12.09.2013 Views

Söluskrá 2012 - SVFR.is

Söluskrá 2012 - SVFR.is

Söluskrá 2012 - SVFR.is

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

28 SILUNGSVEIÐI<br />

Steinsmýrarvötn<br />

Vinsælt, gjöfult og aðgengilegt silungsog<br />

sjóbirtingssvæði<br />

Steinsmýravötn er aðgengilegt fjögurra stanga svæði. Það er staðsett fyrir neðan bæinn Syðri-Steinsmýri og er í<br />

göngufæri frá veiðhúsinu. Þetta skemmtilega veið<strong>is</strong>væði samanstendur af 2 vötnum og lækjum sem renna þar<br />

á milli þeirra. Í Steinsmýrarvötnum er staðbundin bleikja og urriði ásamt sjóbirtingi og sjóbleikju. Bleikjan getur<br />

orðið gríðarvæn og hefur meðalþyngd hennar verið rúm 3 pund. Meðalveiði síðustu fjögurra ára er um eitt þúsund<br />

f<strong>is</strong>kar. Í sumar veiddust 944 silungar sem er frábær veiði og má geta þess að svæðið var óveitt í rúma viku þegar<br />

gaus í Grímsvötnum og þjóðvegur rofnaði. Síðasta holl á síðasta veiðitímabili var með 46 f<strong>is</strong>ka og voru þeir mjög<br />

vænir eða frá 4 pundum upp í 7 pund. Vorveiðin hefst 1. apríl og er veitt í vötnunum til 20. október. Leyfilegt agn<br />

í Steinsmýrarvötnum er fluga og spúnn, en mælst er til þess að menn veiði eingöngu á flugu. Kvóti er á veiðinni,<br />

leyfilegt er að hirða 3 f<strong>is</strong>ka á stöng á dag, eftir það má veiða og sleppa. Gott veiðihús er á svæðinu með heitum potti.<br />

Veiðileyfi<br />

Tveir dagar í senn, hálfur, heill og hálfur.<br />

<br />

Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 til 15. ágúst en<br />

kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00 eftir það.<br />

Leyfilegt agn<br />

Fluga og spónn. Mælst er til þess að menn veiði<br />

eingöngu á flugu.<br />

Veiðireglur<br />

Stangirnar eru alltaf seldar saman. Við vötnin er<br />

bátur sem veiðimenn mega nota á eigin ábyrgð.<br />

Kvóti er á veiðinni, leyfilegt er að hirða 3 f<strong>is</strong>ka<br />

á stöng á dag, eftir það má veiða og sleppa.<br />

Veiðihús<br />

Ágætt veiðihús er á svæðinu og fylgir það með<br />

leyfunum. Húsið er 40 fm2 með tveimur herbergjum<br />

með kojum og góðu svefnlofti með dýnum og<br />

geta 8 manns hæglega g<strong>is</strong>t í því. Heitur pottur<br />

er á pallinum og öll aðstaða til fyrirmyndar.<br />

Gasgrill er við húsið. Sængur og koddar fyrir<br />

átta manns eru í húsinu en veiðimenn verða að<br />

hafa með sér sængurföt, handklæði og aðrar<br />

hreinlæt<strong>is</strong>vörur.<br />

5 4x4 8<br />

4x4 4 2<br />

Leiðarlýsing að veið<strong>is</strong>væðinu<br />

Það eru tæplega 300 kílómetrar úr Reykjavík að<br />

veið<strong>is</strong>væðinu og eru menn um 3 tíma að aka þangað.<br />

Ekið er sem leið liggur að Kirkjubæjarklaustri<br />

og beygt til hægri niður Meðallandsveg (204)<br />

rétt áður en komið er að Skaftárbrúnni við<br />

Kirkjubæjarklaustur. Frá þeim gatnamótum eru um<br />

22 kílómetrar að Syðri–Steinsmýri. Meðallandsvegur<br />

er hringvegur og því einnig hægt að beygja fyrr<br />

inn á Meðallandsveg, austan við Kúðafljótsbrú,<br />

til hægri inn á Meðallandsveg (204).<br />

joakim s´ Gæða flugustangir, hjól og línur sem hafa<br />

sannað sig hjá íslenskum veiðimönnum.<br />

gsm: 698-4651<br />

e-mail: e joakims@simnet.<strong>is</strong><br />

STEINSMÝRARVÖTN<br />

VERÐSKRÁ<br />

Verð á dagstöng<br />

Veiðidagar Stangafj. Félagsverð<br />

1/5 - 31/5 4 10.900<br />

31/5 - 2/6 4 9.400<br />

10/6 - 1/8 4 8.900<br />

9/8 - 29/8 4 10.900<br />

4/9 - 10/10 4 11.900<br />

Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.<br />

STANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR / SÖLUSKRÁ <strong>2012</strong> WWW.<strong>SVFR</strong>.IS

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!