19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

of há. Leikmaður gæti fengið boltann fyrir aftan sig í stað þess að fá hann rétt<br />

fyrir framan sig o.fl. Þegar þetta gerist verður leikmaður að vera fær um að<br />

taka á móti boltanum með hvaða líkamshluta sem er (nema höndum) og<br />

koma honum að fótum sér eins fljótt og hægt er til að geta rakið hann áfram,<br />

sent hann eða skotið að marki 31 (sjá dæmi um mótttöku á skýringarmyndinni<br />

hér að neðan). Mjög mikilvægt er að staðsetja sig rétt á meðan boltinn er á<br />

leiðinni. Ákveða þarf strax hvernig maður<br />

ætlar að taka á móti honum og standa svo við<br />

þá ákvörðun. Maður þarf að standa fastur<br />

fyrir og passa að vera í góðu jafnvægi og taka<br />

við boltanum af mýkt. 32 Það er ekki nóg að<br />

halda stífum fæti á móti boltanum sem skellur<br />

á fætinum. Láta þarf þá hluta líkamans sem<br />

mæta boltanum „gefa mjúklega eftir“ um leið<br />

og boltinn er snertur. Upphafsstaða fóta er<br />

næstum sú sama og við innanfótarspyrnu. Lyfta þarf móttökufæti aðeins frá<br />

jörðu og færa hann á móti þegar boltinn nálgast. Færa þarf þá fótinn aftur og<br />

niður um leið eða rétt áður en boltinn snertir fótinn. Eftir snertingu heldur<br />

hreyfingin áfram, hægir á ferð boltans þar til hann stöðvast rétt fyrir framan<br />

þig. Hæð fótar skal vera þannig að fastar spyrnur renni ekki undir sólann.<br />

Einnig þarf að varast að hafa fótinn of neðarlega því þá getur boltinn hoppað<br />

yfir fótinn.<br />

Algengast er að taka á móti boltanum með brjóstinu, með læri, með<br />

höfðinu og svo með innanverðum og utanverðum fæti.<br />

5.3 Knattrak<br />

Undirstöðuatriði góðrar knattmeðferðar er að geta rakið boltann vel og að<br />

geta hlaupið með boltann „límdan“ við tærnar á sér (sjá skýringarmynd hér<br />

32 Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði II, bls. 27<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

38

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!