19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

sem stærst svæði. Leikmenn verða svo að ákveða hvort þeir gefi dýpt (aðstoð<br />

aftan frá) því með góðri dýpt er auðveldara að aðstoða samherja og draga þar<br />

með úr hættu að missa boltann. Einnig er gott að veita aðstoð fyrir framan. 44<br />

7. 3 Sendingar<br />

Sendingar eru eitt veigamesta atriði sóknarleiksins. Sá sem er með boltann í<br />

sókn á alltaf að eiga kost á að senda boltann á samherja. Hann ætti að leggja<br />

áherslu á að senda boltann fram á við og helst fram hjá einum eða tveimur<br />

andstæðingum. Sendingarnar þurfa að vera nákvæmar og koma á réttum<br />

tíma. Þá ber að varast þversendingar þar sem mikil hætta skapast ef bolti<br />

tapast og er mun betra að leitast eftir því að senda boltann skáhallt framávið<br />

og vinna sig þannig framar á völlinn. Mikilvægt er að senda fram fyrir<br />

samherjann þegar farið er í hraðaupphlaup eða hraða skyndisókn svo ekki<br />

hægist á sókninni og leikmaðurinn þurfi að stoppa til að taka á móti<br />

boltanum. Betra er að gefa boltann beint á samherjann þegar um lítið svæði er<br />

að ræða og einnig þeim megin við hann sem er fjærst mótherjanum. Til að það<br />

gangi upp þarf sá leikmaður sem er með boltann að meta stöðu samherja og<br />

mótherja. Hraði knattarins er einnig eitthvað sem þarf að huga að. Hann má<br />

ekki vera of mikill því þá getur tekið lengri tíma að taka á móti boltanum.<br />

Hann má heldur ekki vera of laus því þá getur andstæðingur komist inn á<br />

milli. 45 Leikmaður þarf svo að sjálfsögðu að muna að huga að staðsetningu<br />

sinni og fjarlægð gagnvart skotmarkinu (samherji, mark), sem og að velja<br />

nákvæmlega þann stað á boltanum sem hann vill að fóturinn snerti.<br />

7.4 Ásetningur dulinn<br />

Mikilvægt er að villa fyrir varnarleikmönnum andstæðinganna, koma þeim úr<br />

jafnvægi eða koma þeim burtu af réttum stað. Ýmsar gabbhreyfingar hafa<br />

þennan tilgang og er mikilvægt að leikmenn geti gert hreyfingar og fengið<br />

44 Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði II, bls. 29<br />

45 Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði II, bls. 32-34<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

49

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!