19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 2 – „innanfótar- og utanfótarmóttaka“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Tveir og tveir leikmenn koma saman með einn bolta. Annar stendur milli<br />

tveggja keilna (2-3 metrar milli keilnanna) og hinn 4-5 metra á móti honum á<br />

annarri keilu (sjá mynd). Sá sem er milli keilnanna tekur á móti boltanum frá<br />

samherjanum sínum t.d. innanfótar, utanfótar, með hægri, vinstri eða með því<br />

að stíga á boltann. Síðan rekur hann boltann framhjá keilunni, sendir svo<br />

boltann á samherjann og kemur sér aftur milli keilnanna (og fer svo í hina<br />

áttina). Gott að endurtaka þetta 10-15 sinnum á mann.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Leikmenn geta skipst á að taka á móti boltanum og rekja þá boltann að<br />

keilunni í stað þess að senda boltann á hinn leikmanninn (gera þá alltaf til<br />

skiptis).<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að staðsetja sig rétt og standa fastur fyrir, passa að vera í góðu jafnvægi og<br />

taka við boltanum af mýkt. Mikilvægt að vanda allar sendingar og hlaup með<br />

boltann.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

64

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!