19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Dæmi um 6 góðar æfingar sem eru vel til þess fallnar að mæla tækni:<br />

1. æfing: Knattrak á milli keilna á tíma (fram og til baka)<br />

2. æfing: Halda bolta á lofti<br />

3. æfing: Skalla í ákveðin svæði (stig veitt fyrir lengd og hittni)<br />

4. æfing: Hittni í hornin á marki eftir knattrak<br />

5. æfing: Skot á mark með boltann á ferð<br />

6. æfing: Langar spyrnur í ákveðin svæði (stig veitt fyrir lengd og<br />

hittni)<br />

Þegar tæknin er mæld er mikilvægt að aðstæður séu hinar sömu þegar<br />

mælingarnar eiga sér stað, eins og áður sagði.<br />

Stig eru veitt fyrir ákveðinn árangur á hverjum stað og talin saman. Þannig<br />

er hægt að bera saman stigafjölda iðkenda. Oft eru gefnar 2-3 tilraunir á<br />

hverjum stað til þess að bæta árangurinn sinn og þá er besta tilraunin talin.<br />

4.5 Hvaða eiginleikar prýða góðan þjálfara<br />

Eflaust hafa flestir þjálfarar gert sér grein fyrir því að hlutverk þeirra er meira<br />

og annað en að ná sem bestum árangri á sem skemmstum tíma. Þannig snýst<br />

starfið ekki um það einungis að vinna titla og bikara. Starf þjálfarans felst<br />

einnig að hægja svolítið á hlutunum og þrýsta ekki allt og mikið á afrek hjá<br />

ungum iðkendum. Því er mikilvægt að ekki sé sett óþarfa pressa á börn og<br />

unglinga með því að einblína endalaust á afrek. Í byrjun sækjast börn og<br />

unglingar eftir inngöngu í íþróttafélögin af félagslegum ástæðum. Þeim þykir<br />

gaman að stunda leiki og æfingar með góðum vinum og þessum<br />

hugsunarhætti verður þjálfarinn að viðhalda innan hópsins. Þannig er það<br />

númer eitt, tvö og þrjú að hafa fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar þannig að<br />

öllum líði vel og upplifi æfingarnar á jákvæðan og skemmtilegan hátt og að<br />

iðkendurnir haldi þannig heim á leið af æfingu glaðir í bragði. Einnig er<br />

mikilvægt að hver og einn fái tækifæri til að upplifa sjálfan sig á jákvæðan<br />

hátt og öðlast sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Fótbolti er skemmtileg íþrótt og er<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

31

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!