16.11.2014 Views

Stærðfræði fyrir 8.–10. bekk - Námsgagnastofnun

Stærðfræði fyrir 8.–10. bekk - Námsgagnastofnun

Stærðfræði fyrir 8.–10. bekk - Námsgagnastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Stærðfræði <strong>fyrir</strong> 8.–10. <strong>bekk</strong><br />

Yfirlit yfir námsefni 2009


Stærðfræði <strong>fyrir</strong> 8.–10. <strong>bekk</strong><br />

Í þessum bæklingi er að finna yfirlit yfir<br />

námsefni sem ætlað er til kennslu<br />

í stærðfræði í 8.–10. <strong>bekk</strong> grunnskóla.<br />

Um er að ræða grunnnámsefni, sérkennsluefni,<br />

æfingaefni, kennsluleiðbeiningar,<br />

veggmyndir, gagnvirk verkefni<br />

á vef, efni til útprentunar og ábendingar<br />

og hugmyndir <strong>fyrir</strong> kennara.<br />

Til að auðkenna útgáfuform efnisins eru<br />

notuð táknin:<br />

<strong>fyrir</strong> gagnvirkt vefefni<br />

<strong>fyrir</strong> efni á vef til útprentunar<br />

<strong>fyrir</strong> kennsluforrit<br />

Yfirlit yfir fjölbreytt námsefni<br />

Í Aðalnámskrá grunnskóla – stærðfræði<br />

segir m.a. að þjálfun tungumálsins sé mikivægur<br />

þáttur í að efla stærðfræðilega<br />

hugsun. Læsi á texta og myndræna framsetningu,<br />

nákvæm notkun tungumálsins og<br />

táknmáls og hæfni til munnlegrar og skriflegrar<br />

tjáningar og tjáskipta við aðra stuðlar<br />

allt að dýpri skilningi á stærðfræðilegum<br />

hugtökum og aðferðum.<br />

Þetta er ákaflega mikilvægt atriði og kennarar<br />

þurfa ætíð að laga kennslu sína að<br />

getu og færni nemenda hverju sinni<br />

og gefa þeim færi á að tjá sig um efnið<br />

svo skilningur þeirra komi í ljós. Málfærni<br />

nemenda með íslensku sem annað tungumál<br />

er misjöfn og í slíkum tilvikum er sérstaklega<br />

mikilvægt að vera vakandi <strong>fyrir</strong><br />

hugtakaskilningi nemenda í stærðfræðinni.<br />

2


GRUNNEFNI<br />

Átta–tíu<br />

Átta-tíu er nýlegt grunnnámsefni <strong>fyrir</strong> 8.–10.<br />

<strong>bekk</strong>. Það samanstendur af tveimur námsbókum<br />

<strong>fyrir</strong> hvert námsár, kennsluleiðbeiningum,<br />

lausnum á vef og námsmatsverkefnum<br />

á CD. Auk þess eru eyðublöð til útprentunar,<br />

ítarlegur hugtakalisti og mörg gagnvirk verkefni<br />

<strong>fyrir</strong> nemendur á vef Námsgagnastofnunar,<br />

s.s. á Unglingasíðunum.<br />

Á vef Námsgagnastofnunar er sérstakur vefur<br />

sem nefnist Stærðfræði <strong>fyrir</strong> unglingastig. Á<br />

þessum vef eru kennsluleiðbeiningar með<br />

grunnbókum og þemaheftum, lausnir, eyðublöð,<br />

hugtakalisti, almenn umfjöllun um námsmat,<br />

þrautir, æfingaefni til útprentunar o.fl.<br />

Átta-tíu 1 Átta-tíu 2 Átta-tíu 3 Átta-tíu 4 Átta-tíu 5 Átta-tíu 6 Átta tíu – Kennsluleiðbeiningar Námsmatsverkefni Átta-tíu 1 og 2, 3 og 4, 5 og 6<br />

3


Stærðfræði 8+ Stærðfræði 9+ Stærðfræði 10+<br />

Almenn stærðfræði<br />

Annar eldri flokkur, Almenn stærðfræði, er einnig fáanlegur. Í<br />

þessum flokki eru þrjár grunnbækur og með hverri þeirra fylgir<br />

kennarabók með tillögum um námsáætlun og kennsluaðferðir.<br />

Stærðfræði 8–10+<br />

Bókaflokkurinn Stærðfræði 8-10+, er hægt að nota sem sjálfstætt<br />

námsefni eða sem fylgiefni með öðru námsefni <strong>fyrir</strong><br />

unglingastig. Áhersla er lögð á að þjálfa undirstöðuatriði í<br />

stærðfræði og er textinn einfaldur. Kennsluleiðbeiningar með<br />

lausnum fylgja hverri bók.<br />

4<br />

Almenn stærðfræði I Almenn stærðfræði II Almenn stærðfræði III


SÉRKENNSLA<br />

Stærðfræði í dagsins önn<br />

Námsbókaflokkurinn Stærðfræði í<br />

dagsins önn er ætlaður nemendum<br />

á unglingastigi sem ráða ekki við<br />

almennt námsefni í stærðfræði.<br />

Markmiðið er að þjálfa nemendur í<br />

útreikningum í daglegu lífi og öðlast<br />

leikni í að nota vasareikni. Flokkurinn<br />

skiptist í sex grunnbækur,<br />

æfingahefti með hverju þeirra og<br />

kennarahefti. Auk þess er til forrit<br />

(CD) sem byggt er á efni bókanna.<br />

Stærðfræði í dagsins önn 1. hefti Í dagsins önn 2. hefti Í dagsins önn 3. hefti Í dagsins önn 4. hefti Í dagsins önn 5. hefti Í dagsins önn 6. hefti<br />

5


ÞEMAHEFTI<br />

Átta-tíu<br />

Viðfangsefnin í þemaheftunum eru afar fjölbreytt og gefa<br />

nemendum færi á að glíma við stærðfræðina á marga vegu<br />

og þjálfa margs konar vinnubrögð og geta kennarar skipulagt<br />

notkun þessara hefta að vild. Þemaheftin eru margnota<br />

efni og nemendum er því ætlað að skrá lausnir sínar í<br />

vinnuhefti. Kennsluhugmyndir með þemaheftunum er að<br />

finna á vefnum Stærðfræði <strong>fyrir</strong> unglingastig.<br />

6<br />

Töflureiknir notaður Gullinsnið Mælingar um víða veröld Pælingar í stærðfræði


FJÖLBREYTT OG MISÞUNGT EFNI<br />

Vinkill<br />

Vinkill, fjölbreytt verkefnablöð í stærðfræði. Efninu<br />

er skipt í kafla eftir efnisþáttum og eru þeir valdir<br />

með hiðsjón af grunnefni <strong>fyrir</strong> 8.–10. <strong>bekk</strong>. Efnið er<br />

ætlað til útprentunar. Á vefnum eru einnig lausnir<br />

með öllum hlutunum.<br />

Hugtakalisti<br />

Hér eru stærðfræðileg hugtök útskýrð og í mörgum<br />

tilvikum eru einnig skýringamyndir. Hugtakalistinn<br />

er bæði til í prentaðri útgáfu og á vef.<br />

Leikni<br />

Þetta eru tvö æfingahefti í stærðfræði sem eru<br />

ætluð til frekari þjálfunar á tilteknum efnisþáttum.<br />

Lausnir eru á vef.<br />

Vinkill 1 Vinkill 2 Vinkill 3 Leikni– Stærðfræði Leikni– Algebra Hugtakalisti<br />

7


FORRIT<br />

Á vefnum www.nams.is er sérstakur safnvefur<br />

Stærðfræði <strong>fyrir</strong> unglingastig þar sem finna má<br />

allt vefefni í stærðfræði sem ætlað er þessu<br />

aldursstigi, m.a. fjölmörg gagnvirk forrit <strong>fyrir</strong><br />

nemendur. Þegar nemendur vinna gagnvirku<br />

verkefnin geta þeir valið þyngdarstig og geta<br />

fylgst með árangri sínum því þeir fá strax viðbrögð<br />

við því sem þeir eru að gera. Efnið er sett<br />

fram á myndrænan hátt og í hverju forriti er<br />

verið að þjálfa tiltekinn efnisþátt á fjölbreytta<br />

vegu. Í mörgum tilvikum er jafnframt hægt að<br />

hlusta á <strong>fyrir</strong>mælin og því ætti þetta efni að<br />

nýtast fjölbreyttum hópi nemenda, m.a. þeim<br />

sem hafa íslensku sem annað tungumál.<br />

Nemendur geta líka nálgast<br />

öll gagnvirku forritin í<br />

gegnum Unglingasíðurnar<br />

á heimasíðu<br />

Námsgagnastofnunar.<br />

8 Algebra Vogin Hver er reglan? Almenn brot Prósentur Brúsarnir Speglun Hliðrun


Flott Föll –<br />

Hér er hægt að teikna og skoða gröf falla, svo sem<br />

beinna lína, fleygboga og breiðboga og lausnamengi<br />

ójafna, gera gildistöflur og reikna út gildi<br />

skurðpunkta, núllstöðvar, topppunkta ásamt x- og<br />

y-gildum. Verkefnahefti með forritinu er á vefnum<br />

Stærðfræði <strong>fyrir</strong> unglingastig.<br />

Keferens –<br />

Stærðfræðileikur sem þjálfar m.a. reikniaðgerðirnar<br />

fjórar, slembireikning, talnaskilning, myndrit,<br />

þrautalausnir, prósentureikning o.fl. Leikurinn gerist<br />

í Kefrens pýramídanum.<br />

Keops –<br />

Forritið gengur út á að leysa ýmiss konar stærðfræðiþrautir<br />

í formi áskorana, leikja og þrauta.<br />

Upp lýs ing ar um fleiri for rit sem<br />

henta fyr ir þetta ald urs stig má<br />

finna á vef Náms gagna stofn un ar:<br />

www.nams.is<br />

Flott föll Keferens Keops<br />

9


Fræðslumyndir<br />

Lífið í tölum<br />

Þáttaröð þar sem fjallað er um ýmsar<br />

greinar stærðfræðinnar og hvernig hún<br />

kemur við sögu í daglegu lífi og við<br />

hönnun og tækni.<br />

Undraheimur stærðfræðinar<br />

Í myndinni uppgötvar Andrés Önd heim<br />

stærðfræðinnar, þar á meðal gullinsnið.<br />

10 Lífið í tölum Undraheimur stærðfræðinar


Veggmyndir<br />

Brot<br />

Á veggmyndinni eru ýmis atriði sem tengjast<br />

brotareikningi sýnd á myndrænan hátt.<br />

Rúmfræði<br />

Helstu hugtök í rúmfræði eru skýrð á þessari<br />

veggmynd.<br />

Regla Pýþagórasar<br />

Hér er regla Pýþagórasar sett fram<br />

á myndrænan hátt.<br />

Brot Rúmfræði Regla Pýþagórasar<br />

11


Stærðfræði <strong>fyrir</strong> 8.–10. <strong>bekk</strong><br />

Yfirlit yfir námsefni<br />

NÁMSGAGNASTOFNUN 2009 – www.nams.is

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!