31.10.2014 Views

Hollt og gott - Námsgagnastofnun

Hollt og gott - Námsgagnastofnun

Hollt og gott - Námsgagnastofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Halldóra Birna Eggertsdóttir<br />

Hjördís Jónsdóttir<br />

<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong><br />

Kennsluleiðbeiningar með<br />

heimilisfræði fyrir 3. bekk<br />

NÁMSGAGNASTOFNUN<br />

07520<br />

1


Efnisyfirlit:<br />

Til kennarans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3<br />

1. viðfangsefni: Gagn <strong>og</strong> gaman í eldhúsinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4<br />

2. viðfangsefni: Morgunverður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6<br />

3. viðfangsefni: Morgunmatur kátra krakka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7<br />

4. viðfangsefni: Drykkjarvörur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8<br />

5. viðfangsefni: Sólskinsdrykkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9<br />

6. viðfangsefni: Góðar matarvenjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10<br />

7. viðfangsefni: Gulrótarsalat . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 1<br />

8. viðfangsefni: Skemmdarvargar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 2<br />

9. viðfangsefni: Grænmetisbátur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 3<br />

10. viðfangsefni: Hvar geymum við matvælin? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 4<br />

11. viðfangsefni: Brauðkringlur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 5<br />

12. viðfangsefni: Örverur geta leynst víða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 6<br />

13. viðfangsefni: Trallakökur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 7<br />

14. viðfangsefni: Mjólkurflokkurinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 8<br />

15. viðfangsefni: Mjólkurdrykkur þriðju bekkinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 9<br />

16. viðfangsefni: Mjólkurvörur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20<br />

17. viðfangsefni: Skyrsúpa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 1<br />

18. viðfangsefni: Matargerð fyrri tíma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 2<br />

19. viðfangsefni: Þjóðlegur íslenskur matur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23<br />

20. viðfangsefni: Verndum umhverfið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24<br />

21. viðfangsefni: Pylsur í felum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25<br />

22. viðfangsefni: Hvað kostar skólanestið? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26<br />

23. viðfangsefni: Kryddbrauð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27<br />

24. viðfangsefni: Mjólkurumbúðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28<br />

25. viðfangsefni: Beyglubrauð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29<br />

26. viðfangsefni: Við höfum verk að vinna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30<br />

27. viðfangsefni: Drumbar að hætti kokksins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 1<br />

Ítarefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 2<br />

<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong><br />

Kennsluleiðbeiningar með<br />

heimilisfræði fyrir 3. bekk<br />

© 2001 Halldóra Birna Eggertsdóttir <strong>og</strong> Hjördís Jónsdóttir<br />

Ritstjóri: Birna Sigurjónsdóttir <strong>og</strong> Jórunn Magnúsdóttir<br />

Teikningar: Freydís Kristjánsdóttir<br />

Hönnun <strong>og</strong> umbrot: Námsgagnastofnun<br />

Öll réttindi áskilin<br />

1. útgáfa 2001<br />

Vefútgáfa<br />

2 Efnisyfirlit–<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong>


Til kennarans<br />

Við samningu þessarar bókar voru fjórir þættir heimilisfræðinnar lagðir til grundvallar,<br />

næring <strong>og</strong> hollusta, örverufræði (hreinlætisfræði), matvælafræði <strong>og</strong> neytendafræði.<br />

Ákveðið var að skipta bókinni niður í fjórar lotur, líkt <strong>og</strong> gert var í annars bekkjar bókinni,<br />

þar sem hver þáttur fyrir sig gengur sem rauður þráður í gegnum sérhverja lotu.<br />

Aðrir þættir heimilisfræðikennslu fyrir átta ára nemendur, eins <strong>og</strong> matreiðsla <strong>og</strong> vinnubrögð,<br />

voru felldir inn þannig að úr myndaðist ein samfella fyrir hverja lotu. Höfundar<br />

leggja til að námsefnið verði kennt þannig að hver lota sé unnin sem ein heild. Það er<br />

trú okkar að námið verði markvissara <strong>og</strong> áhugaverðara ef hægt er að skapa heildstæða<br />

mynd af viðfangsefninu í hugum nemenda.<br />

Loturnar voru nefndar eftirfarandi heitum:<br />

• <strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong> sem tengist næringu <strong>og</strong> hollustu.<br />

• Örverurnar í kringum okkur sem tengist örveru- <strong>og</strong> hreinlætisfræði.<br />

• Maturinn okkar sem tengist matvælafræði.<br />

• Við erum ábyrgir einstaklingar sem tengist neytendafræði.<br />

Röðinni á lotunum má breyta ef kennara sýnist svo <strong>og</strong> efnistök geta verið háð framboði<br />

á hráefni <strong>og</strong> tímabilum kennsluársins.<br />

Miðað er við að hver kennslustund (80 mín.) sé byggð á viðfangsefnum einnar bókaropnu,<br />

þannig að í hverri kennslustund sé bæði bóklegur <strong>og</strong> verklegur þáttur.<br />

Uppskriftirnar í nemendabókinni eru þannig byggðar upp að sérstaklega er getið um<br />

áhöldin <strong>og</strong> hráefnið sem nota þarf við matreiðsluna. Er þetta gert til þess að nemendur<br />

læri strax að taka til efni <strong>og</strong> áhöld áður en hafist er handa.<br />

Það er von okkar að kennsluleiðbeiningarnar komi sér vel þegar farið er að skipuleggja<br />

kennslustundir vetrarins. Eflaust má nálgast efnið á annan hátt en lagt er til hér. Námsbækur<br />

<strong>og</strong> kennsluleiðbeiningar eiga fremur að vera leiðbeinandi <strong>og</strong> til stuðnings en að<br />

vera stýrandi.<br />

Gangi ykkur vel í starfi.<br />

Halldóra Birna <strong>og</strong> Hjördís<br />

Til kennarans–<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong><br />

3


Gagn <strong>og</strong> gaman í eldhúsinu<br />

Gagn <strong>og</strong> gaman<br />

í eldhúsinu<br />

Allt í óreiðu<br />

Hvað er rangt á þessari mynd?<br />

Verið óspör á handþvottinn.<br />

Hafið ætíð hreina handþurrku<br />

<strong>og</strong> borðklút við höndina.<br />

Verið hrein <strong>og</strong> snyrtileg<br />

við eldhússtörfin.<br />

Þvoið allar matarleifar vel<br />

af borðbúnaðinum <strong>og</strong><br />

áhöldunum eftir notkun.<br />

Getur þú fundið nokkur atriði<br />

sem ekki eiga heima í öruggu eldhúsi?<br />

Skiljið við vinnusvæðið<br />

eins <strong>og</strong> þið viljið koma að því.<br />

Fáið alltaf leyfi áður en þið<br />

farið að vinna í eldhúsinu.<br />

4<br />

5<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• læri um mikilvægi handþvottar<br />

• læri um nauðsyn þess að viðhafa hreinlæti<br />

við heimilisstörfin<br />

• geti gert greinarmun á hreinu <strong>og</strong> óhreinu<br />

eldhúsi<br />

• læri að eldhúsið er sérstæður vinnustaður<br />

• læri hvernig við tryggjum öruggt vinnusvæði<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 4 <strong>og</strong> 5.<br />

Handsápa, naglabursti, handklæði/bréfþurrka,<br />

svunta, borðtuska, þvottabursti,<br />

diskaþurrka, beittur hnífur <strong>og</strong> skæri.<br />

Blýantur <strong>og</strong> litir.<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Námsefnið afhent <strong>og</strong> útskýrt fyrir nemendum hvernig það er unnið.<br />

Nemendur merkja <strong>og</strong> skoða bókina.<br />

2. Nemendur <strong>og</strong> kennari skoða saman myndir <strong>og</strong> texta á blaðsíðu 4 <strong>og</strong> 5, aðgæta<br />

hvað þær segja okkur <strong>og</strong> hvað hafa ber í huga til að hafa megi bæði gagn <strong>og</strong><br />

gaman af eldhússtörfunum.<br />

4 1. viðfangsefni–<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong>


3. Rætt um mikilvægi handþvottar, hvenær þörf sé á handþvotti <strong>og</strong> rifjað upp<br />

hvernig við berum okkur að. Nemendur æfa handþvott.<br />

4. Kennari fer yfir hvernig unnið er í eldhúsinu <strong>og</strong> nemendur skoða í skápa <strong>og</strong><br />

skúffur. Rætt um mikilvægi hreinlætis <strong>og</strong> snyrtimennsku við eldhússtörfin,<br />

hvers vegna við viljum ekki hafa sóðaskap í elhúsinu.<br />

5. Umræður um hvort átta ára börn geti unnið ein í eldhúsinu, hvað þau geti gert<br />

til að hjálpa <strong>og</strong> aðstoða. Rætt um hvað ber að varast, eins <strong>og</strong> til dæmis allt sem<br />

getur orðið heitt, alla beitta hluti <strong>og</strong> tæki sem framkalla hávaða.<br />

6. Kennari bendir á að það sé mikilvægt að muna alltaf eftir eldhúsreglunum, matreiðslan<br />

verður ekki ánægjuleg ef einhver slasar sig eða verður veikur af matnum.<br />

7. Nemendur vinna verkefnið Allt í óreiðu með því að merkja við þau atriði sem<br />

eru röng.<br />

8. Kennari fer yfir atriðin <strong>og</strong> spyr einstaka nemendur um álit þeirra <strong>og</strong> skapar<br />

umræður út frá svarinu.<br />

Í lok tímans geta kennari <strong>og</strong> nemendur poppað samkvæmt uppskrift fyrsta bekkjar.<br />

Einnig mætti útbúa grænmetisbakka <strong>og</strong> ídýfu úr kotasælu <strong>og</strong> graslauk eða búa til<br />

ávaxtasalat.<br />

Ítarefni<br />

Lata stelpan eftir Emil Ludvik<br />

1. viðfangsefni–<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong><br />

5


Morgunverður<br />

Morgunverður<br />

Morgunverðurinn er mikilvægasta máltíð dagsins.<br />

Morgunverðurinn er mikilvægasta<br />

máltíð dagsins.<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

1. Hvað finnst þér <strong>gott</strong> að borða á morgnana? Dragðu hring utan<br />

um matvælin á myndinni.<br />

2. Hvað borðaðir þú í morgun? Settu tengisnúru frá borðinu<br />

að matvælunum á myndinni.<br />

3. Hvað er ekki hollt að borða í morgunmat? Skrifaðu á<br />

auðu línuna með hjálp kennara þíns.<br />

• læri hvað þarf til að viðhalda hreysti <strong>og</strong><br />

vellíðan<br />

• viti að morgunmáltíðin er ein af þremur<br />

aðalmáltíðum dagsins<br />

• læri hvað er góður morgunmatur<br />

• þekki muninn á hollum <strong>og</strong> óhollum<br />

morgunverði<br />

6<br />

Námsgögn<br />

Kennslutilhögun<br />

Nemendabókin bls. 6.<br />

Fæðuhringurinn.<br />

Fæðutegundir.<br />

Myndir af fæðutegundum.<br />

Blýantur <strong>og</strong> litir.<br />

1. Kennari rifjar upp fæðuhringinn með nemendum <strong>og</strong> ræðir mikilvægi þess að<br />

borða einhvern mat úr öllum fæðuflokkunum reglulega yfir daginn.<br />

2. Umræða um hvað morgunmatur sé, hvenær við borðum hann, hvort nauðsynlegt<br />

sé að borða morgunmat <strong>og</strong> hvers vegna. Getum við hlaupið út í eril<br />

dagsins með tóman maga <strong>og</strong> enga orku til að halda okkur gangandi fram að<br />

næstu máltíð? Hér getur kennari kynnt fyrir nemendum hugtakið máltíð <strong>og</strong><br />

það að morgunmaturinn sé ein af þremur meginmáltíðum dagsins.<br />

3. Kennari <strong>og</strong> nemendur skoða saman myndina í nemendabók af morgunverðarborðinu<br />

<strong>og</strong> matvælunum í kring. Umræður um hvað fær okkur til að borða <strong>og</strong><br />

hvers vegna við verðum svöng. Er það ilmurinn af matnum, ánægjuleg samskipti<br />

við fjölskylduna, fallegt matarborð, merki frá líkamanum um þörf fyrir<br />

mat eða uppáhaldsmaturinn okkar?<br />

4. Nemendur segja frá <strong>og</strong> merkja í bókina, í fyrsta lagi hvað þeim finnst <strong>gott</strong> að<br />

borða í morgunmat, í öðru lagi hvað þeir borðuðu í morgun.<br />

5. Kennari sýnir nemendum ýmsar fæðutegundir. Nemendur <strong>og</strong> kennari flokka<br />

saman það sem hægt er að kalla annars vegar hollt <strong>og</strong> hins vegar óhollt í<br />

morgunmat. Nemendur skrifa heiti á einum til tveimur tegundum af óhollum<br />

morgunmat í bókina.<br />

Ítarefni<br />

Heil <strong>og</strong> sæl. Bæklingur frá íslenska mjólkuriðnaðinum.<br />

Myndir af fæðutegundum úr blöðum <strong>og</strong> tímaritum.<br />

Netfang: http://kidshealth.org/kid/stay_healthy /index.html<br />

6 2. viðfangsefni–<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong>


Morgunmatur kátra krakka<br />

Heitt kakó fyrir 8<br />

Mælum saman.<br />

3 msk kakó<br />

3 dl vatn<br />

6 msk sykur<br />

15 dl mjólk<br />

Brosandi andlit<br />

Efni <strong>og</strong> áhöld<br />

brauð kæfa epli agúrka vínber paprika steinselja<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• fái þjálfun í að nota einföld áhöld<br />

• læri að vinna skipulega eftir einfaldri<br />

uppskrift<br />

• öðlist skilning á hreinu <strong>og</strong> snyrtilegu<br />

vinnuumhverfi<br />

• læri um samvinnu<br />

vinnudiskur skurðarbretti smjörhnífur grænmetishnífur<br />

Þú getur skreytt þína brauðsneið öðruvísi.<br />

7<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 7.<br />

Hráefni <strong>og</strong> áhöld (sjá efni <strong>og</strong> áhöld í<br />

nemendabók).<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Uppskrift af heitu kakói <strong>og</strong> brauðsneið skoðuð. Dálkurinn efni <strong>og</strong> áhöld<br />

útskýrður sérstaklega, hvers vegna nauðsynlegt sé að finna allt til áður<br />

en hafist er handa.<br />

2. Kennari rifjar upp hætturnar í eldhúsinu. Það þarf að fara varlega nálægt heitri<br />

eldavélinni <strong>og</strong> sýna beittum hlutum virðingu.<br />

3. Kennari <strong>og</strong> nemendur mæla saman hráefni í stóra uppskrift af heitu kakói.<br />

Gott er að fara yfir heiti mæliskeiðanna. Kennari sér um þennan verkþátt.<br />

4. Nemendur búa til brosandi andlit meðan kakóið hitnar. Nauðsynlegt er að<br />

benda nemendum á að þeir geti gert brauðsneiðina sína öðruvísi en sýnt er í<br />

nemendabók.<br />

5. Borðhald. Kennari skammtar nemendum heitt kakó í litlar könnur eða bolla.<br />

6. Allir hjálpast að í lokin við frágang. Athugun gerð á eldhúsinu áður en<br />

kennslustund lýkur.<br />

Meðan nemendur matast mætti lesa sögu um mat <strong>og</strong> matarvenjur. Einnig væri hægt að<br />

athuga hvort máltíðin innihaldi fæðutegundir úr öllum fæðuflokkunum.<br />

Ítarefni<br />

Matreiðslubækur fyrir börn.<br />

Fæðuhringurinn.<br />

3. viðfangsefni–<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong><br />

7


Drykkjarvörur<br />

Drykkjarvörur<br />

Vatn er besti svaladrykkurinn.<br />

gosdrykkur<br />

ávaxtasafi<br />

kakómjólk<br />

vatn<br />

Hver af þessum fjórum drykkjum er hollastur?<br />

Hvers vegna er vatn besti svaladrykkurinn?<br />

sykurmolar<br />

sykurmolar<br />

sykurmolar<br />

sykurmolar<br />

Vatn er besti svaladrykkurinn<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• þekki muninn á hollum <strong>og</strong> óhollum<br />

drykkjarvörum<br />

• læri að meta vatnið sem góðan<br />

valkost/læri um gildi vatns sem drykkjar<br />

• læri um mikilvægi vatns fyrir líkamann<br />

Hvað færð þú þér að drekka við þorsta?<br />

8<br />

Drekkum vatn við öll tækifæri!<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 8.<br />

Umbúðir, myndir, drykkjarvörur.<br />

Blýantur <strong>og</strong> litir.<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Kennari sýnir umbúðir/myndir af ýmsum drykkjarvörum <strong>og</strong> nemendur flokka<br />

þær í hollar <strong>og</strong> óhollar vörur. Nemendur færa rök fyrir svörum sínum.<br />

2. Nemendur <strong>og</strong> kennari skoða myndirnar af drykkjunum í nemendabók, ræða um<br />

sykurinnihald drykkja <strong>og</strong> hvort sykurmagnið skipti máli fyrir heilsuna. Sumir<br />

drykkir eru súrari en aðrir, hefur það áhrif á heilsu okkar <strong>og</strong> þá hvers vegna?<br />

Margir drykkir, svo sem mjólk, ávaxtadrykkir <strong>og</strong> grænmetissafar innihalda<br />

næringarefni sem eru góð fyrir líkamann en innihalda líka sykur.<br />

3. Rætt um hver af þessum fjórum drykkjum er hollastur, hver er óhollastur <strong>og</strong><br />

hvers vegna. Nemendur vinna verkefni í bók.<br />

4. Rætt um mikilvægi vatnsins fyrir allt líf, hreinleika íslensks vatns <strong>og</strong> hversu<br />

auðvelt sé að nálgast það. Ágætt að benda á að hreint <strong>og</strong> ómengað vatn geta<br />

allir drukkið, það veldur ekki ofnæmi, er án litarefna, bragðefna <strong>og</strong> er sykurlaust.<br />

Nemendur eru hvattir til að segja með sínum eigin orðum hvers vegna<br />

vatnið hlýtur að vera besti svaladrykkurinn. Þeir skrifa svarið í bókina.<br />

5. Nemendur segja frá því hvað þeir drekka við þorsta, vinna í bók.<br />

Hér mætti láta nemendur útbúa veggspjöld, annars vegar með hollum <strong>og</strong> óhollum<br />

drykkjarvörum <strong>og</strong> hins vegar með súluriti af sykurmagni drykkjanna í nemendabók.<br />

Tengja má verkefnið við stærðfræðina með því að skrá á spjöldin magn <strong>og</strong> fjölda.<br />

Ítarefni<br />

Sykur í fæði íslenskra barna. Netfang: http://www.manneldi.is (fræðsla börn)<br />

<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong> fyrir börn. Tannverndarráð.<br />

Netfang: http://www.kidshealth.org/kid/stay_helthy<br />

8 4. viðfangsefni–<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong>


Sólskinsdrykkur<br />

Sólskinsdrykkur<br />

Efni <strong>og</strong> áhöld<br />

ananas- appelsínu- sítrónu- agúrka vínber eplabútur sleif<br />

safi safi safi<br />

ísmolar kanna dl mál glas bretti mæli- vinnudiskur<br />

skeiðar<br />

Blandaðu saman.<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• læri nákvæmni í vinnubrögðum<br />

• þjálfist í að vinna sjálfstætt eftir<br />

einföldum leiðbeiningum<br />

• þjálfist í samvinnu<br />

2 dl ananassafi<br />

2 dl appelsínusafi<br />

Blandaðu saman ananassafa,<br />

1 msk sítrónusafi<br />

appelsínusafa <strong>og</strong> sítrónusafa.<br />

Bættu út í.<br />

1. Þvoðu ávextina <strong>og</strong> 2. Skerðu ávextina <strong>og</strong> 3. Bættu bitunum<br />

grænmetið vel. grænmetið í litla bita. saman við blönduna.<br />

4. Kældu drykkinn<br />

5. Skiptu jafnt á milli þín<br />

með ísmolum.<br />

<strong>og</strong> félaga þinna.<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 9.<br />

Hráefni <strong>og</strong> áhöld (sjá efni <strong>og</strong> áhöld í<br />

nemendabók).<br />

9<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Kennari fer yfir uppskriftina af Sólskinsdrykk með nemendum, ræðir dálkinn<br />

efni <strong>og</strong> áhöld <strong>og</strong> útskýrir sérstaklega vinnudiskinn sem áhald til að auðvelda<br />

okkur snyrtileg vinnubrögð.<br />

2. Kennari útskýrir að verkefnið sé tvíþætt, fyrst eigi að mæla <strong>og</strong> nota til þess<br />

mæliáhöldin, síðan er meðlætið skorið í litla bita <strong>og</strong> sett út í drykkinn.<br />

3. Kennari bendir á nauðsyn þess að þvo <strong>og</strong> hreinsa ávextina <strong>og</strong> grænmetið vel.<br />

4. Nemendur vinna saman tveir <strong>og</strong> tveir að einni uppskrift.<br />

5. Borðhald.<br />

6. Frágangur. Nemendur æfa sig í að ganga snyrtilega frá eftir sig í lokin.<br />

Kennari rifjar upp með nemendum hvernig eigi að vaska upp.<br />

Kaldur íþróttadrykkur<br />

Gott er að útbúa þennan drykk meðan nemendur vinna verkefnið.<br />

Ískalt vatn er sett í könnu ásamt klökum <strong>og</strong> gúrkusneiðum/appelsínusneiðum. Nemendur<br />

fá því að bragða á tveimur mismunandi drykkjum <strong>og</strong> kynnast þar með því hvernig<br />

útbúa má ljúffengan drykk eingöngu úr vatni.<br />

Ítarefni<br />

Matreiðslubækur fyrir börn<br />

Netfang: http://www.kidshealth.org/kid/stay_healthy/index.html<br />

5. viðfangsefni–<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong><br />

9


Góðar matarvennjur<br />

Góðar matarvenjur<br />

Þú ert það sem þú borðar.<br />

Þú ert það sem þú borðar<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• læri um góðar matarvenjur<br />

• þekki muninn á hollum <strong>og</strong> óhollum<br />

fæðutegundum<br />

• geti valið að borða hollan mat út frá eigin<br />

skilningi á hugtakinu næringarefni<br />

Verkefni.<br />

1. Dragðu hring utan um matvælin sem líkami þinn þarfnast.<br />

2. Hvaða nauðsynlegu efni eru í þessum matvælum?<br />

Skrifaðu heiti eða tákn efnanna við hringina.<br />

3. Athugaðu hvort hringur sé utan um öll matvælin á blaðsíðunni.<br />

Hvers vegna ekki?<br />

10<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 10.<br />

Myndir, umbúðir, fæðutegundir.<br />

Blýantur <strong>og</strong> litir.<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Nemendur <strong>og</strong> kennari skoða saman myndir af hollum <strong>og</strong> óhollum matvælum í<br />

nemendabók. Ágætt að hafa sýnishorn af nokkrum fæðutegundum.<br />

2. Rætt um hvers vegna matvæli eru flokkuð sem holl <strong>og</strong> óholl, hvort það skipti<br />

máli hvað við borðum <strong>og</strong> hvers vegna. Hér er tilvalið að tala um næringarefnin<br />

í víðum skilningi þess hugtaks. Með góðum matarvenjum tryggjum við að<br />

líkaminn fái öll efnin sem hann þarfnast.<br />

3. Nemendur <strong>og</strong> kennari finna sameiginlega í nemendabók þau matvæli sem<br />

líkaminn þarfnast. Nemendur merkja við í bók með því að setja hring utan um<br />

myndirnar.<br />

4. Kennari útskýrir að næringarefnin hafa nafn, tákn <strong>og</strong> hlutverk. Hversu djúpt er<br />

farið í þessa hluti er mikið undir nemendahópnum komið. Fjallað er um þennan<br />

þátt um leið <strong>og</strong> 2. verkefni er unnið í bók. Nemendur skrifa heiti eða tákn<br />

næringarefnanna eins <strong>og</strong> geisla út frá hringjunum sem settir voru utan um<br />

matvælin í 1. verkefni.<br />

5. Nemendur <strong>og</strong> kennari athuga hvort merkt sé við öll matvælin á blaðsíðunni.<br />

Umræður í lokin.<br />

Aukaverkefni getur verið veggspjald með teiknuðum, lituðum, klipptum eða límdum<br />

myndum af grænmeti sem nemendur hafa valið sér. Nemendur setja augu, munn,<br />

hendur <strong>og</strong> fætur á myndirnar <strong>og</strong> láta þær segja „segja“ táknið fyrir aðalnæringarefnið<br />

í grænmetinu.<br />

Ítarefni<br />

Netfang: http://www.manneldi.is<br />

Borðar þú nógu góðan mat? Bæklingur frá Manneldisráði.<br />

Heil <strong>og</strong> sæl. Bæklingur frá íslenska mjólkuriðnaðinum.<br />

Myndir af fæðutegundum úr blöðum <strong>og</strong> tímaritum.<br />

Veggspjald. Þú ert það sem þú borðar. Statens Husholdingsråd.<br />

10 6. viðfangsefni–<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong>


Gulrótarsalat<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

Gulrótarsalat<br />

Efni <strong>og</strong> áhöld<br />

2 3 msk mæli- 1/2 vinnu- skurðargulrætur<br />

rúsínur skeiðar appelsína diskur bretti<br />

vatn<br />

grænmetis- flysjari ávaxtapressa rifjárn salatskál salathnífur<br />

skeiðar<br />

Búðu til salat.<br />

• þjálfist í verklegri vinnu<br />

• þjálfist í að flysja <strong>og</strong> rífa niður<br />

grænmeti<br />

• læri um gildi þess að borða<br />

grænmeti daglega<br />

1. Þvoðu gulræturnar 2. Hreinsaðu <strong>og</strong> 3. Rífðu gulræturnar <strong>og</strong><br />

<strong>og</strong> appelsínuna vel. flysjaðu gulræturnar. settu þær í salatskál.<br />

4. Pressaðu safann 5. Mældu 3 matskeiðar 6. Blandaðu safa <strong>og</strong><br />

úr hálfri appelsínu. af rúsínum. rúsínum í salatið.<br />

Gulrófusalat.<br />

lítil rófa 1/2 epli sítrónusafi 1/2 appelsína<br />

Hér kemur uppskrift af gulrófusalati sem gaman væri fyrir þig að prófa.<br />

Undirbúningurinn er sá sami <strong>og</strong> fyrir gulrótarsalatið.<br />

11<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 11.<br />

Hráefni <strong>og</strong> áhöld (sjá efni <strong>og</strong> áhöld í<br />

nemendabók).<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Kennari ræðir um grænmetisflokkinn <strong>og</strong> nauðsyn þess að borða grænmeti<br />

daglega heilsunnar vegna. Útskýrir hvað það þýðir að borða fimm á dag.<br />

2. Umræður um hvaða hlutar grænmetisplöntunnar eru borðaðir (til dæmis rót,<br />

stilkur, lauf, fræ, blóm), vaxtarstaði grænmetisins (til dæmis ofan moldar,<br />

neðan moldar, utan á plöntum). Hægt er að fara lauslega í hvað lífræn ræktun<br />

merkir <strong>og</strong> notkun á safnkössum fyrir afskurðinn.<br />

3. Kennari fer yfir uppskrift af gulrótarsalati í nemendabók, ræðir vinnuferlið <strong>og</strong><br />

minnir á nauðsyn þess að fara varlega með alla beitta hluti (grænmetishníf,<br />

flysjara <strong>og</strong> rifjárn).<br />

4. Kennari rifjar upp nauðsyn þess að þvo <strong>og</strong> hreinsa allt grænmeti vel áður en<br />

það er matreitt, sýnir nemendum flysjarann sem áhald sem nota má við<br />

hreinsunina <strong>og</strong> kennir þeim hvernig hann er notaður.<br />

5. Nemendur vinna tveir til þrír að einni uppskrift, æfa sig að flysja <strong>og</strong> rífa niður<br />

grænmetið með hjálp kennarans.<br />

6. Borðhald, áhersla lögð á kurteisi <strong>og</strong> tillitssemi <strong>og</strong> að allir verði að smakka á<br />

góðgætinu.<br />

7. Hver hópur gengur frá sínu vinnusvæði í lokin.<br />

Gaman er að geta gefið nemendum kost á að búa einnig til gulrófusalat. Nemendum er<br />

þá skipt í tvo hópa, annar býr til gulrótarsalat <strong>og</strong> hinn gulrófusalat. Sömu vinnubrögð<br />

eru viðhöfð í báðum tilvikum en mismunandi uppskrift notuð, eins <strong>og</strong> kemur fram í<br />

vinnubókinni. Nemendur smakka á báðum salötum <strong>og</strong> læra á þann hátt hversu mikil<br />

fjölbreytni getur verið í salatgerð.<br />

Ítarefni<br />

<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong> fyrir börn. Tannverndarráð.<br />

Matreiðslubækur fyrir börn.<br />

Veggspjald: 5 á dag! Borðum ávexti <strong>og</strong> grænmeti heilsunnar vegna. Manneldisráð.<br />

7. viðfangsefni–<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong><br />

11


Skemmdarvargar<br />

Skemmdarvargar<br />

Vígbúumst <strong>og</strong> verjumst innrás varganna.<br />

Vígbúumst <strong>og</strong> verjumst innrás varganna<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

Þessir litlu vargar<br />

elska óhreinindi.<br />

Þessum litlu vörgum<br />

þykir gaman að fara<br />

í feluleik.<br />

• læri hvers vegna það sé nauðsynlegt að<br />

viðhafa hreinlæti <strong>og</strong> snyrtimennsku við<br />

heimilisstörfin<br />

Þessir litlu vargar eru<br />

mjög hrifnir af matarleifum.<br />

• læri um skaðsemi örvera<br />

12<br />

Þessum litlu vörgum<br />

er illa við kulda.<br />

Þessir litlu vargar gefast<br />

upp í suðu <strong>og</strong> við hitun.<br />

Þessir litlu vargar þola<br />

ekki sápu <strong>og</strong> vatn.<br />

• öðlist þekkingu á því hvernig hægt sé<br />

að halda örverum frá því að komast í<br />

matvælin svo þau skemmist ekki<br />

• viti hvernig hægt sé að vígbúast <strong>og</strong> verja<br />

sig gegn slæmum örverum<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 12.<br />

Myndir af örverum <strong>og</strong> úr umhverfi örvera.<br />

Kennslutilhögun<br />

Ítarefni<br />

1. Kennari rifjar upp að örverur eru örsmáar lífverur, sjást ekki með berum<br />

augum, geta verið bæði gagnlegar <strong>og</strong> skaðlegar <strong>og</strong> einnig skemmdavargar.<br />

Þær eru alls staðar í umhverfinu <strong>og</strong> þurfa að finna sér næringarríkan stað til<br />

að geta lifað. Þær geta ferðast mjög auðveldlega á milli staða <strong>og</strong> valdið skaða<br />

eða skemmdum.<br />

2. Kennari <strong>og</strong> nemendur skoða saman myndirnar af vörgunum í nemendabók,<br />

ræða um í hvernig umhverfi örverunum líði best, hvar þeim líði verst <strong>og</strong> hvar<br />

þær lifi alls ekki. Nemendur eru hvattir til að nefna fleiri atriði sem ekki eru<br />

nefnd í bókinni.<br />

3. Hvaða ráð höfum við til að verjast innrás skaðlegu örveranna inn í líkama<br />

okkar? Kennari bendir á að hreinlæti <strong>og</strong> snyrtimennska í vinnubrögðum <strong>og</strong><br />

vatn <strong>og</strong> sápa séu bestu vopnin í baráttunni við vargana, vegna þess að það er<br />

eitt af því sem þeir óttast mest. Umræða fer fram um hvernig við getum<br />

verndað okkur með því að hindra að skaðlegar örverur berist í matinn, svo<br />

sem með því að halda hráu kjöti <strong>og</strong> fiski aðskildu frá grænmeti <strong>og</strong> ávöxtum,<br />

vera hrein <strong>og</strong> snyrtileg, þvo vel hendur, áhöld <strong>og</strong> vinnusvæði með sápu <strong>og</strong> vatni.<br />

4. Hér er <strong>gott</strong> að rifja upp frá fyrra námsefni að einnig eru til góðar örverur sem<br />

aðstoða okkur við að búa til ýmiss konar matvæli, svo sem jógúrt, osta o.fl.<br />

Matti <strong>og</strong> óboðnu gestirnir. Dr. Jacques Breuil.<br />

Sýklar á ferð <strong>og</strong> flugi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar.<br />

Örverur <strong>og</strong> hreinlæti. Netfang: http://www.hollver.is<br />

Blaðsíða um hreinlæti <strong>og</strong> matvælafræði sem hægt er að lita.<br />

Netfang: http://www.foodsafety.gov/~dms/cbook.html<br />

12 8. viðfangsefni–Örverurnar í kringum okkur


Grænmetisbátar<br />

Grænmetisbátur<br />

Efni <strong>og</strong> áhöld<br />

agúrka kúrbítur paprika sellerístöngull gulrót rófa salatsósa<br />

grænmetis- bretti vinnu vatn<br />

hnífur diskur<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• læri um hreinlæti við meðferð matvæla<br />

• öðlist jákvætt viðhorf til grænmetisafurða<br />

• fái þjálfun í verklegri vinnu<br />

Búðu til grænmetisbát.<br />

1. Þvoðu <strong>og</strong> 2. Skerðu paprikuna 3. Skerðu annan<br />

hreinsaðu allt í tvo helminga. helminginn í<br />

grænmetið vel. Hreinsaðu fræin <strong>og</strong> mjóar ræmur.<br />

stöngulinn í burtu.<br />

4. Skerðu gulrótina, 5. Settu grænmetis- 6. Helltu örlitlu af<br />

sellerístöngulinn, stönglana í hinn uppáhalds salatkúrbítinn<br />

<strong>og</strong> helming paprikunnar. sósunni þinni yfir.<br />

agúrkuna í mjóar<br />

lengjur.<br />

7. Nú hefur þú búið til grænmetisbát.<br />

Byrjaðu á að borða grænmetisstönglana<br />

<strong>og</strong> endaðu svo á bátnum.<br />

13<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 13.<br />

Myndir af ýmsum grænmetistegundum.<br />

Hráefni <strong>og</strong> áhöld (sjá efni <strong>og</strong> áhöld í<br />

nemendabók).<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Kennari minnir á nauðsyn þess að viðhafa hreinlæti <strong>og</strong> snyrtimennsku við<br />

eldhússtörfin, útskýrir fyrir nemendum að óþvegið grænmeti geti borið með<br />

sér skaðlegar örverur sem eiga greiðan aðgang inn í líkama okkar ef við erum<br />

ekki gætin. Rifjar upp að þörf er á því að þvo <strong>og</strong> hreinsa allt grænmeti vel undir<br />

rennandi vatni þó það sé síðan afhýtt.<br />

2. Kennari <strong>og</strong> nemendur skoða saman uppskrift af Grænmetisbáti í nemendabók.<br />

Bent er á að það sé hægt að nota aðrar grænmetistegundir en nefndar eru í<br />

þessari uppskrift. Nemendur segja frá sínum uppáhaldsgrænmetistegundum,<br />

athugun er gerð á því hve margir þekki kúrbít <strong>og</strong> hvort einhverjir hafi smakkað<br />

hann. Kennari sýnir nemendum kúrbít <strong>og</strong> greinir frá því að hann sé frekar<br />

nýleg grænmetistegund á borðum okkar Íslendinga.<br />

3. Kennari skammtar nemendum það sem honum finnst hæfilegt magn grænmetis<br />

til að vinna með.<br />

4. Nemendur vinna sjálfstætt að einni uppskrift.<br />

5. Borðhald.<br />

6. Nemendur vinna tveir <strong>og</strong> tveir saman við fráganginn <strong>og</strong> æfa sig í að ganga vel<br />

<strong>og</strong> snyrtilega frá eftir sig. Nemendur meta verkið hver hjá öðrum.<br />

Nemendur <strong>og</strong> kennari geta útbúið saman uppáhaldssalatsósu bekkjarins til að nota<br />

sem meðlæti með grænmetisbátunum. Hafa mætti skoðanakönnun meðal nemenda í<br />

tímunum á undan <strong>og</strong> skrá niðustöður, velja síðan þá sósu sem mesta fylgi fengi.<br />

Ítarefni<br />

Matreiðslubækur fyrir börn.<br />

9. viðfangsefni–Örverurnar í kringum okkur<br />

13


Hvar geymum við matvælin?<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

Hvar geymum<br />

við matvælin?<br />

• öðlist grunnþekkingu í geymslu matvæla<br />

• geri sér grein fyrir tengslunum á milli<br />

skaðsemi örvera <strong>og</strong> öryggi matvæla<br />

• læri hvers vegna nauðsynlegt sé að vita<br />

Veistu hvar best er að geyma matinn svo að hann skemmist ekki?<br />

Tengdu matvælin á myndinni við réttan geymslustað.<br />

hvar eigi að geyma matvælin<br />

Hér hefur verið skráð rangt á umbúðirnar.<br />

Skrifaðu rétt svör hér fyrir neðan.<br />

geymist<br />

geymist<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 14.<br />

14<br />

geymist<br />

Umbúðir/pakkningar.<br />

Taflan/stór skrifblokk.<br />

Blýantur <strong>og</strong> litir.<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Kennari skráir niður hugmyndir nemenda um hvert setja skuli matvælin eftir<br />

innkaupaferð, ræðir um hvort það sé sama hvar þau eru geymd, hvers vegna,<br />

hvers vegna ekki <strong>og</strong> hvað geti komið fyrir. Hvers vegna eru sum matvæli<br />

geymd í eldhússkápnum <strong>og</strong> önnur í ísskápnum? Umræður um geymsluaðferðir,<br />

sem fundnar voru upp til að koma í veg fyrir að örverur bærust í matvælin <strong>og</strong><br />

þau skemmdust, svo sem gerilsneyðing, niðursuða, þurrkun, umbúðir/pakkningar,<br />

kæling, hitun <strong>og</strong> fleira. Þetta verkefni má útfæra á margvíslegan hátt en<br />

gæta verður þess að gera þetta ekki of flókið.<br />

2. Nemendur <strong>og</strong> kennari vinna saman verkefni í nemendabók, tengja matinn á<br />

borðinu á réttan stað. Ræða um hvers vegna ávextir <strong>og</strong> sumt grænmeti er bæði<br />

hægt að geyma í kæli <strong>og</strong> við stofuhita.<br />

3. Kennari útskýrir að það standi á mörgum umbúðum/pakkningum hvernig<br />

geyma skuli matvælin <strong>og</strong> sýnir nokkur dæmi. Verkefnið neðst á síðunni sýnir<br />

rangar merkingar. Nemendur skrifa rétt svar.<br />

Ítarefni<br />

Matvælafræði. Netfang: http://www.foodsafety.gov/~fsg/fs-eggs3.html<br />

14 10. viðfangsefni–Örverurnar í kringum okkur


Brauðkringlur<br />

4 msk<br />

þurrger<br />

5 dl<br />

volgt vatn<br />

4 tsk<br />

hunang<br />

Brauðkringlur<br />

Við mælum saman <strong>og</strong> búum til deig.<br />

12 dl<br />

hveiti<br />

Láttu bíða í<br />

Hrærðu þurrefnunum<br />

5 mín.<br />

saman við vökvann.<br />

2 tsk<br />

salt<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• fái þjálfun í að vinna með gerdeig<br />

• þjálfist í að mæla rétt <strong>og</strong> nákvæmlega<br />

• öðlist jákvætt viðhorf til eldhússtarfa<br />

1. Hnoðaðu deigið. 2. Rúllaðu deiginu í lengju<br />

<strong>og</strong> skiptu jafnt í 6 hluta.<br />

sesamfræ<br />

3. Rúllaðu hverjum 4. Mótaðu kringlur <strong>og</strong> stráðu<br />

deighluta í lengju.<br />

yfir þær sesamfræjum.<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 15.<br />

Hráefni <strong>og</strong> áhöld (sjá efni <strong>og</strong> áhöld í<br />

nemendabók).<br />

Bakaðu kringlurnar<br />

við 200 °C í 10–15 mín.<br />

15<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Kennari <strong>og</strong> nemendur hjálpast að við að taka til efni <strong>og</strong> áhöld. Kennari kveikir á<br />

ofni.<br />

2. Kennari <strong>og</strong> nemendur hjálpast að við að útbúa gerblönduna. Rifja mætti upp<br />

söguna um gersveppinn frá 2. bekkjar námsefninu <strong>og</strong> leyfa nemendum að<br />

fylgjast með því þegar hann vaknar, byrjar að starfa <strong>og</strong> fer að gefa frá sér loft.<br />

3. Kennari <strong>og</strong> nemendur hjálpast að við að mæla þurrefnið á skál, búa til holu <strong>og</strong><br />

hella gerblöndunni út í holuna.<br />

4. Kennari hrærir deigið <strong>og</strong> hnoðar það þar til það er tilbúið. Nemendum er leyft<br />

að snerta <strong>og</strong> finna sjálfir. Deiginu er skipt jafnt á milli nemenda, <strong>gott</strong> að nota<br />

tölvuv<strong>og</strong> til þess.<br />

5. Nemendur skipta deigbútanum í jafna búta, hnoða kúlur úr bútunum á stærð við<br />

golfkúlu <strong>og</strong> rúlla hverri kúlu í lengjur eins <strong>og</strong> mjóa orma. Kennari sýnir hvernig<br />

kringlur eru mótaðar með því að snúa upp á lengjurnar, mynda eins konar<br />

lykkjur sem tengjast saman í snúning í miðri kringlunni. Nemendur herma eftir.<br />

6. Hægt er að setja sesam/birkifræ á kringlurnar með því að þrýsta þeim léttilega<br />

ofan í skál með fræjum í (ekki nauðsynlegt að pensla áður).<br />

7. Nemendur raða kringlunum á bökunarplötu. Kennari sér um baksturinn.<br />

8. Kennari <strong>og</strong> nemendur vinna sameiginlega að frágangi.<br />

Skipta má nemendum í tveggja til þriggja manna hópa sem geta unnið nokkuð sjálfstætt<br />

eftir uppskrift af glæru. Kennari leiðir verkið með því að sýna aðferðina <strong>og</strong> nemendur<br />

vinna síðan eins.<br />

Uppskrift fyrir 2–3 nemendur<br />

1 msk þurrger<br />

1 1 /4 dl volgt vatn<br />

1 tsk hunang<br />

3 dl hveiti<br />

1<br />

/2 tsk salt<br />

11. viðfangsefni–Örverurnar í kringum okkur<br />

15


Örverur geta leynst víða<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

Örverur geta leynst víða<br />

• viti um helstu smitleiðir örvera<br />

• geri sér grein fyrir hversu auðveldlega<br />

örverur geti farið á milli staða<br />

• læri hvar hugsanlega sé örverur er að<br />

finna<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 16.<br />

Hvar geta örverur legið í leyni?<br />

Skoðaðu myndirnar vel <strong>og</strong> skrifaðu síðan með hjálp kennara þíns heiti<br />

felustaðanna.<br />

Myndir úr umhverfinu.<br />

16<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Með hliðsjón af myndum í nemendabók er rætt um hvar örvera/vargur feli sig<br />

<strong>og</strong> hvar eigi að vera á verði svo við getum varið okkur. Örverurnar geta falið<br />

sig <strong>og</strong> farið á milli staða vegna þess hvað þær eru smáar <strong>og</strong> við sjáum þær ekki<br />

með berum augum. Flestar örverur berast út í loftið með hnerra, hósta <strong>og</strong> frá<br />

andardrætti, einnig svita <strong>og</strong> munnvatni.<br />

2. Örverur geta komið frá egginu <strong>og</strong> óhreinindum, s.s. frá höndum, áhöldum,<br />

vinnusvæði <strong>og</strong> borist þaðan í súkkulaðideigið. Umræður um hvort óhætt<br />

sé að borða hrátt deig. Kennari skrifar felustaðina, til dæmis egg <strong>og</strong> óhreina<br />

skál, á töflu, nemendur afrita í bók.<br />

3. Örverurnar eru það smáar að þær geta auðveldlega falið sig undir nöglum,<br />

í skorum <strong>og</strong> hrukkum á höndunum <strong>og</strong> borist í matinn ef hreinlæti er ábótavant.<br />

Umræður um nauðsyn þess að þvo hendurnar vel á undan <strong>og</strong> eftir matreiðslu.<br />

Kennari skrifar felustaðinn, neglur, hrukkur/fellingar <strong>og</strong> skorur á töflu.<br />

Nemendur afrita í bók.<br />

4. Örverur geta borist inn á eldhúsborð með hlutum sem notaðir eru utandyra.<br />

Skapa má umræður um að hreint vinnusvæði í eldhúsi <strong>og</strong> útidót eigi ekki<br />

samleið. Kennari skrifar felustaðinn, skólataska eða íþróttataska á töflu.<br />

Nemendur skrifa í bók.<br />

5. Utan á ávöxtum <strong>og</strong> grænmeti eru aragrúi örvera. Nauðsynlegt er að þvo alla<br />

ávexti <strong>og</strong> grænmeti vel undir rennandi vatni áður en við neytum þeirra til þess<br />

að koma í veg fyrir að örverur berist í okkur. Benda skal nemendum á að einnig<br />

er nauðsynlegt að þvo appelsínur, banana <strong>og</strong> rófur. Óhreint hýði getur mengað<br />

hendur, áhöld <strong>og</strong> borð. Kennari skrifar felustaðinn, hýði ávaxta <strong>og</strong> grænmetis á<br />

töflu. Nemendur afrita í bók.<br />

Ítarefni<br />

Matti <strong>og</strong> óboðnu gestirnir. Dr. Jacques Breuil.<br />

Sýklar á ferð <strong>og</strong> flugi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar.<br />

Örverur <strong>og</strong> hreinlæti. Netfang: http://www.hollver.is<br />

Vefsíða um hreinlæti <strong>og</strong> matvælafræði hægt að lita. Netfang: http://www.foodsafety.gov/~dms/cbook.html<br />

Vefsíða um umhverfisfræði. Netfang: http://www.epa.gov/kids/garbage.htm<br />

16 12. viðfangsefni–Örverurnar í kringum okkur


Trallakökur<br />

Trallakökur<br />

Efni <strong>og</strong> áhöld<br />

hafra- púður- smjör hveiti lyftiduft skál vinnu- dl-mál mælimjöl<br />

sykur diskur skeiðar<br />

Uppskrift fyrir tvo til þrjá.<br />

2 1/2 dl<br />

1 1/2 dl<br />

haframjöl<br />

hveiti<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• læri að vinna sjálfstætt eftir uppskrift<br />

<strong>og</strong> einföldum skilaboðum<br />

• fái þjálfun í verklegri vinnu<br />

• öðlist jákvætt viðhorf til samvinnu<br />

1 dl þjappaður<br />

dökkur púðursykur<br />

100 g smjör<br />

1/2 tsk<br />

lyftiduft<br />

Námsgögn<br />

1. Mældu haframjöl, 2. Kreistu <strong>og</strong> allt saman 3. Búðu til kúlur <strong>og</strong><br />

púðursykur, smjör, þar til enginn smjör- raðaðu þeim jafnt á<br />

hveiti <strong>og</strong> lyftiduft klumpur er eftir. bökunarplötuna.<br />

í skál.<br />

5. Bakaðu kökurnar<br />

4. Þrýstu létt ofan á<br />

í 180 °C heitum<br />

ofni í 10–12 mínútur.<br />

hverja köku með<br />

lófanum eða gaffli.<br />

17<br />

Nemendabókin bls. 17.<br />

Glæra með uppskrift.<br />

Hráefni <strong>og</strong> áhöld (sjá efni <strong>og</strong> áhöld í<br />

nemendabók).<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Kennari <strong>og</strong> nemendur skoða saman uppskrift af Trallakökum í nemendabók,<br />

rætt um dálkinn efni <strong>og</strong> áhöld. Uppskriftin höfð á glæru.<br />

2. Kennari úskýrir fyrir nemendum að þegar deig er hnoðað með berum höndum,<br />

eins <strong>og</strong> þeir munu æfa að gera í þessu verkefni, þá þurfi að þvo hendurnar<br />

mjög vel áður en hafist er handa.<br />

3. Nemendum skipt í hópa <strong>og</strong> vinna tveir til þrír í hóp.<br />

4. Kennari kveikir á ofni.<br />

5. Allir mæla í einu. Fyrst er haframjölið mælt <strong>og</strong> þegar allir eru búnir að því þá<br />

er púðursykurinn mældur. Þannig gengur það koll af kolli þar til allir hafa mælt<br />

allt hráefnið.<br />

6. Kennari bendir á að þegar komið er að því að blanda öllu saman eru hendurnar<br />

notaðar til þess með því að mylja, klípa <strong>og</strong> hnoða hráefnið. Bendir einnig á að<br />

deigið er hnoðað í skálinni, ekki á borðinu.<br />

7. Nemendur hnoða kúlur úr deiginu á stærð við valhnetu.<br />

8. Nemendur raða kúlunum á bökunarplötu <strong>og</strong> þrýsta léttilega ofan á þær með<br />

gaffli eða lófanum.<br />

9. Kennari sér um baksturinn.<br />

10. Hóparnir sjá hver um sig um fráganginn. Kennari minnir nemendur á<br />

vandvirkni í vinnubrögðum.<br />

11. Nemendur skreyta poka til að setja kökurnar í.<br />

Ítarefni<br />

Matreiðslubækur fyrir börn.<br />

13. viðfangsefni–Örverurnar í kringum okkur<br />

17


1 1 2 3 4<br />

Mjólkurflokkurinn<br />

Skrifaðu heiti fæðuflokksins.<br />

Mjólkurflokkurinn<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• læri um mjólkurflokkinn <strong>og</strong> sérkenni hans<br />

• þekki aðalnæringarefnið sem fæst úr<br />

mjólkurafurðum<br />

• öðlist jákvætt viðhorf til mjólkurafurða<br />

• geri sér grein fyrir mikilvægi þess að<br />

neyta mjólkurafurða<br />

• þekki algengar mjólkurafurðir<br />

Veistu hver ég er?<br />

1 lárrétt: Ég kem úr hafinu.<br />

1 lóðrétt: Ég er búinn til úr mjólk.<br />

2 lóðrétt: Ég vex í fjarlægu landi.<br />

3 lóðrétt: Það má búa til úr mér brauð.<br />

4 lóðrétt: Ég vex í íslenskum jarðvegi.<br />

18<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 18.<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Kennari fer yfir fæðuhringinn <strong>og</strong> rifjar upp heiti flokkanna en það vantar heiti<br />

á einn flokkinn <strong>og</strong> nemendur eiga að svara því sjálfir hvað sá flokkur heitir.<br />

2. Kennari útskýrir fyrir nemendum hvers vegna mjólkurflokkurinn er dreginn út.<br />

3. Rætt um hollustu mjólkur <strong>og</strong> mjólkurafurða. Útskýrt hversvegna tvö mjólkurglös<br />

á dag séu nauðsynleg. Hvað eru það margir nemendur sem drekka að<br />

minnsta kosti tvö mjólkurglös á dag? Varpa fram spurningunni: Geta allir<br />

drukkið mjólk? Hvaða aðrir kostir eru til? Fjalla um næringarefnið kalk <strong>og</strong><br />

mikilvægi þess fyrir beinin <strong>og</strong> tennurnar. Hér er ekki ætlast til að farið sé of<br />

ítarlega í hlutina.<br />

4. Spyrja nemendur hvaða mjólkurafurðir þeir þekki <strong>og</strong> skrá á töflu. Hægt er<br />

að fara aðeins út í þá sálma að mjólkurafurðir eru mishollar, þ.e. sumar eru<br />

dísætar <strong>og</strong> mjög fituríkar.<br />

5. Gaman er ef tími gefst til að skrá á töflu hvaða mjólkurafurðir það eru sem<br />

nemendur neyti helst <strong>og</strong> þá að skoða hvort mögulegt sé að velja hollari vörur.<br />

Krossgáta<br />

1. Hér eiga nemendur að spreyta sig sjálfir <strong>og</strong> jafnvel<br />

getur verið skemmtilegt að tveir <strong>og</strong> tveir vinni<br />

saman. Kennari fer síðan yfir á töflu eða glæru.<br />

2. Kennari þarf að fara yfir með nemendum hvað er<br />

lárétt <strong>og</strong> hvað er lóðrétt svo að allir geti leyst verkefnið.<br />

Lausn á krossgátu<br />

1 lárétt: þorskur<br />

1 lóðrétt: ostur<br />

2 lóðrétt: sítróna<br />

3 lóðrétt: korn<br />

4 lóðrétt: rófa<br />

Ítarefni<br />

Myndband. Mjólkin okkar. Námsgagnastofnun<br />

Netfang: http://www.mjolk.is<br />

18 14. viðfangsefni–Maturinn okkar


Mjólkurdrykkur þriðju bekkinga<br />

Mjólkurdrykkur<br />

þriðju bekkinga<br />

Efni <strong>og</strong> áhöld<br />

melónujógúrt mjólk melóna jarðaber skál skurðarbretti<br />

hnífur þeytari glös rör<br />

Mjólkurdrykkur fyrir tvo.<br />

1 1/2 dl melónujógúrt<br />

melónubiti<br />

1 1/2 dl mjólk jarðaber<br />

1. Skolaðu ávextina. 2. Skerðu ávextina 3. Settu ávextina í skál.<br />

í bita.<br />

4. Mældu jógúrtina 5. Þeyttu vel. 6. Skiptu jafnt í tvö glös.<br />

<strong>og</strong> mjólkina <strong>og</strong><br />

settu í skálina.<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• læri að nota einföld áhöld við matargerð<br />

• læri að vinna sjálfstætt eftir uppskrift<br />

• þjálfist í að mæla rétt<br />

• öðlist jákvætt viðhorf til mjólkurdrykkja<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 19.<br />

Hráefni <strong>og</strong> áhöld (sjá efni <strong>og</strong> áhöld í bók).<br />

Glæra með uppskriftinni.<br />

19<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Uppskrift af mjólkurdrykk í nemendabók skoðuð.<br />

2. Kennari fer í gegnum vinnuferlið með nemendum. Gott að nota glæru.<br />

Leggja þarf áherslu á hina gullnu vinnureglu að finna til öll áhöld <strong>og</strong> allt<br />

hráefni áður en hafist er handa.<br />

3. Nemendur vinna saman tveir <strong>og</strong> tveir að einni uppskrift.<br />

4. Nemendur skipta drykknum í tvö glös <strong>og</strong> allir setjast svo niður í sameiningu<br />

<strong>og</strong> bragða á drykknum.<br />

5. Nemendur ganga frá í lokin.<br />

Ítarefni<br />

Matreiðslubækur fyrir börn<br />

15. viðfangsefni–Maturinn okkar<br />

19


Mjólkurvörur<br />

Mjólkurvörur<br />

Hvað er hægt að búa til úr mjólk?<br />

Veistu hvernig mjólkurvörur verða til?<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• þekki algengar mjólkurafurðir<br />

• geri sér grein fyrir mikilvægt þess að<br />

neyta mjólkurafurða<br />

• þekki uppruna <strong>og</strong> framleiðslutækni<br />

mjólkur <strong>og</strong> mjólkurafurða<br />

Orðarugl.<br />

Getur þú fundið heiti mjólkurafurða?<br />

K O T A S Æ L A I F K<br />

S L T R Ú G Ó J A L T<br />

U K O B D E R F Ó M V<br />

E N A H M P E J P F M<br />

S F D A U H M Æ Ó Y J<br />

M K B A L Ý R Y G M R<br />

J F D G N L I R S D I<br />

Ö S Ð T Þ R U Æ N A F<br />

R D Æ S Y A E D I Ð N<br />

I A F K N U G N H P Æ<br />

G O S T U R Y T N V D<br />

M Y S I N G U R P A G<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 20.<br />

Myndbandið: Hvaðan kemur mjólkin?<br />

20<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Ræða við nemendur um vinnsluferli mjólkur. Kýrin er mjólkuð með<br />

mjaltavélum, mjólkin fer í gegnum rör <strong>og</strong> þaðan í stóran tank sem kælir hana<br />

<strong>og</strong> þar er hún geymd þar til mjólkurbíllinn fer með mjólkina í mjólkursamlagið.<br />

Þar er mjólkin unnin <strong>og</strong> sett á fernur.<br />

2. Hér er ágætt að skoða myndbandið Hvaðan kemur mjólkin?<br />

3. Skoða myndir á bls. 20 í nemendabók <strong>og</strong> ræða um hvernig tiltekin mjólkurafurð<br />

er unnin. Nemendur nefna fleiri til viðbótar.<br />

4. Rjómi <strong>og</strong> undanrenna: Nýmjólk er sett í skilvindu <strong>og</strong> þá fæst rjómi <strong>og</strong><br />

undanrenna.<br />

5. Súrmjólk: Mjólk er sýrð með mjólkursýrugerlum.<br />

6. Jógúrt: Jógúrtgerlum <strong>og</strong> bragðefnum er bætt í mjólk.<br />

7. Skyr: Undanrenna er hleypt, hlaupið síað <strong>og</strong> það sem síast frá kallast skyrmysa.<br />

8. Ostur: Ostahleypi bætt í mjólk. Osturinn þarf síðan að geymast í ákveðinn tíma<br />

áður en hann verður tilbúinn.<br />

9. Smjör: Rjóma er strokkaður þar til öll fitan hefur safnast saman í stóran köggul<br />

sem er smjörið. Þannig getur ofþeyttur rjómi orðið að smjöri.<br />

Orðarugl<br />

Nemendur eiga að vinna sjálfstætt eða tveir <strong>og</strong> tveir saman að þessu verkefni.<br />

Orðin, sem eru falin, eru: Kotasæla, nýmjólk, jógúrt, undanrenna, rjómi, ostur, smjör,<br />

mysingur, skyr, mysa.<br />

Ítarefni<br />

Netfang: http://www.manneldi.is<br />

Netfang: http://www.mjolk.is<br />

20 16. viðfangsefni–Maturinn okkar


Skyrsúpa<br />

Skyrsúpa<br />

Efni <strong>og</strong> áhöld<br />

sykur vanilludropar Skyrdós mjólk banani epli<br />

skál þeytari dl mál mæliskeiðar<br />

1 lítil skyrdós<br />

1 tsk vanilludropar<br />

2 1/2 dl mjólk<br />

1/2 banani<br />

1 msk sykur<br />

1/2 epli<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• kynnist ólíkum mjólkuruppskriftum<br />

• þjálfist í að vinna með einföld áhöld<br />

• þjálfist í að vinna sjálfstætt eftir einfaldri<br />

uppskrift<br />

• öðlist jákvætt viðhorf til mjólkurafurða<br />

1. Hrærðu skyrið. 2. Mældu mjólkina <strong>og</strong><br />

helltu henni saman<br />

við í smáskömmtum.<br />

3. Bættu vanilludropum <strong>og</strong><br />

sykri saman við <strong>og</strong> hrærðu<br />

þangað til súpan er laus<br />

við kekki.<br />

4. Skerðu niður ávextina 5. Berðu súpuna<br />

<strong>og</strong> bættu þeim saman við.<br />

fram vel kalda.<br />

21<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 21.<br />

Hráefni <strong>og</strong> áhöld (sjá efni <strong>og</strong> áhöld í<br />

nemendabók).<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Uppskrift af skyrsúpu í nemendabók skoðuð.<br />

2. Kennari fer í gegnum vinnuferlið með nemendum. Gott er að nota glæru.<br />

Mikilvægt er að leggja áherslu á að taka til efni <strong>og</strong> áhöld áður en hafist er<br />

handa.<br />

3. Nemendur vinna saman tveir <strong>og</strong> tveir að einni uppskrift.<br />

4. Nemendur leggja á borð fyrir sig <strong>og</strong> bera fram súpuna.<br />

5. Borðhald.<br />

6. Nemendur ganga frá í lokin.<br />

Ítarefni<br />

Matreiðslubækur fyrir börn<br />

17. viðfangsefni–Maturinn okkar<br />

21


Matargerð fyrri tíma<br />

Matargerð fyrri tíma<br />

Hvernig var íslenskur matur búinn til<br />

þegar ekkert var rafmagnið?<br />

Þekkir þú áhöld sem notuð voru við matargerð í gamla daga?<br />

Skrifaðu heiti þeirra á línurnar hér að neðan.<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• þekki hvaða aðferðir voru notaðar við<br />

geymslu matvæla í gamla daga<br />

• þekki aðferðir <strong>og</strong> áhöld sem notuð voru<br />

við matargerð í gamla daga<br />

• þekki uppruna ýmissa þjóðlegra íslenskra<br />

matvæla<br />

• geti nefnt heiti <strong>og</strong> hugtök tengd þjóðlegri<br />

matargerð<br />

Námsgögn<br />

22<br />

Nemendabókin bls. 22.<br />

Gjarnan áhöld frá fyrri tímum.<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Kennari varpar fram spurningunni: Hvernig var íslenskur matur búinn til þegar<br />

ekkert var rafmagnið? Svör nemenda skráð á töflu.<br />

2. Gott er að ræða um „gamla daga“ við nemendur þar sem þetta hugtak er víðtækt.<br />

3. Kennari <strong>og</strong> nemendur skoða verkefnið <strong>og</strong> myndir í nemendabók.<br />

4. Varpa fram spurningum til nemenda um hverja mynd fyrir sig, til dæmis mynd<br />

af hlóðum <strong>og</strong> spyrja nemendur til hvers þær hafi verið notaðar. Nemendur<br />

skrifa á línurnar nöfn þeirra matvæla sem hægt er að búa til með hverju áhaldi<br />

fyrir sig.<br />

5. Sama vinnuferli gildir fyrir verkefnið um áhöldin.<br />

6. Gaman er, ef því verður við komið, að fara á byggðasafn með nemendur.<br />

Hlóðir: Eldunaraðstaðan í húsinu. Potturinn sem eldað var í hvíldi annaðhvort á hlóðunum<br />

eða var hengdur upp fyrir ofan þær.<br />

Hjallar: Notaðir til þess að þurrka fisk svo að hann geymdist betur. Hjallar eru enn<br />

notaðir í dag.<br />

Kerald: Úr viði með viðargjörðum <strong>og</strong> viðarhlemmi. Keröld voru notuð til þess að<br />

geyma mat í, til dæmis skyr <strong>og</strong> súrmat.<br />

Strokkur: Úr viði, notaður til þess að strokka rjóma, sem svo gaf smjör <strong>og</strong> áfir.<br />

Flautaþyrill: Notaður í staðinn fyrir þeytara. Búinn til úr garni sem fest var á endann á<br />

skafti.<br />

Tr<strong>og</strong>: Úr viði, þar var mjólkin látin standa í 2–3 daga eða þar til rjóminn settist ofan á<br />

undanrennuna. Þá var undanrennunni rennt undan í einu horni tr<strong>og</strong>sins <strong>og</strong> hendinni<br />

haldið fyrir rjómann svo að hann yrði eftir.<br />

Brauðmót: Kringlóttar tréfjalir með handfangi <strong>og</strong> djúpum útskurði. Mynstrinu var<br />

þrykkt á kökur áður en þær voru bakaðar.<br />

Ítarefni<br />

Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur<br />

Heimilisfræði II. Námsgagnastofnun<br />

22 18. viðfangsefni–Maturinn okkar


Þjóðlegur íslenskur matur<br />

Þjóðlegur íslenskur matur<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• kynnist þjóðlegum íslenskum mat<br />

• öðlist innsýn í það líf sem fólk lifði í gamla<br />

daga<br />

Námsgögn<br />

Hvernig bragðast maturinn?<br />

Svið?<br />

Hangikjöt?<br />

Kleinur?<br />

Pönnukökur?<br />

Laufabrauð?<br />

Flatbrauð?<br />

Slátur?<br />

Nemendabókin bls. 23.<br />

Hráefni <strong>og</strong> áhöld (sjá efni <strong>og</strong> áhöld í<br />

nemendabók).<br />

Rófustappa?<br />

Askaskyr?<br />

Harðfiskur?<br />

23<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Kennari <strong>og</strong> nemendur velta fyrir sér hvaða matur sé algengastur á borðum í<br />

dag. Kennari skráir á töflu.<br />

2. Kennari <strong>og</strong> nemendur velta því einnig fyrir sér hvaða matur hafi verið<br />

algengastur á borðum í gamla daga (afstætt hugtak <strong>og</strong> í höndum hvers<br />

kennara fyrir sig að ákveða tímabil). Kennari skráir á töflu.<br />

3. Nemendur fletta upp á bls. 23 í nemendabók <strong>og</strong> skoða þau matvæli sem þar<br />

eru. Kennari fer í gegnum hvað þessi matvæli heita <strong>og</strong> spyr jafnvel út í bekkinn<br />

<strong>og</strong> lætur nemendur svara.<br />

4. Nemendur fá að smakka á þeim matvælum, sem kennari hefur tekið til. Þeir<br />

eiga að skrá hjá sér athugasemdir um matinn, góður, sæmilegur, vondur eða<br />

annað. Mikilvægt er að leggja á það áherslu við nemendur að smakka allar<br />

tegundir.<br />

5. Það er í höndum hvers kennara fyrir sig hvaða matvæli hann velur að leggja á<br />

borð fyrir sína nemendur en ekki er nauðsynlegt að hafa allt sem upp er talið<br />

á blaðsíðunni.<br />

Ítarefni<br />

Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur<br />

Pönnukakan. Ævintýri eftir Peter C. Asbjörnsen<br />

19. viðfangsefni–Maturinn okkar<br />

23


Verndum umhverfið<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

Verndum umhverfið<br />

Hvernig flokkum við sorpið frá heimilunum?<br />

• geri sér grein fyrir mikilvægi þess að<br />

henda ekki hverju sem er í ruslapokann<br />

• fái innsýn í undirstöðuatriði flokkunar<br />

úrgangs<br />

• skynji hvað sé hreint <strong>og</strong> ómengað<br />

umhverfi<br />

• geri sér grein fyrir því að við berum öll<br />

sameiginlega ábyrgð á umhverfi okkar<br />

Fylltu pokana af sorpi sem flokkast saman.<br />

Þú mátt velja hvort þú teiknar myndir eða skrifar heiti sorpsins.<br />

Námsgögn<br />

24<br />

Nemendabókin bls. 24.<br />

Ýmsar umbúðir af neysluvarningi.<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Kennari varpar fram spurningum til nemenda: Hvað eigum við að gera við allt<br />

ruslið sem fellur til á heimilinu? Er í lagi að setja allt í ruslapokann? Hvað má<br />

ekki setja í ruslið?<br />

2. Kennari <strong>og</strong> nemendur vinna sameiginlega að verkefninu í bókinni. Nemendur<br />

teikna <strong>og</strong> lita eigin myndir eða klippa <strong>og</strong> líma myndir úr blöðum af ýmsum<br />

pakkningum utan af neysluvarningi <strong>og</strong> úrgangi sem fellur til á heimilunum.<br />

Nemendur <strong>og</strong> kennari fara í gegnum þessa hluti <strong>og</strong> flokka ruslið í pokana sem<br />

eru í bókinni. Það er í höndum hvers kennara fyrir sig hvernig hann<br />

skipuleggur hvern poka. Nemendur raða myndunum í rétta poka.<br />

3. Þegar búið er að fylla pokana þá er komið að umræðunni um hvað gera eigi við<br />

þessa poka. Sem dæmi má nefna: Hvert fer pokinn með dagblöðunum? Hvert<br />

fer pokinn með matarleifunum? Þetta verkefni býður upp á margvíslegar<br />

útfærslur <strong>og</strong> hér er það hugmyndaflug kennarans sem ræður.<br />

4. Ræða við nemendur um mikilvægi þess að flokka úrgang frá heimilum. Ræða<br />

um hvaða afleiðingar það hefði fyrir umhverfi okkar ef enginn hirti um að urða<br />

rusl <strong>og</strong> ef engin Sorpa væri til. Hvað gerðum við þá við ruslið okkar?<br />

5. Hér má færa umræðuna að umhverfisvernd, pappírsnotkun <strong>og</strong> fleiru ef tími<br />

gefst til.<br />

Ítarefni<br />

Netfang: http://www.sorpa.is<br />

Blaðsíða um hreinlæti <strong>og</strong> matvælafræði hægt að lita. Netfang: http://www.foodsafety.gov/~dms/cbook.html<br />

Ruslaskrímslið eftir Dagnýju Emmu Magnúsdóttur.<br />

24 20. viðfangsefni–Við erum ábyrgir einstaklingar


Pylsur í felum<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

Pylsur í felum<br />

Búum til deig saman.<br />

• þjálfist í verklegri vinnu<br />

2 1/2 dl hveiti<br />

2 dl heilhveiti<br />

1 tsk sykur<br />

2 1/2 tsk þurrger<br />

1 dl mjólk<br />

1/2 dl heitt vatn<br />

• upplifi ánægjuna af því að búa til eigið<br />

góðgæti<br />

• öðlist innsýn í réttan frágang eftir<br />

gerbakstur<br />

Hnoðaðu deigið <strong>og</strong> búðu til pylsuvafninga.<br />

Skerðu pylsuna í fjóra hluta.<br />

Vefðu deigi utan um<br />

hvern pylsubita.<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 23.<br />

Bakaðu í ofni við<br />

200 °C í 10–15 mín.<br />

25<br />

Hráefni <strong>og</strong> áhöld (sjá efni <strong>og</strong> áhöld í<br />

nemendabók).<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Kennari vinnur gerdeigið <strong>og</strong> nemendur fylgjast með. Allir telja saman dl <strong>og</strong> tsk.<br />

2. Kennari metur hvenær mjölmagn er hæfilegt.<br />

3. Kennari hnoðar deigið <strong>og</strong> skiptir því milli nemenda.<br />

4. Nemendur fá eina pylsu hver <strong>og</strong> eiga að skipta henni í fjóra jafna hluta.<br />

5. Nemendur skipta deiginu í fjóra jafna hluta <strong>og</strong> vefja hvern pylsubita í deig.<br />

6. Bitunum er síðan raðað á bökunarplötu <strong>og</strong> þeir bakaðir í ofni. (Hægt er að láta<br />

nemendur vefja deiginu eins <strong>og</strong> gormi utan um hvern bita eða að hylja þá<br />

algerlega. Best er að hver útfærsla sé í höndum hvers nemanda fyrir sig).<br />

7. Kennari <strong>og</strong> nemendur vinna saman að frágangi.<br />

Ítarefni<br />

Matreiðslubækur fyrir börn.<br />

21. viðfangsefni–Við erum ábyrgir einstaklingar<br />

25


Hvað kostar skólanestið?<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

Hvað kostar skólanestið?<br />

Skrifaðu rétt verð á miðana.<br />

1.<br />

2.<br />

• fái innsýn í verðlag á neysluvörum<br />

tengdum skólanesti<br />

• átti sig á því að auðvelt er að útbúa hollt<br />

<strong>og</strong> <strong>gott</strong> nesti<br />

3.<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 26.<br />

Reiknaðu út hvað skólanestið kostar <strong>og</strong> skrifaðu upphæðina hér fyrir<br />

neðan.<br />

Box 1:<br />

Box 2:<br />

Box 3:<br />

26<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Nemendur <strong>og</strong> kennari ræða um nestismál. Hvað er hollt að koma með í nesti<br />

<strong>og</strong> hvað er óhollt? Upprifjun frá því í síðasta hefti.<br />

2. Kennari <strong>og</strong> nemendur skoða saman myndina á bls. 26 í nemendabók <strong>og</strong> velta<br />

fyrir sér hvað vörurnar í boxunum kosta.<br />

3. Kennari <strong>og</strong> nemendur reikna saman hvað hvert nestisbox kostar <strong>og</strong> skrifa<br />

heildartöluna á verðmiðann.<br />

4. Hvaða nestisbox er hollast? En ódýrast? Hvaða nestisbox er dýrast?<br />

5. Kennari <strong>og</strong> nemendur ræða saman um mikilvægi þess að koma með hollt <strong>og</strong><br />

<strong>gott</strong> nesti í skólann <strong>og</strong> einnig að skynsamlegast sé að reyna að útbúa það<br />

á hagkvæman hátt.<br />

6. Gott er að koma því inn hjá nemendum að það sé gaman að gera matseðil fyrir<br />

eina viku í senn <strong>og</strong> ákveða hvað hver <strong>og</strong> einn ætli að hafa í nestisboxinu hvern<br />

dag fyrir sig. Það sé bæði skynsamlegt <strong>og</strong> hagkvæmt. Gott er, ef tími gefst til,<br />

að láta nemendur gera matseðil að nesti fyrir þrjá daga <strong>og</strong> hvetja þá til þess að<br />

fylgja þessum matseðli eftir.<br />

Ítarefni<br />

Gott nesti er lykill að góðri líðan. Netfang: http://www.manneldi.is (fræðsla -börn)<br />

Meira af ávöxtum <strong>og</strong> grænmeti í skólana. Netfang: http://www.krabb.is (fræðsla)<br />

26 22. viðfangsefni–Við erum ábyrgir einstaklingar


Kryddbrauð<br />

Kryddbrauð<br />

Efni <strong>og</strong> áhöld<br />

hveiti haframjöl sykur matarsódi kanill kardi- negull engifer<br />

mommur<br />

mjólk skál þeytari sleikja dl-mál mæli- vinnu- gafall<br />

skeiðar diskur<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• þjálfist í samvinnu<br />

• læri að vinna eftir uppskrift<br />

• þjálfist í réttum frágangi <strong>og</strong> uppvaski<br />

2 dl hveiti<br />

1/2 tsk kanill<br />

2 dl haframjöl<br />

1 dl sykur<br />

1 tsk matarsódi<br />

1/2 tsk kardimommur<br />

1/2 tsk negull<br />

1/2 tsk engifer<br />

Námsgögn<br />

2 dl mjólk<br />

1. Mældu þurrefnin 2. Mældu mjólkina <strong>og</strong> 3. Hrærðu deigið vel<br />

<strong>og</strong> settu í skál. bættu út í skálina. saman með sleif.<br />

Nemendabókin bls. 27.<br />

Hráefni <strong>og</strong> áhöld (sjá efni <strong>og</strong> áhöld í<br />

nemendabók).<br />

4. Smyrðu kökuform 5. Settu deigið í 6. Bakaðu brauðið í<br />

með pensli. kökuform. 20–25 mínútur<br />

við 200 °C.<br />

27<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Kennari leiðbeinir hópunum í gegnum uppskriftina. Allir mæla saman hvert<br />

hráefni fyrir sig. Þetta ferli er síðan unnið stig af stigi <strong>og</strong> <strong>gott</strong> er að vísa í<br />

myndirnar í bókinni.<br />

2. Þegar allt efni er komið í skálina er hrært vel saman.<br />

3. Hver nemandi smyr sitt kökuform.<br />

4. Kennari aðstoðar við að skipta deiginu í kökuformin <strong>og</strong> setja brauðin í ofninn.<br />

5. Á meðan brauðið er í ofninum þá ganga allir frá. Kennari minnir á mikilvæg<br />

atriði varðandi frágang <strong>og</strong> uppvask.<br />

Ítarefni<br />

Matreiðslubækur fyrir börn.<br />

23. viðfangsefni–Við erum ábyrgir einstaklingar<br />

27


Mjólkurumbúðir<br />

Mjólkurumbúðir<br />

Hvað stendur á mjólkurumbúðunum?<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• þekki helstu næringarefni mjólkur<br />

• átti sig á mikilvægi þess að drekka mjólk<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 28.<br />

Vantar einhverjar upplýsingar á fernuna?<br />

28<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Tilgangur þessa verkefnis er að skoða hvaða upplýsingar eru á mjólkurfernum.<br />

2. Kennari <strong>og</strong> nemendur lesa saman þær upplýsingar sem sjást á myndinni, svo<br />

sem dagsetningar. Hvaða tilgang hafa þær fyrir okkur neytendur? Af hverju<br />

eru tvær dagsetningar á fernunni?<br />

3. Hvar á að geyma mjólkina?<br />

4. Hver framleiðir mjólkina?<br />

5. Hvað er mikil mjólk í einni fernu?<br />

6. Kennari les innihaldslýsingu með nemendum <strong>og</strong> skoðar hvaða mikilvægu<br />

efni við fáum úr mjólkinni?<br />

7. Er eitthvað fleira sem kemur fram?<br />

8. Kennari nefnir að sumar mjólkurumbúðir geymast lengur en aðrar <strong>og</strong> þurfa<br />

ekki að vera í ísskáp, til dæmis Kókómjólk <strong>og</strong> G-mjólk. Hvernig stendur á<br />

þessu? Kennari útskýrir.<br />

9. Hvaða tilgangi þjóna þessar upplýsingar fyrir okkur neytendur?<br />

10. Það er hægt að nálgast þetta viðfangsefni á marga vegu <strong>og</strong> er það í höndum<br />

hvers kennari fyrir sig að ákveða hversu rækilega hann fer í efnið.<br />

Ítarefni<br />

Íslenskur mjólkuriðnaður. Netfang: http://www.mjolk.is<br />

28 24. viðfangsefni–Maturinn okkar


Beyglubrauð<br />

Beyglubrauð<br />

Efni <strong>og</strong> áhöld<br />

ostur epli beygla kanill<br />

ostaskeri grænmetishnífur skurðarbretti vinnudiskur<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• fái þjálfun í að vinna skipulega eftir<br />

einfaldri uppskrift<br />

• þjálfist í að nota einföld áhöld<br />

Námsgögn<br />

1. Skerðu ostinn 2. Skerðu bita af epli<br />

<strong>og</strong> settu á beygluna.<br />

<strong>og</strong> leggðu ofan á ostinn.<br />

Nemendabókin bls. 29.<br />

Hráefni <strong>og</strong> áhöld (sjá efni <strong>og</strong> áhöld í<br />

nemendabók).<br />

3. Stráðu kanil yfir eplið. 4. Hitaðu brauðið.<br />

29<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Nemendur útbúa beyglu samkvæmt uppskrift.<br />

2. Kennari leggur áherslu á að nemendur taki til efni <strong>og</strong> áhöld áður en hafist<br />

er handa.<br />

3. Kennari aðstoðar nemendur við að hita beygluna.<br />

4. Nemendur ganga frá meðan beyglan er í ofninum <strong>og</strong> leggja svo á borð.<br />

5. Frágangur er í höndum nemenda <strong>og</strong> kennari fylgist vel með.<br />

Ítarefni<br />

Matreiðslubækur fyrir börn.<br />

25. viðfangsefni–Við erum ábyrgir einstaklingar<br />

29


Við höfum verk að vinna<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

Við höfum verk að vinna<br />

Hver á að vinna heimilisstörfin?<br />

• öðlist jákvætt viðhorf til heimilisstarfa<br />

• átti sig á því að þeir geta gert ýmislegt<br />

á heimilinu<br />

Hefur þú lokið við öll verkefnin í bókinni?<br />

Skoðaðu listann hér að neðan. Skiptu um bók við félaga þinn<br />

<strong>og</strong> farið yfir hjá hvor öðrum.<br />

Gagn <strong>og</strong> gaman í eldhúsinu<br />

Mjólkurflokkurinn<br />

Morgunverður<br />

Mjólkurvörur<br />

Námsgögn<br />

Nemendabókin bls. 30.<br />

Drykkjarvörur<br />

Góðar matarvenjur<br />

Skemmdarvargar<br />

Hvar geymum við matvælin?<br />

Örverur geta leynst víða<br />

Matargerð fyrri tíma<br />

Verndum umhverfið<br />

Hvað kostar skólanestið?<br />

Mjólkurumbúðir<br />

Við höfum verk að vinna<br />

Nú skaltu lita þær kokkahúfur sem félagi þinn hefur unnið sér inn.<br />

Fyrir vel unna blaðsíðu er öll húfan lituð.<br />

Ef verkefnin eru illa unnin er einungis húfa lituð.<br />

Vandaðu þig eins <strong>og</strong> þú getur.<br />

30<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Hér er <strong>gott</strong> að byrja á því að láta nemendur vinna verklega hlutann<br />

(drumbana) <strong>og</strong> vinna svo þetta verkefni meðan rúllurnar eru í kæli.<br />

2. Rætt um algeng heimilisstörf <strong>og</strong> þau störf sem nemendur á þessum aldri geta<br />

gert, svo sem að taka til í herberginu sínu, raða skónum <strong>og</strong> leggja á borð.<br />

3. Kennari fer í hverja mynd fyrir sig <strong>og</strong> ræðir við nemendur hvort þetta séu störf<br />

sem þeir geti unnið – til dæmis blóm í glugga, hvað þarf að gera til þess að<br />

blómið lifi? Jú, það þarf að vökva það. Geta átta ára börn vökvað blómin?<br />

Hver vökvar blómin á heimilinu?<br />

4. Innkaupapoki/karfa full af vörum. Getur átta ára barn keypt inn fyrir heimilið?<br />

Hver fer í búðina <strong>og</strong> kaupir inn fyrir heimilið? Þannig er farið í gegnum hverja<br />

mynd fyrir sig <strong>og</strong> í lokin rætt um hver vinni flest heimilisstörfin á heimilinu <strong>og</strong><br />

hvort við getum gert eitthvað meira á heimilinu til þess að létta undir með<br />

foreldrum. Hægt er að vinna þetta verkefni á marga vegu <strong>og</strong> er það í höndum<br />

hvers kennara fyrir sig að virkja hópinn.<br />

Verkefnalok<br />

1. Hér er gert ráð fyrir að nemendur vinni saman tveir <strong>og</strong> tveir <strong>og</strong> yfirfari vinnubókina<br />

hvor hjá öðrum. Nemendur fá síðan umbun fyrir hvert unnið verkefni.<br />

2. Fyrir hverja vel unna blaðsíðu er lituð ein kokkahúfa en ef blaðsíðan er ekki<br />

nógu vel unnin þá er eingöngu lituð hálf húfa.<br />

3. Brýna þarf fyrir nemendum að fara samviskusamlega yfir verkefnin <strong>og</strong> lesa<br />

með þeim leiðbeiningarnar í bókinni.<br />

30 26. viðfangsefni–Maturinn okkar


Drumbar að hætti kokksins<br />

Drumbar að hætti kokksins<br />

Efni <strong>og</strong> áhöld<br />

rjómaostur sýrður rjómi salsasósa ostur tortillakökur<br />

skál mæliskeiðar dl-mál vinnudiskur hnífur<br />

Uppskrift fyrir tvo.<br />

25 g kryddaður rjómaostur<br />

1/2 dl fínt<br />

(t.d. með hvítlauk)<br />

rifinn<br />

ostur<br />

Markmiðið er að nemendur:<br />

• þjálfist í samvinnu <strong>og</strong> góðum<br />

vinnubrögðum<br />

• þjálfist í að fara eftir einföldum<br />

uppskriftum<br />

1 msk sýrður rjómi<br />

2 msk mild salsasósa<br />

2 mjúkar<br />

tortillakökur<br />

Námsgögn<br />

1. Blandaðu saman rjómaosti, 2. Smyrðu blöndunni<br />

sýrðum rjóma, salsasósu<br />

jafnt yfir tortillakökurnar.<br />

<strong>og</strong> rifnum osti í skál.<br />

Nemendabókin bls. 31.<br />

Hráefni <strong>og</strong> áhöld (sjá nemendabók).<br />

3. Rúllaðu kökunum upp í 4. Skerðu kökurnar í fjóra<br />

sívalninga <strong>og</strong> settu þá í kæli. til sex búta <strong>og</strong> berðu<br />

fram á disk.<br />

31<br />

Kennslutilhögun<br />

1. Kennari <strong>og</strong> nemendur fara saman yfir uppskrift í nemendabók. Kennari brýnir<br />

fyrir nemendum að taka til öll áhöld áður en hafist er handa.<br />

2. Nemendur vinna saman tveir <strong>og</strong> tveir að einni uppskrift.<br />

3. Nemendur leggja á borð <strong>og</strong> á meðan drumbarnir eru í kæliskápnum þá<br />

vinna nemendur verkefnið á opnunni.<br />

4. Borðhald.<br />

5. Nemendur ganga frá <strong>og</strong> kennari fylgist með.<br />

Ítarefni<br />

Matreiðslubækur fyrir börn<br />

27. viðfangsefni–Maturinn okkar<br />

31


Ítarefni:<br />

Barmmerki:<br />

Sífellt nart skemmir tennur. Tannverndarráð.<br />

Mundu eftir okkur á laugardögum. Tannverndarráð.<br />

Nammi bara á laugardögum. Tannverndarráð.<br />

Bæklingar:<br />

Biti milli mála. Tannverndarráð.<br />

Borðar þú nógu góðan mat? Manneldisráð.<br />

Heil <strong>og</strong> sæl. Íslenskur mjólkuriðnaður.<br />

<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong> fyrir börn. Tannverndarráð.<br />

Sýklar á ferð <strong>og</strong> flugi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar.<br />

Bækur:<br />

Íslensk matarhefð. 1999. Hallgerður Gísladóttir. Reykjavík, Mál <strong>og</strong> menning.<br />

Lata stelpan. 2. útg. 1990. Tékkneskt ævintýri eftir Emil Ludvik. Reykjavík, Mál <strong>og</strong> menning.<br />

Matti <strong>og</strong> óboðnu gestirnir. 1995. Dr. Jacquir Breuil. Reykjavík, Frækornið.<br />

Pönnukakan. 1981. Ævintýri eftir Peter C. Asbjörnsen. Reykjavík, Iðunn.<br />

Ruslaskrímslið. 1995. Dagný Emma Magnúsdóttir. Reykjavík, Námsgagnastofnun.<br />

Heimilisfræði II. 1992. Reykjavík, Námsgagnastofnun.<br />

Greinar:<br />

Gott nesti lykill að góðri líðan. Netfang: http://www.manneldi.is (Fræðsla: Börn)<br />

Heilsufarslegur ávinningur af aukinni neyslu grænmetis <strong>og</strong> ávaxta á Íslandi. Netfang:<br />

http://www.manneldi.is<br />

Meira af ávöxtum <strong>og</strong> grænmeti í skólana. Netfang: http://www.krabb.is (Fræðsla: Greinar)<br />

Sykur í fæði íslenskra skólabarna. Netfang: http://www.manneldi.is (Fræðsla: Börn)<br />

Matreiðslubækur fyrir börn:<br />

Matreiðslubók Latabæjar. 2000. Magnús Scheving. Reykjavík, Latibær.<br />

Matreiðslubók barnanna. 1986. Angela Wilkes. Reykjavík, Ísafold.<br />

Matreiðslubækur fyrir ungt fólk á öllum aldri. 1982. Sigrún Davíðsdóttir. Reykjavík, Almenna<br />

bókafélagið.<br />

Myndbönd:<br />

Heimilishald. 1988. Reykjavík, Námsgagnastofnun.<br />

Sífellt nart skemmir tennur. Tannverndarráð.<br />

Mjólkin okkar. 1991. Reykjavík, Námsgagnastofnun.<br />

Netföng:<br />

Education World. Netfang: http://www.education-world.com<br />

Hollustuvernd. Netfang: http://www.hollver.is<br />

Leikjabankinn. Netfang: http://www.leikjabankinn.is<br />

Námsleikir. Netfang: http://www.leikir.ismennt.is<br />

Manneldisráð. Netfang: http://www.manneldi.is<br />

Námsgagnastofnun. Netfang. http://www.namsgagnastofnun.is<br />

Sorpa. Netfang: http://www.sorpa.is<br />

Vefsíður um:<br />

• hollustu <strong>og</strong> heilbrigði. Netfang: http://kidshealth.org/kid/stay_healthy/index.html<br />

• hreinlæti <strong>og</strong> matvælafræði (hægt að lita).<br />

Netfang: http://www.foodsafety.gov/~dms/cbook.html<br />

• rusl <strong>og</strong> flokkun úrgangs. Netfang: http://www.epa.gov/kids/garbage.htm<br />

• næringarfræði barna. Netfang: http://www.nal.usda.gov/fnic/pubs/bibs/edu/preschool.html<br />

32 Ítarefni–<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong>


• umhverfisfræði. Netfang: http://www.hhs.gov/kids/<br />

• leiki, fæðu <strong>og</strong> heilsu. Netfang: http://www.bennygoodsport.com<br />

• matvælafræði. Netfang: http://www.foodsafety.gov/~fsg/fs-eggs3.html<br />

Veggspjöld:<br />

Fæðuhringurinn. Manneldisráð.<br />

6 lyklar að hollu mataræði. Manneldisráð<br />

5 á dag! Borðum grænmeti <strong>og</strong> ávexti heilsunnar vegna. Manneldisráð.<br />

Sífellt nart skemmir tennur. Tannverndarráð.<br />

Þú ert það sem þú borðar. Statens Husholdningsråd.<br />

Ítarefni–<strong>Hollt</strong> <strong>og</strong> <strong>gott</strong><br />

33

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!