30.11.2014 Views

5.–7. bekkur - Námsgagnastofnun

5.–7. bekkur - Námsgagnastofnun

5.–7. bekkur - Námsgagnastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Íslenska<br />

5.–7. <strong>bekkur</strong><br />

VAL UM FJÖLBREYTT NÁMSEFNI


Íslenska<br />

5.–7. <strong>bekkur</strong><br />

VAL UM FJÖLBREYTT NÁMSEFNI<br />

Í þessum bæklingi er að finna yfirlit yfir margvíslegt námsefni sem nýtist við nám í íslensku<br />

í 5.–7. bekk. Um er að ræða lestrarbækur, verkefnabækur, gagnvirk verkefni á vef og efni til<br />

útprentunar af vef. Til að auðkenna tegund stafræns efnis eru notuð táknin fyrir efni<br />

á vef til útprentunar, fyrir gagnvirkt vefefni og fyrir kennsluforrit.<br />

www.nams.is<br />

nams<br />

Til að fá heildarsýn yfir efni Námsgagnastofnunar í íslensku fyrir yngsta skólastigið er einfaldast<br />

að fara inn á vefsíðuna www.nams.is, smella á hnappinn námsefni og velja námsgrein<br />

og aldursstig.<br />

AUÐLESIÐ EFNI<br />

Sögubækur í flokknum Auðlesið efni eru<br />

einkum ætlaðar börnum sem eiga erfitt<br />

með að lesa langan, samfelldan texta.<br />

Þær eru skrifaðar á léttu máli, letur er<br />

skýrt og línur stuttar. Hljóðbækur til<br />

lestrarþjálfunar fylgja mörgum auðlesnu<br />

sögubókunum þar sem textinn er lesinn<br />

skýrt og ætlast til að nemandinn fylgist<br />

með í bókinni um leið og hann hlustar.<br />

@nams.is<br />

• Allt getur gerst<br />

• Bras og þras á Bunulæk<br />

• Draugasaga Dóra litla<br />

• Ég heiti Grímar<br />

• Einn í óbyggðum<br />

• Flautan og vindurinn<br />

• Grettir og berserkirnir<br />

• Grettir og skógarbjörninn<br />

• Ilmur<br />

• Litlu landnemarnir<br />

• Loftur og gullfuglarnir<br />

• Lukkudýrið<br />

• Rigning í Osló<br />

• Skipbrotið<br />

• Trú, von og kærleikur<br />

• Ugla sat á kvisti<br />

• Það var Skræpa<br />

2


www.nams.is<br />

nams@<br />

Hlustum á þjóðsögurnar okkar –<br />

Texti og hljóðbók<br />

Þjóðsögurnar eru arfleifð sem æskilegt er að<br />

sem flest börn fái tækifæri til að kynnast. Hér<br />

eru komar á vef nokkrar þekktar þjóðsögur<br />

sem hægt er að prenta út. Sumar eru nokkuð<br />

þungar aflestrar og því er kjörið að lesa þær<br />

fyrir nemendur. Upplesturinn á diskinum má<br />

nota fyrir allan bekkinn í einu til að hlusta á<br />

nams.is<br />

saman, segja frá og ræða um. Hljóðbókin er til<br />

á geisladiski en henni má einnig hlaða niður af<br />

vef.<br />

Sögurnar eru:<br />

• Búkolla<br />

• Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn<br />

• Gilitrutt<br />

• Velvakandi og bræður hans<br />

• Átján barna faðir í álfheimum<br />

Sagnorðaspilið, mál- og<br />

talörvunarefni<br />

Sagnorðaspilið er ætlað börnum með sértæka<br />

málþroskaröskun en hentar einnig börnum<br />

með seinan málþroska og nemendum sem<br />

hafa annað móðurmál en íslensku. Spilið er<br />

ætlað til að æfa börn í að nota algengar<br />

íslenskar sagnir í nútíð og þátíð. Í spilinu eru<br />

samtals 144 spil (288 myndapör) sem skiptast<br />

í sex flokka eftir beygingum sagnorðanna. Á<br />

hverju spili er mynd og setning með sagnorði<br />

í nútíð eða þátíð. Sagnorðaspilið býður upp á<br />

ýmsa möguleika bæði í einstaklingskennslu og<br />

litlum hópum. Hugmyndir um notkun fylgja<br />

spilinu.<br />

Sögusteinn, Óskasteinn og<br />

Völusteinn<br />

Bækur til að lesa saman og spjalla um.<br />

Bækurnar innihalda fjölbreytt efni, sögur,<br />

fræðsluefni, samtalsþætti og vísur. Bókunum<br />

fylgja ekki vinnubækur heldur er hugmyndin<br />

að nemendur búi þær til sjálfir. Til að auðvelda<br />

þeim það eru verkefni innan á bókarkápu og í<br />

lok kafla.<br />

3


www.nams.is<br />

nams<br />

Sögusteinn, Óskasteinn og<br />

Völusteinn – Ritunarverkefni á vef<br />

Verkefni með lestrarbókunum Sögusteinn, Óskasteinn<br />

og Völusteinn. Í þeim er lögð áhersla á að<br />

þjálfa nemendur í að tjá sig skipulega í rituðu máli.<br />

Verkefnin eru afmörkuð og ekki ætlast til að nemendur<br />

skrifi langt mál heldur átti sig á atriðum sem<br />

tengjast málsniði, framsetningu og efnistökum.<br />

Verkefnin má leysa með því að handskrifa textann<br />

á sjálf blöðin en einnig í ritvinnslu.<br />

@nams.is<br />

Lesið til skilnings – Kennarahandbók<br />

og æfingatextar<br />

Lesið til skilnings er handbók á vef sem ætluð er að<br />

kynna gagnvirkan lestur fyrir kennurum sem vilja<br />

efla lesskilning með nemendum sínum. Æfingatextar<br />

til útprentunar fylgja. Þyngd æfingaefnis miðast<br />

einkum við miðstig en hentar líka nemendum á<br />

unglingastigi.<br />

Óðinn og bræður hans – Heimur verður til<br />

Edda Snorra Sturlusonar geymir bestu lýsingar sem<br />

við eigum af ásatrú. Hér endursegir Iðunn<br />

Steinsdóttir Snorra-Eddu fyrir börn.<br />

Lífið í Ásgarði – Gullnar töflur í grasi<br />

Önnur bókin um æsi þar sem Snorra-Edda er<br />

endursögð.<br />

Með bókunum fylgja fjölbreytt verkefni og kennsluleiðbeiningar<br />

á vef sem kennarar geta valið úr og<br />

prentað út. Um er að ræða:<br />

• Kennsluhugmyndir með köflum bókanna.<br />

• Vinnublöð handa nemendum.<br />

• Lesskilningsverkefni með spurningum.<br />

• Samlestrarefni sem er vel til þess fallið<br />

að æfa upplestur og framsögn.<br />

• Hugtakasafn þar sem flest hugtök<br />

goðafræðinnar eru útskýrð.<br />

Þriðja bókin er væntanleg 2009.<br />

4


www.nams.is<br />

Blákápa, Rauðkápa og Grænkápa<br />

Þrjár lestrarbækur sem einkum eru ætlaðar<br />

miðstigi grunnskólans. Í Blákápu eru textar frá<br />

mismunandi tímum og frá ýmsum þjóðum.<br />

Rauðkápa hefur að geyma efni eftir íslenska og<br />

nams@<br />

erlenda höfunda. Í Grænkápu eru sögur, frásagnir<br />

og ljóð úr nútíð og fortíð, kímnisögur,<br />

sögur af sæbúum og fornaldar- og riddarasögur.<br />

Einnig eru fræðandi textar um miðaldirnar.<br />

Með bókunum eru hljóðbækur á geisladiski og<br />

á vef til að hlaða niður. Kennsluleiðbeiningar<br />

fást með hverri bók.<br />

Ljóðspor<br />

nams.is<br />

Ljóðin í þetta ljóðasafn eru valin með nemendur<br />

á miðstigi grunnskóla í huga. Bókin er ein af<br />

þremur í flokki ljóðabóka sem Námsgagnastofnun<br />

hefur gefið út fyrir grunnskólann.<br />

Hinar tvær nefnast Ljóðsprotar og Ljóðspeglar.<br />

Ljóðin í Ljóðsporum eru að mestu eftir höfunda<br />

frá 19. og 20. öld. Ljóðunum er raðað eftir viðfangsefnum<br />

og fylgja verkefni og orðskýringar<br />

hverjum þætti bókarinnar. Í bókinni er fjöldi<br />

myndverka eftir þekkta íslenska myndlistarmenn.<br />

Valur – Heimspekilegar smásögur<br />

Safn tólf smásagna sem allar fjalla um strákinn<br />

Val. Í sögunum veltir hann fyrir sér ýmsu um<br />

lífið og tilveruna. Sögurnar eiga að vera kveikja<br />

að umræðum um siðferðileg og heimspekileg<br />

málefni. Kennarakver fæst með bókinni.<br />

Finnbjörg<br />

Finnbjörg er lítil bók um málfræði og stafsetningu.<br />

Hún er einkum ætluð til íslenskukennslu á<br />

miðstigi grunnskóla. Í bókinni er fjallað um<br />

helstu reglur og hugtök sem nemendur þurfa að<br />

kunna skil á og þau útskýrð með dæmum.<br />

Bókin er aðgengileg og útskýrir flókna hluti á<br />

einfaldan hátt. Á íslenskuvefnum Miðbjörg er<br />

að finna kennsluhugmyndir, glærusafn og verkefni<br />

sem nýtast með Finnbjörgu. Þar er einnig<br />

safn stafsetningartexta og tillögur um notkun<br />

þeirra.<br />

5


www.nams.is<br />

Skinna, Skræða og Skrudda<br />

nams<br />

Þessar þrjár bækur eru grunnnámsefni í móðurmáli.<br />

Hverri bók fylgja tvö verkefnahefti. Í bókunum<br />

er tekið á helstu þáttum móðurmálsnáms.<br />

Í Skinnu er eru stuttir bókmenntatextar sem<br />

tengjast umfjöllun um íslenskt umhverfi og<br />

sögu eða endurspegla hlutskipti barna að fornu<br />

og nýju. Töluðu máli og tjáningu eru gerð sérstök<br />

skil í bókinni. Í Skræðu eru bókmenntatextar<br />

og verkefni sem tengjast þema bókarinnar,<br />

Hvaðan kem ég? Áhersla er lögð á munnlega<br />

tjáningu og hvers kyns ritun, þrír höfundar<br />

eru kynntir sérstaklega og fjallað um útgáfu<br />

dagblaðs. Í Skruddu er mikil áhersla lögð á<br />

ritsmíðar nemenda.<br />

@nams.is<br />

Veggspjöld í íslensku<br />

Þrjú veggspjöld í stærðinni A2. Á þeim eru upplýsingar<br />

um orðflokkana, orðflokkagreiningu og<br />

samhljóða orð sem hafa mismunandi rithátt<br />

eftir merkingu.<br />

Málrækt 1.–3. hefti<br />

Námsefni ætlað börnum í 5.–7. bekk. Í bókunum<br />

eru hvers kyns verkefni og æfingar í móðurmálinu<br />

með aðaláherslu á málfræði og ritun en<br />

einnig stafsetningu og bókmenntir. Margar<br />

teikningar prýða bækurnar. Efnið byggist á eldra<br />

efni með sama nafni en er mikið endurskoðað<br />

og búið að bæta við mörgum verkefnum.<br />

Mál til komið, Mál í mótun og<br />

Mál er miðill<br />

Þrjár bækur um stafsetningu og ritun. Grunnbækurnar<br />

eru margnota og í þeim er að finna<br />

margs konar texta. Sumir henta til afritunar,<br />

aðrir til að skrifa eftir upplestri eða gera útdrátt<br />

úr og svo er fjöldi verkefna í bókunum.<br />

Grunnbókunum fylgja verkefnabækur og hlustunarefni<br />

fæst á geisladiski eða því er hlaðið<br />

niður af vefnum. Lausnahefti fást með verkefnabókunum.<br />

6


www.nams.is<br />

nams@<br />

nams.is<br />

@<br />

Réttritunarorðabók<br />

Í bókinni eru um 15.000 flettiorð að meðtöldum<br />

manna- og staðarnöfnum. Fjöldi orðmynda<br />

og beygingardæma eru í bókinni og er oft<br />

vísað til þeirra þegar um orð sömu beygingar<br />

eru að ræða. Fjöldi skýringarmynda er í bókinni.<br />

Með Réttritunarorðabók fást þrjár verkefnabækur.<br />

Að hlusta sjá og skrifa<br />

Í bæklingnum lýsir höfundur kennsluaðferð í<br />

stafsetningu sem reynst hefur vel fyrir börn<br />

með mikla stafsetningarörðugleika.<br />

Íslenska sem annað tungumál<br />

Handbók fyrir kennara. Bókinni er ætlað að<br />

auðvelda kennurum að skipuleggja kennslu<br />

með tilliti til nemenda með takmarkaða kunnáttu<br />

í íslensku. Fjallað er um helstu atriði sem<br />

hafa verður í huga við kennslu nýbúa og bent<br />

á leiðir til að laga námsefni að þörfum nemenda<br />

með ólíka undirstöðu í íslensku. Einnig<br />

eru í bókinni nokkur sýnishorn af námsáætlunum.<br />

Íslenska nýja málið mitt 1 og 2<br />

Efnið er ætlað til kennslu fyrir nemendur sem<br />

eru nýkomnir til Íslands og eru að byrja að<br />

læra íslensku. Lögð er áhersla á að kenna<br />

algengustu hugtök sem notuð eru í skólastarfi<br />

svo og hugtök tengd heimili og fjölskyldu.<br />

Einnig eru verkefni sem æfa nemendur í að<br />

skilja og svara algengum spurningum. Verkefnin<br />

eru þannig fram sett að þau nýtast bæði í einstaklingskennslu<br />

og litlum hópum en nemandinn<br />

getur einnig unnið þau inni í bekk.<br />

Hlustunarefni á geisladiski fylgir svo að nemendur<br />

geta hlustað á framburð orða oftar en<br />

einu sinni. Efnið er í möppu í stærðinni A4 og<br />

er ætlað til ljósritunar. Hlustunarefni á geisladiskum<br />

fylgir.<br />

7


www.nams.is<br />

nams<br />

Kæra dagbók og Kæra dagbók 2<br />

Námsefni fyrir nemendur með annað móðurmál<br />

en íslensku. Kæra dagbók og Kæra dagbók 2<br />

samanstanda af:<br />

• Nemendabók<br />

• Hljóðbók á geisladiski (aðeins Kæra<br />

dagbók) eða til að hlaða niður af vef.<br />

• Verkefnum á vef til útprentunar<br />

@nams.is<br />

• Ítarefni með nemendabók til útprentunar<br />

• Ábendingum til kennara til útprentunar<br />

Námsefnið er samið fyrir nemendur með annað<br />

móðurmál en íslensku. Það er einkum miðað við<br />

nemendur á aldrinum 8–12 ára, sem eru læsir á<br />

sínu móðurmáli en hafa litla eða enga kunnáttu<br />

í íslensku. Efnið getur nýst bæði eldri og yngri<br />

nemendum. Í því er mikið af myndum sem þjóna<br />

þeim tilgangi að auðvelda nemendum að tengja<br />

saman myndir og orð.<br />

Málfræðibókin mín 1.–3. hefti<br />

Námsefnið Málfræðibókin mín samanstendur af<br />

þremur heftum sem eru samin fyrir börn með<br />

annað móðurmál en íslensku sem hafa náð allgóðri<br />

færni í íslensku máli. Efnið er einkum ætlað<br />

nemendum á unglingastigi grunnskólans en nýtist<br />

einnig á miðstigi. Bókunum er m.a. ætlað að<br />

uppfylla markmið í kaflanum ,,íslenska sem<br />

annað tungumál” í Aðalnámskrá grunnskóla –<br />

íslenska.<br />

Ritunarbókin<br />

Fátt er mikilvægara nú á tímum en hæfnin til að<br />

geta tjáð sig bæði munnlega og skriflega. Öll<br />

höfum við frá einhverju að segja. Listin er að<br />

gera það þannig að aðrir hlusti og lesi af áhuga.<br />

Ritunarbókin er full af dæmum um hvernig best<br />

er að finna athyglisverðan efnivið í frásögn,<br />

skrifað svo að textinn grípi lesandann og tillögur<br />

um hvernig byggja á upp langar frásagnir og<br />

skemmtilega ritunarleiki.<br />

8


www.nams.is<br />

Skrifað í skrefum – Ferlisritun<br />

Í þessari handbók um kennslu ritunar ganga höfundar<br />

út frá kenningum fræðimanna um ferlisritun<br />

og byggja á eigin reynslu af öllum stigum<br />

grunnskóla. Í bókinni er ferlisritun skilgreind,<br />

fjallað um hlutverk og mótunaráhrif kennarans,<br />

samþættingu ritunar við aðrar námsgreinar,<br />

ábyrgð nemenda, notkun gátlista og gefin fjölmörg<br />

dæmi um skipulag og útfærslu. Sérstakur<br />

kafli er um námsmat. Samnefndur vefur var fyrst<br />

opnaður árið 1999. Hann hefur nú verið endurskoðaður<br />

og miklu efni bætt þar inn.<br />

nams@<br />

Myndaorðabók – Forrit<br />

Myndaorðabók á allt í senn erindi til barna, ungl-<br />

nams.is<br />

inga og fullorðinna með ólíka tungumálakunnáttu<br />

og er hægt að nota forritið á ýmsa vegu og á mismunandi<br />

námsstigum. Einkum er lögð áhersla á<br />

að efla færni bæði varðandi málskilning og málnotkun.<br />

Hægt er að nota forritið til námsaðgreiningar<br />

og jafnframt til einstaklingsbundinnar þjálfunar.<br />

Forritið getur nýst nemendum með annað<br />

móðurmál en íslensku.<br />

Dagur íslenskrar tungu –<br />

Verkefnasafn á vef<br />

Safn verkefna frá Námsgagnastofnun í tilefni af<br />

degi íslenskrar tungu. Efnið er til útprentunar.<br />

Frægt fólk – Lesskilningsverkefni á vef<br />

Tuttugu gagnvirk verkefni sem reyna á lesskilning<br />

nemenda og þjálfa þá í að svara á hnitmiðaðan<br />

hátt spurningum úr stuttum textum. Textarnir eru<br />

allir um sögufrægar persónur, allt frá Forn-<br />

Grikkjum fram á okkar daga. Þeir eru á léttu og<br />

ljósu máli, fræðandi og skemmtilegir. Verkefnin<br />

má leggja fyrir í heild en þau henta einnig stök<br />

sem viðbótarverkefni eða fyrir þá sem eru röskir.<br />

Þau eru til útprentunar eða gagnvirk, þ.e. nemendur<br />

geta unnið þau beint í tölvunni.<br />

Að skrifa rétt!<br />

VEFEFNI<br />

Markmiðið með vefnum er að þjálfa nemendur í<br />

að lesa og stafsetja texta með samhljóðasamböndum.<br />

Verkefnin skiptast í þrjá hluta þ.e. Horfa<br />

og skrifa, Muna og skrifa og Hlusta og skrifa.<br />

9


www.nams.is<br />

nams<br />

Lestur og stafsetning<br />

Lestur og stafsetning er ætlað til að þjálfa nemendur<br />

í að lesa og stafsetja léttan, merkingarbæran<br />

texta. Það byggist á tveimur sögum sem<br />

skiptast í 25 kafla. Verkefnin eru í þremur hlutum,<br />

þ.e. Horfa og skrifa, Muna og skrifa og Hlusta og<br />

skrifa. Vefurinn er endurgerð á kennsluforritinu<br />

Lestur og stafsetning sem kom út árið 2001 en<br />

@nams.is-<br />

það er byggt á námsefni sem ber sama heiti og<br />

kom fyrst út í prentaðri útgáfu 1999.<br />

Ritum rétt –<br />

Stafsetningaræfingar á vef<br />

Verkefnin eru tekin úr samnefndri bók sem gefin<br />

var út af Námsgagnastofnun 1992. Þau eru einkum<br />

ætluð 9–12 ára nemendum sem eiga við<br />

stafsetningarörðugleika að etja en reynslan hefur<br />

sýnt að hægt er að nota þau með góðum árangri<br />

fyrir aðra aldursflokka og til almennrar þjálfunar í<br />

stafsetningu.<br />

Gagnvirkar æfingar í stafsetningu<br />

Vefefnið Gagnvirkar æfingar í stafsetningu er<br />

einkum ætlað mið- og unglingastigi grunnskóla.<br />

Það byggist annars vegar á æfingum úr gömlum<br />

stafsetningarbókum og hins vegar á íslenskum<br />

þjóðsögum, kvæðum og ævintýrum.<br />

Miðbjörg<br />

Vefurinn Miðbjörg er ætlaður til móðurmálskennslu<br />

á miðstigi. Hann inniheldur stutta umfjöllun<br />

um helstu þætti móðurmálskennslunnar auk<br />

fjölda kennsluhugmynda og verkefna. Allt efnið á<br />

honum má prenta út og ljósrita eða nýta með<br />

skjávarpa. Efnið á vefnum er vistað með mismunandi<br />

hætti. Ritvinnsluskjölum og glærum má<br />

breyta og aðlaga að mismunandi nemendahópum.<br />

Efni sem ekki er hægt að breyta er vistað sem<br />

pdf-skjöl.<br />

10


www.nams.is<br />

nams@<br />

Málfræðigreining<br />

Forritið Málfræðigreining fyrir mið- og unglingastig<br />

er samið með það að markmiði að<br />

nemendur geti á auðveldan hátt öðlast færni<br />

í greiningu hinna ýmsu málfræðiatriða. Þetta<br />

er gert með því að:<br />

• Meta svör nemenda samstundis.<br />

• Gefa kost á innbyggðri hjálp sem<br />

er ávallt tiltæk.<br />

nams.is<br />

• Greina árangur nemenda þannig að<br />

þeir geti gert sér grein fyrir sterkum<br />

og veikum hliðum sínum.<br />

Í forritinu eru hundruð setninga þannig að<br />

greiningaratriðin skipta þúsundum.<br />

Ritfærni<br />

Vefurinn Ritfærni er gerður fyrir elstu nemendur<br />

grunnskólans. Við gerð vefjarins er<br />

tekið mið af nýendurskoðaðri námskrá í<br />

íslensku fyrir 8.–10. bekk. Nemendur í framhaldsskóla<br />

og jafnvel á miðstigi grunnskólans<br />

geta einnig nýtt sér ýmislegt á vefnum.<br />

Ritfærni er ætlað að svara breyttum þörfum í<br />

nútímasamfélagi með því að nýta tölvu og net<br />

sem verkfæri í ritun og skapa mótvægi við<br />

skeytastílinn sem margir hafa vanið sig á í<br />

samskiptum sín á milli. Á vefnum er lögð<br />

áhersla á vandað málfar, uppbyggingu málsgreina,<br />

mismunandi tilgang ritunar og stíganda<br />

í frásögn.<br />

Ritbjörg<br />

Ritbjörg er kennsluvefur sem aðstoðar notendur<br />

við að skipuleggja ritsmíðar. Grundvallarhugmyndin<br />

að forritinu er ferlisritun en<br />

hún gengur út á að fólk skrifi í ákveðnum<br />

skrefum. Notandinn býr aðeins til efnisgrind<br />

að ritsmíð í forritinu. Því eru tvö fyrstu skrefin<br />

í ritunarferlinu í brennidepli. Vefurinn er<br />

endurgerð á samnefndu forriti sem gefið var<br />

út árið 1999. Með því fylgdu kennsluleiðbeiningar<br />

í bókarformi. Þar segir frá þeirri kennslufræði<br />

sem forritið byggist á og myndræn<br />

framsetning ritsmíðanna er útskýrð.<br />

11


www.nams.is<br />

Íslenska 5.–7. <strong>bekkur</strong><br />

www.nams.is<br />

Íslenska – Málið þitt<br />

nams<br />

Vefurinn er tvískiptur: Annars vegar eru krækjur<br />

inn á ýmiss konar fróðleik á vegum Íslenskrar<br />

málstöðvar. Hins vegar eru umræðuefni og<br />

verkefni er tengjast stöðu tungumálsins.<br />

Titlarnir eru eftirfarandi: Lítil og stór tungumál,<br />

Íslenska fyrr og nú, Ný orð, Á íslensku og á<br />

útlensku, Ritreglur, Nöfnin okkar og Að læra<br />

íslensku sem erlent mál.<br />

@nams.is<br />

Æfum íslensku<br />

Á þessum vef er tekið mið af nemendum á miðstigi<br />

og unglingastigi grunnskólans sem samkvæmt<br />

aðalnámskrá flokkast undir að vera<br />

lengra komnir í íslensku máli en algjörir byrjendur.<br />

Markmiðið er að auka málfærni nemenda<br />

í íslensku, bæði skilning og tjáningu, og<br />

þroska tilfinningu þeirra fyrir beygingum málsins,<br />

þ.e. kyni, tölu og föllum. Beygingar eru<br />

þjálfaðar í eðlilegum setningum út frá söguþræði.<br />

Fyrnist yfir allt – Vefbók<br />

Saga Svövu Jakobsdóttur myndskreytt og lesin<br />

upp. Vefbókinni fylgja hugmyndir að spurningum<br />

og verkefnum.<br />

Fræðslumyndir<br />

• Jón Oddur og Jón Bjarni – DVD<br />

• Katla gamla – DVD<br />

• Kristnihald undir jökli – DVD<br />

• Ungfrúin góða og húsið – DVD<br />

• Útlaginn – DVD<br />

Sjá fræðslumyndir til niðurhlaðs á<br />

www.nams.is<br />

www.nams.is<br />

NÁMSGAGNASTOFNUN 2009<br />

NÁMSGAGNASTOFNUN 2006<br />

www.nams.is

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!