19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

komið. 3 Eins skiptir félagslegi þátturinn miklu máli þ.e. að börnin kynnist<br />

hvert öðru, læri að vinna saman, taki tillit til hvers annars með því að sýna<br />

umburðarlyndi og síðan en ekki síst að þau hafi gaman af því sem þau eru að<br />

gera, því fótbolti á jú að vera skemmtileg íþrótt sem allir eiga að hafa tækifæri<br />

til þess að stunda. Enn og aftur komum við að því að þjálfarinn er þar í<br />

lykilhlutverki.<br />

3. Hverjir veljast í þjálfarastörfin<br />

Þjálfarar eru mismunandi eins og þeir eru margir og eru það orð að sönnu<br />

þegar sagt er að engir tveir þjálfarar séu eins. Þegar farið er að skoða hverjir<br />

veljast í þjálfarastörfin má segja að margt hafi breyst í gegnum árin og það<br />

vonandi í rétta átt. Hér áður fyrr vann þjálfarinn yfirleitt í sjálfboðavinnu og<br />

voru flestir að þjálfa samhliða annarri atvinnu. Oft voru þetta einhverjir sem<br />

höfðu spilað fótbolta sjálfir eða þá fylgst vel með honum og vissu eitthvað um<br />

þessa íþrótt. Þó höfðu fæstir aflað sér menntunar og voru stjórnarmenn<br />

íþróttafélaga hæstánægðir ef þeim tókst að ráða þjálfara sem töldust kunna til<br />

verka og þar með var málið leyst. Enginn spurði hvaða þjálfunaraðferðum<br />

yrði beitt, hvað þá að þjálfarinn fengi eitthvað frá félaginu um það hvers var<br />

ætlast af honum. Engin samvinna var á milli þjálfaranna, heldur þjálfaði hver<br />

sinn hóp eftir eigin hugmyndum. Það var engin þjálfunaráætlun eða eftirlit<br />

með starfi þjálfarans og engin vissa um að æfð væru nauðsynleg<br />

undirstöðuatriði. Stjórnarmenn horfðu af og til á leiki og lásu um úrslit leikja í<br />

blöðunum. Úrslitin voru náttúrulega aðalmálið. Ef þjálfarinn skilaði nógu<br />

mörgum sigrum, eða allavega tapaði ekki alltaf (fór eftir metnaði félaganna)<br />

þá var allt í lagi og þjálfarinn var endurráðinn eins lengi og hann nennti að<br />

þjálfa. 4 Sum staðar má vel vera að staðan sé sú sama í dag en það telst<br />

vonandi til undantekningar.<br />

3 Janus Guðlaugsson 1995:7<br />

4 Stefán Hreiðarsson 2003<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

9

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!