12.09.2013 Views

Söluskrá 2012 - SVFR.is

Söluskrá 2012 - SVFR.is

Söluskrá 2012 - SVFR.is

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

6 STJÓRN <strong>SVFR</strong> 2011–<strong>2012</strong><br />

Kæru<br />

veiðifélagar<br />

Hér er komin söluskrá Stanga veiðifélags<br />

Reykjavíkur fyrir veið<strong>is</strong>umarið<br />

<strong>2012</strong>. Í henni er að finna mjög fjölbreytt<br />

úrval veið<strong>is</strong>væða og marga<br />

spennandi valkosti fyrir alla stangaveiðimenn.<br />

Veiðin síðastliðið sumar var með ágætum víðast hvar.<br />

Þó sumarið hafi byrjað með köldum norðanáttum<br />

þá rætt<strong>is</strong>t fljótt úr og laxinn var mættur í árnar um<br />

miðjan júní og veiðin góð. Í flestum tilvikum var<br />

veiðin í svipuðum takti og sl. sumar. Í Norðurá,<br />

Elliðaám, Langá og Hítará var góð veiði og þó<br />

Sogið næði ekki mettölunni frá 2010, þá var<br />

afbragðsveiði þar.<br />

Mörg svæði seldust upp, t.d. Nessvæðið í Laxá<br />

í Aðadal. Í fyrra buðum við veiðimönnum að<br />

kaupa eina stöng á svæðinu fyrir landi Tjarnar<br />

(Tjarnarhólmaflúð og Símastrengur) en nú höfum<br />

við bætt Árbótarsvæðinu við og geta veiðimenn<br />

veitt með þremur stöngum í þessari mögnuðu<br />

á. G<strong>is</strong>t er í Lynghóli, ágætu veiðihúsi þar sem<br />

veiðimenn sjá um sig sjálfir.<br />

Ásókn í góð tveggja til þriggja stanga veið<strong>is</strong>væði<br />

hefur farið vaxandi og nú bjóðum við veiðimönnum<br />

Setbergsá og Dunká á Skógarströnd. Báðar árnar<br />

eru tveggja stanga og í þeim báðum má veiða á<br />

maðk og flugu, báðar eru þær nettar og fallegar<br />

og við vonum að veiðimenn eigi eftir að taka<br />

þessum kostum vel.<br />

Nú er bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða<br />

veiðimönnum í Hítará að g<strong>is</strong>ta í veiðihúsinu án<br />

STANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR / SÖLUSKRÁ 2011<br />

Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur 2011–<strong>2012</strong>. Standandi eru frá vinstri: Bernhard A. Petersen, Bjarni Júlíusson,<br />

formaður, Ásmundur Helgason, Hörður B. Hafsteinsson og Hörður Vilberg. Sitjandi eru frá vinstri: Árni Friðleifsson<br />

og Ragnheiður Thorsteinsson. (Ljósmynd: Golli)<br />

þess að kaupa sér fæði. Einung<strong>is</strong> þarf að greiða<br />

húsgjald fyrir eina stöng og veiðimenn sjá um sig<br />

sjálfir. Við hvetjum veiðimenn til að ganga vel um<br />

þetta fallega hús.<br />

Veiðin á urriðasvæðunum fyrir norðan var ágæt.<br />

Talsvert var sótt um veiðileyfi þar í í forúthlutun<br />

en enn eigum við góða daga á svæðunum. Bent<br />

er á að ekki er skylt að g<strong>is</strong>ta í veiðihúsinu við Hof<br />

eftir 20. júlí. Að sjálfsögðu geta veiðimenn pantað<br />

g<strong>is</strong>tingu og fæði eins og fyrr, en nú hafa þeir val!<br />

Við minnum á skilafrest umsókna og greiðslufresti<br />

sem kynntir eru á síðu 9 hér í söluskránni sem og<br />

reglur um úthlutun veiðileyfa á síðu 81. Við biðjum<br />

félagsmenn að kynna sér úthlutunarreglurnar vel<br />

og vanda umsóknir sínar.<br />

Enn og aftur minnum við á að félagar í <strong>SVFR</strong><br />

njóta betri kjara við veiðileyfakaup hjá félaginu<br />

en utanfélagsmenn, sem greiða 20% hærra verð.<br />

Síðast en ekki síst viljum við minna félagsmenn á<br />

Veiðikortið. Það er einfaldlega frábær valkostur fyrir<br />

stangaveiðimenn, en með því fá veiðimenn nánast<br />

ótakmarkaðan aðgang að nærri 40 veiðivötnum.<br />

Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur ákveðið<br />

að félagsmenn í <strong>SVFR</strong> fá Veiðikortið á einung<strong>is</strong> 4.000<br />

krónur ef það er keypt hjá félaginu. Af veiðivötnum<br />

í Veiðikortinu má nefna Þingvallavatn (fyrir landi<br />

þjóðgarðsins), Hítarvatn á Mýrum, Meðalfellsvatn<br />

í Kjós, Hópið í Húnavatnssýslu og Hraunsfjörð á<br />

Snæfellsnesi. Nýjasta viðbótin í Veiðikortinu eru<br />

vötnin á Laxárdalsheiði í landi Sólheima. Þar getur<br />

verið frábær veiði þegar vel til tekst. Frábærar<br />

undirtektir veiðimanna hafa þýtt að tek<strong>is</strong>t hefur<br />

jafnt og þétt að auka framboð spennandi veiðivatna<br />

innan Veiðikortsins.<br />

Stjórn <strong>SVFR</strong> vill benda veiðimönnum á veiðireglur<br />

í einstökum ám og vatnasvæðum, sér í lagi hvað<br />

varðar leyfilegt agn og skyldu til að sleppa stórlaxi<br />

og tilmæli þar um. Jafnframt hvetur stjórn félagsins<br />

veiðimenn til að fara að reglum og gæta hófsemi<br />

við veiðar og skorar á veiðimenn að sleppa öllum<br />

stórlaxi hvar sem hann er veiddur, sé þess nokkur<br />

kostur.<br />

Við hvetjum félagsmenn til að sækja um veiðileyfi<br />

sín á netinu. Fimm félagsmenn sem sækja um á<br />

netinu fá glæsilegan glaðning.<br />

Kæru veiðifélagar við vonumst til að veið<strong>is</strong>umarið<br />

verði ykkur ánægjulegt og þið njótið veiðinnar<br />

sem aldrei fyrr. Að lokum skorum við á ykkur að<br />

eiga viðskipti við Stangaveiðifélag Reykjavíkur.<br />

Með veiðikveðjum,<br />

Stjórn <strong>SVFR</strong><br />

Frekari upplýsingar um veið<strong>is</strong>væði félagins er svo<br />

að finna á vefnum, undir slóðinni www.svfr.<strong>is</strong><br />

WWW.<strong>SVFR</strong>.IS

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!