27.12.2017 Views

Bæjarlíf nóvember 2017

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 10. tölublað <strong>2017</strong><br />

5<br />

Bergheimalíf<br />

Október hefur verið góður mánuður<br />

hér á leikskólanum, veður gott og því<br />

mikið að gera innan dyra sem utan.<br />

Við fengum góða gesti í heimsókn og<br />

má þar nefna fulltrúa frá Brunavörnum<br />

Árnessýslu en hann Rabbi okkar<br />

kom í nýjum búningi þ.e. skellti sér úr<br />

kokkabúningnum í búning slökkviliðsmanns.<br />

Hann kynnti fyrir börnunum á<br />

Goðheimum verkefnið Eldvarnir í leikskólanum.<br />

Markmiðið með þessu samstarfsverkefni<br />

EBÍ og slökkviliðanna er<br />

að veita börnunum fyrstu fræðslu um<br />

eldvarnir og stuðla að bættum eldvörnum<br />

bæði í leikskólunum og á heimilum<br />

barnanna. Börnin munu í vetur fylgjast<br />

með hvort allt sé í lagi í leikskólanum<br />

varðandi eldvarnir.<br />

Alda og Ása frá Félagi eldriborga komu<br />

og lásu fyrir börnin á Hulduheimum.<br />

Þökkum við þessu góða fólki fyrir<br />

komuna.<br />

Allt starfsfólk Bergheima fór á<br />

Haustþing leikskólastarfsfólks á Suðurlandi<br />

og sat þar á flottum fyrirlestrum.<br />

Má þar nefna t.d. „Raddbeiting og<br />

söngur“, „Að kenna skapandi hugsun“,<br />

„Blómstrandi deildarstjórar“ og „Að<br />

ná tökum á streitu og jákvæð sálfræði“.<br />

Samstarf Goðheima og 1. bekkjar er<br />

farið af stað og má sjá þau í vettvangsferðum<br />

um bæinn að vinna ýmis<br />

verkefni. Tónlistarskólinn ætlar að<br />

bjóða okkur í heimsókn og við fáum<br />

líka heimsókn frá þeim í leikskólann.<br />

Í <strong>nóvember</strong> hugum við líka að jólunum<br />

og kemur Leikhópurinn Vinir til okkar<br />

með leiksýninguna „Strákurinn sem<br />

týndi jólunum“. Allir hefjast handa við<br />

að búa til jólaskraut og að sjálfsögðu<br />

byrjum við að æfa jólalögin.<br />

Kveðja, Elsa aðstoðarleikskólastjóri.<br />

SNÆFINNUR ER NÆSTA BLAÐ OG KEMUR ÚT 13. DESEMBER<br />

Skila þarf efni eigi síðar en föstudaginn 8. desember.<br />

baejarlif@gmail.com www.baejarlif.net

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!