19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

8. Sýnið ekki mótherjum barna ykkar neikvætt viðhorf. Gagnkvæm<br />

virðing og kurteisi er hinn sanni íþróttaandi.<br />

9. Hvetjið börnin bæði þegar vel gengur og þegar á móti blæs. Ekki<br />

gagnrýna þegar illa gengur. Hvetjið þau og uppörvið eftir tapleiki og<br />

klappið fyrir þeim þó leikurinn hafi ekki unnist.<br />

10. Keppnisdagur er alltaf hátíðisdagur. Sama hvernig leikurinn fer,<br />

látum óhagstæð úrslit ekki spilla fyrir því.<br />

11. Lítið á dómarann sem leiðbeinanda barnanna. Ekki gagnrýna hann<br />

né ákvarðanir hans.<br />

12. Spyrjið hvort leikurinn hafi verið skemmtilegur eða spennandi.<br />

Úrslitin eru ekki alltaf aðalatriðið.<br />

13. Sýnið starfi félagsins virðingu. Verið virk á foreldrafundum þar sem<br />

umræður fara fram um starfsemina, þar er ykkar vettvangur.<br />

14. Athugið hvort þið getið orðið að liði á einhvern hátt. Það eru<br />

foreldrar sem sjá um alla starfsemi í yngri flokkunum og þeir gætu<br />

þurft hjálparhönd – margar hendur gera verkið auðvelt.<br />

15. Gerið ykkur grein fyrir því að það eru börnin ykkar sem eru að spila<br />

fótbolta en ekki þið sjálf.<br />

Gott er láta foreldra fá þessar leiðbeiningar í upphafi hvers keppnistímabils<br />

þannig að þeir viti til hvers er ætlast af þeim.<br />

4.7 Reglur<br />

Mikilvægt er að leggja iðkendunum línurnar strax í upphafi hvers<br />

keppnistímabils þannig að þeir viti til hvers er ætlast af þeim í hegðun og<br />

umgengni við umhverfið sem og aðra iðkendur. Það auðveldar þjálfunina til<br />

muna ef allir ganga að því vísu hvað er æskilegt og hvað ekki. Mikilvægt er<br />

að iðkendurnir fái að taka þátt í því að búa til reglurnar og þeir sjái og finni<br />

það að þeirra hugmyndir eru virtar við gerð reglnanna. Þá er líklegra að<br />

iðkendur fari eftir þeim ef þær eru komnar frá þeim sjálfum. Þó mega<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

34

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!