30.07.2015 Views

10. tölublað 2011 - Norðurál

10. tölublað 2011 - Norðurál

10. tölublað 2011 - Norðurál

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

NORÐURLJÓSFréttabréf Norðuráls<strong>10.</strong> tbl. 24. október <strong>2011</strong>. Ritstjórar: Rakel Heiðmarsdóttir & Trausti Gylfason. Ábyrgð: Ágúst F. Hafberg. Umsjón: Skessuhorn ehf.Ritnefnd: Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Ása Birna Viðarsdóttir, Ásmundur Jónsson, Birna Björnsdóttir, Bjarni I. Björnsson, Brian D. Marshall og Sverrir Guðmundsson. Myndir: Ása Birna Viðarsdóttir, Þórhallur Ásm. o.fl.Starfsmenn D-vaktar steypuskála slógu í gegn í hæfileikakeppninni, Norðurál got talent, sem fram fór á árshátíð fyrirtækisins íGöllhömrum í Grafarholti í Reykjavík laugardagskvöldið 15. október. Árshátíðin heppnaðist mjög vel, var fjölmenn og dansað viðundirleik Ingó og veðurguðanna fram eftir nóttu. Myndir Ásu Birnu Viðarsdóttur frá árshátíðinni prýða opnu blaðsins.Heilsuárið• Ljósmyndasamkeppni í nóvember (skil á mynd eigi síðar en 11.11.<strong>2011</strong>)• Hádegisfyrirlestur: Gleði á vinnustaðnum (nóvember/desember – dagsetningar auglýstar síðar)Nokkur orð frá framkvæmdastjóraKæra samstarfsfólk!Framleiðslan gekk mjög vel í september.Áreiðanleiki búnaðar skautsmiðjunnarbatnar stöðugt og framleiðsla kerskálansvar vel yfir settu takmarki. Þá hefur náðst mjöggóður árangur í takmörkun á losun flúors tillofts um rjáfur kerskálans. Tjón í kerskálunumskyggja þó á þennan góða árangur en þeimfjölgaði töluvert í september og voru sum hveralvarleg og kostnaðarsöm. Tjón valda ekkieinungis beinum kostnaði vegna viðgerðaheldur valda þau jafnframt truflun á daglegumrekstri framleiðslunnar, auk þess sem þautrufla reglubundna vinnu viðhaldsdeildar.Langflest þessara tjóna í september má rekjatil aðgæsluleysis og vil ég hvetja ykkur öll til aðsýna ýtrustu aðgæslu við vinnu til að fyrirbyggjabæði slys og tjón. Þrátt fyrir mjög góðanárangur í öryggismálum á árinu urðu því miðurtvö skráningarskyld óhöpp í september. Það erætíð markmið okkar að allir starfsmenn snúiheim heilir heilsu að loknum vinnudegi.Í september var hrundið af stað verkefninu semvið höfum kosið að kalla „öruggt atferli“ enþað var rækilega kynnt í síðasta fréttabréfi oger áfram til umfjöllunar í þessu blaði. Mikilser vænst af verkefninu. Framundan er mikilvinna í tengslum við verkefnið sem fjölmargirstarfsmenn taka þátt í. Það er von mín og trúað þið takið höndum saman í innleiðingu þessamikilvæga verkefnis.Nú er nýlokið glæsilegri og skemmtilegriárshátíð sem tókst vel til í alla staði. Ég vilþakka árshátíðarnefnd og öllum þeim sem tókuþátt í undirbúningi og framkvæmd hennar fyrirgott starf. Myndir af árshátíðinni má finna íopnu blaðsins.Gunnar Guðlaugsson framkvæmdastjóriNorðuráls Grundartanga.


Öruggt atferliEins og fram kom í síðasta blaðiNorðurljósa erum við að hefja nýttferli í öryggismálum sem mun hjálpaokkur öllum við að tileinka okkur öruggarvinnuvenjur. Ferlið felur í sér að við athugumhversu oft ákveðnir hópar starfsmannaframkvæma tiltekin störf á sérlega örugganhátt. Sérhver hópur mun fá endurgjöf umhversu vel þeim gengur (sem hópur) oghópurinn mun setja sér markmið um hvernigþeir geta bætt sig enn frekar. Þetta ferli legguráherslu á jákvæða athygli til að hjálpa okkurað auka öryggi. Hér á eftir er stiklað á stóruum ferlið.• Kjarnateymin, sem samanstandaaf starfsmönnum, stýra ferlinu enframkvæmdastjórar og aðrir yfirmenn eru íhlutverki aðstoðarmanna.• Kjarnateymið velur viðfangsefnin sem oftaren ekki eru hegðunarbundin.• Atferlið þarf að vera mjög vel skilgreint svoallir skilji fullkomlega hvert hið örugga atferli er.• Mæla þarf sérhvert atferli sem á að taka fyrirþannig að fyrir liggi hversu öruggt eða óöruggtatferli hópurinn sýndi áður en hafist var handavið að breyta atferlinu• Allir þurfa að leggjast á sveif með að sýnaatferlið sem oftast þar til hún er orðin að vana.• Setja þarf upp undirmarkmið fyrir hvert atferli.• Við fögnum þegar hverju undirmarkmiði ernáð og þegar lokamarkmiðinu er náð.• Lokamarkmiðið er sterkur ávani. Sterkurávani er skilgreindur sem 100% árangur ástöðukortunum í a.m.k. þrjár til fjórar vikur.• Meðlimir kjarnateymisins gera athuganir áhverjum degi, en það tekur aðeins nokkrarmínútur á dag. Upplýsingunum er komið íhendur upplýsingasafnara sem er meðlimurkjarnateymisins. Niðurstöðurnar eru færðar inná endurgjafarlínuritin daglega (eða vikulega, efþað er valið). Athuganirnar eru háðar nafnleyndog engin nöfn eru skráð.• Starfsmenn fá endurgjöf (bæði jákvæða ogneikvæða) og styrkingu. Athugaðu að þessiendurgjöf er frá jafningjum.• Byrjum strax að tileinka okkur öruggt atferliog ástundið það.Trausti Gylfason öryggisstjóri.2


Bændaeðlið er í okkur öllumEinhver dæmi eru um að bændur séumeðal mannafla Norðuráls, en áGrundartanga sækir m.a. vinnu fólk úrnorðri, allt vestur á Mýrar og úr uppsveitumBorgarfjarðar. Meðal starfsmanna Norðurálseru örfáir tómstundabændur, af sumumkallaðir rollukarlarnir. Blaðamaður Norðurljósafrétti af því um miðjan septembermánuð aðnú stæði mikið til hjá bændunum í Kjalardal,Benedikt Helgasyni í efnisvinnslunni ogValdimar Magnússyni í steypuskálanum. Þeirfélagar ættu fyrir höndum eina þrjá daga ísmalamennsku og fjárragi. Það byrjaði meðþví að smala heimalöndin undir norðanverðuAkrafjallinu við Grunnafjörðinn og síðangöngurnar daginn eftir.Benedikt var mættur í Kjalardal ásamt SöruKatrínu dóttur sinni þegar blaðamaðurNorðurljósa mætti á staðinn, en Valdimarvar að ná í fjórhjól og annan búnað sem þeirfélagar þurftu á að halda við fjárragið þessadaga.Þeir Benedikt og Valdimar hafa verið meðkindur í Kjalardal í þrjá vetur, en í þessufjárfélagi sem þar er eru einnig tveir aðrir,sem ekki starfa hjá Norðuráli, Bjarki BorgdalMagnússon og Magnús Ingimarsson. Bjarkier ábúandi í Kjalardal og Magnús er nú íbúfræðinámi á Hvanneyri.“Við Valdimar erum báðir uppaldir í sveitog ætli bóndinn hafi ekki alltaf blundað íokkur. Er ekki bændaeðli í okkur öllum, baramismikið? Lengst var ég í sveitinni hjá pabbaí Landssveitinni. Ég ætlaði alltaf að verðabóndi en svo þróaðist það þannig að ég fór íiðnnámið, vélvirkjunina. Valdimar er uppalinní Miðdölum og við vorum að vinna saman ítalsverðan tíma í steypuskálanum. Þá vorumvið að spá í að fara út í tómstundabúskap oglétum svo verða af því að fara í þetta meðhinum tveimur félögum okkar þegar aðstaðanhérna í Kjalardal stóð til boða,” segir Benedikt.Þorrablót í fjárhúsunumÞað voru 24 hausar í fjárhúsunum í Kjalardalsíðasta vetur með hrútunum, sem eru þrír.Kóngurinn í þeim hópi er Melur frá Mel á Mýrum,Kveikssonur frá Hítardal sem er vel þekkturkynbótahrútur, að sögn Benedikts.“Krakkarnir okkar eru sérstaklega áhugasamir umbúskapinn og finnst skemmtilegt að umgangastskepnurnar. Þeir eru duglegir að gefa kindunumnöfn og myndu helst vilja halda til í fjárhúsunumyfir sauðburðinn. Við fjórmenningarnir skiptumstsvo á að fara í húsin, viku og viku að vetrinumog hjálpumst að við sauðburðinn að vorinuog heyskapinn að sumrinu. Við meira að segjaréðumst í það saman að kaupa þessa ágætudráttarvél,” segir Benedikt en fallegur og velhirtur Zetor traktor er á fjárhússhlaðinu.“Svo höldum við alltaf þorrablót hérna ífjárhúsunum að vetrinum, fjáreigendafélagið.Við höfum líka farið saman á sýningar semtengjast búskapnum, eins og Mýraelda oglandbúnaðarsýninguna Glætu í Borgarnesi. Það erlíka félagsskapur í kringum þetta,” segir Benediktog brosir.Valdimar er nú að renna í hlað með fjórhjólinog búnaðinn til fjárragsins í kerru. Með honumvar Daníel Andri sonur hans. Valdimar tók undirþað að börnin væru líka mjög áhugasöm viðbúskapinn og það væri ekki síður hvetjanditil að halda áfram í rollubúskapnum. “Ég heldað strákurinn eigi orðið fleiri kindur en ég,”sagði Valdimar og hlær um leið og bændur ogbúalið í Kjalardal stillir sér upp við Zetorinn tilmyndatöku.3


Hópurinn í kerstýringunum. Frá vinstri talið í aftari röð: Pétur Ottesen, Ragnar Ólason, Heiðar Sveinsson, Andri Ísak Þórhallsson ogBjarni Benedikt Gunnarsson. Fremri röð: Baldur Bjarnason, Birna Björnsdóttir, Svava Hrund Einarsdóttir og Halldór Guðmundsson.Framleiðslustýring í kerskálaOft við kynningu á deildum hér íNorðurljósum hefur verið minnst ámikilvægi hinna og þessara deilda,sem allar mynda sterka keðja í framleiðsluog starfsemi Norðuráls. Sú deild sem núer kynnt til sögunnar gegnir lykilhlutverkigagnvart framleiðslunni. Þetta er deildin„Framleiðslustýring í kerskála.”Halldór Guðmundsson er deildarstjóriFramleiðslustýringar. Blaðamaður Norðurljósafór á fund Halldórs á dögunum til aðforvitnast um deildina. Halldór sagði aðþað væri meginhlutverk þessarar deildarað vera ráðgefandi varðandi framleiðslunaí kerskálanum. Framleiðslustýringin bæri íraun ábyrgð á því að áætlanir stæðust meðframleiðsluna. “Það er okkar hlutverk aðhámarka framleiðslu í kerskálanum, með tillititil nýtingar og hagkvæmni,” segir Halldór.Í Framleiðslustýringunni eru átta starfsmennLaunaliður kjarasamningssem hafa vel skilgreind ábyrgðarsvið semtengjast framleiðslunni og umhverfisþáttumhennar. Halldór segir að auk þeirra verkefnahafi þeir skipt með sér eignarhaldi á kerjunumí kerskálanum sem eru alls 520. Það séuþví 50-100 ker á ábyrgð hvers starfsmannsdeildarinnar.„Eignarhald á kerjum tryggir að þau fáihnitmiðaðar stillingar en kerin geta veriðmisgóð í rekstri. Það geta verið mörgvandamál sem koma upp í sambandi viðkerin sem dregur framleiðsluna niðurþannig að hún sé ekki samkvæmt áætlun.Þá þarf að finna fljótt út úr því og hjálpakerjunum að komast upp í fulla framleiðslu.Vaktastarfsmenn þjónusta kerin með áltöku,skautskiptum og öðrum föstum verkum. Þeirkoma líka auga á vandamál í rekstri og grípainn í. Starfsmenn framleiðslustýringar rýnaí rekstur kerjanna og reyna að fyrirbyggjaÞann 23. september síðastliðinn skrifuðu stjórnendur hjá Norðuráli og fulltrúar starfsmannaog stéttarfélaganna undir nýjan launalið kjarasamnings sem tekur gildi 1. janúar <strong>2011</strong>. Óhætter að segja að báðir samningsaðilar hafi verið orðnir langeygir eftir niðurstöðu. Kynningar tilstarfsmanna og kosning fór fram í beinu framhaldi. Niðurstaða lá fyrir 3. október og hún varsú að 68% þeirra sem kusu samþykktu nýjan launalið, 30,5% höfnuðu nýju samkomulagi ogauðir seðlar og ógildir voru 1,5%. Kosningaþátttaka var um 73%, þ.e. 422 kusu af 580 semvoru á kjörskrá. Á kjörskrá voru allir þeir sem eru með tengingu við kjarasamninginn þann 23.september bæði fastir starfsmenn og afleysingamenn. Fyrir lok október verða greidd út leiðréttlaun skv. samkomulaginu.Rakel Heiðmarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs.eða leysa viðvarandi vandamál. Þegar velgengur þarf að nýta meðbyrinn og hámarkaframleiðsluna með fínstillingum á spennukersins, hitastigi og efnasamsetninguraflausnar. Þegar illa gengur þarf að finnarót vandans og stundum er einungis hægt aðlágmarka skaðann, t.d. þegar vandann er aðrekja til hráefna. Stundum getur þetta líkatengst vinnubrögðum eða viðhaldsmálum.Í öllu falli krefst þetta mikillar samvinnu ogsamhæfingu allra starfsmanna í kerskála.”Raunhæfar áætlanirHalldór segir að framleiðslustýringin byggistá góðri samvinnu og samráði margra, ekkibara þessara átta starfsmanna, vaktstjóra,liðsstjóra og rafgreina. “Við erum í góðusamráði við marga, ekki síst birgjana semsenda okkur hráefni. Okkar markmið er alltafað auka framleiðsluna eins og mögulegter, að tryggja hámarksárangur í verkferlum,framleiðslu og tæknibúnaði framleiðslunnar.Að bregðast hratt við með úrbætur og stuðlaað stöðugum umbótum með verkfærumgæðastýringar.”Halldór segir að markmiðin byggistá áætlunum sem líka þurfi að veraraunhæfar þótt stefnan sé tekin upp á viðí framleiðslunni. “Það eru alltaf einhverþróunarverkefni í gangi hjá okkur semmiða að því að auka hagkvæmni, öryggiog skilvirkni,” segir Halldór Guðmundssondeildarstjóri Framleiðslustýringar.4


Saman í veiðimennskunnisumar og veturÁreiðanlega eru flestir sammála um aðþað sé mikill kostur fyrir hvern og einnað eiga gott áhugamál. Ekki er þaðsíðra þegar sambýlisfólk nýtur tómstundannasaman og sinnir áhugamálinu af lífi ogsál. Þannig er það með þau Björn GústafHilmarsson rafvirkja og Guðrúnu Hjaltalíná mannauðssviðinu. Þau eru bæði mikiðáhugafólk um veiðimennsku hvort sem umstangveiði eða skotveiði er að ræða. Guðrún,sem hefur farið á hreindýraveiðar með bóndasínum þau þrjú sumur sem liðin eru frá þvíþau kynntust, dreif sig á skotvopnanámskeiðsíðasta vetur og er því komin með byssuleyfi.“Mér fannst alltaf mikið til veiðimennskunnarkoma, fannst hún spennandi, en gerðisamt ekkert í því fyrr en ég kynntist Bjössa.Ég nýt þess alveg rosalega vel að vera íveiðimennskunni með honum og tek eiginlegaþátt í öllu í sambandi við hana. Ég er meira aðsegja farin að hnýta flugur eins og hann. Hannnotar einungis sínar eigin flugur við veiðarnar.”Fyrst á veiðar sex áraBæði eru þau Björn Gústaf og GuðrúnAkurnesingar, fæddust og ólust upp áSkaganum. “Ég var ekki nema sex ára þegarég fór í fyrsta skipti á veiðar,” segir Bjössi.Þá var farið á svartfugl með pabba. Ég fékkveiðibakteríuna í þessari ferð. Svo fór ég meðhonum á rjúpu þegar ég var átta ára. Hannvar að skjóta í múlanum við Valbjarnarvelli íBorgarhreppi. Ég hafði það hlutverk í þeirriferð að hlaupa og tína bráðina upp. Fyrstaskiptið sem ég fór á veiðar með byssu varþegar ég var ellefu ára. Þá fór ég á andaveiðarmeð Jóni á Bekanstöðum. Það var ansi mikilupplifun að skjóta úr byssu í fyrsta skiptið ogþessi veiðiferð er mjög eftirminnileg.”Eins og beljur íhúsdýragarðinumFjögur síðustu sumur hefur Björn Gústaf fariðá hreindýraveiðar austur á Hérað ásamt félagasínum Gunnari Þór Jóhannessyni sjómanni.Hann segir að það hafi verið tilviljun að hannbyrjaði á því að fara á hreindýraveiðar. “Þaðvar eignlega þannig að tengdafaðir vinar mínsfór fram á það að við myndum sækja um leyfitil hreindýraveiða. Ég var nú ekkert sérstaklegaspenntur fyrir því. Það var vegna þess að éghafði skömmu áður farið með börnin mín íheimsókn í Húsdýragarðinn. Mér leist eiginlegaekkert á hreindýrin þar. Þau voru að sjá svoGuðrún og Björn Gústaf á vinnustaðnum.Að loknum fengsælum degi viðgæsaveiðar.Björn Gústaf með ellefu punda hrygnu úrKrossá í Bitrufirði 19. ágúst 20<strong>10.</strong>þyngslaleg alveg eins og beljur og ég hugsaðimeð mér að ekki skyldi ég nú fara að borgaveiðileyfi á þessi dýr. En það fór nú öðruvísi. Ogþað var tilkomumikið að komast á heiðarnarfyrir austan í stórbrotna náttúruna þar. Þettaeru náttúrlega ekkert tvö eða þrjú dýr sem þúert að sjá, heldur heilu hjarðirnar upp í þrjútil fjögur hundruð dýr,” segir Björn, sem hefurí þessi þrjú skipti af fjórum veitt þetta einadýr sem veiðileyfið náði til, þar af kú í fyrstaskiptið. Í fjórða skiptið var hann gormaður einsog félaginn við veiðarnar er kallaður.Guðrún hefur farið á hreindýraveiðarnar núnasíðustu sumur. Hún segir hreindýraveiðarsvolítið öðruvísi en aðrar veiðar. Það séþessi kúnst að nálgast dýrið sem geriveiðimennskuna svo spennandi. Björn Gústaftekur undir það, segir það einmitt einna mestheillandi við hreindýraveiðarnar kúnstin aðkomast í tæri við dýrið. “Það þarf alltaf að faraáveðurs að dýrinu og við hreindýraveiðarnareins og aðrar veiðar er það líka þessigrundvallarregla að bráðin má aldrei sjáveiðimanninn.”Dugleg að elda bráðinaEn hvað er það sem er svo heillandi viðveiðimennskuna?“Það er útiveran og að vera úti í náttúrunni.Maður upplifir útivistina og náttúruna á svofjölbreytilegan hátt við veiðarnar. Svo erlíka þónokkur hluti af þessu að þarna ertustundum að veiða bráð til matar sem þú færðekki annars staðar, alla vega villibráð. Égborða allt sem ég veiði, nema hrafn og tófu.Við erum dugleg að prófa ýmsar útfærslur viðmatargerðina og grillið er mikið notað yfirsumarið. Veiðimennskan hefur alla tíð veriðmitt aðaláhugamál,” segir Björn Gústaf.Þess má reyndar geta að þau Björn ogGuðrún eiga annað áhugamál saman, þaðer motocross, sem þau stunda á svæðiVélhjólaklúbbs Akraness í nágrenni bæjarins.Þegar blaðamaður Norðurljósa ræddi viðþau stóð einmitt fyrir dyrum uppskeruhátíðiná Langasandi og lokahóf klúbbsins þá umkvöldið.5


Árshátíð Norðuráls Gullhömrumí Grafarholti 15. októberKristjón Jónsson og Einar Árnason starfsmenn C-vaktar kerskálaásamt Lindu Kolbrúnu Haraldsdóttur konu Einars.Steinar Viggó Steinarsson á C-vakt kerskála og eiginkona hansásamt dóttur þeirra Ernu Guðrúnu sem einnig starfar á C vakt.Árni Stefánsson framkvæmdastjóri steypuskála og skautsmiðju.Uchechukwu Michael Eze og Valentine Simire starfsmennkersmiðju.Dúi Kristján Andersen í kersmiðju og konahans Jónína S Finnsdóttir.Garry Hurst starfsmaður C-vaktarsteypuskála ásamt konu sinni StefaníuEggertsdóttur.Björn Árnason og Bjarki Þór Aðalsteinssonstarfa í kersmiðjuEva Lind Helgadóttir ásamt Þórarni S.Jónssyni liðstjóra C-vaktar.Daníel Stefán Halldórsson D-vakt kerskálaog kona hans Eva Dögg Ingadóttir.Guðmundur Svanberg Sveinssonstarfsmaður kersmiðju og kona hans HannaÞóra Guðbrandsdóttir.6


Umhverfis- og verkfræðideild slær í gegn með alíslenska kjötsúpu.Komu, sáu og sigruðu, starfsmenn steypuskála D-vakt.Dómarar í Norðurál got talent, starfsmenn á öryggissviði: TraustiGylfason, Pétur Svanbergsson og Níels E Reynisson ásamtGuðmundi Óskari Ragnarssyni formanni vélaverkstæðis.Leifur Viktor Guðmundsson í kersmiðju ásamt Heiðrúnu unnustusinni.Bjarni Benedikt Gunnarsson í kerstjórn og eiginkona hans VigdísSigvaldadóttir ásamt Soffíu Sóley Þráinsdóttur.Starfsmenn mötuneytis með frábæran flutning á laginu Tvær úr Tungunum.7


Ganga.isÍvor hóf Norðurál þátttöku í verkefni UMFÍ,„Hættu að hanga, komdu að hjóla, syndaeða ganga!“. Því verkefni lauk 15. septembersíðastliðinn. Ágætis þátttaka var meðalstarfsmanna Norðuráls og þeir sem voru meðtóku þátt af miklum móð. Alls voru 95 mannsfrá 16 deildum sem tóku þátt í verkefninu.Alls skiluðu þessir 95 einstaklingar 1993hreyfingardögum og þar af 188 fjallgöngum!Sá aðili sem skilaði flestum hreyfingardögum,eða 94 hreyfingardögum var Bjarni BorgarJóhannsson starfsmaður A-vaktar í steypuskálaog sá aðili sem skilaði flestum fjallgöngum,eða 38 fjallgöngum var Þröstur Vilhjálmssonliðsstjóri á C-vakt í kerskála.Til að auka þátttöku starfsmanna í þessuverkefni var ákveðið að greiða starfsmönnumvissa upphæð fyrir vissan fjölda hreyfidagaBjarni Borgar Jóhannsson starfsmaður A-vaktar í steypuskála skilaði flestum skráðumhreyfingardögum.Lið Upphæð GóðgerðarmálA-vakt kerfóðrun 15.000 LAUF (landssamtök áhugafólks um flogaveiki)A-vakt kerskála 23.500 óákveðiðA-vakt steypuskála 85.500 Unicef og Félag áhugafólks um DownsB-vakt kerskála 31.500 MS-félagiðC-vakt kerskála 59.000 Krabbameinsfélag Akraness og nágrennisD-vakt kerskála 35.000 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barnaFjármálasvið 104.000Grunnnám ístóriðjuNýfrágenginn launaliður kjarasamnings felur í sér aðNorðurál mun setja á fót stóriðjunám og mun námiðhefjast 7. janúar 2012. Að undanförnu hafa verið haldnir13 kynningarfundir í Búrfelli um grunnnám í stóriðju.Áhuginn á náminu virðist vera mikill þar sem ríflega150 manns sóttu fundina. Upplýsingar um uppbyggingunámsins og námsskrá má finna á kaffistofum og á innrivef Norðuráls. Umsóknartímabilið er frá 7. október tilog með 18. nóvember. Umsóknareyðublöð má finna ákaffistofum og á innri vef. Umsækjendur fá skriflegt svarvið umsókn sinni um miðjan desember.Brian D. Marshall fræðslustjóri.Umhyggja – langveik börnKrabbameinsfélag Akraness og nágrennisMæðrastyrksnefnd VesturlandsKerfóðrun 3.000 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barnaKerstjórn Íslands 25.000 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barnaMannauðssvið 21.000 UnicefMötuneyti/Ræsting 18.000 óákveðiðNorðurál ehf 4.500 Styrktarsjóður SÁÁSkautsmiðja 47.500 Barnahúsið og Einstök börnUmhverfis- og verkfræðisvið 39.000 LjósiðVerkvirkjar/Rafveita 11.500 Langveik börnÖryggissvið 8.000 Reykjadalur, sumarbúðir fyrir fötluð börnBesti árangur liðsins (meðaltal)Besta þátttakan í liðinu, þ.e. hlutfall vaktarinnar/deildarinnar sem tekur þáttBesti einstaklingsárangurC-vakt kerskálaFjármálasviðBjarni Borgar Jóhannsson, A-vakt steypuskáliog gat hver starfsmaður safnað allt að4500 krónum. Þessi greiðsla er ætluðgóðgerðarfélagi/félögum sem hver hópur velurfyrir sig.Taflan hér að neðan sýnir hvaða góðgerðafélögdeildir og vaktir Norðuráls styrkja:Til viðbótar því sem hver einstaklingur gatsafnað eru greidd sérstök liðsverðlaun aðupphæð 50.000 krónur fyrir eftirtalda flokka:Við þökkum ykkur öllum kærlega fyrirþátttökuna og framlag ykkar til góðgerðarmála.Ester Björk Magnúsdóttir, Mannauðssvið.SkyndihjálparnámskeiðinLiður í því að auka öryggi starfsmannaNorðuráls er að fyrirtækið býður upp áskyndihjálparnámskeið. ForsvarsmennNorðuráls og starfsmenn eru sammála ummikilvægi þessara námskeiða. Frá aprílbyrjun ívor hafa verið haldin á þriðja tug námskeiða,sem Rauði krossinn hefur staðið fyrir ogstafsmenn Norðuráls sótt. Stefnt er aðþví að áður en febrúarmánuður 2012 erliðinn hafi allir stafsmenn Norðuráls lokiðskyndihjálparnámskeiðum. Framvegis erstefnan sú að starfsmenn sæki endurmenntuní skyndihjálp á tveggja ára fresti.Brian D. Marshall fræðslustjóri.Þröstur Vilhjálmsson liðsstjóri á C-vakt íkerskála skilaði flestum fjallgöngum.8


LausnahóparnirFimm lausnahópar hafa nú tekið til starfa í framhaldiaf vinnustaðagreiningu sem fram fór í upphafi árs. Ímillitíðinni störfuðu 13 greiningarhópar en þeir lukustörfum í vor. Lausnahóparnir vinna hver og einn meðákveðið þema, þ.e.: 1) öryggi og heilsu, 2) vinnuaðstöðu, 3)fræðslu og starfsþróun, 4) hrós og endurgjöf og 5) samskipti.Hópavinnunni stýra sérfræðingar hjá Capacent þær Ása KarinHólm og Hildur Jóna Bergþórsdóttir. Hver hópur gerir tillöguað aðgerðum til úrbóta í viðkomandi málaflokki. Tillögurnarverða svo kynntar á sameiginlegum starfsdegi allra hópanna ogframkvæmdastjórnar í nóvember.Rakel Heiðmarsdóttirframkvæmdastjóri mannauðssviðs.Hópurinn sem fjallar um hrós og endurgjöf, f.v: Sigurður Bachmann,Harpa Dröfn Skúladóttir, Hlynur Gíslason, Hildur Jóna Bergþórsdóttir(sérfræðingur hjá Capacent), Valur Sigurðsson, Ragnar Ólason hópstjóri,Bryndís Jónsdóttir og Helga Björg Hafþórsdóttir.Hópurinn um starfsþjálfun og þróun, f.v.:Bjarni Ólafsson, BrianDaniel Marshall, Ásmundur Jónsson hópstjóri, Torfi Guðmundsson,Guðrún Birna Ásgeirsdóttir, Ása Karin Hólm (sérfræðingur hjáCapacent) og Níels Reynisson.Öryggis- og heilsu hópurinn, f.v.: Steinunn Dögg Steinsen, ÞóraJónsdóttir, Hans Hafsteinn Þorvaldsson, Arnar Baldvinsson,Jakob Ingi Helgason, Ása Karin Hólm og Valdimar Magnússonhópstjóri.Þjónustuskoðun mylluSérfræðingur frá McLanahanCorporation, sem er framleiðandimyllunnar í þekjuefnisendurvinnslunni,heimsótti Norðurál í lok september. Tilefniheimsóknarinnar var að meta ástandmyllunnar og fara yfir þær fyrirbyggjandiviðhaldsaðgerðir sem við framkvæmum.Myllan er gríðarlega mikilvægur búnaðursem við getum ekki verið án nema í mjögskamman tíma.Fyrir fjórum árum var sami aðili hér í svipuðumerindagjörðum, en þá var ástand myllunnar ekkiýkja gott og Norðurálsmenn voru að velta fyrirsér hvernig standa ætti að viðhaldi, skoðunumog mælingum á myllunni. Eftir þá heimsókn vargrunnurinn lagður að því viðhaldi sem unniðhefur verið síðastliðin fjögur ár. Niðurstaðaþjónustuskoðunarinnar nú var að ástandmyllunnar væri gott og að vel væri staðið aðmælingum og eftirliti með sliti á mikilvægumhlutum myllunnar. Þá fékk viðhaldshópurþekjuefnisendurvinnslunnar sérstaklega hrósfyrir hversu snyrtilega er gengið um búnaðinn.Eftir um það bil fimm ár í stóráfallalausum rekstrimá segja að vel hafi tekist til hjá þeim hópi semnotar og þjónustar búnaðinn, í innleiðingu áöguðum vinnubrögðum í rekstri og viðhaldi.Ásgeir Sævarsson sérfræðingur íáreiðanleikaviðhaldi.9


Spurn ingdags insHugar þú aðfæðuörygginu fyrirveturinn, kaupir beint frábýli, tekur slátureða tínir ber?Árni Klemensson rafvirki ískautsmiðju:Nei ekki mikið, en kaupi þóstundum beint af bóndanum.Ég hugsa meira um það sem égborða, að það sé hollt og gott.Guðrún BirnaÁsgeirsdóttir ákranaverkstæði:Já, ég sæki það gjarnannorður. Tek slátur og svo fæ égrabarbarasultu og hlaup hjámömmu.Í þá gömlu góðuAð þessu sinni eru myndirfrá opnunarhátíð Norðurálslaugardaginn 24. apríl 1999.Þann 14. júní var fyrst ál tekið úr keri íkerskálum Norðuráls og eftir ræsingu áfyrstu 60 þúsund tonnunum var slegiðupp hátíð á athafnasvæði Norðuráls fyrirframan skrifstofur kerskálanna. Stórutjaldi var tjaldað sem hýsti hátíðargesti áþessum svala vordegi og var það stagaðniður með álhleifum. Margt var ummanninn.Á myndinni eru Ken Peterson sem þávar eigandi Norðuráls og ColumbiaVentures móðurfyrirtækis Norðuráls.Með honum á myndinni er Gísli Gíslasonþáverandi bæjarstjóri Akraness semfærði Ken gjafir frá Akraneskaupstað ítilefni dagsins.Í ræðupúltinu stendur fyrsti formaðurstarfsmannafélagsins Bjarni Jarlsson sembar kveðju starfsmanna.Innri-Hólmur er bær á Innnesinu íHvalfjarðarsveit sem hefur í gegnumárin skaffað okkur fjölda starfsmanna.Á myndinni eru Arnfinnur Teitur Ottesensem þá var starfsmaður á A-vakt íkerskála, Kristín Ármannsdóttir sem lengivar starfsmaður á B-vakt í kerskálanum,maður hennar Brynjólfur Ottesen semhefur verið verktaki hjá okkur til lengriog skemmri tíma en drengurinn erBrynjar Ottesen sem til skamms tíma varstarfsmaður á B-vakt í steypuskála. Öllhafa þau snúið sér að öðrum störfumen útverðir Innri-Hólms hjá Norðurálieru þeir Pétur Ottesen sem starfar íkerstýrihópnum og Erlendur Ottesensem starfar á B-vakt í kerskálanum.Teitur, Pétur og Brynjólfur eru bræður enþeir og Erlendur eru bræðrasynir. HelgiPétur Ottesen sem lengi var starfsmaðurá D-vaktinni í kerskálanum er bróðirErlendar. Þetta er ekki svo stór heimurþegar til kemur.Trausti Gylfason.Hallgrímur GuðsteinssonACM:Nei. Ég tíndi smávegis afberjum og yfirleitt tek ég slátur,en reikna ekki með að geraþað núna.Sindri Steingrímsson íkerskála:Huga ekkert að því. Þetta fæstallt í búðunum, Krónunni,Bónus og Hagkaupum.Jóel Þorsteinsson ákranaverkstæði:Nei ekkert, vel mér bara gottí Bónus.Hver er?Nafn: Ingibjörg Helga Ingólfsdóttir.Starf: Liðsstjóri í mötuneytiFæðingarstaður, -dagur: Kópavogur, 15. júlí 1969.Fjölskylduhagir: Gift Þorbirni Ólafssyni og á tvö börn, Kristján Inga 9 áraog Sigrúnu Erlu 7 ára.Hvenær byrjaðir þú hjá Norðuráli? 5. september <strong>2011</strong>.Það skemmtilegasta fyrir utan vinnuna? Vera með fjölskyldunni.Aðaláhugamálið? Útivera og prjónar og lesa matreiðslubækur.Uppáhalds matur? Lamb og bernais og súkkulaði.Uppáhalds drykkur? Íslenska vatnið.Ertu hjátrúafull? StundumHvaða persónu í mannkynssögunni vildir þú helst hitta? Nostradamus.Uppáhalds sjónvarpsefni? Spennumyndir og dýraþættir.Besta bókin sem þú hefur lesið? Da Vinci lykillinn.Hvaða hljómsveit eða söngvara heldur þú mest upp á? Hlusta á ýmislegt.Uppáhalds íþrótt eða hreyfing? Göngutúrar.Lýstu þér í þremur orðum? Forvitin, vandvirk og dugleg.Fallegasti staður á Íslandi? Ásbyrgi.Til hvaða lands langar þig mest að ferðast? Ástralíu.Framtíðarplön? Gera Norðurál að besta mötuneyti landsins.


Norðurál gefursloppa fyrirnemendur áiðnbrautum FVAÁheimasíðu Fjölbrautaskóla Vesturlandsá Akranesi mátti nýlega sjá eftirfarandifrétt ásamt mynd.Fyrirtækið Norðurál á Grundartanga hefuralloft lagt skólanum lið m.a. með stuðningi viðstærðfræðikeppni og heilsueflingu. Nú í haustgaf Norðurál skólanum nýja sloppa til að notaá verkstæðum. Á myndinni sést hópur nemendaá trésmíðaverkstæði skólans klæddur í sloppameð merki Norðuráls.Nærsamfélagiðí heilsueflinguEitt af markmiðum Heilsuársins hjá Norðuráli er aðheilsueflingin nái ekki aðeins til starfsfólks fyrirtækisins,heldur einnig til fjölskyldna þeirra og þannig út ínærsamfélagið. Af þessu tilefni var boðað til opins fyrirlesturs umheilsueflinguna í nærsamfélaginu í húsakynnum FjölbrautaskólaVesturlands á Akranesi þriðjudagskvöldið 11. október. Góðmæting var á þennan viðburð, um 60 manns komu og vargreinileg stemning fyrir umfjöllunarefninu, umræður líflegar ogstóð fundurinn klukkutíma lengur en áformað var.Á opna fyrirlestrinum fjallaði Magnús Scheving frá Latabæum hreyfingu og hollt mataræði fyrir börnin okkar, AndrésGuðmundsson ræddi um Skólahreysti, íþróttakeppni milliskólanna sem hann var frumkvöðull að, og Logi Geirsson fyrrumlandsliðskappi í handbolta og atvinnumaður í íþróttinni ræddium markmiðasetningu, mataræði og sjálfstraust sem hverjumeinstaklingi er svo nauðsynlegt.Brian D. Marshall fræðslustjóri.ÖryggisreglurumgestiNorðurálsÍ umræðunni hefur verið hvaðakröfur við gerum til gesta semkoma til okkar að Grundartanga?Til að upplýsa starfsmenn erumeðfylgjandi reglur fyrir gestien það sem fylgir hér að neðaner gestabæklingurinn okkarsem hægt er að nálgast úti áaðalskrifstofunni.Trausti Gylfasonöryggisstjóri.1 Bílastæði2 Skrifstofur3 Baðhús4 Mötuneyti og ráðstefnusalur5 Skrifstofur kerskála6 Skautsmiðja7 Aðveitustöð8 Kerskáli A9 Kerskáli B10 Kerskáli C11 Kerskáli D12 Steypuskáli13 Raflausnarvinnsla14 Kersmiðja15 Kranaverkstæði16 Lager17 Vélaverkstæði18 Farartækjaverkstæði19 RannsóknarstofaNeyðarherbergiÁgæti gesturVelkominn á athafnasvæði NorðurálsAðgát veitir öryggi!11


HELGUVÍKUmhverfismál álversins í HelguvíkUmhverfismál ber iðulega á góma þegarrætt er um álver. Afar ströng skilyrði erusett af hinu opinbera varðandi losun efnafrá álverum og vöktun umhverfisins. Norðurálleggur áherslu á að vera ávallt í fremstu röð íumhverfismálum.Starfsleyfi álversins í Helguvík, sem gefið var út afUmhverfisstofnun, tilgreinir starfsskilyrði álversinsog viðmiðunarmörk fyrir losun efna. Í því er kveðiðá um að besta fáanlega tækni skuli notuð tilað tryggja að losun mengunarvaldandi efna sélágmörkuð.Í kerskála verða ker lokuð með kerþekjum líktog á Grundartanga. Hægt verður að tvöfaldafrásog frá kerjunum (11 ker í einu) meðan áskautskiptum og áltöku stendur. Loftræsingkerskála verður einnig með svipuðum hætti ogá Grundartanga. Í rjáfri verða mælar sem munumæla magn mengunarvaldandi efna er fara út.Ein þurrhreinsistöð verður reist fyrir hvern 90þúsund tonna áfanga álversins. Tvær sjálfvirkarvöktunarstöðvar munu mæla gæði lofts í nágrenniálversins.Í skautsmiðjunni verður allur búnaður tengdurviðeigandi rykhreinsikerfum. Þetta mun tryggjaað mengað loft sleppi ekki út í umhverfið og aðvinnuumhverfi starfsmanna verði eins og bestverði á kosið.Punktar• Tvær stórar breytingar á verkáætlun eru íundirbúningi:Í fyrsta lagi að byggja sílo ogsúrálslöndunar krana í Helguvík í fyrstaáfanga verksins. Hætta þar með við aðkeyra súráli frá Grundar tanga til Helguvíkurí fyrsta áfanga.Í öðru lagi að vera með yfirbyggðarflutningsleiðir milli kerskála, steypuskálaog skautsmiðju.Úrgangsefni á föstu formi verða síuð úr frárennsliálversins og olíur verða skildar úr frárennsli meðolíugildrum. Sýni verða tekin með reglubundnumillibili til að tryggja að losun í frárennsli sé innanleyfilegra marka.Kerbrot og kerfóðrun mun fara fram í lokaðribyggingu til hliðar við kerskálana. Ker verða fluttúr og í kerskála með færsluvagni. Þessi byggingmun rísa í lokaáfanga álversins og vera búinöllum nauðsynlegum rykhreinsibúnaði. Kerbrotverða flutt í flæðigryfju með svipuðum hætti og áGrundartanga.Norðurál hefur verið brautryðjandi í notkunrafmagns í stað jarðolíu til hitunar áÖryggishorniðframleiðslubúnaði. Má nefna hitun á biðofnum,steypulínum, deiglum, sogrörum og bakskautum.Helguvík mun nýta þessa tækni og minnka þannigverulega útblástur gróðurhúsalofttegunda.Eins og lesendum er sjálfsagt ljóst, er flest líktmeð fyrirkomulagi umhverfismála á Grundartangaog í Helguvík, enda hafa sérfræðingar Norðuráls áGrundartanga lagt hönd á plóg við skilgreiningutæknilausna og umhverfismála álversins íHelguvík. Er hér enn eitt dæmið um það samstarfsem átt hefur sér stað milli hins verðandi álvers íHelguvík og Norðuráls á Grundartanga.Guðbrandur Gimmel.• Fundur í yfirstjórn verkefnisins varhaldinn miðvikudaginn 26. september.Í yfirstjórn verkefnisins eru David Kjos,Steve Schneider og Ragnar Guðmundsson.• Síðastliðna sex mánuði hafa að jafnaði33 starfsmenn IAV unnið við bygginguNorðuráls Helguvíkur.• Í skoðun er að leigja eða kaupa bráðabirgðaskrifstofuraf IAV til nota á svæðiNorðuráls Helguvíkur. Þetta eru sömuskrifstofur og notaðar voru við bygginguHörpu.• Rekstraráætlun fyrir árin 2012 til 2014fyrir Norðurál Helguvík er tilbúin.12

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!