19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

9. Athugun meðal knattspyrnuþjálfara<br />

9.1 Könnun á nokkrum atriðum er varða knattspyrnuþjálfun<br />

4. og 5. flokks karla á höfuðborgarsvæðinu<br />

Þegar við vorum að vinna þetta verk kom upp sú hugmynd hjá okkur að gera<br />

litla athugun á ýmsum hlutum tengdum þjálfun 5. og 4. flokk drengja á<br />

höfuðborgarsvæðinu.<br />

Við fengum nöfn allra aðalþjálfara 4. og 5. flokks og fundum netföng þeirra<br />

á heimasíðum félaganna. Í bréfi sem við sendum þeim í tölvupósti byrjuðum<br />

við á því að kynna okkur sjálfa og verkefnið (sjá fylgiskjal 1). Því næst lögðum<br />

spurningarblaðið (fylgiskjal 2) fyrir og báðum þá að svara samviskusamlega<br />

og senda okkur til baka sem fyrst. Þetta voru alls 24 þjálfarar sem fengu<br />

sendan tölvupóst og voru flestir að þjálfa einn flokk. Þó voru sumir bæði með<br />

4. og 5. flokk og skiluðu þeir einu svarblaði sem gilti fyrir báða flokkana.<br />

Þegar liðnar voru u.þ.b. 2 vikur frá því við sendum tölvupóstinn voru 9<br />

þjálfarar sem ekki höfðu svarað okkur. Þá brugðum við á það ráð að hringja í<br />

þá og ýta á eftir þeim við það að skila inn svarblaðinu. Varð það til þess að 5<br />

þjálfarar skiluðu mjög fljótlega en svör frá 4 þjálfurum fengum við aldrei.<br />

Þannig svöruðu 20 þjálfarar af þeim 24 sem upphaflega fengu<br />

spurningarlistann sendan til sín. Svarhlutfallið var því 83,3 %.<br />

9.2 Spurningarlisti lagður fyrir starfandi aðalþjálfara<br />

Við ákváðum að hafa spurningarnar (sjá fylgiskjal 2) fáar og ekki of ítarlegar,<br />

heldur frekar að einblína á almenn atriði s.s. menntun og reynslu þjálfaranna.<br />

Til viðbótar þessu þessu tvennu spurðum við út í æfingafjölda að meðaltali á<br />

viku hjá flokkunum og eins hvað það kostar að æfa hjá félögunum á ári. Þá<br />

spurðum við um hvort einhverjar reglur væru í gangi hjá þjálfurunum s.s.<br />

agareglur eða almennar reglur sem iðkendurnir ættu að fara eftir. Margt<br />

athyglisvert kom í ljós í þessari athugun og eru niðurstöður kynntar hér.<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

95

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!