12.08.2013 Views

Lokapróf 2003 - Háskóli Íslands

Lokapróf 2003 - Háskóli Íslands

Lokapróf 2003 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

<strong>Háskóli</strong> <strong>Íslands</strong><br />

Landfræðiskor<br />

Hluti I . Skilgreiningar<br />

Byggðaþróun og atvinnulíf 09.63.49-030, vorönn <strong>2003</strong><br />

Kennari: Ásgeir Jónsson<br />

<strong>Lokapróf</strong>, þriðjudaginn 29. apríl. 09:00-12:00.<br />

Einu leyfilegu hjálpargögnin eru skriffæri og reglustika.<br />

Skýrið og skilgreinið eftirfarandi hugtök, ásamt því að lýsa þýðingu þeirra<br />

fyrir íslenska byggðaþróun. Veljið þrjú af fjórum. (27%)<br />

(Athugið tímatakmörk. Miðað er við að ekkert svar taki lengri tíma en 16 mínútur)<br />

A) QWERTY áhrifin (The economics of QWERTY)<br />

B) Stóra sparkið (The big push)<br />

C) Lögmál Zipf (Zipf’s law)<br />

D) Miðstöðvaráhrifin (the hub effect)<br />

Hluti II . Fræðilegur skilningur<br />

Veljið annað hvort spurningu 1) eða 2) (40%)<br />

1) Flutningskostnaður og stærðarhagkvæmni<br />

a) Í frægri grein frá árinu 1991 setti hagfræðingurinn Paul Krugman fram<br />

skýringu á búferlaflutningum með líkani sem hann kallaði racetrack<br />

economy (klukkulíkan) þar sem 12 svæðum var raðað á hringferil.<br />

Hvaða krafta vill Krugman raunverulega kortleggja?<br />

Hvað rekur áfram fólksflutninga á milli svæða?<br />

Hvað rekur áfram flutning fyrirtækja á milli svæða?<br />

Hvernig myndast jafnvægi í búsetu?<br />

Hvaða máli skiptir það að svæðin eru sett á hringferil fyrir þann fjölda<br />

þéttbýliskjarna sem myndast?


) Krugman sjálfur hefur síðar sagt um líkan sitt að það sé “the most<br />

appealing, albeit least realistic, approach to the evolution of spatial<br />

structure”. Er einhver ástæða fyrir því af hverju líkanið ætti að hæfa<br />

Íslandi betur en öðrum löndum?<br />

Og er þá hægt að nota þá innsýn sem títtnefnt líkan gefur til þess að skýra<br />

búsetuþróun hérlendis frá síðara hluta 19du aldar og fram á vora daga?<br />

Hvaða máli skipta samgöngur í þessu sambandi?<br />

c) Sumir hafa reynt að skilgreina jaðarbyggðir sem byggðalög fjarri þjóðvegi<br />

1 (hringveginum). Þetta er þó að mörgu leyti ófullkomin skilgreining þar<br />

sem mörg byggðalög eiga í miklu vanda jafnvel þótt þau séu staðsett rétt<br />

við hringveginn.<br />

Er með einhverjum hætti hægt að skilgreina jaðarbyggðir út frá líkani<br />

Krugmans? Hvaða máli skipta staðbundin aðföng og breytingar á notkun<br />

þeirra fyrir byggð á þessum jaðarsvæðum?<br />

2) Margfaldarar og hringrásarferli<br />

a) Áætlað hefur verið með aðstoð margfaldaralíkana að fyrir hvert eitt starf<br />

sem skapast við fyrirhugaða álbræðslu á Reyðarfirði, muni hálft starf<br />

skapast á móti í afleiddum greinum á Austurlandi. Lýsið því hvernig að<br />

slíkar niðurstöður eru fengnar og hvaða hugsun liggur að baki þeim.<br />

Hvað þýðir hugtakið afleidd áhrif í raun og veru? Er hægt að yfirfæra þetta<br />

yfir á landið í heild og segja að fyrir hvert eitt starf sem skapist í áliðnaði<br />

fyrir austan muni hálft starf skapast á landinu öllu?<br />

b) Leiðið út (sýnið út hvernig hægt er að finna) margfaldara fyrir Austurland ef<br />

gefið er að neysla, innflutningur og fjárfesting ráðast af tekjum en neysla<br />

hins opinbera standi óbreytt.<br />

c) Er hægt að lýsa áhrifum álversins fyrir austan með aðstoð annarra líkana en<br />

margfaldara, s.s. með beitingu hugtaksins sjálfnærandi hringrás (Circular<br />

causation)? Hvaða máli skiptir mannauðsmyndun í þessu sambandi?


Hluti III . Fræðileg beiting<br />

Veljið einn lið af þremur (33%)<br />

I) Áhrif samgöngubóta<br />

Í Byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar er það sérstaklega lagt til að reyna að<br />

stytta vegalengdir á milli staða, einkum að reyna að tengja hina smærri staði<br />

við héraðshöfuðborgir eða Reykjavík sjálfa.<br />

Nefnið dæmi um einhverja slíka vegabót sem nú er á prjónum yfirvalda og<br />

skýrið – með aðstoð einhverrar fræðilegrar nálgunar – hvaða áhrif hún gæti<br />

haft á búsetu og atvinnulíf á þeim stöðum sem munu þannig færast nær<br />

hverjum öðrum.<br />

Hvaða lærdóm má draga af þeim samgöngubótum sem hafa þegar átt sér<br />

stað? Getur það staðist að betri vegir geti hreinlega eytt byggð á ákveðnum<br />

stöðum? Eða er það aðeins spurning um sérhæfni og samkeppnisstöðu?<br />

II) Kjarnamyndun í sjávarútvegi<br />

Á síðustu árum hafa veiðar og vinnsla verið að færast frá ákveðnum<br />

svæðum til annarra með aðstoð kvótaflutninga og viðskipta í gegnum<br />

fiskmarkaði.<br />

Nefnið dæmi um einn eða fleiri staði sem eru rísandi stjörnur í<br />

sjávarútvegi. Hvaða almennu fræðilegu þættir eru það sem reka slíka<br />

kjarnamyndun áfram? Hvaða sértæku og staðbundnu þættir eru það sem reka<br />

áfram vöxt nefndra staða umfram vöxt annarra útvegsstaða á landinu? Eru<br />

einhver söguleg fordæmi fyrir þessar þróun? Hvaða þýðingu gæti<br />

kjarnamyndun í sjávarútvegi haft fyrir framleiðni í greininni?<br />

III) Nýting mannauðs<br />

Á síðustu árum hafa störf fyrir menntað fólk einkum skapast í Reykjavík<br />

en í minna mæli á landsbyggðinni. Mörg sveitarfélög hafa viljað bregðast við<br />

þessum með því að byggja upp langskólamenntun innan sinna marka. Lýsið<br />

því með fræðilegum hætti af hverju Reykjavík hefur þessi yfirburði í<br />

mannauðsmyndun og mannauðsnýtingu.<br />

Hvaða þýðingu getur það þjónað að byggja upp “æðri” menntasetur á<br />

landsbyggðinni fyrir atvinnulíf og búsetu þar um slóðir? Er hægt nefna dæmi<br />

um hvernig að uppbygging menntastofnana á landsbyggðinni hefur náð<br />

markmiði sínu?<br />

Er hægt nefna dæmi um önnur bæjarfélög sem hafa náð ágætum árangri<br />

með leggja litla áherslu á mannauðsmyndun en sérhæfa sig í greinum sem gera<br />

fremur litla kröfur til formlegrar menntunar? Er eðlilegt að það sé ákveðin<br />

verkaskipting í þessum efnum á milli höfuðborgar og landsbyggðar?

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!