19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

En þegar um pressuvörn er að ræða er mikilvægt að leikmaður sé nálægt<br />

sínum manni og að sá leikmaður sem hefur boltann hafi sem minnstan tíma til<br />

að rekja hann eða senda boltann frá sér. Með því neyðum við<br />

sóknarleikmanninn til að senda boltann frá sér sem fyrst og undir pressu sem<br />

leiðir oft til þess að sendingin verður<br />

ónákvæm. Varnarmenn hafa þá möguleika<br />

á að komast inn í sendingu eða ná að<br />

hindra eða loka sendingarleiðinni til þess<br />

sem á að fá boltann, en tilgangurinn með<br />

pressuvörn hjá liðum er að reyna að vinna<br />

boltann fljótt og helst inná vallarhelmingi<br />

andstæðinganna. Eftir því sem maður er<br />

nær mótherjanum því meiri líkur eru á að hindra sendinguna eða hreinlega<br />

komast framfyrir hann og ná boltanum og hefja nýja sókn. Ef ekki tekst að ná<br />

boltanum af mótherjanum er mikilvægt að vera það nálægt honum að hann<br />

geti ekki snúið, heldur neyða hann til þess að senda þvert eða til baka og<br />

seinka og hægja þar af leiðandi á sókn mótherjans. Ef mótherji nær hins vegar<br />

að snúa er mikilvægt að varnarmaðurinn æði ekki í mótherjann af fullum<br />

krafti og „selji sig“ heldur reyni að vísa honum í ákveðna átt og koma í veg<br />

fyrir að hann geti leikið boltanum í átt að markinu. Þannig kemur staðan einn<br />

á móti einum mjög oft fyrir í leik og er mikilvægt að bregðast rétt við þeirri<br />

stöðu. Mikilvægt er að vera á tánum og tilbúinn að hreyfa sig í hvaða átt sem<br />

er með því standa skáhallt að mótherja og með annan fótinn aðeins framar en<br />

hinn (sjá dæmi um varnarstöðu á skýringarmyndinni að ofan). Einnig er gott<br />

að reyna að vísa mótherjanum þeim megin sem hann er veikari fyrir þ.e. vísa<br />

þeim réttfætta til vinstri og öfugt. Gott bil þarf að vera á milli fóta til að halda<br />

sem bestu jafnvægi og halla sér örlítið fram til að vera stöðugur en þó má ekki<br />

vera það mikið bil á milli fótanna að auðvelt verði að leika boltanum þar á<br />

milli.<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

46

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!