19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

framfarirnar séu einhverjar. Mikilvægt er að prófin séu tekin við sömu<br />

aðstæður í öll skiptin svo munurinn sé marktækur. Það þýðir t.d. ekki að vera<br />

með einhverja ákveðna hlaupaleið á tíma þar sem einungis er hlaupið á<br />

jafnsléttu og næst þegar hlaupið er að þá sé vegalengdin uppí móti. Einnig<br />

getur líka verið gott að skrá niður árangur iðkenda til að fylgjast framförum<br />

því oft hvetur það þá til að standa sig vel og bæta árangur sinn.<br />

Þol: Þolþjálfun barna og unglinga á að vera fjölþætt, leikræn og taka mið af<br />

aldri og þroska iðkenda. Við þjálfum þol hjá börnum unglingum með því að<br />

vera með reglubundnar æfingar lágmark 2-3 sinnum í viku. Yfirleitt fer<br />

þolþjálfunin fram í lok hverrar æfingastundar og er gott að nota púlsmæla eða<br />

kenna börnum og unglingum að taka púlsinn sjálf. Þá ætti álag ekki að fara<br />

yfir spjallhraða þ.e. iðkendur eiga að geta haldið uppi samræðum á meðan á<br />

hlaupi stendur.<br />

Til þess að mæla þol hjá börnum og unglingum er yfirleitt notað<br />

einhverskonar próf (test). T.d. væri hægt að láta þau hlaupa stanslaust í 5, 10<br />

eða 15 mínútur og athuga hversi langt þau komast. Síðan yrði alveg eins próf<br />

endurtekið við sömu aðstæður og athugað hvort iðkendur hafi bætt sig.<br />

Önnur próf sem algeng eru til að mæla þol, og þá sérstaklega hjá eldri<br />

iðkendum, eru m.a. „píptest“ og „coopertest“ en auðveldlega má aðlaga þau<br />

að yngri iðkendum.<br />

Með „píptesti“, sem er þónokkuð notað í grunnskólum í dag, er mælt hvað<br />

iðkandi nær að hlaupa langt eftir að álagið hefur verið aukið stigvaxandi eftir<br />

því sem líður á hlaupið. „Píptestið“ er þrepaskipt og undir hverju þrepi eru<br />

ákveðnar ferðir. Best er að framkvæma „píptestið“ í íþróttasal og verður hann<br />

að vera að minnsta kosti 20 m langur. Prófið kemur á hljóðsnældu eða<br />

geisladiski og spilað er þannig að allir heyri vel.<br />

Hlaupið er fram og til baka fyrirfram ákveðna vegalengd (20 m) um leið og<br />

hljóðmerki er gefið. Þegar næsta hljóðmerki heyrist þurfa iðkendur að vera<br />

komnir að endalínunni hinum megin, þá snúa þeir strax við og hlaupa til<br />

baka og þurfa að ná þeirri línu um leið og næsta hljóðmerki heyrist og svo<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

27

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!