19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

leitt til meiðsla og leiða á æfingum. 18 Eins skal þjálfarinn skipuleggja starf sitt<br />

með tilliti til þroska og getu hvers og eins og haga starfi sínu þannig að hver<br />

og einn fái tækifæri til að þroska eigin hæfileika. Að auki á þjálfarinn að vera<br />

fagmaður í sinni íþrótt og ber hann ábyrgð á gæðum þjálfunarinnar.<br />

Mikilvægt er að hann skipuleggi hverja æfingu vel og markvisst með því að<br />

setja sér markmið með þjálfuninni (eins og áður sagði) þar sem mótun<br />

knattpyrnumannsins fer fram á barna- og unglingsárunum. Þjálfarinn þarf að<br />

vita hverju hann vill ná fram með þjálfuninni og velja æfingar sem eru<br />

hvetjandi og henta vel hópnum og jafnframt að æfingarnar geri kröfur sem<br />

leiða til eðlilegra framfara. Þjálfarinn verður einnig að skipuleggja starfið<br />

þannig að hann nýti hvern æfingatíma og hvert rými eins vel og kostur er og<br />

hafi yfirsýn yfir hópinn. Mikilvægt er að hann finni til ábyrgðar gagnvart<br />

hverjum iðkenda og geri sér grein fyrir mikilvægi þess að hverjum og einum<br />

sé veitt sú aðstoð sem hann hefur þörf fyrir. Það gerir hann með því að ganga<br />

á milli iðkenda og grípa inní ef að þörf krefur með því að sýna og leiðrétta<br />

æfinguna og láta iðkendur endurtaka æfinguna rétt. Því betur sem þjálfari<br />

skipuleggur þjálfunina sína, því árangursríkari og skemmtilegri verður<br />

þjálfunin og þeim mun ánægðari verður þjálfarinn í starfi sínu. 19<br />

4.4.1 Æfingastundin<br />

Mikilvægt er að þjálfarar skipuleggi hverja einustu æfingastund fyrirfram<br />

með því að gera skriflega áætlun til þess að hver einstaka æfing heppnist sem<br />

best. Með því að gera skriflega áætlun, tímaseðil, verður þjálfarinn öruggari í<br />

þjálfuninni og með meira sjálfstraust og æfingin verður markviss og<br />

hnitmiðuð ef hver einasta mínúta er fyrirfram skipulögð. Einnig er þjálfarinn<br />

frjálsari og á auðveldara með því að fylgjast með og greina það sem fram fer á<br />

æfingunni. Það er auðvelt fyrir þjálfarann að vera með tímaseðilinn með sér í<br />

æfingastundinni ef hann skyldi gleyma einhverju af því sem áætlað var. Þar<br />

að auki finna iðkendurnir það þegar þjálfarinn kemur vel undirbúinn og<br />

18 Brunes, Dieserud og Elvestad 2000:82-83<br />

19 Janus Guðlaugsson 1995:267<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

18

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!