19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

stað er yfirleitt um leikbrot að ræða sem oft geta verið það ljót að áminning<br />

hljótist af.<br />

Annað afbrigði af tæklun er svokölluð rennitæklun en mælt er með því að<br />

hún sé notuð sem minnst og aðeins þegar nauðsyn krefur eins og t.d. þegar<br />

andstæðingurinn er kominn aleinn inn fyrir vörnina. Með rennitæklun (sem<br />

er oft síðasti möguleikinn til að stöðva það að mark sé skorað) þá reynir<br />

varnarmaðurinn að stöðva andstæðinginn með því að renna sér og teygja sig<br />

örlítið lengra en vanalega í átt að boltanum og spyrnir honum í burtu af tám<br />

andstæðingsins og helst sem lengst frá hættusvæðinu. Þetta er afskaplega<br />

góður eiginleiki sem varnarmenn búa yfir ef þeir eru góðir í því að rennitækla<br />

en þó er þetta afar áhættusöm tilraun til björgunar því tímasetningin verður<br />

að vera mjög nákvæm því annars er andstæðingurinn sloppinn framhjá eða<br />

um leikbrot að ræða, sem oftar en ekki kostar varnarmanninn áminningu eins<br />

og áður sagði. 40<br />

6.3 Staðsetning<br />

Eitt það sem einkennir góða varnarmenn eru góðar staðsetningar en með<br />

þeim er átt við hvernig varnarmaðurinn staðsetur sig gagnvart mótherjanum.<br />

Það fyrsta sem varnarmaðurinn þarf að hafa í huga er að staðsetja sig alltaf<br />

þannig að hann sé alltaf á milli mótherjans og eigins marks (markmegin við<br />

manninn) og snúa þannig að hann geti bæði séð boltann og mótherjann. Þá<br />

skiptir líka máli hvernig vörn liðið er að spila þegar talað er um staðsetningar.<br />

Yfirleitt spila lið svæðisvörn en þá er hver og einn varnarmaður með eitthvert<br />

ákveðið svæði til þess að passa. Því er alger óþarfi að elta manninn sinn t.d. út<br />

á kantinn ef boltinn er víðs fjarri. En um leið og boltinn er kominn inn á þitt<br />

varnarsvæði verður vörnin stífari og mikilvægt að staðsetja sig sem næst<br />

mótherjanum og gefa honum sem minnstan tíma til að athafna sig.<br />

40 Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði II, bls. 10 og Janus Guðlaugsson<br />

1995:231-232<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

45

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!