19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

grundvallaratriðum fyrir sóknarmann er að komast inn í opið svæði hjá<br />

andstæðingunum og er breidd mikilvæg regla þegar kemur að samleik. Með<br />

því að halda breidd í leiknum nýta leikmennirnir fulla breidd vallarins til að<br />

opna vörn mótherjanna og fá þannig meira rými til athafna. Þannig er<br />

mikilvægt nota alla breidd vallarins.<br />

En það er oft lítið svæði við hliðarlínurnar þannig að nauðsynlegt er fyrir<br />

sóknarlið að reyna að draga mótherjana frá svo það gefist tækifæri á opnum<br />

svæðum á köntunum.<br />

Um leið og lið hefur náð valdi á boltanum þarf fyrst og fremst að hugsa um<br />

að mynda mikla breidd og halda henni innan liðsins. Eftir því sem lið nota<br />

svæði vallarins meira, þeim mun erfiðara er að vinna boltann, valda upp og<br />

gæta mótherjanna. Varnarleikur andstæðinganna verður mun auðveldari ef<br />

sóknarliðið notar lítið og þröngt svæði. Mikilvægt er að leikmenn séu á góðri<br />

hreyfingu ef myndun svæða á að virka. Eins er mikilvægt fyrir samherja að<br />

mynda dýpt, þ.e. valda manninn sinn upp og gefa honum færi á að senda á<br />

samherja til baka ef hann lendir í vandræðum. Þá er skilningur og samvinna<br />

mikilvæg.<br />

7.2 Hvernig á aðstoðin að vera?<br />

Þegar leikmaður í sókn er ekki með boltann þarf hann að passa að hlaupa sig<br />

frían og aðstoða samherjann sem er með boltann. Sá leikmaður sem er með<br />

boltann á að eiga auðvelt með að senda hann á sem flesta samherja. Því þurfa<br />

samherjar að vera á stöðugri hreyfingu, hlaupa sig fría til að taka á móti<br />

boltanum eða trufla vörnina, koma henni úr jafnvægi og opna þannig leið<br />

fyrir samherja í gegnum hana. 43 Samherji verður alltaf að vera þar sem hægt<br />

er að senda boltann til hans og með hverri hreyfingu verður að vera ákveðið<br />

markmið. En aðalatriðið er að leikmaður sé staðsettur þannig að hann sé ekki<br />

í skugganum af varnarmanni, né beint fyrir aftan hann. Einnig er mikilvægt<br />

að hægt sé að breyta um sóknarstefnu og að leikmaður geti sent boltann um<br />

43 Janus Guðlaugsson 1995:78<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

48

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!