19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

1. Inngangur<br />

Það er ekki auðvelt verkefni að þjálfa börn og unglinga í knattspyrnu en það<br />

er svo sannarlega gefandi. Því höfum við félagarnir fengið að kynnast í<br />

gegnum árin. Þegar kom að því að velja sér verkefni í lokaritgerð lá beint við<br />

að það tengdist knattspyrnu þar sem við höfum æft knattspyrnu frá blautu<br />

barnsbeini og þar að auki höfum við þjálfað börn og unglinga í knattspyrnu<br />

samhliða þjálfun okkar.<br />

Þar sem við teljum okkur hafa allgóða reynslu í þjálfun barna og unglinga<br />

ákváðum við að kafa dýpra í þessi fræði og skrifa lokaritgerð um hvernig<br />

þjálfarinn eigi að starfa til þess að þjálfunin gangi sem best. Þá fjöllum við<br />

einnig um það hvernig aðstæður barna og unglinga til þess að æfa<br />

knattspyrnu eru og hvernig sú aðstaða hefur breyst, en síðustu ár hefur orðið<br />

algjör bylting á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar hér á landi með tilkomu<br />

knattspyrnuhúsa sem risið hafa hér á suðvestur horninu sem og fyrir norðan.<br />

Þá munum við taka fyrir grundvallaratriði í knatttækni sem mikilvægt er<br />

að byrja fljótlega að kenna í yngri flokkunum þegar börnin eru hvað<br />

móttækilegust fyrir því að tileinka sér og læra nýjar æfingar. Þá munum við<br />

taka fyrir leikfræði einstaklingsins, jafnt sóknarlega sem varnarlega og koma<br />

með hugmyndir að æfingum til að þjálfa þessi atriði enn frekar.<br />

Þegar við vorum að vinna þetta verk kom upp sú hugmynd hjá okkur að<br />

forvitnast um hvaða menntun og reynslu þjálfarar félaganna hafa og athuga<br />

hve mörg ár þeir hafa þjálfað. Eins langaði okkur að vita hver æfingafjöldinn<br />

væri að meðaltali á viku hjá félögunum, hver æfingagjöldin væru og hvort<br />

einhverjar reglur (agareglur) og fleira væri í gangi hjá félögunum. Til að fá<br />

svör við forvitni okkar um þessi mál ákváðum við því að leggja spurningalista<br />

fyrir þjálfara í 4. og 5. flokki karla hér á höfuðborgarsvæðinu.<br />

Það er ósk okkar að með því að skrifa um þetta efni verðum við mun betur<br />

í stakk búnir til að sinna þjálfuninni sem allra best og eins að fleiri þjálfarar<br />

geta nýtt sér þessa ritgerð til að auka þekkingu sína á þjálfun.<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!