29.07.2014 Views

farsímar

farsímar

farsímar

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

FORSÍÐUGREIN<br />

BESTA<br />

SEM ÞÚ HEFUR FENGIÐ<br />

Góðra manna ráð eru gulli betri í viðskiptum. Frjáls verslun ræðir hér við þekkt athafnafólk<br />

um bestu ráðin sem það hefur fengið í viðskiptum. Þetta er skemmtilegt efni og það kemur<br />

á daginn að húsráðin í heimi viðskiptanna eru mörg og snerta hið smá sem stóra.<br />

TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON<br />

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON<br />

Góðra manna ráð eru vinsælt efni í erlendum<br />

viðskiptatímaritum. Nýlega var Fortune með<br />

yfirgripsmikla úttekt á „besta ráðinu sem þú<br />

hefur nokkurn tíma fengið“. (21. mars sl.) Þar<br />

voru margir þekktir viðskiptajöfrar spurðir út<br />

í þetta. Warren Buffett, hinn kunni fjárfestir, segir þetta:<br />

„Munið að þið hafið ekki rétt fyrir ykkur vegna þess að<br />

aðrir kikka kolli og samþykkja það sem þið segið, heldur<br />

vegna þess að þið hafið rétt fyrir ykkur.“ Með öðrum<br />

orðum: Menn þurfa að treysta á sjálfa sig. Hver er sinnar<br />

gæfu smiður. Richard Branson, breski auðkýfingurinn sem<br />

er forstjóri Virgin, kemur með þetta ráð: „Takið ykkur ekki<br />

of alvarlega. Gerið grín að ykkur sjálfum. Öðru vísi lifið þið<br />

þetta ekki af.“ Branson er mjög áberandi andlit fyrirtækisins<br />

sín og segir að ef hann hefði ekki notað sjálfan sig í að<br />

kynna Virgin með alls kyns uppátæki þá hefði fyrirtækið<br />

ekki haft það af. Jack Welch, fyrrum forstjóri General<br />

Electric, segir: „Vertu alltaf þú sjálfur.“ Sumner Redstone,<br />

stjórnarformaður Viacom, segir: „Fylgdu þínu eigin innsæi,<br />

en ekki fólks sem er mjög ólíkt þér og sér hlutina á allt<br />

annan hátt.“ Sallie Krwcheck, hjá Citigroup segir: „Ekki<br />

hlusta á neikvætt fólk.“ Meg Whitman, stjórnarformaður<br />

eBay segir: „Mamma sagði mér að vera sjálfstæð og að<br />

hafa aldrei áhyggjur af því hvað aðrir segðu.“ Whitman<br />

segir sömuleiðis: „Vertu góður og þægilegur og gerðu<br />

alltaf þitt besta – og hafðu þetta alltaf á bak við eyrað.“<br />

Vivek Paul, forstjóri Wipro Technologies, segir: „Láttu ekki<br />

væntingar fortíðarinnar halda aftur af þér og trufla þig.“<br />

Dick Parsons, forstjóri Time Warner: „Þegar þú ert að<br />

semja við einhvern, skildu þá eitthvað eftir á borðinu.“<br />

14 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!