24.12.2012 Views

LÍFRÍKIÐ - Námsgagnastofnun

LÍFRÍKIÐ - Námsgagnastofnun

LÍFRÍKIÐ - Námsgagnastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Námsleiðbeiningar eftir<br />

Þorgerði Guðmundsdóttur<br />

með bókinni<br />

<strong>LÍFRÍKIÐ</strong><br />

Í FERSKU VATNI<br />

eftir Stefán Bergmann<br />

NÁMSGAGNASTOFNUN<br />

2002


Í Aðalnámskrá grunnskóla, íslenska er lögð áhersla á að nemendur<br />

með annað móðurmál en íslensku skuli fylgja jafnörldrum sínum í<br />

öllum námsgreinum eins og unnt er (bls. 88).<br />

Námsleiðbeiningar með bókinni Lífríkið í fersku vatni eru ætlaðar<br />

nemendum með annað móðurmál en íslensku á miðstigi grunnskólans,<br />

einkum þeim sem falla undir skilgreininguna lengra eða lengst komnir<br />

í íslensku máli, sjá bls. 107 og 108.<br />

Í stuttu máli eru námsleiðbeiningarnar hugsaðar sem brú yfir í<br />

almennu námsbækurnar með það að leiðarljósi að<br />

• hjálpa nemendum til að takast á við námsefnið og viðfangsefni<br />

bekkjarins<br />

• þjálfa þá í lestraraðferðum sem byggja á gagnvirkum lestri, þ.e.<br />

skanna efni, setja fram tilgátur (forspár) um hvað textinn fjallar,<br />

spyrja sig út úr textanum um leið og þeir lesa, ræða textann o.s.frv.<br />

• virkja nemendur í að spyrja um merkingu mikilvægra orða<br />

• auka vitund þeirra um eigið nám og námshætti.<br />

Hér er um tilraun að ræða. Því er mikilvægt að fylgjast vel með því<br />

hvernig þessar námsleiðbeiningar nýtast nemendum og hvort og<br />

hvernig megi þróa þessa leið áfram.<br />

2


Til umhugsunar!<br />

Atriði sem þú skalt að hugsa um þegar þú ert að lesa:<br />

• Þegar þú færð nýja bók skaltu skoða hana vel og hugsa: Um hvað er þessi bók?<br />

Oft geta myndir og kort í bókum hjálpað þér.<br />

• Til að vita um hvað bókin er hjálpar að lesa hvað kaflarnir heita.<br />

Því skaltu skoða og lesa efnisyfirlitið.<br />

• Í bókinni eru eflaust mörg orð sem þú hefur aldrei séð.<br />

Ekki er hægt að læra öll orðin í einu.<br />

Þess vegna þarft þú að reyna að finna mikilvægustu orðin.<br />

• Mikilvæg orð eru stundum kölluð lykilorð<br />

því að þau opna skilning að textanum.<br />

Þegar þú byrjar að lesa nýjan texta skaltu:<br />

1. Skoða blaðsíðurnar vel, myndir og kort, og lesa myndatexta.<br />

2. Lesa textann yfir og hugsa: Um hvað var ég að lesa?<br />

3. Lesa textann aftur og strika undir orð sem þú heldur að séu lykilorð<br />

og önnur orð sem þú skilur ekki.<br />

Mundu að strika ekki undir of mörg orð.<br />

4. Spyrja kennara, vin eða vinkonu um merkingu orða<br />

sem þú skilur ekki.<br />

5. Lesa svo textann í þriðja sinn.<br />

6. Þegar þú ert búinn að lesa þrisvar skaltu spyrja sjálfan þig:<br />

Hver voru aðalatriðin í því sem ég var að lesa?<br />

• Þú mátt strika undir orðin í bókinni þinni en þú skalt passa hana vel.<br />

3


<strong>LÍFRÍKIÐ</strong> Í FERSKU VATNI<br />

Skoðaðu bókina!<br />

• Lestu efnisyfirlitið á blaðsíðu 3. Þar getur<br />

þú lesið hvað kaflar í bókinni heita og hvað<br />

fjallað er um í hverjum kafla. Þú getur líka séð<br />

blaðsíðutöl.<br />

•Á blaðsíðu 4 er kafli sem heitir Til þín þar<br />

sem meira er sagt frá um hvað bókin fjallar.<br />

• Flettu bókinni og lestu fyrirsagnir og<br />

skoðaðu myndir.<br />

•Við myndir er myndatexti/skýringartexti<br />

sem þarf að lesa.<br />

•Í lok hvers kafla eru meginatriði í kaflanum<br />

t.d. á bls. 10 tekin saman. Þar getur þú séð<br />

um hvað fjallað er í hverjum kafla. Gott er að<br />

byrja á því að lesa meginatriðin áður en þú<br />

lest hvern kafla, þá veist þú meira um hvað<br />

kaflinn er.<br />

Annað orð yfir meginatriði er aðalatriði.<br />

Lykilorðin í textanum eru stundum<br />

feitletruð.<br />

•Á blaðsíðum 54–55 eru atriðisorð. Þar<br />

getur þú fundið á hvaða blaðsíðum er að<br />

finna upplýsingar um ákveðið efni.<br />

4<br />

Lífríkið í fersku vatni


Lestraraðferð<br />

1 Giskaðu á um hvað<br />

textinn er áður en<br />

þú lest hann.<br />

2 Veistu eitthvað um<br />

þetta efni?<br />

3 Spurningar til þess<br />

að hafa í huga<br />

(búa til) meðan þú<br />

ert að lesa.<br />

Hver eru aðalatriðin?<br />

4 Er eitthvað sem þú Þú getur spurt kennarann<br />

skilur ekki? eða bekkjarfélaga<br />

Hvað er það sem þú<br />

skilur ekki?<br />

Hvað getur þú gert? Þú getur flett upp í<br />

orðabók.<br />

5 Dragðu saman. Hver<br />

eru meginatriðin eða<br />

aðalatriðin í textanum?<br />

Ég held að þetta<br />

sé um …<br />

Hvað veit ég<br />

um þetta?<br />

Hvað …?<br />

Hvaða …?<br />

Hvar …?<br />

Hver …?<br />

Hvenær …?<br />

Hvers vegna …?<br />

Hvernig …?<br />

Hve lengi …?<br />

Ég skil ekki.<br />

Getur þú útskýrt<br />

þetta fyrir mér.<br />

Kennari,<br />

getur þú hjálpað mér?<br />

Um hvað er þetta?<br />

Aha!<br />

Þetta er um …<br />

5<br />

Lífríkið í fersku vatni


Um hvað fjallar þessi bók<br />

Lestu skýringartextann og skoðaðu myndirnar.<br />

ferskt vatn<br />

vatn<br />

Þessi bók fjallar um ferskt vatn og lífverur<br />

sem lifa í því. Þú þarft að skilja vel orðin<br />

ferskt vatn og lífverur.<br />

Ferskt vatn er 3% af<br />

vatni jarðarinnar.<br />

Sjór og haf (salt vatn) er 97%.<br />

Ís og snjór, ár og vötn, vatnsgufa í lofti og<br />

grunnvatn í jarðlögum.<br />

vatnsgufa í lofti<br />

vatn<br />

á<br />

grunnvatn í jarðlögum<br />

ferskt vatn 3%<br />

Sjór/haf<br />

Sjór/haf – 97%<br />

ís og snjór<br />

6<br />

Lífríkið í fersku vatni


lífvera<br />

Lífvera er lifandi vera<br />

planta<br />

dýr<br />

Lífverur vaxa, nærast, hreyfa sig og æxlast.<br />

vaxa nærast<br />

hreyfa sig æxlast<br />

blaðsíða 5–10<br />

7<br />

Lífríkið í fersku vatni


Vatnið í náttúrunni<br />

Skoðaðu allan kaflann:<br />

• Lestu fyrirsagnir í kaflanum.<br />

• Skoðaðu myndir og lestu myndatexta.<br />

• Lestu lykilorð í textanum.<br />

• Lestu meginatriði í lok kaflans.<br />

• Um hvað heldur þú að kaflinn fjalli?<br />

hugtök/lykilorð<br />

í kaflanum<br />

náttúra ár lífsskilyrði<br />

lækir aðlögun<br />

vistkerfi vötn<br />

tjarnir vatnasvæði<br />

pollar<br />

mýrar<br />

vatnaskil<br />

ísöld<br />

skriðjöklar<br />

Lestu blaðsíðu 5 og skýringarnar við hugtökin.<br />

náttúra<br />

vistkerfi<br />

Náttúra merkir jörðin og allt sem henni<br />

tilheyrir, lifandi og dautt. Það þýðir, lífverurnar,<br />

gróðurinn, landið, loft og vatn.<br />

Tiltekin svæði í náttúrunni eru stundum kölluð<br />

vistkerfi.<br />

Skoðaðu skýringarmyndina og berðu hana saman við myndina<br />

á blaðsíðu 5 í bókinni.<br />

melur valllendi<br />

á<br />

fjall<br />

skógur<br />

blaðsíða 5–10<br />

8<br />

Vatnið í náttúrunni


ferskt vatn<br />

Ferskt vatn er á mörgum stöðum og við tölum<br />

um ólíkar gerðir af fersku vatni: ár, lækir,<br />

stöðuvötn, tjarnir, pollar og mýrar.<br />

Hvar er ferskt vatn þar sem þú býrð eða nálægt þinni heimabyggð?<br />

Lestu skýringarnar og skoðaðu teikninguna.<br />

Skoðaðu líka ljósmyndirnar í bókinni á bls. 8–9 og 11.<br />

Ferskt vatn<br />

Á teikningunni eru dæmi um ólíkar gerðir af fersku atni.<br />

Reyndu að útskýra með eigin orðum ólíkar gerðir af fersku vatni.<br />

vatn<br />

pollar<br />

straumvatn<br />

stöðuvatn<br />

pollur<br />

mýri<br />

tjörn<br />

mýri<br />

á<br />

lækur<br />

vatn<br />

tjörn<br />

lækir<br />

blaðsíða 5–10<br />

rennandi vatn sem fellur í<br />

vatn, á eða sjó<br />

lítið rennandi vatn<br />

oftast stór og djúp<br />

oftast lítil og grunn<br />

lítil dæld með vatni, smátjörn<br />

blautt land og flatt<br />

á<br />

9<br />

Vatnið í náttúrunni


Sumar lífverur lifa í fersku vatni<br />

Lestu skýringar á hugtökum og skoðaðu teikningarnar<br />

áður en þú lest kaflann í bókinni.<br />

lífsskilyrði<br />

aðlögun<br />

Lífverur búa við sérstök lífsskilyrði í fersku vatni.<br />

Með því er átt við aðstæður (skilyrði)<br />

sem lífverurnar lifa við í fersku vatni.<br />

Oft er talað um góð lífsskilyrði eða erfið lífsskilyrði.<br />

Lífverur í fersku vatni búa við önnur lífsskilyrði en<br />

lífverur sem búa á landi. Þær hafa önnur<br />

líffæri og hæfileika en lífverur á þurru landi.<br />

Lífverur hafa aðlagað sig til þess að lifa í vatni.<br />

Þær hafa breyst til þess að lifa við þau lífsskilyrði<br />

sem eru í vatni og það hefur tekið langan tíma.<br />

Lögun Sundfæri og lögun<br />

Hvernig eru lífverur í Með hverju synda lífverur?<br />

fersku vatni í laginu?<br />

Festitæki Öndun<br />

Hvernig festa lífverur sig? Hvernig anda lífverur?<br />

Lestu nú kaflann í bókinni og hugsaðu um það<br />

hvernig líffæri og lögun hjálpar lífverunum að lifa í vatni.<br />

• Hvers vegna heldur þú að sumar lífverur í vatni séu þunnvaxnar?<br />

• Hvers vegna heldur þú að sumar lífverur í vatni<br />

séu með líffæri til þess að festa sig með?<br />

tálkn<br />

blaðsíða 6<br />

10<br />

Vatnið í náttúrunni


Vatnasvið og vatnaskil<br />

Skoðaðu teikninguna og hugsaðu um hvað stjórnar því<br />

hvernig vatn rennur í landslagi.<br />

Skoðaðu líka myndina af vatnasviði Þingvallavatns á bls. 50 í bókinni.<br />

Lestu kaflann og reyndu að svara spurningunum.<br />

• Hvers vegna rennur vatn af vissu svæði í vatn eða á?<br />

• Af hverju fer vatnað renna í ólíkar áttir?<br />

vatnaskil<br />

blaðsíða 6<br />

11<br />

Vatnið í náttúrunni


Aldur stöðuvatna<br />

Skoðaðu teikningarnar og lestu skýringartextann undir þeim.<br />

jöklar<br />

ísöld<br />

skriðjöklar<br />

Lestu nú textann í bókinni.<br />

jöklar<br />

Fyrir 2 milljónum ára voru Síðan skiptust á jökulskeið<br />

jöklar yfir öllu Íslandi. Þá og hlýskeið.<br />

er talað um að hafi verið<br />

ísöld á Íslandi.<br />

Fyrir meira en 10 þúsund árum Dældirnar fylltust af vatni og<br />

fór veðrið að hlýna og síðasta og elstu stöðuvötnin<br />

jökulskeiði lauk. Þá hurfu jöklarnir mynduðust.<br />

að mestu leyti. Jöklarnir breyttu<br />

landinu. Skriðjöklar grófu djúpa<br />

dali og firði.<br />

Reyndu með hjálp myndanna að segja með eigin orðum frá<br />

hvernig elstu stöðuvötnin mynduðust.<br />

blaðsíða 7<br />

jökulskeið hlý skeið jökulskeið<br />

12<br />

Vatnið í náttúrunni


Ár – dragár – lindár – jökulár<br />

ár<br />

Ár verða til á ólíkan hátt og það eru<br />

mismunandi lífsskilyrði í þeim.<br />

dragár<br />

Ár skiptast í lindár<br />

jökulár<br />

blandaðar ár<br />

Skoðaðu teikninguna af dragá og lestu skýringartextann.<br />

dragár<br />

dragá<br />

lækur<br />

Vatn í dragám er yfirborðsvatn (regnvatn<br />

sem rennur á yfirborði landsins eða í efstu<br />

lögum jarðvegsins).<br />

Dragár myndast þegar margar smærri ár og<br />

lækir safnast saman í eina á.<br />

Lestu kaflann um dragár á blaðsíðu 8 í bókinni og skoðaðu myndina.<br />

• Hvernig er vatnsmagn og hitastig í dragám?<br />

• Hvernig eru lífsskilyrðin í dragám?<br />

yfirborð<br />

landsins<br />

blaðsíða 8–9<br />

13<br />

Vatnið í náttúrunni


Skoðaðu myndina af lindá hér fyrir neðan og lestu skýringartextann.<br />

lindár<br />

Vatn lindánna er neðanjarðarvatn.<br />

Það hefur sigið í gegnum jörðina og borist<br />

neðanjarðar í stöðuvötn.<br />

Vatn lindánna kemur úr stöðuvötnum og<br />

uppsprettum.<br />

Lestu kaflann um lindár á blaðsíðu 8–9 í bókinni, skoðaðu myndina af lindá þar.<br />

Hvernig er vatnsmagn, hitastig og fæða í lindám?<br />

Hvaða áhrif hefur það á lífið í ánum?<br />

Skoðaðu teikninguna af jökulá og lestu skýringartextann.<br />

jökulár<br />

lindá<br />

neðanjarðar<br />

jökulá<br />

Vatnið í jökulám er jökull sem hefur bráðnað<br />

og árnar myndast af því vatni sem rennur undan<br />

jöklinum.<br />

Lestu kaflann um jökulá á blaðsíðu 9 í bókinni, skoðaðu myndina af jökulá þar.<br />

• Hvernig er hitastig og fæða í jökulám?<br />

• Hvernig eru lífsskilyrðin þar?<br />

neðanjarðarvatn<br />

• Hvað er það sem er kallað hlaup í jökulám eða jökulhlaup?<br />

blaðsíða 8–9<br />

14<br />

Vatnið í náttúrunni


Mýrar<br />

Skoðaðu teikninguna af mýri<br />

og myndina af mýri í bókinni á bls. 9.<br />

Lestu nú textann í bókinni og svaraðu spurningunni:<br />

• Hvers konar lífverur er að finna í mýri?<br />

• Reyndu með hjálp myndarinnar hér að ofan<br />

að segja frá mýri með eigin orðum.<br />

blaðsíða 9<br />

15<br />

Vatnið í náttúrunni


Upprifjun<br />

Lestu kaflann um meginatriðin á blaðsíðu 10.<br />

• Hvað veist þú núna um ferskt vatn í náttúrunni og um lífsskilyrði þar?<br />

• Hvað veist þú um lífverur í fersku vatni?<br />

Skoðaðu hugtakakortið og rifjaðu upp.<br />

lífverur<br />

aðlögun<br />

vatnasvið<br />

vatnaskil<br />

ferskt vatn<br />

í náttúrunni<br />

vistkerfi í<br />

fersku vatni<br />

ár<br />

dragár lindár<br />

jökulár<br />

myndun<br />

stöðuvatna<br />

blaðsíða 5–10<br />

mýrar<br />

16<br />

Vatnið í náttúrunni


Vatn er einstakt efni blaðsíða 11–16<br />

Skoðaðu allan kaflann:<br />

• Lestu fyrirsagnir í kaflanum.<br />

• Skoðaðu myndir og lestu myndatexta.<br />

• Lestu lykilorð í textanum.<br />

• Lestu meginatriði í lok kaflans.<br />

• Um hvað heldur þú að kaflinn fjalli?<br />

hugtök/lykilorð<br />

í kaflanum<br />

atóm (frumeind) efnablanda grunnvatn<br />

sameind sýrustig mengun<br />

gufa-uppgufun hringrás vatns rotnun<br />

ís<br />

Hitastig vatns og uppgufun<br />

Skoðaðu myndina hér fyrir neðan og lestu skýringartextann.<br />

atóm (frumeind)<br />

sameind<br />

uppgufun<br />

Vatn er misheitt og getur gufað upp.<br />

Vatnið hverfur ekki út úr náttúrunni<br />

þegar það gufar upp heldur færist það til.<br />

Vatn er myndað úr ósýnilegum<br />

einingum sem við köllum<br />

sameindir.<br />

Vatnið tekur í sig orku/hita frá<br />

sólinni og við það kemst<br />

hreyfing á litlu sameindirnar<br />

og þær gufa upp. Vatn sem<br />

hitnar flytur orku.<br />

Lestu nú kaflann í bókinni og reyndu með hjálp myndarinnar<br />

hér að ofan að útskýra uppgufun.<br />

• Hvað gerist þegar vatn gufar upp?<br />

• Hvað verður um vatn sem gufar upp?<br />

sólarljós<br />

blaðsíða 12<br />

atóm<br />

(frumeind)<br />

sameind H 2O<br />

vatn<br />

17<br />

Vatn er einstakt efni


Mörg efni blandast vatni<br />

efnablöndun<br />

Mörg efni leysast vel upp í vatni og blandast<br />

vatninu.<br />

Skoðaðu myndirnar og lestu skýringartextann.<br />

Myndirnar sýna hvernig mörg efni komast í vatn og blandast því.<br />

Efni losna úr jarðvegi, hrauni Efni fjúka út í vatnið.<br />

og bergi.<br />

Efni losna úr dauðum lífverum Efni berast af völdum manna<br />

og úrgangi. og sum eru eitruð.<br />

Lestu kaflann í bókinni og segðu frá hvernig ólík efni komast í vatn.<br />

Notaðu myndirnar hér að ofan þér til hjálpar.<br />

mengun<br />

rotnun<br />

Mengun verður þegar -eiturefni berast út í náttúruna<br />

og skaða lífverurnar.<br />

-verulegt magn af efnum berst út í<br />

náttúruna og breytir lífsskilyrðum of mikið.<br />

Lestu framhald kaflans efst á blaðsíðu 14.<br />

• Hvaða áhrif hefur það ef of mikið af úrgangsefnum<br />

berast í vatn og rotna þar?<br />

blaðsíða 13–14<br />

18<br />

Vatn er einstakt efni


Sýrustig vatns<br />

Lestu skýringartextann og skoðaðu myndina.<br />

sýrustig vatns<br />

pH<br />

Skoðaðu myndina.<br />

Hún sýnir hvernig súrt regn verður til.<br />

Lestu kaflann um sýrustig.<br />

Vatn verður súrt ef efni blandast í það og gerir það súrt.<br />

Mjög hátt eða lágt sýrustig er slæmt<br />

fyrir lífverurnar.<br />

Til þess að mæla sýrustig er notaður mælikvarði frá 1–14.<br />

Sýrustigið 7 er kallað hlutlaust pH=7.<br />

–14<br />

–13<br />

–12<br />

–11<br />

–10<br />

–9<br />

–8<br />

–7 Það er best fyrir flestar lífverur að sýrustigið pH sé nálægt 7.<br />

–6<br />

–5 Of súrt vatn, t.d. með sýrustig 5 (pH=5) er hættulegt<br />

–4 lífverum í vatni og flestar drepast.<br />

–3<br />

–2<br />

–1<br />

Vissar lofttegundir tengjast vatni í<br />

andrúmsloftinu og menga vatnið.<br />

súrt regn<br />

• Hvernig verður súrt regn til?<br />

• Hvaða áhrif hefur það í náttúrunni?<br />

blaðsíða 14<br />

19<br />

Vatn er einstakt efni


Hringrás vatns í náttúrunni<br />

Skoðaðu teikninguna sem sýnir hringrás vatnsins og lestu skýringartexta.<br />

Skoðaðu líka efri myndina á bls. 15 í bókinni.<br />

hringrás vatns<br />

6<br />

4<br />

5<br />

Vatnsmagnið á jörðinni breytist ekki heldur<br />

færist vatnið til í náttúrunni.<br />

1 vatn gufar upp (sjó, vötnum,<br />

gróðri, lífverum)<br />

2 vatnsgufan myndar ský þegar<br />

hún hitnar<br />

3 skýin berast yfir fjöll<br />

4 loftið kólnar og vatnsgufan þéttist<br />

Lestu kaflann og reyndu síðan að útskýra hringrás vatnsins með eigin orðum.<br />

Notaðu myndina og númerin þér til hjálpar.<br />

7<br />

3<br />

1 2<br />

8<br />

1 1<br />

5 það myndast regn eða snjór sem<br />

fellur til jarðar<br />

6 vatnið rennur niður af hálendi<br />

7 vatn rennur í gegnum jarðlögin<br />

8 vatn rennur aftur í sjó<br />

blaðsíða 15<br />

20<br />

Vatn er einstakt efni


Grunnvatn<br />

Skoðaðu teikninguna sem sýnir grunnvatn og lestu skýringartexta.<br />

grunnvatn<br />

Grunnvatn er vatn sem hefur sígið<br />

niður í jarðlögin og fyllir allar sprungur<br />

í berginu.<br />

1 vatn sígur niður í jarðlögin<br />

2 grunnvatnið færist úr stað<br />

3 grunnvatnið kemur fram þar sem dældir eru<br />

eins og stöðuvötn, tjarnir, lindir og fjöruvötn<br />

Lestu kaflann og reyndu síðan að útskýra grunnvatn með eigin orðum.<br />

Notaðu myndina og númerin þér til hjálpar.<br />

1<br />

• Hvers vegna er grunnvatn eftirsótt drykkjarvatn?<br />

• Hvað getur gerst ef jarðvegur mengast?<br />

2<br />

3<br />

blaðsíða 15–16<br />

21<br />

Vatn er einstakt efni


Upprifjun<br />

Lestu kaflann um meginatriði á blaðsíðu 16.<br />

• Hvað veist þú núna um eiginleika vatns og hringrás vatns í náttúrunni?<br />

Skoðaðu hugtakakortið og rifjaðu upp.<br />

atóm<br />

sameind<br />

hringrás<br />

vatns<br />

Vatn H 2 O<br />

sýrustig pH<br />

uppgufun<br />

mengun<br />

grunnvatn<br />

blaðsíða 11–16<br />

22<br />

Vatn er einstakt efni


Aðferðir og tæki blaðsíða 17–19<br />

Lestu kaflann:<br />

• Lestu kaflann.<br />

Í kaflanum er sagt frá aðferðum sem eru<br />

notaðar við rannsóknir á náttúrunni.<br />

Vinnuaðferð<br />

náttúruvísinda<br />

Athugun<br />

Tilgáta<br />

Tilraun<br />

Ályktanir<br />

og kenningar<br />

Skráðu athugun sem þú gætir gert eða sem þú<br />

hefur gert.<br />

Eitthvað er athugað. Spurningar vakna.<br />

Giskað er á svar við spurningunni.<br />

Aðferð til þess að fá svar við spurningunni.<br />

Mat á upplýsingum og niðurstaða fengin.<br />

23<br />

Aðferðir og tæki


Lífverur í fersku vatni blaðsíða 26–41<br />

Skoðaðu allan kaflann:<br />

• Lestu fyrirsagnir í kaflanum.<br />

• Skoðaðu myndir og lestu myndatexta.<br />

• Lestu lykilorð í textanum.<br />

• Lestu meginatriði í lok kaflans.<br />

• Um hvað heldur þú að kaflinn fjalli?<br />

hugtök/lykilorð<br />

í kaflanum<br />

Lestu skýringartextann hér að neðan.<br />

öndun<br />

tegund ljóstillífun<br />

lífsferlar rotnun<br />

Skoðaðu síðan myndina af hópum lífvera og ýmsum tegundum<br />

á næstu blaðsíðu.<br />

hópar lífvera<br />

tegund<br />

Í kaflanum er sagt frá hópum lífvera í<br />

fersku vatni.<br />

Hver hópur skiptist í margar tegundir.<br />

tegundir hópur lífvera<br />

Tegund er lífverur sem eru að mestu leyti eins<br />

og geta átt frjó afkvæmi.<br />

Það eru frekar fáir hópar lífvera sem geta lifað<br />

í vatni en fjöldi lífvera getur verið mjög<br />

mikill.<br />

24<br />

Lífverur í fersku vatni


Hópar lífvera í fersku vatni<br />

hópar lífvera<br />

tegundir<br />

þörungar vatnaplöntur<br />

vatnadýr – hrygglaus dýr vatnadýr – hryggdýr<br />

bakteríur sveppir<br />

blaðsíða 21<br />

25<br />

Lífverur í fersku vatni


Skordýr<br />

Skoðaðu myndina á blaðsíðu 27 af öndunarfæri skordýra.<br />

Lestu kaflann og nefndu nokkur dæmi um hvernig skordýr anda.<br />

Lestu skýringatextann og skoðaðu teikninguna af lífsferli skordýrs<br />

hér fyrir neðan.<br />

Lífverur ganga í gegnum mismunandi þroskastig<br />

frá því að vera egg til þess að verða fullþroska<br />

einstaklingur.<br />

Í lífsferli skordýrs eru þessi þroskastig:<br />

egg lirfa púpa fullþroska skordýr<br />

Fáar tegundir skordýra geta lifað í vatni og þá<br />

oftast á lirfu- og púpustigi.<br />

Lestu nú kaflana: Lífsferill skordýrs og Mýflugur.<br />

Skrifaðu heiti hvers þroskastigs rykmýs á línurnar við myndina.<br />

Fyrir hverja eru lirfurnar mikilvæg fæða?<br />

blaðsíða 26–27<br />

Lífsferill skordýrs – Mýflugur blaðsíða 27–28<br />

lífsferill<br />

lífsferill rykmýs<br />

26<br />

Lífverur í fersku vatni


aðlögun<br />

Á blaðsíðu 28–38 er fjallað um margar lífverur,<br />

litlar og stórar sem lifa í og við ferskt vatn.<br />

Þegar þú lest áfram kaflann hugsaðu þá um<br />

hvernig lífverurnar hafa aðlagast.<br />

Hugsaðu um:<br />

útlit öndun sundfæri æxlun<br />

líkamsgerð fæðuöflun festibúnað<br />

blaðsíða 27–28<br />

27<br />

Lífverur í fersku vatni


Þörungar<br />

Skoðaðu teikninguna hér fyrir neðan. Lestu skýringartextann.<br />

Lestu líka textann með mynd á bls. 39 í bókinni.<br />

ljóstillífun<br />

laufgræna<br />

2 sólarljós<br />

1 þörungar<br />

1 Hópur sem nefnast þörungar eru flestir örsmáar lífverur.<br />

Þeir framleiða fæðu sem allar lífverur vatnsins nota.<br />

Aðferð þörunga við að mynda fæðu heitir<br />

ljóstillífun.<br />

2 Þörungar nota orku sólarljóssins við ljóstillífun og flytja orku<br />

yfir í fæðuefnin.<br />

3 Önnur dýr eins og lirfur éta síðan þörungana og þannig fá þau<br />

orkuna.<br />

4 Sumir fuglar éta lirfur.<br />

5 Auk þess sem þörungarnir framleiða fæðu losa þeir súrefni, O<br />

sem fer út í andrúmsloftið.<br />

Allir þörungar eru með grænt litarefni sem<br />

heitir laufgræna og þess vegna geta þeir<br />

notað sólarorkuna.<br />

Lestu nú kaflann um þörunga á blaðsíðu 39–40 og skoðaðu myndirnar<br />

af ýmsum gerðum af þörungum og einnig skýringarmynd af ljóstillífun.<br />

blaðsíða 39<br />

Ljóstillífun<br />

Skoðaðu aftur teikninguna hér fyrir ofan og reyndu að segja með eigin orðum<br />

hvað gerist við ljóstillífun.<br />

5<br />

4<br />

3 lirfa<br />

28<br />

Lífverur í fersku vatni


Upprifjun<br />

Lestu kaflann um meginatriði á blaðsíðu 41.<br />

• Hvað veist þú núna um ólíka hópa lífvera í vatni og tegundir<br />

í hverjum hópi lífvera.<br />

• Hvað veist þú um aðlögun lífvera og hlutverk þeirra í náttúrunni?<br />

Skoðaðu hugtakakortið og rifjaðu upp.<br />

aðlögun<br />

vatnadýr<br />

/smádýr<br />

Hópar lífvera<br />

í fersku vatni<br />

vatnadýr<br />

fuglar fiskar<br />

ljóstillífun<br />

þörungar<br />

vatnaplöntur<br />

lífsferlar<br />

blaðsíða 26–41<br />

rotnun<br />

bakteríur<br />

29<br />

Lífverur í fersku vatni


Samfélög lífvera og vistkerfi blaðsíða 42–48<br />

Skoðaðu allan kaflann:<br />

• Lestu fyrirsagnir í kaflanum.<br />

• Skoðaðu myndir og lestu myndatexta.<br />

• Lestu lykilorð í textanum.<br />

• Lestu meginatriði í lok kaflans.<br />

• Um hvað heldur þú að kaflinn fjalli?<br />

hugtök/lykilorð<br />

í kaflanum<br />

samfélag lífvera<br />

stofn<br />

fæðukeðja<br />

vistkerfi<br />

Skoðaðu myndina á blaðsíðu 43. Þar sérð þú dæmi um samfélag lífvera.<br />

Lestu kaflana Samfélög lífvera og Samfélög lífvera í fersku vatni á blaðsíðu<br />

42–43 og reyndu að segja með eigin orðum hvernig samfélag lífvera í fersku<br />

vatni er.<br />

samfélag<br />

lífvera<br />

stofn<br />

Stofn er hópur lífvera af sömu tegund<br />

sem lifir á ákveðnu svæði.<br />

Í samfélagi eru margir stofnar.<br />

Dæmi um stofn:<br />

• Allir minkar á Íslandi.<br />

• Allir laxar í á.<br />

Nefndu nokkur atriði sem getur haft áhrif<br />

á fjölda einstaklinga í ákveðnum stofni?<br />

30<br />

Samfélög lífvera og vistkerfi


Verkaskiptin lífvera í samfélagi<br />

ólík hlutverk<br />

lífvera<br />

Í samfélagi lífvera í náttúrunni er<br />

verkaskipting á milli stofna lífvera,<br />

þeir hafa ólík hlutverk.<br />

Lestu kaflann um verkaskiptingu lífvera í samfélagi á blaðsíðu 43.<br />

Skoðaðu töfluna um stofna lífvera og hlutverk í samfélaginu á blaðsíðu 42.<br />

Skrifaðu síðan í reitina hverjir framleiðendur, neytendur og sundrendur eru.<br />

Hlutverk Hverjir<br />

Framleiðendur<br />

-að búa til fæðu,<br />

stunda ljóstillífun.<br />

Neytendur<br />

-að éta þörunga,<br />

plöntur eða önnur<br />

dýr.<br />

Sundrendur<br />

-að nærast á<br />

úrgangi<br />

og líkamsleifum og<br />

eyða þeim úr<br />

vatninu.<br />

blaðsíða 43<br />

31<br />

Samfélög lífvera og vistkerfi


Dreifing fæðu í samfélagi<br />

Skoðaðu myndina efst á blaðsíðu 44. Þar sérð þú dæmi um fæðukeðju.<br />

Teiknaðu myndir við fæðukeðjuna hér fyrir neðan.<br />

fæðukeðja<br />

þörungar botnkrabbar hornsíli urriði maður<br />

Lestu síðan kaflann og hugsaðu um það hvaða áhrif breytingar á einni tegund<br />

getur haft á aðra tegund í fæðukeðjunni.<br />

Áhrif ferskvatns á samfélög lífvera<br />

umhverfisþættir<br />

Þessir þættir í umhverfinu hafa mikil áhrif<br />

á lífverurnar:<br />

ljós hiti næringarefni straumar<br />

Lestu kaflann á blaðsíðu 44 og 45 og nefndu dæmi um<br />

hvaða áhrif hver þáttur getur haft á lífverurnar.<br />

blaðsíða 44<br />

blaðsíða 44–45<br />

32<br />

Samfélög lífvera og vistkerfi


Vistkerfi ferskvatns<br />

vistkerfi<br />

hafa<br />

áhrif á<br />

Segja má að vistkerfi sé ákveðin eining í<br />

náttúrunni. Þar tengjast lífverur hver annarri og<br />

líka lífvana umhverfi sínu.<br />

Vistkerfi ferskvatns eru ár, lækir, stöðuvötn,<br />

tjarnir, pollar og mýrar.<br />

Skoðaðu skýringarmyndina hér fyrir neðan.<br />

Þar er sýnt að umhverfið hefur áhrif á<br />

lífverurnar og lífverurnar hafa áhrif á umhverfið.<br />

Lífverurnar og umhverfið mynda saman kerfi<br />

sem við köllum vistkerfi.<br />

Umhverfið<br />

Vatn, hiti, sólarljós, loft, jarðlög<br />

efni í vatni, sýrustig (pH), straumar<br />

Lífverurnar<br />

hafa áhrif á hver aðra<br />

þörungar, plöntur, dýr,<br />

bakteríur, sveppir<br />

Lestu kaflann um Vistkerfi ferskvatns, blaðsíðu 46–47 og skoðaðu myndina.<br />

Reyndu með eigin orðum að lýsa því sem gerist í vistkerfi.<br />

Notaðu myndina hér að ofan þér til hjálpar.<br />

hafa<br />

áhrif á<br />

blaðsíða 46–47<br />

33<br />

Samfélög lífvera og vistkerfi


Upprifjun<br />

Lestu kaflann um meginatriði á blaðsíðu 48.<br />

• Hvað veist þú núna um hópa eða stofna sem mynda samfélög lífvera?<br />

• Hvað veist þú um verkaskiptingu meðal lífvera og fæðukeðjur?<br />

Skoðaðu hugtakakortið og rifjaðu upp.<br />

vistkerfi<br />

áhrif<br />

umhverfisþátta<br />

Samfélög<br />

lífvera<br />

stofn<br />

verkaskipting<br />

lífvera<br />

fæðukeðja<br />

blaðsíða 42–48<br />

34<br />

Samfélög lífvera og vistkerfi

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!