19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

iðkendunum í hópnum og að hver og einn fái tækifæri til að þroska eigin<br />

hæfileika og sé virkur þátttakandi.<br />

Einnig er mikilvægt að þjálfarinn sýni frumkvæði og áræðni við þjálfunina<br />

og sé stöðugt að leiðbeina og kenna iðkendunum sínum bæði með því að sýna<br />

æfingarnar sem hann leggur fyrir og láta svo iðkendurnar endurtaka þær 7 .<br />

Mikilvægt er að þjálfarinn leiðrétti hjá hverjum og einum það sem miður fer<br />

og þarf að bæta og ekki síður að hrósa fyrir það sem vel er gert. Margir<br />

þjálfarar eru oft mjög uppteknir við að sýna hvernig ekki á að framkvæma<br />

hlutinn í stað þess að leggja höfuðáherslu á hið gagnstæða, þ.e. leita að hinu<br />

jákvæða sem iðkandinn gerir og benda á það. Það er margsannað að skammir<br />

hafa neikvæð áhrif og fær þjálfarinn oft ekki að sjá þau áhrif því tárin koma<br />

yfirleitt ekki fram fyrr heima hjá mömmu og pabba. Þess í stað er mikilvægt<br />

að þjálfarinn skapi gott andrúmsloft á æfingum og í leikjum þannig að<br />

iðkendunum líði vel og fái notið sín á æfingum því að félagsskapur og vinátta<br />

er börnum mikilvæg og því eiga allir að fá að vera með á æfingum og í<br />

leikjum.<br />

Við teljum eftirfarandi kennsluaðferð mjög mikilvæga og árangursríka:<br />

1. Sýna og útskýra æfinguna. Mikilvægt að vera með útskýringarnar<br />

stuttar og hnitmiðaðar.<br />

2. Leiðrétta. Leiðrétta hjá iðkendum það sem betur má fara og kenna<br />

þeim réttu atriðin. Mikilvægt að þeir nái grundvallaratriðunum fyrst<br />

áður en farið er að kenna þeim smáatriðin.<br />

3. Endurtekning. Iðkendur gera æfinguna aftur og aftur eftir að bent<br />

hefur verið á það sem betur mætti fara.<br />

4. Hrós. Mikilvægt að hrósa iðkendum þegar við á.<br />

Þetta þýðir að við leggjum allar æfingar fyrir stig af stigi og miðum þær við<br />

getu hvers og eins þannig að börn og unglingar fjarlægist ekki æfingarnar og<br />

að allir fari heim ánægðir eftir hverja æfingu. Við eigum jafnframt að horfa á<br />

7 Þorlákur Árnason 2002<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

12

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!