23.03.2017 Views

Mæna 2014

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

83<br />

Áhrif úreltrar tækni á lesanleika<br />

Þetta eru eingöngu nokkur atriði sem eiga að minna<br />

hönnuði á hversu margt þarf að hafa í huga þegar unnið<br />

er með texta. Listanum er ekki ætlað að vera tæmandi,<br />

og í ljósi umfjöllunarefnis greinarinnar er nokkuð ljóst<br />

að endurskoða þarf áherslur og vissar nálganir reglulega.<br />

Ekki eingöngu með tilliti til þróunar í meðferð leturs,<br />

hönnun á letri og ýmis konar tækniþróunar heldur einnig<br />

með tilliti til þróunar á tungumálinu sem – meðal annars<br />

vegna nýrrar tækni og stóraukinnar tölvunotkunar – tekur<br />

stöðugum breytingum. Hér er ekki verið að finna upp hjólið,<br />

heldur eingöngu verið að benda á þau atriði sem aldrei<br />

mega gleymast og allir ættu að kynna sér. Vafalaust renna<br />

margir yfir listann og aðra sambærilega lista kinka kolli,<br />

eru sammála og miðla en fylgja honum ekki eftir. Þessi<br />

atriði eiga að vera hverjum hönnuði töm, en ekki bara<br />

notuð í orði. Það mun leiða af sér betri hönnun, vandaðri<br />

vinnubrögð og lesanlegri texta.<br />

Vert er að taka fram að þessi grein fjallar ekki um alla þá<br />

sem hafa ekki menntun í listum eða hönnun, en sinna samt<br />

sem áður ýmsum verkefnum, heima við eða í starfi, sem<br />

snúa að einhverskonar uppsetningu. Hins vegar má nefna<br />

að þær vangaveltur kalla á frekari umfjöllun um almenna<br />

kennslu í sjónmenntum, að augum nemenda á grunn skólastigi<br />

sé beint að hversu gagnlegt er að hafa grunn þekkingu<br />

á fagurfræði, myndbyggingu og samsetningu efnis. Slíkt<br />

myndi leiða til skilvirkara samstarfs milli fag greina þegar<br />

einstaklingar eru komnir út á vinnu mark aðinn og farnir að<br />

sinna mismunandi verkefnum. Aukin sjón menntun myndi<br />

einnig leiða til aukinnar virðingar milli fagstétta sem á<br />

móti myndi leiða til vandaðri vinnu bragða og enn faglegri<br />

nálgunar við útgáfu.<br />

„Þessi­atriði­eiga­að­vera­hverjum<br />

hönnuði­töm,­en­ekki­bara­notuð<br />

í­orði.­Það­mun­leiða­af­sér­betrihönnun,­vandaðri­vinnubrögðog­lesanlegri­texta.“­

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!