12.09.2013 Views

Söluskrá 2012 - SVFR.is

Söluskrá 2012 - SVFR.is

Söluskrá 2012 - SVFR.is

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

22 SILUNGSVEIÐI<br />

8 5 5<br />

Laxá í Aðaldal<br />

Presthvammur – Staðar-/Múlatorfa<br />

Mikil veiði fyrir lítinn pening – breyttur tími<br />

Áður fyrr voru veið<strong>is</strong>væðin, sem hér um ræðir, þekkt sem laxveið<strong>is</strong>væði en í seinni tíð<br />

hefur laxinn átt undir högg að sækja á þessum slóðum, en engu að síður er töluverð laxavon<br />

síðla sumars. Því er veiðimönnum bent á að skylt er að sleppa öllum laxi. Á þessum<br />

fjölbreyttu veið<strong>is</strong>væðum hafa veiðst stórir silungar, allt að ellefu punda, en mikið af urriðanum<br />

er tvö til þrjú pund. Veiðimenn eru hvattir til að hlífa stærri urriðanum og hirða<br />

frekar þá minni sem eru mun betri matf<strong>is</strong>kar. Stórbrotið landslag er í Aðaldalnum og mikið<br />

fuglalíf við ána og eru veiðimenn beðnir að taka tillit til þess og ganga varlega um.<br />

Þessi svæði hafa verið að gefa alveg „fantagóða veiði“ undanfarin ár, eða vel á annað<br />

þúsund silunga árlega, auk nokkurra tuga laxa. Því er óhætt að fullyrða að þessi svæði séu<br />

afar góður kostur fyrir silungsveiðimanninn, svo ekki sé dýpra í árina tekið. Svæðin eru í<br />

um 90 kílómetra fjarlægð frá Akureyri, og í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík.<br />

Laxá er eitt frjósamasta straumvatn<br />

á Íslandi og þar má finna einn<br />

sterkasta urriðastofn landsins.<br />

Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur<br />

á sinni könnu veið<strong>is</strong>væðin efst í<br />

Aðaldal, neðan Laxárvirkjunar, en<br />

þar má finna sannkallaða paradís<br />

silungsveiðimannsins. Veið<strong>is</strong>væðin í<br />

Presthvammi, Staðartorfu og Múlatorfu<br />

eru fjölbreyttur og skemmtilegur<br />

kostur fyrir þá sem vilja njóta<br />

veiða í fallegu umhverfi. Hér er<br />

silungsveiðimaðurinn á heimavelli,<br />

hvert svæði hefur sín sérkenni og<br />

m<strong>is</strong>munandi aðstæður gefa kost á<br />

veiðum hvort sem er með þurrflugu,<br />

straumflugum eða andstreym<strong>is</strong> með<br />

púpum.<br />

Veiðileyfi<br />

Einn eða fleiri dagar frá morgni til kvölds.<br />

Stangirnar á hverju svæði fyrir sig seljast helst<br />

saman.<br />

Veiðitími<br />

1. júní til 20. sept. Veitt er kl. 7.00–13.00 og kl.<br />

16.00–22.00. Eftir 5. ágúst breyt<strong>is</strong>t seinni vakt<br />

og fær<strong>is</strong>t fram um eina klukkustund.<br />

Veiðireglur og leyfilegt agn<br />

Eingöngu er leyfð fluguveiði. Undantekningarlaust<br />

skal sleppa laxi. Veiðimenn eru hvattir til að<br />

sleppa stærri urriðum. Akið eftir vegarslóðum<br />

en ekki yfir tún og gróið land. Kvóti er fjórir<br />

urriðar á hverja dagstöng. Þegar kvóta er náð<br />

má veiða og sleppa.<br />

STANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR / SÖLUSKRÁ <strong>2012</strong> WWW.<strong>SVFR</strong>.IS

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!