19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Góð samvinna heimila og knattspyrnufélags er kjörin leið til að efla starfið í<br />

félaginu og jafnframt veita þjálfurum og stjórn félagsins aðhald.<br />

Helstu hlutverk foreldraráðs eru meðal annars að standa vörð um<br />

hagsmuni iðkenda í flokknum, efla tengsl heimila og félags, sjá um fjáraflanir<br />

innan flokksins, efla samskipti milli iðkenda, foreldra annars vegar og<br />

stjórnenda og þjálfara hins vegar. Einnig að stuðla að bættri vellíðan iðkenda<br />

og stuðla að betri árangri í starfi félagsins. Foreldraráð eru yfirleitt mynduð í<br />

byrjun hvers keppnistímabils ár hvert (hefst yfirleitt í september) á<br />

foreldrafundum sem þjálfarar hvers flokk boða í upphafi starfsins sem<br />

framundan er.<br />

Þrátt fyrir að foreldrar séu ekki í foreldraráði eða öðrum nefndum innan<br />

félagsins er mikilvægt að allir taki þátt og sýni starfinu áhuga.<br />

Nokkur mikilvæg atriði fyrir foreldra til að hafa í huga þegar börnin æfa<br />

knattspyrnu:<br />

1. Hvetjið börnin til þátttöku. Ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi<br />

er það sem skiptir máli.<br />

2. Mætið bæði á leiki og æfingar. Það hvetur og örvar börnin að finna<br />

fyrir áhuga ykkar.<br />

3. Berið virðingu fyrir störfum þjálfarans. Ekki reyna að hafa áhrif á<br />

hann meðan á leik eða æfingu stendur og látið hann um þjálfunina og<br />

leikstjórnunina. Ekki hrópa og kalla á ykkar börn á æfngum, það<br />

truflar einbeitingu þeirra og gerir þau taugaóstyrk.<br />

4. Hvetjið liðið í heild. Ekki bara ykkar börn.<br />

5. Látið aðeins jákvæð og hvetjandi orð frá ykkur fara á meðan á leik<br />

stendur. Þetta er bara leikur og ánægjan yfir því að taka þátt er<br />

númer eitt.<br />

6. Hafið hvatninguna einfalda og almenna. Ekki reyna að fjarstýra<br />

börnunum frá hliðarlínunni, það ruglar þau.<br />

7. Stuðlið að jákvæðum samskiptum við foreldra frá öðrum félögum.<br />

Rígur og metingur eiga ekki heima á þessum vettvangi.’<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

33

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!