19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

3. Apríl – Maí: Æfingaleikjatímabil.<br />

Á þessu tímabili fara flestir æfingaleikirnir fram og undirbúningur<br />

fyrir mót sumarsins. Haldið er áfram að vinna með leikfræði og<br />

einnig leikskipulag og samvinnu liðsins. Einnig lögð áhersla á<br />

snerpu- og hraðaæfingar sem og tækniæfingar.<br />

4. Júní – Ágúst: Keppnistímabil.<br />

Á þessu tímabili fara flest mótin fram. Hér er unnið með leikfræði<br />

liðsins og leikskipulag auk þess sem tækni er þjálfuð reglulega.<br />

5. September: Hvíldartímabil.<br />

Á þessu tímabili, sem er jafnframt síðasta tímabilið áður en<br />

flokkaskiptingin á sér stað, eru yfirleitt haldnar uppskeruhátíðir<br />

íþróttafélaganna og tímabilið gert upp. Einnig er farið í skemmti- og<br />

haustferðir til þess að enda tímabilið á skemmtilegan hátt. Síðan er<br />

oft gefið frí í 2-3 vikur eða þangað til nýtt tímabil hefst í byrjun<br />

október.<br />

4.4.3 Mælingar (þol – styrkur – tækni)<br />

Eitt af því mikilvægasta í þjálfun er að hafa yfirsýn yfir iðkendurna þ.e.<br />

fylgjast með framvindu þjálfunar. Þó að við leggjum ekki höfuðáherslu á<br />

keppni hjá knattspyrnuiðkendum á unga aldri þá vilja þjálfarar sjá árangur og<br />

framfarir sem jafnframt er staðfesting á þeirra þjálfun, þannig er góður<br />

árangur í keppni skýrt merki þess að þjálfun hefur heppnast. Árangur í<br />

keppni er háður fjöldamörgum þáttum og fer það eftir eðli hverrar<br />

íþróttagreinar hvaða þættir eru þýðingamestir. Þættir eins og þol, styrkur og<br />

tækni eru þeir mikilvægustu hjá knattspyrnumönnum. 25 Þegar við mælum<br />

þessa þætti er mikilvægt að leggja fyrir iðkendurna einhvers konar próf (test)<br />

og endurtaka það síðan seinna og bera niðurstöðurnar saman. Þegar próf er<br />

tekið er ágætt að taka það í upphafi einhvers ákveðins tímabil, eitt á<br />

miðjutímabili (ef tímabilið er langt) og svo aftur í lokin og athuga þá hvort<br />

25 Gjerset, Haugen og Holmstad 1998:190-191<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

26

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!