23.03.2017 Views

Mæna 2014

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

7<br />

Rafbækur<br />

pappírinn og hvernig hann er inn bundinn, en undirstaða<br />

rafbókanna er lesarinn og les forritið sem textinn er lesinn<br />

í. Að yfirfæra hlut eins og bók yfir á annan miðil er vanda -<br />

samt. Bókin á 500 ára sögu í menningu okkar. Bók er í eðli<br />

sínu nánast full komin hönnun sem virkar (athugið að hér<br />

birtist ekki hlutlaust viðhorf). Það fer þó að sjálfsögðu<br />

eftir getu og kunnáttu bóka hönnuðarins hvort þetta full -<br />

komna form gengur upp með hönnun þess. Val og meðferð<br />

á letri, pappír, upp bygging blaðsíðunnar, flæði textans,<br />

stað setning á blaðsíðu tölum og fyrirsagnir eru þættir sem<br />

þurfa að spila saman svo fullkominn sam hljómur eigi sér<br />

stað. Lesforritin og þeir möguleikar sem þau bjóða upp<br />

á slá taktinn þegar kemur að hönnun rafbóka og hönnuðir<br />

þurfa að aðlaga sig að þeim.<br />

Mistökin og möguleikarnir Krafan um að bækurnar –<br />

skrárnar – virki í mismunandi miðlum; af tölvuskjá yfir<br />

á Kyndil yfir á símann gerir það að verkum að ekki er<br />

hægt að stjórna hönnunarlegum þáttum í letur með ferð<br />

og uppsetningu texta. Einnig vill notandinn geta stækkað<br />

textann og breytt um bakgrunnslit, t.d. lesið hvítt á svörtu,<br />

sem hefur sína kosti og hefur m.a. sýnt sig að slíkt hentar<br />

lesblindum vel.<br />

Hvað með letrið? Þeir sem hafa áhuga á letri og er<br />

umhugað um meðferð á texta hryllir stundum við þegar<br />

talað er um raf bækur. Vald ið á letur með ferð inni og meira<br />

að segja vali á letri hefur flust frá hönnu ðinum yfir til notandans,<br />

þ.e lesforritin gefa notandanum val um að breyta<br />

letr inu á textanum. Apple iBooks hefur verið leið andi í að<br />

gefa hönnuðum frekara val um hvaða letur hægt er að nota<br />

í raf bókum, og í upp færslu iBooks 1.5 sem kom út árið 2011<br />

var val um nú tíma leg letur frá minni, sjálf stæðum leturfyrirtækum.³<br />

Forritið fyrir Kindle bauð í kjölfarið upp<br />

á fleiri mögu leika í leturvali. Þó að þeir möguleikar séu<br />

ekki eins fjölbreyttir og framsæknir og hjá Apple þá gefst<br />

hönnuðinum tækifæri til að stjórna leturvalinu enn frekar.⁴<br />

Að þessu sögðu er það alltaf not andinn<br />

sem hefur valið á endanum og<br />

getur skipt um letur, en það er mikilvægt<br />

að hönnuðir hafi meira val og<br />

geti sett tóninn þegar raf bókin er<br />

fyrst opnuð. [Mynd 1]<br />

Hlutverk bókakápunnar í rafbókum<br />

Bókarkápan er annar sjón rænn þáttur<br />

sem hefur hlut verk og missir vægi sitt<br />

þegar bók færist yfir á rafrænt form:<br />

Hún er auglýsing eða sölutæki jafn -<br />

framt því að hafa notagildi sem hlíf.<br />

Saga bókarkápunnar sem sölutækis<br />

er ekki löng miðað við sögu bókarinnar.<br />

Ýmsar hefðir hafa þó skapast<br />

í sambandi um hvernig kápur líta út,<br />

út frá því í hverslags grein inni hald<br />

bókarinnar fellur og neyt endur sjá<br />

á svipstundu hvort um er að ræða<br />

rómantíska ástarsögu eða glæpasögu.<br />

Eftir að sala bóka tók að færast<br />

meira yfir á netið hefur þurft að<br />

laga bóka rkápur að nýjum leik reglum.<br />

Efniskennd, áferð, nákvæmnisatriði<br />

og aðrir þættir sem allir (hönn uðir)<br />

elska komast ekki til skila í 2 x 2 cm<br />

smámynd á skjánum. Aðdráttarafl hins<br />

áþreifanlega, sem dregur tilvonandi<br />

lesanda að ákveð inni bók. Fær hann<br />

til að taka hana upp, lesa á bakhliðina,<br />

lykta af henni og vonandi kaupa, missir<br />

áhrif sín. Hönnuðir hafa þurft að laga<br />

sig að þessum nýju leikreglum og taka<br />

til greina hvernig kápa kemur fyrir<br />

sjónir í smámynd á skjá. Það er<br />

³ Stephen Coles, „Apple iBooks 1.5“,<br />

Fonts in Use, september 2012, sótt<br />

11. desember 2013, fontsinuse.com/<br />

uses/2082/apple-ibooks-1-5<br />

⁴ Stephen Coles, „Kindle Paperwhite“,<br />

Fonts in Use, september 2012, sótt 11.<br />

desember 2013, fontsinuse.com/<br />

uses/2079/kindle-paperwhite

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!