06.05.2016 Views

Valgreinar_2016-17_9.__10.__bekkur uppfært

Valgreinar skólaárið 2016 - 2017

Valgreinar skólaárið 2016 - 2017

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

VALGREINAR Í <strong>9.</strong>-<strong>10.</strong> BEKK<br />

Skólaárið<br />

<strong>2016</strong>-20<strong>17</strong>


Nemendur velja valgreinar eftir áhugasviði eða með tilliti til framtíðaráforma. Mjög<br />

mikilvægt er að nemendur og aðstandendur þeirra lesi vel lýsingar á valgreinum og<br />

vandi valið. Nemendur þurfa að velja greinar til vara því kennslukvóti skólans leyfir<br />

ekki að hafa námshópa með færri en tólf nemendum. Ætlast er til að nemendur velji<br />

í samráði við foreldra sína. Val nemenda samsvarar 6 stundum á ári.<br />

Rétt er að taka fram að val nemenda er bindandi og því er ekki<br />

gert ráð fyrir að nemendur breyti vali að hausti.<br />

Aðstoð við heimanám – 2 stundir á viku<br />

Almenn aðstoð við nám fyrir þá nemendur sem þurfa mikla hjálp við námið. Kennari<br />

getur aðstoðað nemendur við að ná betri skilningi á því efni sem fagkennarar hafa<br />

þegar farið yfir.<br />

Málmsmíði (Borgarholtsskóli) – 3 stundir á viku<br />

Í samvinnu við Borgarholtsskóla býður Rimaskóli upp á athyglisvert nám sem byggist<br />

upp á fjórum meginþáttum: rennismíði, málmsuðu, vélfræði og handavinnu. Í upphafi<br />

námsins verður farið vandlega yfir öryggismál. Nemendur smíða marga eigulega<br />

hluti.. Námið nýtist þeim nemendum sem hyggja á nám í Borgarholtsskóla sem ein<br />

eining í ótilteknu vali.<br />

Fótbolti – 2 stundir á viku hálft árið<br />

Fótbolti er sérstaklega fyrir þá sem hafa mikið áhuga á knattspyrnu. Farið verður í<br />

ýmsa knattspyrnu tækniatriði, bæði bóklega og verklega (3 verklegir svo 1 bóklegur<br />

tími). Einnig verður farið yfir helstu hugtök innan hugmyndafræði þjálfunar í<br />

fótbolta.<br />

Golf – 2 stundir á viku hálft árið<br />

Nemendum kennd undirstöðuatriði og tækni golfíþróttarinnar. Gert er ráð fyrir að<br />

nemendur séu algjörir byrjendur í golfi. Kennsla er bæði verkleg og í formi<br />

fyrirlestra og kynninga. Námsmat byggist á virkni og vinnu nemenda í tímum.<br />

- 1 -


Íþróttafræði – 2 stundir á viku hálft árið<br />

Íþróttafræðin er sérstaklega fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á íþróttum,<br />

hreyfingu, leikjum og hreysti.<br />

Markmiðið er að nemendur fræðist um hreyfingu og hreysti og þekki áhrif þjálfunar<br />

á líkamann. Tímarnir eru bæði bóklegir og verklegir.<br />

Námsmat byggist á virkni og vinnu nemenda í tímum.<br />

Stuttmyndagerð – 2 stundir á viku hálft árið<br />

Unnið verður með handrit- mynd-hljóð og alla þá þætti sem<br />

snúa að stuttmyndagerð. Einnig lögð áhersla á leik og<br />

leikstjórn í kvikmyndum. Lokaverkefnið er að gera<br />

stuttmynd allt að 15-20 mín að lengd.<br />

Tekið er mið af sjálfstæði, frumkvæði. sköpun, vinnusemi og<br />

virkni í tímum.<br />

Ævintýri og vísindaskáldskapur I – 2 stundir á viku<br />

Í námskeiðinu verður farið í heim ævintýrasagna og ævintýraspila. Fjallað verður um<br />

hina ýmsu ævintýraheima á borð við Hringadrottinssögu Tolkiens, Hungurleikana,<br />

Harry Potter, Game of Thrones, ofl. Einnig verður horft á valdar myndir úr þessum<br />

flokki. Spiluð verða borðspil sem innihalda þetta þema.<br />

Ævintýri og vísindaskáldskapur II – 2 stundir á viku<br />

Í námskeiðinu verður haldið áfram að fara í heim ævintýrasagna og ævintýraspila.<br />

Fyrir þá nemendur sem voru í áfanganum í <strong>9.</strong> bekk skólaárið 2015-<strong>2016</strong>.<br />

Leiklist – 2 stundir á viku hálft árið<br />

Þar verður lögð áhersla á að hópurinn semji saman eitt leikverk fyrir vorið<br />

Annað í boði er m.a. Sviðsbardaganámskeið, grímuleikur, trúðsleikur, óvissuferð í<br />

leikhúsheiminn og síðast en ekki síst er farið á einhverja valda leiksýningu.<br />

Ath! Valáfanginn er hugsaður fyrir áhugasama leiklistarunnendur.<br />

- 2 -


Förðun I – 2 stundir á viku hálft árið<br />

Markmið áfangans er að nemendur læri mikilvægi þess að hugsa<br />

vel um húðina, almenna snyrtingu og undirbúning fyrir förðun.<br />

Nemendur teikna á blað og lita andlitsþætti svo sem augu, varir<br />

og nef. Jafnframt skiptast nemendur á að farða hver annan í<br />

kennslustundum til þess að fá verklega reynslu.<br />

Förðun II – 2 stundir á viku hálft árið<br />

Framhaldsáfangi, förðun II er fyrir þá nemendur sem voru í förðun I skólaárið<br />

2015-<strong>2016</strong> eða haust <strong>2016</strong>.<br />

Textílmennt – 2 stundir á viku hálft árið<br />

Textílmennt er yfirgripsmikil námsgrein sem felur í sér<br />

þátt hönnunar og handverks ásamt þjálfun og verkfærni<br />

á fjölbreyttum sviðum. Textílnám gefur nemandanum<br />

tækifæri til að þroska samhæfingu hugar og handar,<br />

upplifa, skapa og tjá sig og hafa á þann hátt áhrif á sitt<br />

nánasta umhverfi og skapa sér sinn persónulega stíl.<br />

Smíði – 2 stundir á viku hálft árið<br />

Unnið í hóp eða einstaklingslega.<br />

Eitt stórt hönnunar og smíðaverkefni. Nokkur lítil<br />

skylduverkefni og æfingar.<br />

Nemendur kynnist grunnteikningu og geti gert efnis- og<br />

kostnaðaráætlun. Nemendur komi að vinnu við leikrit<br />

skólans varðandi leikmynd. Nemendur geti hannað eigin hlut<br />

úr hinum ýmsu efnum. Verkefni sem gerð hafa verið: stólar<br />

borð, skákborð, hljóðfæri, snjóbretti o.s.frv.<br />

- 3 -


Myndlist – 2 stundir á viku hálft árið<br />

Námið er bæði bóklegt og verklegt. Kennd verður listasaga. Farið verður ítarlegar í<br />

þau grunnatriði sem nemendur hafa áður fengist við í myndmennt. Áhersla er lögð á<br />

sköpunargleði og að hugmyndaflug nemenda fái notið sín.<br />

Leirmótun I – 2 stundir á viku fyrir jól<br />

Nemendur kynnast möguleikum leirsins, hvernig hægt er að móta<br />

úr honum nytjahluti jafnt sem listmuni. Unnið er með steinleir og<br />

læra nemendur ýmsar aðferðir við að skreyta leirinn, teikna og<br />

þrykkja mynstur í hann og glerja. Nemendur vinna hugmyndir<br />

sínar í skissubók og að lokum útbúa þeir myndskreyttan hlut með<br />

loki og skartgrip úr leir.<br />

Áherslur verða á hugmyndavinnu í skissubók og leirmótun og<br />

glerjun.<br />

Leirmótun II – 2 stundir á viku eftir jól<br />

Kenndar verða mismunandi aðferðir við leirvinnu og gerð einstakra hluta. Nemendur<br />

hanna og búa til skartgripi af eigin vali og jafnframt krefjandi nytjahluta t.d. lampa,<br />

vasa eða flautu. Áhersla er lögð á færni nemenda í að fullvinna hugmyndir sínar út<br />

frá skissuteikningu. Stefnt er að því að fara í vettvangsferð í vinnustofu<br />

listamanns. Áherslur verða á hugmyndavinnu í skissubók, hönnun og samþættingu við<br />

önnur efni, leirmótun og glerjun og að lokum vettvangsferð.<br />

Byggt er ofan á það sem kennt er í Leirmótun I (fyrir áramót) en ekki krafa að<br />

nemendur hafi sótt þann áfanga.<br />

Hundar sem gæludýr – 1 stund á viku hálft árið<br />

Valáfanginn er fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á því<br />

að eiga hund sem gæludýr eða eiga hund sem gæludýr.<br />

Farið verður yfir helstu eiginleika hunda og<br />

mismunandi tegundir, hvernig hirða eigi hunda og hvers<br />

beri helst að varast varðandi hundahald.<br />

Einnig verður farið í göngutúra um hverfið með hunda í<br />

bandi sem kennari og/eða nemendur eiga.<br />

- 4 -


Heimilisfræði – 3 stundir á viku hálft árið<br />

Nemendur læra að elda bæði einfalda og flókna rétti frá mörgum menningarheimum.<br />

Kennsla er bæði verkleg og í formi fyrirlestra og kynninga.<br />

Leið þín um lífið – 2 stundir á viku hálft árið<br />

Í áfanganum er unnið með ýmsar æfingar sem eiga að efla og þroska nemendur.<br />

Unnið verður með þætti eins og ábyrgð, ákvarðanir, samskipti, tilfinningar, að<br />

byggja upp sjálfstraust og að setja sér markmið. Í hverjum tíma er unnið með<br />

hugleiðslu og slökun sem á að efla innri frið. Einnig er markmiðið að nemendur nái að<br />

upplifa líðandi stund hér og nú án þess að vera hugsa um fortíð eða framtíð.<br />

Námsmat : Metið verður hversu virkir nemendur eru í kennslustundum og hvernig<br />

þeim tekst að láta gott af sér leiða með því að útfæra verkefni sem unnið verður í<br />

nærsamfélaginu. Verkefnið velja nemendur í samráði við kennara, eitt á haustönn og<br />

annað á vorönn.<br />

Yndislestur – 1 stund á viku hálft árið<br />

Yndislestur nýtur sívaxandi vinsælda í skólanum og hefur því verið<br />

ákveðið að stofna bókaklúbb.<br />

Nemendur lesa áhugaverðar skáldsögur eftir íslenska og erlenda<br />

höfunda valdar af kennara og nemendum. Bækurnar ræddar út frá<br />

margbreytilegum og óvæntum sjónarhornum og jafnvel horft á<br />

kvikmyndir ef sögurnar hafa verið kvikmyndaðar. Farið verður í<br />

vettvangsferðir á bókasöfn og á bókakaffi.<br />

Skólahreysti – 2 stundir á viku hálft árið<br />

Valáfanginn er fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á að<br />

kynnast Skólahreysti og undirbúa nemendur fyrir keppni<br />

í Skólahreysti 2015. Farið verður yfir reglur keppninnar<br />

og greinarnar ásamt því að æfa nemendur fyrir þær.<br />

Tímarnir verða að mestu leyti verklegir í íþróttahúsi<br />

skólans en einnig verða nokkrir bóklegir tímar. Auk þess<br />

verður farið í nokkrar vettvangsferðir og<br />

heildarkostnaður fyrir þessar ferðir á skólaárinu væri ca. 3.000-5.000 kr og eru<br />

þessar ferðir val nemanda. Námsmat byggir á vinnu nemenda í tímum ásamt<br />

vettvangsferðum.<br />

- 5 -


Ganga og útivist – 2 stundir á viku hálft árið<br />

Markmið: Að nemendur kynnist útivist, jafnt fræðilega sem af eigin<br />

raun.<br />

Margskonar hreyfing og útivist verður kynnt og nemendur fá að<br />

prófa ýmislegt sem tengist viðfangsefninu hverju sinni. Nemendur<br />

ganga með kennara um nágrenni Grafarvogs og njóta útivistar<br />

hvernig sem viðrar. Reynt verður að kynnast helstu gönguleiðum sem<br />

taka ekki meira en 80 mínútur. Mikilvægt að nemendur læri að<br />

klæða sig eftir veðri og hafi góða gönguskó. Á móti útivistartímum<br />

eru síðan kynningar, fræðsla og verkefnavinna um útiveru.<br />

Náms- og starfsfræðsla – 2 stundir á viku hálft árið<br />

Í boði fyrir <strong>10.</strong> bekk.<br />

Nemendur fá fræðslu og upplýsingar um nám að loknum<br />

grunnskóla og um mismunandi starfsvettvangi og<br />

atvinnulíf. Nemendur skoða og læra að þekkja áhugasvið<br />

sitt og hæfileika og hvar þeir fái best notið sín.<br />

Nemendur kynnist námi og störfum með upplýsingaöflun<br />

og heimsóknum í fyrirtæki og framhaldsskóla.<br />

Fjarnám við Fjölbrautaskólann við Ármúla – 3 stundir á viku hálft árið<br />

Í boði fyrir <strong>10.</strong> bekk.<br />

Ýmsar greinar í fjarnámi við Fjölbrautaskólann við Ármúla, t.d. stæ 203, ens 203,<br />

dan 203, ísl 203 og fleira. Nemendur þurfa að hafa náð einkunninni 8 eða hærra í<br />

viðkomandi grein í <strong>9.</strong> bekk. Athugið að fjarnám krefst þess að nemandinn sýni mikinn<br />

aga, kunni að skipuleggja sig og sé samviskusamur. Sjá nánar á<br />

http://www.fa.is/fjarnam/afangar-fjarnam/ Fjarnámsgreinar veljist í samráði við<br />

náms- og starfsráðgjafa.<br />

Nemandi þarf sjálfur að standa straum af kostnaði við fjarnámið.<br />

- 6 -


Íþróttaakademía Fjölnis – 2 stundir á viku<br />

Á vegum Fjölnis<br />

Markmiðið með íþróttaakademíunni er að hjálpa efnilegustu<br />

íþróttamönnum Fjölnis auk þess að byggja upp stöðugt starf innan<br />

félagsins og vera stoð í utanumhaldi íþróttamanna. Jafnframt er<br />

markmiðið að stuðla að samvinnu, stolti og samkennd.<br />

Skák – 2 stundir á viku<br />

Valgreinin skák er hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga og ánægju<br />

af skák, og einkum þá sem æfðu skák einhvern tímann á<br />

barnaskólastigi og hafa hug á að koma sér í æfingu að nýju.<br />

Farið verður yfir öll helstu grunnatriði í taflmennsku, í þjálfun<br />

skákbyrjana, miðtafls og endatafls. Einnig mun taflmennskan<br />

ráða ríkjum undir kjörorðinu „æfingin skapar meistarann. Að jafnaði er ein<br />

kennslustund í viku en auk þess er miðað við að þátttakendur taki þátt í viðburðum<br />

skólans tengdum skákinni. Þeir tímar dragast frá kennslunni.<br />

Tónlistarnám – 2 stundir á viku<br />

Þeir nemendur sem stunda tónlistarnám við viðurkenndan<br />

tónlistarskóla að lágmarki tvær stundir á viku eiga þess kost að<br />

fá nám sitt metið til eininga og tímafjölda á töflu.<br />

Íþróttir utan skóla – 2 stundir á viku<br />

Þeir nemendur sem æfa íþróttir utan skóla að lágmarki tvær stundir á viku eiga<br />

þess kost að fá nám sitt metið til eininga og tímafjölda á töflu.<br />

Hægt er að fá tónlist eða íþróttir metnar inn á töflu sem tvær<br />

stundir. Ath. íþróttatímar verða ekki teknir út fyrir aðra<br />

íþróttaiðkun.<br />

Að gefnu tilefni er það sérstaklega tekið fram að kort í líkamsræktarstöðvum<br />

eru ekki tekin gild.<br />

- 7 -

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!