19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

auðveldlega haft skaðleg áhrif. Því er mikilvægt að þjálfarar geri sér grein<br />

fyrir því að börn og unglingar eru ekki smækkuð mynd hinna fullorðnu og<br />

því þau þola minna álag en hinir fullorðnu. Mikilvægt er að velja passlega<br />

erfiðar æfingar sem mæta þörfum hvers og eins og er gott að þjálfarinn stjórni<br />

álaginu á þeim æfingum sem gerðar eru. Best er fyrir yngri iðkendur að nota<br />

léttar þyngdir eða sína eigin þyngd til þess að þjálfa styrk t.d. með alls konar<br />

hoppum, magaæfingum, armréttum og fleira. Algengt er að notuð sé<br />

svokölluð stöðvaþjálfun við þjálfunina en þar hefur þjálfarinn ákveðið<br />

æfingar og skipt þeim niður á númeraðar stöðvar á víð og dreif um rýmið sem<br />

hann hefur. Í stöðvaþjálfun er algengt að 2 og 2 vinni saman á hverri stöð þar<br />

sem annar vinnur í einu í fyrirfram ákveðinn tíma á meðan hinn er í hvíld og<br />

svo er skipt. Því næst er farið á næstu stöð og svo koll af kolli. Með<br />

stöðvaþjálfun gefst þjálfurum kostur á að setja saman fjölbreyttar æfingar sem<br />

taka á hinum ýmsu vöðvum sem allir þurfa að styrkja.<br />

Mikilvægt er að mæla styrk hjá börn og unglingum, ekki síst til þess að sjá<br />

hvort þjálfunin beri árangur og einnig hefur það hvetjandi áhrif á iðkendur<br />

eins og áður hefur komið fram. Þegar mæla á styrk hjá börnum og unglingum<br />

er best að láta þau gera æfingar með léttum lóðum eða sinni eigin þyngd og<br />

síðan er talið hvað þau ná að endurtaka æfingu oft á ákveðnum tíma. Síðan er<br />

samskonar mæling endurtekin nákvæmlega eins til þess að sjá hvort um<br />

framfarir hjá iðkendum er að ræða.<br />

Dæmi um 10 æfingar sem gætu hentað vel til mælingar á styrk að okkar<br />

mati og þar sem unnið er með fjölbreytta líkamshluta eru:<br />

1. æfing: Kviðæfingar<br />

2. æfing: Magaæfingar<br />

3. æfing: Armréttur<br />

4. æfing: Sparka bolta í vegg (4m frá)<br />

5. æfing: Hanga í rimlum og lyfta hnjánum í brjósthæð<br />

6. æfing: Hopp yfir slá<br />

7. æfing: Kasta bolta í vegg (3m frá)<br />

8. æfing: Háar hnélyftur á svampdýnu (hástökksdýnu)<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

29

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!