meginþátt.<br />

Upphitunin er yfirleitt í 10-15 mínútur, aðalhlutinn í 40-50 mínútur og<br />

niðurlagið í 5-10 mínútur. 21 Aðalhlutinn er lengsti og jafnframt veigamesti<br />

þátturinn í æfingastundinni og má segja að upphitunin og niðurlagið aðlagist<br />

honum. Oft má einnig tengja t.d. upphitunina við aðalþáttinn og því verða oft<br />

skilin á milli þáttana ekki eins greinileg og ætla mætti. Æskilegt er að<br />

æfingarnar í upphituninni falli eðlilega að því sem taka á fyrir í aðalhlutanum.<br />

Ef þú ætlar t.d. að nota bolta í aðalhlutanum væri gott að hafa upphitunina<br />

með bolta. Þannig sparast dýrmætur tími sem hver æfingastund er ef ekki<br />

þarf endalaust að ná í bolta eða skila honum. Þá er meginmarkmið<br />

upphitunarinnar að búa iðkendur undir það sem koma skal í aðalhlutanum<br />

þ.e. búa líkamann undir komandi átök sem framundan eru með því að hita<br />

vel upp. Í aðalhlutanum eru einhver ákveðin atriði tekin fyrir og æfð með<br />

tilliti til þeirra markmiða sem sett voru fram í upphafi. Gott er að byrja á því<br />

að gera æfinguna sem æfa skal eins einfalda og hægt er til þess að gera<br />

grunnatriðin rétt og gera hana síðan erfiðari og flóknari eftir því sem líður á<br />

æfinguna. Í lokin má svo gera æfinguna sem tekin er fyrir í aðalhlutanum<br />

leikræna og tengja hana þannig við seinni hlutann í aðalhlutanum en þá er oft<br />

skipt í lið og keppt með ýmsum afbrigðum af spili, t.d. með mismunandi<br />

snertingum á boltann o.s.frv. Í niðurlaginu er mikilvægt að enda á léttu<br />

skokki og sérstaklega ef æfingin var erfið. Eins er gott að vera með<br />

slökunaræfingar, teygjur ásamt léttu spjalli í lokin þar sem þjálfarinn segir frá<br />

framhaldinu, næstu æfingu, dreifir miðum um æfingaleik og þess háttar. Það<br />

er mikilvægt að þjálfarinn endi æfingarnar vel og að þær séu skemmtilegar<br />

því það hvetur iðkendurna til þess að halda áfram að æfa og skapar jafnframt<br />

tilhlökkun fyrir næstu æfingu. 22<br />

21 Janus Guðlaugsson 1995:30<br />

22 Janus Guðlaugsson 1995:271 og Wright 1990:7-9<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

20

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!