12.04.2019 Views

Bæjarlíf 4. tbl. apríl 2019

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

<strong>Bæjarlíf</strong><br />

Ársreikningur Ölfus fyrir árið 2018<br />

Jákvæðir ársreikningar í ríki hamingjunnar<br />

4 <strong>tbl</strong>. . 19. árg. . Apríl <strong>2019</strong><br />

ingsaðila á ekjuskipinu Mykines sem<br />

heldur uppi vikulegum siglingum milli<br />

Þorlákshafn ar og Rotterdam. Rekstrartekjur<br />

hafnarinnar árið 2018 voru 229<br />

m.kr. og hækka um 24%. Rekstrarniðurstaða<br />

hafnarinna voru rétt tæpar<br />

86 m.kr. og framlegðarhlutfall af tekjum<br />

því um 20%. Mat flestra er að<br />

uppbygging hafnarinnar sem inn- og<br />

útflutningshafnar sé rétt að hefjast og<br />

árangurinn, svo magnaður sem hann<br />

er, sé einungis reykurinn af réttinum.<br />

Frekari vöxtur sé framundan.<br />

12:00-15:00<br />

BERGVERK<br />

VÉLSMIÐJA I NÝSMÍÐI I VIÐGERÐIR<br />

Unubakki 10-12 . Sími 893 0187<br />

Ársreikningar Sveitarfélagsins Ölfuss<br />

fyrir árið 2018 hafa nú verið birtir.<br />

Rekstrartekjur samstæðu Ölfuss<br />

námu 2.539 m.kr. og rekstrargjöld<br />

fyrir fjármagnsliði námu 2.036 m.kr.<br />

Rekstrarafkoma samstæðu fyrir fjármagnsliði<br />

var jákvæð um 503.300<br />

m.kr. og rekstrarniðurstaða ársins eftir<br />

afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um<br />

242.755 m.kr.<br />

Ánægjulegt er að skatttekjur án framlaga<br />

úr jöfnunarsjóði hækka úr 1.340<br />

m.kr. í 1.458 m.kr. eða um 8%. Í heildina<br />

vaxa rekstrartekjur samstæðu úr<br />

2.274 m.kr. í 2.539 m.kr. eða um 10%.<br />

Skýringu tekjuaukningar er fyrst og<br />

fremst að finna í því að íbúum fjölgaði<br />

nokkuð á milli ára samhliða vax andi<br />

umsvifum við höfnina og almenns<br />

góðs ástands í atvinnulífi landsins.<br />

félaga. Sú mynd sýnir að í raun snýst<br />

kjarnarekstur sveitarfélagsins um<br />

þrjá málaflokka, þ.e.a.s. fræðslu- og<br />

upp eldismál sem standa fyrir 47% af<br />

rekstrar gjöldum aðalsjóðs, æskulýðsog<br />

íþróttmál sem standa fyrir 14%<br />

og félagsþjónusta 13%. Samtals taka<br />

þess ir 3 málaflokkar því til sín 74% af<br />

rekstrargjöldunum.<br />

Skuldastaða sveitarfélagsins Ölfuss<br />

er í góðu jafnvægi. Heildarstaða<br />

langtímaskulda samstæðu er 1.536<br />

m.kr. og tekin voru um 390 milljónir í<br />

ný lán á árinu. Þar af lang mest vegna<br />

lífeyrisgreiðslna til Brúar, auk þess sem<br />

framkvæmt var við nýtt fimleikahús<br />

og útisvæði sundlaugar. Skuldaviðmið<br />

eins og það er skilgreint í reglugerð um<br />

fjármál sveitarfélaga stendur í 77.89%<br />

en hámarkið er 150%.<br />

Niðurstaða ársreikninga er bæjarstjórn<br />

fyrst og fremst hvatning til að<br />

gæta þess áfram að missa ekki tökin á<br />

skulda og útgjaldahliðinni. Vandaður<br />

rekstur er það sem helst tryggir öfluga<br />

og góða þjónustu. Í Ölfusi hefur<br />

verið byggt upp sterkt þjónustunet<br />

þar sem skólarnir og íþróttaaðstaðan<br />

eru meðal helstu flaggskipa þjónustunnar.<br />

Sveitarfélagið Ölfus vinnur nú<br />

að því að nýta þá sterku stöðu sem<br />

birtist í ársreikn ingunum til að bæta<br />

þjónustu við bæjar búa enn frekar<br />

og eftir atvikum að bjóða nýja íbúa<br />

vel komna. Á næstu vikum verða<br />

auglýstar hagkvæmar lóðir undir<br />

íbúðarhúsnæði auk þess sem verið er<br />

að leggja lokahönd á skipulag nýrra<br />

atvinnulóða á athafnarsvæði hafnarinnar.<br />

Hamingjan er hér!<br />

Elliði Vignisson, bæjarstjóri<br />

Tónlistarnám og námskeið - fyrir fólk á öllum aldri<br />

Örfá laus pláss í: Gítar, bassa,<br />

hljómborði og söng.<br />

NÝTT (fyrir yngstu kynslóðina)<br />

Tónagull - rannsóknargrundað<br />

tónlistaruppeldi<br />

Sími 483 3993<br />

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir<br />

Tónsmiðja Suðurlands er í samvinnu við:<br />

Árborg, Ásahrepp, Bláskógabyggð, Flóahrepp, Hrunamannahrepp, Hveragerðisbæ,<br />

Rangárþing Eystra, Skeiða- og Gnúpverjahrepp & Sveitarfélagið Ölfus.<br />

Nánari upplýsingar og skráning á: www.tonsmidjan.net<br />

Afmæliskveðja<br />

Elsku Stebbi. Til hamingju með afmælið<br />

þann 27. mars.<br />

Dagný og krakkarnir.<br />

Þegar litið er til reksturs málaflokka<br />

birtist kunnugleg mynd fyrir þá sem<br />

gera sér það til dundurs að lesa reglulega<br />

ársreikninga íslenskra sveitar­<br />

Fáum dylst að höfnin í Þorlákshöfn<br />

hefur tekið stakkaskiptum með tilkomu<br />

siglinga Smyril line. Í dag<br />

þjónustar fyrirtækið inn- og útflutn­


2<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað<br />

Breytt tímasetning á stórtónleikum<br />

Lúðrasveitarinnar, Brassrokk 13. <strong>apríl</strong>!<br />

Í mars hefur verið gestkvæmt hjá<br />

okkur við fengum yngri skólakórinn<br />

ásamt Sissu og Gesti í heimsókn í<br />

byrjun mánaðar. Gestur kom svo<br />

aftur með þau Arnar Má, Bríeti<br />

Evu, Guðrúnu Önnu og Harald í<br />

heimsókn til okkar og spiluðu þau<br />

á píanó, klarínett og saxafón. Ása,<br />

Alda, Ásta Júlía og Jón komu öll frá<br />

félagsstarfi eldriborgara og lásu fyrir<br />

börnin á Huldu- og Álfaheim um.<br />

Vinsældir þess að koma til okkar<br />

með starfsmannahópa úr öðrum<br />

leikskólum hefur farið ört vaxandi<br />

og í mars fengum við til okkar tvo<br />

stóra starfsmannahópa annars vegar<br />

Hellukoti á Hellu og hins vegar<br />

Undra land í Hveragerði. Hóparnir<br />

kynna sér starfið okkar, húsa kynni<br />

og lóðina og eru allir mjög hrifnir<br />

af því sem þau sjá og sýnum við<br />

skólann okkar með stolti. Það hefur<br />

verið gott samstarf á milli leikskólans<br />

og Fjölbrautaskóla Suðurlands<br />

í mörg ár og fengum við 6<br />

nemendur úr uppeldisfræðiáfanga<br />

í heimsókn til okkar. Nemendurnir<br />

dvöldu part úr degi og kynntu sér<br />

starfið og vinna síðan verkefni út<br />

frá heimsókninni. Þökkum við öllu<br />

þessu fólki fyrir komuna.<br />

Bollu- , sprengi- og öskudagur voru<br />

í byrjun mars og fengu að sjálfsögðu<br />

sinn stað í skipulaginu. Héldum við<br />

uppá þessa daga með tilheyrandi<br />

áti og fjöri en hjá börnunum virðist<br />

öskudagur vera í meira uppá haldi<br />

en hinir tveir. Börnunum finnst<br />

gaman að koma í búningum og fá<br />

andlitsmálningu og mikið fjör var á<br />

Járnkarlinn ehf.<br />

Vélsmiðja<br />

Unubakka 25<br />

Sími 483 3270<br />

ballinu í salnum, allskyns kynjaverur,<br />

tónlist og diskóljós.<br />

Í <strong>apríl</strong> eru páskarnir og er undirbúningur<br />

fyrir þá í fullum gangi. Á<br />

öllum deildum er verið að föndra<br />

flotta páskaunga eða skrautleg egg,<br />

mikið perlað og allt að verða mjög<br />

vel skreytt. Börnin fara svo heim<br />

með þetta föndur fyrir páskana til<br />

þess að gera fínt á heimilum sínum.<br />

Íþróttasýning verður fimmtudaginn<br />

11. <strong>apríl</strong> kl. 10.00 í íþróttahúsinu,<br />

foreldrum og ættingjum er sérstaklega<br />

boðið að koma og horfa á<br />

íþrótta sýninguna, sem er þó opin<br />

öllum, og er þetta jafnframt síðasti<br />

íþróttatíminn í vetur. Settur verður<br />

upp stöðvahringur eins og gert er<br />

all an veturinn. Vinsamlega athugið<br />

að yngstu börnin taka ekki þátt í<br />

sýningunni.<br />

Foreldrafundur 6 ára barna verður<br />

30. <strong>apríl</strong> á fundinum skila foreldrar<br />

uppsögn á leikskólavistinni. Eftir<br />

þennan fund skýrist hvenær við getum<br />

flutt börn á milli deilda og tekið<br />

ný börn inn í leikskólann. Foreldar<br />

sem bíða eftir plássi gætu því fengið<br />

svör, við því hvenær barn þeirra<br />

kemst inn, í síðasta lagi 15. maí. Ég<br />

vil einnig minna foreldra á að hægt<br />

er að sækja um leikskólavist um leið<br />

og barn er fætt.<br />

Kveðja<br />

Elsa aðstoðarleikskólastjóri<br />

Bæjarskrifstofur Ölfuss<br />

Hafnarbergi 1, sími 480 3800, olfus@olfus.is Opið: 9-12 og 13-16<br />

Elliði Vignisson bæjarstjóri, ellidi@olfus.is<br />

Guðni Pétursson bæjarritari, gudni@olfus.is<br />

Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi, sigmar@olfus.is<br />

Bókasafn<br />

Sími 480 3830, bokasafn@bokasafn.is<br />

Opið alla virka daga frá kl. 12:30 til 17:30<br />

Íbúðir aldraðra<br />

Sími 483 3614<br />

Þjónustumiðstöð Ölfuss<br />

Sími 483 3803<br />

Við viljum fleiri ævintýrakörfur!<br />

Eins og hver einasti Þorlákshafnarbúi<br />

og fleiri vita þá er körfuboltaliðið okkar<br />

að brillera þessa dagana og virkilega<br />

spennandi tímar framundan.<br />

Það vill þannig til að sama dag og<br />

þriðji leikurinn er í undanúrslitunum,<br />

þann 13. <strong>apríl</strong>, eru einmitt stórtónleikar<br />

Lúðrasveitar Þorlákshafnar<br />

fyrirhugaðir á heimavelli Þórs, í sjálf u<br />

Íþróttahúsinu. Þar sem leikurinn<br />

verður á útivelli skarast staðsetningin<br />

ekki en hinsvegar vill Lúðrasveitin<br />

koma í veg fyrir stress hjá tónleikagestum<br />

og hefur ákveðið að færa tónleikana<br />

fram um tvo tíma þannig að<br />

þeir munu hefjast til kl. 15:00. Tónleikarnir<br />

yrðu afstaðnir í kringum<br />

17:00 og allir hafa nægan tíma til að<br />

koma sér í Vesturbæinn á leikinn sem<br />

hefst kl. 20.<br />

Lúðrasveitin vill þannig einnig vera<br />

viss um að Hemmi básúna (Hermann<br />

G. Jónsson) pabbi Halldórs Garðars<br />

geti komist klakklaust á pallana til að<br />

hvetja strákinn til dáða - við viljum<br />

fleiri ævintýrakörfur!<br />

Lúðrasveitin lofar að blása kraft í<br />

Græna drekann og annað stuðningsfólk<br />

Þórsara<br />

Það mætti halda að LÞ hefði vitað hvað<br />

í stefndi þegar efnisskrá tónleikanna<br />

var valin fyrir nokkrum mánuðum.<br />

Tónlistin gæti ekki verið mikið meira<br />

við hæfi á þessum þriðja leik í undanúrslitunum,<br />

lög eins og Show Must<br />

Go On, Higher and higher, Killing<br />

in the name of með hljómsveitinni<br />

Rage Against the Machine, Kvaðning<br />

með Skálmöld og Fjöllin hafa vakað<br />

svo eitthvað sé nefnt. Og ekki nóg<br />

með að þetta séu lög sem fá hvern<br />

mann til að vilja ganga á hæsta tind<br />

þá verða gestirnir hetjugítarleikarinn<br />

úr Skálmöld, Þráinn Árni Baldvinsson<br />

og stórsöngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson,<br />

hárin munu rísa!<br />

Það er líka sérlega skemmtilegt að<br />

segja frá því að Eyþór Ingi mun ekki<br />

aðeins syngja heldur ætlar hann að<br />

vera í hlutverki kynnis á tónleikunum<br />

og það vita þeir sem til hans þekkja að<br />

formlegheitin eru ekki að þvælast fyrir<br />

honum.<br />

Þetta stefnir í sögulegan dag í Þorlákshöfn,<br />

stórtónleikar og svo beint á<br />

stórleik!<br />

Miðasalan er á midi.is og í Kompunni,<br />

en þess má einnig geta að þessir sömu<br />

tónleikar verða einnig fluttir í Seljakirkju<br />

miðvikudaginn 10. <strong>apríl</strong>.<br />

Davíð Halldórsson umhverfisstjóri david@olfus.is<br />

Grunnskólinn<br />

Sími 480 3850, skolinn@olfus.is<br />

Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri, olina@olfus.is<br />

Leikskólinn Bergheimar<br />

Sími 480 3660, leikskóli@olfus.is<br />

Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri, dagny@olfus.is<br />

Íþróttamiðstöð Ölfuss<br />

Sími 480 3890<br />

Ragnar Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ragnar@olfus.is<br />

Hafnarvogin<br />

Sími 480 3601, hafnarvog@olfus.is<br />

Hjörtur Jónsson hafnarstjóri. hjortur@olfus.is<br />

olfus.is


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – <strong>4.</strong> tölublað <strong>2019</strong><br />

3<br />

Gámasvæðið<br />

við Hafnarskeið<br />

Sími 483 3817<br />

olfus.is<br />

Á gámasvæði er tekið á móti flokkuðum úrgangi.<br />

Vinsamlega gangið vel um og losið ekki úrgang<br />

af neinu tagi utan gámasvæðis.<br />

Sorp- og endurvinnsluflokkar á gámasvæðinu eru:<br />

Blöð, tímarit, sléttur pappi, skrifstofupappír, bylgjupappír, raftæki smá, raftæki stór, tölvur,<br />

tölvuskjáir, flatskjáir, ljósaperur, kælitæki, föt og klæði, garðaúrgangur, hjólbarðar,<br />

rafhlöður, spilliefni, steinefni (gler, postulín, flísar, múrbrot og fl.), málmar, ómálað timbur,<br />

málað timbur og grófurúrgangur s.s. dýnur, sóf ar, gólfteppi og fl. sem erfitt er að pressa.<br />

Þorlákshafnar<br />

prestakall<br />

Sóknarprestur: Baldur Kristjánsson<br />

Símar: 483 3771 og 898 0971<br />

Netfang: bk@baldur.is (www.baldur.is)<br />

Viðtalstími: Eftir samkomulagi<br />

Djákni: Guðmundur Brynjólfsson<br />

sími 899 6568 (gummimux@simnet.is)<br />

Organisti: Ester Ólafsdóttir<br />

ÞORLÁKSKIRKJA, sími: 483 3616<br />

Kirkjuvörður: Rán Gísladóttir, símar<br />

483-3829 & 865-1044 (ran@olfus.is).<br />

HJALLAKIRKJA, sími: 483 4509<br />

Kirkjuvörður: Sigurður Hermannsson<br />

Formaður sóknarnefndar Þorláksog<br />

Hjallasóknar: Hjörleifur Brynjólfsson<br />

STRANDARKIRKJA<br />

Sóknarprestur svarar fyrir Strandarkirkju<br />

ásamt neðangreindum.<br />

Kirkjuvörður: Silvía Ágústsdóttir,<br />

sími: 483 3910<br />

Formaður sóknarnefndar Strandarsóknar:<br />

Guðrún Tómasdóttir<br />

Opnunartími gámasvæðisins:<br />

Mánudag – fimmtudag er opið frá 15.00 – 18.00.<br />

Föstudagar frá 13.00-18.00.<br />

Laugardagar frá 12.00 – 16.00.<br />

Valverk ehf.<br />

Vöruflutningar<br />

Þorlákshöfn - Reykjavík- Þorlákshöfn - Og allt þar í kring<br />

Ódýr og góð þjónusta alla daga<br />

Messuáætlun<br />

Sunnudagaskóli er alltaf í Þorlákskirkju<br />

Pálmasunnudagur kl. 13:30<br />

Þorlákskirkja, sjö börn fermd<br />

Skírdagur kl. 13:30<br />

Þorlákskirkja, fjögur börn fermd<br />

Föstudagurinn langi kl. 14:00<br />

Strandarkirkja - lesið úr Pislarsögunni.<br />

Guðmundur Brynjólfsson velur og stjórnar, Ester Ólafsdóttir spilar.<br />

Páskadagur kl. 14:00<br />

Hátíðarmessa í Hjallakirkju<br />

Sunnudagur 19. maí kl. 14:00<br />

Strandarkirkja, þrjú börn fermd<br />

Sjómannadagur 2. júní kl. 11:00<br />

Messa í Þorlákskirkju<br />

Hvítasunna 9. júní kl. 13:30<br />

Þorlákskirkja, átta börn fermd<br />

Marteinn Óli. Sími: 893-0870<br />

Ævintýralegir tónleikar!<br />

Það verður ævintýraleg stemning<br />

þegar Valgerður Guðnadóttir og Felix<br />

Bergsson koma á Hendur í höfn til<br />

þess að syngja lögin úr teiknimyndunum<br />

sunnudaginn 28. <strong>apríl</strong> kl. 15<br />

Þau eiga það sameiginlegt að hafa ljáð<br />

mörgum af þekktustu teiknimyndapersónunum<br />

raddir sínar og hafa því<br />

lengi verið fastagestir á heimilum<br />

landsmanna. Þeim til halds og trausts<br />

verður píanóleikarinn Vignir Stefánsson<br />

Tónleikarnir eru að sjálfsögðu fyrir<br />

alla fjölskylduna og alveg víst að börn<br />

jafnt og fullorðnir munu njóta því<br />

hver elskar ekki tónlistina úr þessum<br />

dásamlegu teiknimyndum!<br />

2. í Hvítasunnu 10. júní kl. 14:00<br />

Messa í Strandarkirkju<br />

Messur eru auglýstar í <strong>Bæjarlíf</strong>i, Dagskránni, Sunnlenska og Morgunblaðinu.<br />

Einnig á vef Þorlákskirkju og á vef Sveitarfélagsins Ölfuss.<br />

Börnin munu ýmist geta setið með<br />

foreldrum sínum eða í kringum tónlistarfólkið<br />

á notalegum pullum.<br />

Tónleikagestir eru beðnir um að gera<br />

ráð fyrir að mæta talsvert áður en tónleikarnir<br />

hefjast ef hugmyndin er að<br />

fá sér kökur og kaffi svo að hægt verði<br />

að afgreiða allt áður en tónleikarnir<br />

hefjast til að lágmarka truflun vegna<br />

hávaða sem fylgir því.<br />

Miðaverð er 3000 kr. og á það við um<br />

miðaverð fyrir bæði börn og full orðna.<br />

Miðasalan hefur farið vel af stað og<br />

það borgar sig að tryggja miðana á<br />

midi.is fyrr heldur en síðar.<br />

Borðapantanir eru á<br />

hendurihofn@hendurihofn.is


4<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað<br />

Grunnskólinn í Þorlákshöfn<br />

Mars var líflegur og skemmti legur<br />

skólamánuður og margt að gerast<br />

fyrir utan hefðbundið nám og<br />

kennslu.<br />

Listir og menning<br />

List fyrir alla er barnamenningarverkefni<br />

á vegum mennta- og<br />

menningar málaráðuneytis. Því er<br />

ætlað að velja og miðla listviðburðum<br />

um land allt og jafna þannig aðgengi<br />

barna, á grunnskólaaldri, að<br />

fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum.<br />

Leikkonurnar Sigrún<br />

Harðardóttir og Agnes Wild komu<br />

með tón- og leiklistarbræðinginn<br />

Sögur af nautum og fluttu fyrir 1.-5.<br />

bekk. Sýningin heppnaðist mjög vel<br />

og allir skemmtu sér konunglega.<br />

Fræðsla og forvarnir<br />

Í mars var fluttur í skólanum afar<br />

áhugaverður fyrirlestur á vegum<br />

skólans og foreldrafélagsins, fyrir<br />

nemendur, starfsfólk og foreldra.<br />

Fyrirlesarinn, Hildur Hólmfríður<br />

Pálsdóttir, er móðir ungrar stúlku<br />

sem lést vegna ofneyslu lyfja fyrir<br />

nokkrum árum síðan og byggði hún<br />

fyrirlesturinn á þeirri harmsögu. Að<br />

honum loknum bauð hún upp á umræður<br />

sem urðu mjög opinskáar og<br />

einlægar, enda dregur Hildur ekkert<br />

undan þegar þetta umræðuefni er<br />

annars vegar. Ég held að það megi<br />

fullyrða að saga hennar hafi haft<br />

djúp áhrif á áheyrendur og vonandi<br />

haft tilætluð áhrif í forvarnarskyni.<br />

Nemendum í 8. bekk var boðið í<br />

tveggja daga ferð í Vatnaskóg á vegum<br />

Þorlákskirkju. Ferðin var hugsuð<br />

sem fræðslu- og skemmtiferð<br />

fyrir verðandi fermingarbörn í<br />

prestakallinu en þeim nemendum<br />

sem ekki kjósa að fermast eða fermast<br />

ekki innan þjóðkirkjunnar var<br />

einnig boðið með. Ferðin tókst<br />

afar vel að mati krakkanna og tóku<br />

sóknarprestur og djákni í sama<br />

streng og sögðu krakkana hafa verið<br />

til fyrirmyndar.<br />

Minni matarsóun<br />

Þann 21. mars var ákveðið að fagna<br />

því að umsókn um fjórða Grænfánann<br />

er farin til Landverndar og<br />

matarsóunarverkefni skólans komið<br />

vel á veg. Eftir að magn af mat sem<br />

er hent hefur aukist talsvert síðustu<br />

mánuði, þá hefur umhverfis nefnd<br />

skólans rætt við nemendur sem eru<br />

núna meðvitaðir um að fá sér aðeins<br />

minna á diskinn í matartímanum<br />

og fara frekar aftur. Nemendur tóku<br />

vel í að einbeita sér að því að ná<br />

matarsóunartölunum niður aftur.<br />

Það tókst í febrúar og mars og var<br />

fagnað með góðum mat og köku<br />

fyrir alla nemendur og starfsmenn.<br />

Matarsóunarverkefnið og flokkun<br />

úrgangs eru verkefni sem eru komin<br />

til að vera í grunnskólanum og sveitarfélaginu<br />

öllu. Því er mikilvægt að<br />

við hjálpumst að við að minna hvert<br />

annað á, því lengi má gott bæta.<br />

Íþróttir og upplestur<br />

Miðvikudaginn 20. mars,<br />

kepptu nem endur af Suðurlandi<br />

í Skóla hreysti. Þrautirnar<br />

voru með hefðbundnu sniði, erfiðar<br />

en skemmtilegar. Fyrir<br />

hönd Grunnskólans í Þorlákshöfn<br />

kepptu Ísak Júlíus Perdue,<br />

Rebekka Matthías dóttir, Sigríður<br />

Fjóla Þórarins dóttir og Sölvi Hrafn<br />

Steinþórsson. Það er skemmst frá því<br />

að segja að þau stóðu sig mjög vel og<br />

voru skólanum okkar til sóma.<br />

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk<br />

er verkefni sem er árlegt og er samvinnuverkefni<br />

Radda, samtaka um<br />

vandaðan upplestur og skólanna í<br />

landinu. Í verkefninu fá allir nemendur<br />

í 7. bekk markvissa þjálfun<br />

í upplestri og allir taka þátt í<br />

svokölluðum ræktunarhluta keppninnar.<br />

Í skólakeppn inni okkar<br />

voru Dana Rakel Brandsdóttir, Þóra<br />

Auðunsdóttir og Akishia Kari Justol<br />

valdar til að lesa í lokakeppninni á<br />

Selfossi fyrir hönd skólans og Elmar<br />

Matthíasson var valinn til vara. Þar<br />

kepptu einnig nemendur úr skólunum<br />

í Árborg og Hveragerði og<br />

fullyrðir undirrituð að sjaldan hefur<br />

keppnin verið svona tvísýn og<br />

spennandi. Keppendur okkar voru<br />

afar vel undirbúnir af kennara sínum<br />

Ágústi Ólasyni og lásu af yfirvegun<br />

og listfengi. Þær vor því, eins<br />

og íþróttakrakkarnir, skólanum til<br />

mikils sóma.<br />

Fastir liðir<br />

Öskudagur var haldinn hátíðlegur í<br />

skólanum eins og alltaf. Nemendur<br />

og starfsfólk komu margir í búningum<br />

og farið var í öskudagsskrúðgöngu<br />

um skólann við trommu slátt<br />

og söng. Gangan endaði svo í matsalnum<br />

þar sem krakkar í dansvali<br />

sáum um hópdans allra við staddra<br />

og var það gríðarlegt fjör.<br />

Samræmd próf í 9. bekk eru nú<br />

orðinn fastur liður í mars og gekk<br />

framkvæmd þeirra vel þetta árið.<br />

Prófað var í íslensku, ensku og<br />

stærðfræði og báru nemendur sig vel<br />

að loknum prófum.<br />

Framundan er páskafrí, 1<strong>4.</strong>-21.<strong>apríl</strong><br />

og í byrjun maí eru starfsdagar starfsfólks<br />

sem nýta átti í námsferð til útlanda.<br />

Af alkunnum ástæðum þurfti<br />

að aflýsa þeirri ferð en starfsfólk<br />

hyggst nýta dagana vel hér heima á<br />

námskeiðum og skóla heimsóknum.<br />

Með vor í hjarta sendum við bæjarbúum<br />

bestu óskir um gleðilega páska.<br />

Sigþrúður Harðardóttir


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – <strong>4.</strong> tölublað <strong>2019</strong><br />

5<br />

Íbúar Ölfuss!<br />

Þann 1. <strong>apríl</strong> <strong>2019</strong> tók Kubbur ehf við sorphirðunni í sveitarfélaginu<br />

af Gámaþjónustunni ehf. sem hefur annast sorphirðuna s.l. 5 ár.<br />

Eftir undangengið útboð sem verkfræðistofan EFLA sá um var<br />

ákveðið að semja við Kubb ehf til næstu 5 ára. Mun Kubbur einnig sjá<br />

um að þjónusta gámasvæðið.<br />

Inni á heimasíðu Ölfuss https://www.olfus.is/is/thjonustan/umhverfismal/sorphirda<br />

er komið nýtt sorphirðudagatal.<br />

Sorphirðan verður með svipuðu móti og hefur verið en fyrsti sorphirðudagur<br />

Kubbs verður mánudaginn 8. <strong>apríl</strong> n.k og verður þá hirt<br />

almennt sorp og lífrænt.<br />

Vikuna á eftir mánudaginn 15. <strong>apríl</strong> n.k munu starfsmenn fyrirtækisins<br />

hirða blá- og græntunnur.<br />

Aukin flokkun<br />

Sú nýbreytni verður tekin upp núna<br />

að byrjað verður að hirða málma<br />

líka og á að setja þá ofan í grænu<br />

tunnuna með plastinu.<br />

Hvernig á að flokka:<br />

Blá tunna: Bylgjupappír, sléttur<br />

pappír, blöð og fernur.<br />

• Bylgjupappi: Allur bylgjupappi,<br />

til dæmis pappakassar, pitsukassar<br />

og þvottaefniskassar. Bylgjupappi<br />

þekkist af bylgjum sem sjást ef<br />

brúnir hans eru skoðaðar. Það er í<br />

lagi að bylgjupappinn sé áprentaður,<br />

plasthúðaður og litsterkur.<br />

• Sléttur pappi: Það eru umbúðir<br />

utan af morgunkorni, eggjabakkar,<br />

eldhús- og salernishólkar og kexpakkar.<br />

Mikilvægt er að fjarlægja<br />

allar matarleifar og plastumbúðir<br />

sem kunna að vera inni í umbúðunum.<br />

• Blöð: Dagblöð, tímarit, allskonar<br />

auglýsingapésar, umslög, skrifstofupappír<br />

og svo framvegis. Það þarf<br />

ekki að hreinsa heftivír úr pappír.<br />

• Fernur er nauðsynlegt að skola til<br />

að forðast lyktarmengun og brjóta<br />

svo allar umbúðir saman svo þær<br />

taki minna pláss.<br />

Græn tunna: Litað plast, glært<br />

plast, stíft plast og málmar.<br />

• Litað plast: Litað og áprentað<br />

plast, t.d. utan af kók-kippum,<br />

brauði, sælgæti, salernispappír, eldhúspappír<br />

og svo innkaupapokar.<br />

• Glært plast: Allt plast sem er<br />

glært, t.d. innan úr morgunkornspökkum<br />

og utan af kexi.<br />

• Stíft plast: Í þennann flokk mega<br />

fara plastbakkar undan matvælum,<br />

plast undan drykkjum t.d söfum.<br />

Dósir undan skyri, jógúrt, mys ingi,<br />

sýrðum rjóma, mayonnaise, ís, sósum,<br />

ostum og svo lok og tappar.<br />

• Brúsar undan sjampói, hárnæringu,<br />

uppþvottalegi, hreinsiefnum<br />

o.fl.<br />

Umbúðirnar þurfa að vera tómar.<br />

Áríð andi er að skola þær svo ekki<br />

komi ólykt. Æskilegt er að lok og<br />

tappar séu ekki á umbúðum en fylgi<br />

með í flokkunarpokanum.<br />

• Málmar: Niðursuðudósir, lok,<br />

tappar, álpappír, álbox af sprittkertum<br />

og margir aðrir smáhlutir úr<br />

málmum fara í þennan flokk. Ekki<br />

þarf að fjarlægja bréfmiða af dósum,<br />

plasttappa eða plasthandföng.<br />

Málmur þarf samt að vera í meirihluta.<br />

Ganga skal tryggilega frá egg járni<br />

sem sett er í grænu tunnuna svo<br />

það skaði engan við flokkun. Alla<br />

stærri málmhluti t.d. potta, pönnur,<br />

garðverkfæri, sláttuvélar o.fl. skal<br />

fara með á gámasvæðið.<br />

Brúna ílátið: Lífrænn úrgangur –<br />

hent í maíspoka.<br />

Í brúna ílátið fer allur lífrænn úrgangur<br />

sem fellur til á heimilum t.d.<br />

allar matarleifar, brauð og kökuafgangar,<br />

eggjaskurn, kaffikorgur,<br />

kaffi síur og tepokar, ávextir, grænmeti,<br />

kjöt- og fiskafgangar, afskorin<br />

blóm og plöntur.<br />

ATHUGIÐ! SÚPUR, SÓSUR<br />

OG SOÐ MÁ EKKI SETJA MEÐ<br />

LÍFRÆNUM ÚRGANGI.<br />

Þegar nýir aðilar koma inn í svona stórt verkefni geta orðið byrjunarörðugleikar<br />

og óskum við eftir því við íbúa að þeir sýni því skilning.<br />

Nánari upplýsingar í síma 899-0011 eða david@olfus.is<br />

Davíð Halldórsson umhverfisstjóri Ölfuss<br />

Fermingar í<br />

Þorlákshafnarprestakalli vorið <strong>2019</strong><br />

Þorlákskirkja: Pálmasunnudagur 1<strong>4.</strong> <strong>apríl</strong> kl. 13:30<br />

Bríet Anna Heiðarsdóttir Egilsbraut 16<br />

Einar Dan Róbertsson Reykjabraut 16<br />

Elísabet Bjarney Davíðsdóttir Reykjabraut 21<br />

Hafsteinn Máni Wium Hansson Brynjólfsbúð 4<br />

Hildur Björk Gunnsteinsdóttir Reykjabraut 22<br />

Sölvi Örn Heiðarsson Egilsbraut 16<br />

Þórdís Páley Guðnadóttir Básahraun 39<br />

Þorlákskirkja: Skírdagur 18. <strong>apríl</strong> kl. 13:30<br />

Ásdís Karen Jónsdóttir Básahraun 40<br />

Ingunn Guðnadóttir Básahraun 25<br />

Matthías Geir Gunnarsson Reykjabraut 7<br />

Nataníel Ísar Rósarsson Egilsbraut 26<br />

Strandarkirkja: Sunnudagur 19. maí kl. 14:00<br />

Auður Helga Halldórsdóttir Gissurarbúð 7<br />

Katrín Ósk Þrastardóttir Eyjahraun 18<br />

Tómas Valur Þrastarson Haukaberg 2<br />

Þorlákskirkja: Hvítasunnudagur 9. júní kl. 13:30<br />

Anna Laufey Gestsdóttir Básahraun 45<br />

Auður Magnea Sigurðardóttir Lyngberg 12<br />

Emma Hrönn Hákonardóttir Brynjólfsbúð 6<br />

Fannar Guðjónsson Eyjahrauni 42<br />

Gígja Rut Gautadóttir Básahraun 35<br />

Hrafnkell Máni Bjarkason Finnsbúð 3<br />

Sigurður Björn Torfason Brynjólfsbúð 18<br />

Soffía Árnadóttir Lýsuberg 7


6<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað<br />

Vantar þig aðstoð við sölu á þinni fasteign?<br />

• Frítt söluverðmat<br />

• Frí fasteignaljósmyndun<br />

• Ráðgjöf vegna sölu fasteigna<br />

• Traust og fagleg vinnubrögð<br />

HÓLMAR BJÖRN SIGÞÓRSSON<br />

Löggiltur fasteignasali: holmar@helgafellfasteignasala.is - Sími 893 3276<br />

Pálsbúð 25<br />

Nýtt glæsilegt 4-5 herbergja einbýlishús<br />

á einni hæð með innbyggðum bílskúr.<br />

Fallegt og vel skipulagt fjölskylduhús.<br />

Einstaklega góð staðsetning með fall egu<br />

útsýni. Birt stærð eignar er 260 fm. þar<br />

af er íbúðarhluti 194,1 fm. og innbyggður<br />

bílskúr 65,9 fm. Í húsinu eru 3 svefnherbergi<br />

og mögulegt er að bæta við 1-2<br />

svefnherbergjum til viðbótar. Eignin er að<br />

hluta til komin á byggingarstig 5 og selst<br />

Gissurarbúð 2<br />

Nýtt glæsilegt 5 herbergja einbýlishús<br />

á einni hæð með innbyggðum bílskúr.<br />

Burðarvirki hússins er úr timbri. Útveggir<br />

eru klæddir að utan með ljósu og<br />

dökkbrúnu steni. Stærð 192 fm. þar af er<br />

íbúðarhluti 141 fm. og innbyggður bílskúr<br />

51 fm. Í húsinu eru 4 svefnherbergi. Eignin<br />

afhendist á byggingarstigi 4 eða 5. Hægt<br />

er að fá það fullklárað. Afhendingarfrestur<br />

á byggingarstigi 4 er sex mánuðir og átta<br />

Brynjólfsbúð 11<br />

Einstaklega glæsilegt 224,3 fm. 5 herbergja<br />

einbýlishús á fallegum stað innst<br />

í Brynjólfsbúð. Um er að ræða vandað<br />

og vel skipulagt einbýlishús á einni hæð.<br />

Húsið skiptist í forstofu, rúmgóða stofu/<br />

borð stofu, eldhús, sjónvarpshol, fjögur<br />

góð svefnherbergi, baðherbergi með<br />

sturtu, gestasalerni, þvottahús og bílskúr.<br />

Lóðin er öll hin glæsilegasta, bílaplan<br />

og gönguleið að húsi er hellu lögð,<br />

T-bær, veitingahús og<br />

tjaldstæði, Selvogi<br />

Um er að ræða reksturinn í einkahlutafélaginu<br />

T-bær, um 1 he. eignarlóð, 100<br />

fermetra timburhús með stórri verönd og<br />

tæki og borðbúnaður sem tilheyra veitingarekstrinum.<br />

Í húsinu er veitinga salur<br />

fyrir 60 manns, eldhús, snyrtingar, köld<br />

geymsla, þvottahús og starfsmannaaðstaða.<br />

Miklir möguleikar eru á að auka<br />

við núverandi starfsemi og að bæta nýjum<br />

stoðum undir reksturinn. Mesti annartíminn<br />

framundan. Möguleiki er á að taka<br />

minni íbúð upp í.<br />

Verð: 3<strong>4.</strong>9 milljónir.<br />

í því ástandi sem hún er samkvæmt fyrirliggjandi<br />

stöðumati. Eignin er tilbúin til afhendingar.<br />

Möguleiki er á að taka minni<br />

íbúð upp í.<br />

Verð: 56.5 milljónir<br />

mánuðir á byggingarstigi 5. Vel skipulagt<br />

fjölskylduhús.<br />

Verð á byggingarstigi 4: 39 milljónir<br />

Verð á byggingarstigi 5: 45.9 milljónir<br />

tvær stórar verandir og 9 fm. garðhýsi.<br />

Frábær staðsetning, leik skóli, grunn skóli<br />

og sundlaug/heilsurækt steinsnar frá.<br />

Möguleiki er á að skipta á minni eign.<br />

Verð: 67.5 milljónir.<br />

Reykjabraut 16<br />

Ákaflega fallegt og mikið endurnýjað 5 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum<br />

bílskúr. Samkvæmt fasteignaskrá er eignin 155.3 fm. þ.a er íbúða hluti 127.3<br />

fm. og bílskúr 22.8 fm. Vel staðsett eign með fallegum skjólgóðum garði með tveimur<br />

stórum sólpöllum. Verð: 43.7 milljónir.<br />

Ísleifsbúð 22-28<br />

Ísleifsbúð 22<br />

Um er að ræða fallegt og vel skipulagt endaraðhús með innbyggðum bílskúr. Birt stærð<br />

eignar er 193,1 fm. þar af er íbúðarhluti 153 fm. og innbyggður bílskúr 40.1 fm. Í húsinu<br />

eru 4 svefnherbergi. Eignin skilast á byggingarstigi 5, tilbúin til innréttinga. Hægt er að<br />

fá hana fullbúna. Verð: 43.5 milljónir.<br />

Ísleifsbúð 24<br />

Um er að ræða fallegt og vel skipulagt miðjuraðhús. Birt stærð eignar er 120.1 fm. Í<br />

húsinu eru 3 svefnherbergi. Eignin afhendist á byggingarstigi 5, tilbúin til innréttinga.<br />

Hægt er að fá hana fullbúna. Verð: 33 milljónir<br />

Ísleifsbúð 2<strong>4.</strong>B - SELD<br />

Ísleifsbúð 26 - SELD<br />

Ísleifsbúð 28 - SELD<br />

Eyjahraun 16 - SELD<br />

Verð: 36.5 milljónir.<br />

Vantar allar gerðir eigna á skrá. Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun eigna hjá:<br />

Hólmar Björn Sigþórsson, löggildur fasteignasali í síma: 893 3276 eða holmar@ helgafellfasteignasala.is


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – <strong>4.</strong> tölublað <strong>2019</strong><br />

7


8 <strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað SÍMI<br />

PIZZERIA<br />

GRILL | BAR<br />

HEIMILISMATUR<br />

Í HÁDEGINU<br />

Selvogsbraut 41 | 815 Þorlákshöfn<br />

483 5950 / 892 2207<br />

OPIÐ<br />

ALLA DAGA<br />

frá kl. 11:30 - 21:00<br />

Sandra Dís ráðin sviðsstjóri Fjármála, stjórnsýslu og menningarsviðs<br />

Að afloknum viðtölum við þá 4 umsækjendur<br />

sem Hagvangur taldi<br />

hæf asta af umsækjendum um starf<br />

sviðsstjóra fjármála, stjórnsýslu<br />

og menningarsviðs var ákveðið að<br />

fara að ráði Hagvangs sem annaðist<br />

umsóknar ferlið og bjóða Söndru<br />

Dís Hafþórsdóttur starfið. Hún hefur<br />

þegar þegið þá stöðu. Tillaga um<br />

ráðningu hennar mun liggja fyrir á<br />

næsta fundi bæjarráðs, þótt sjálfsagt<br />

sé þar um forms atriði að ræða enda<br />

fulltrúar bæði meiri- og minnihluta<br />

þátttakendur í ákvörðuninni.<br />

Sandra Dís er fædd árið 1974 og gift<br />

Reyni Jóhannssyni fangaverði og húsasmiði.<br />

Þau eiga 2 börn, 11 og 14 ára.<br />

Sandra Dís er lærð viðskiptafræðingur<br />

og hefur starfað sem fjármálastjóri<br />

Árvirkjans seinustu ár. Áður starfaði<br />

hún til að mynda hjá KPMG og<br />

Kaup þingi. Hún hefur auk þess ríka<br />

þekkingu af sveitarstjórnarmálum.<br />

Sat í bæjar stjórn Svf.Árborgar í 2<br />

kjörtímabil og sinnti þar fjölmörgum<br />

trúnaðar störfum. Sat m.a. í bæjarráði<br />

2012-2016, var for seti bæjarstjórnar<br />

2017-2018, formaður fræðslu nefndar<br />

Kveðja frá Leikfélagi Ölfuss<br />

Nú hefur Saumastofan sungið sitt<br />

síðasta hjá Leikfélagi Ölfuss. Verkið er<br />

eftir Kjartan Ragnarsson og leikstjóri<br />

var Guðfinna Gunnarsdóttir. Sýndar<br />

voru 12 sýningar fyrir fullu húsi í hvert<br />

sinn. Mig langar fyrir hönd Leikfélags<br />

Ölfuss að þakka öllum þeim sem lögðu<br />

leið sína til að sjá okkur en áhorfendur<br />

telja nú í kringum 600 manns. Það er<br />

ykkur að þakka að LÖ getur haldið<br />

áfram að setja upp sýningar á hverju<br />

ári. Takk fyrir komuna á Saumastofuna.<br />

Einnig vil ég þakka þeim sem<br />

gerðu þessa sýningu eins góða og raun<br />

bar vitni, þ.e. höfundinum, leikurunum,<br />

leikstjóranum, söngstjóranum,<br />

leikmyndahönnuðinum, ljósahönnuðinum,<br />

ljósakonunum, hljóðmanninum,<br />

miðasöludömunni, sjoppuskvísunni,<br />

sviðsmanninum, sýningarstjóranum,<br />

förðunarstúlkunum, leikskrárhönnuðinum<br />

og auðvitað fjölskyldum<br />

þeirra sem standa að sýningunni, að<br />

ógleymd um húsverðinum í Versölum.<br />

Einnig viljum við þakka Sveitarfélaginu<br />

Ölfusi kærlega fyrir að standa við<br />

bakið á okkur en það er ómetanlegt til<br />

að geta haldið svona starfsemi gangandi.<br />

Og síðast en ekki síst, takk Sirrý<br />

fyrir flatkökurnar. Þær voru æði!<br />

Sjáumst á næsta leikári!<br />

Magnþóra Kristjánsdóttir,<br />

formaður Leikfélags Ölfuss<br />

2010-2018, sat í stjórn Tónlistarskóla<br />

Árne singa 2010-2018, fulltrúi í<br />

Héraðsnefnd Árnesinga, sat í stjórn<br />

Samtaka sunnlenskra sveitar félaga í 6<br />

ár, formaður úthlutunar nefndar Uppbyggingarsjóðs<br />

Suðurlands ásamt því<br />

að sinna ýmsum öðrum störfum sem<br />

fulltrúi sveitarfélagsins.<br />

Sem sviðsstjóri mun Sandra Dís<br />

taka þátt í yfirumsjón með stjórnsýslu,<br />

fjármálum og starfsmannahaldi<br />

sveitar félagsins og stofnana þess, auk<br />

menningarmála í víðasta skilningi þess<br />

orðs. Hún verður staðgengill bæjarstjóra<br />

og hefur ásamt aðalbókara og<br />

bæjarstjóra yfirumsjón með fjármálastjórnun<br />

bæjarins og stofnana.<br />

Sandra mun hefja störf innan skamms<br />

og bætist þá við það öfluga teymi sem<br />

fer fyrir miðlægri þjónustu í Sveitarfélaginu<br />

Ölfus.<br />

EV<br />

Tölvuviðgerðir<br />

Sími 483 3993<br />

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir<br />

VELKOMIN<br />

Í ÍÞRÓTTA-<br />

MIÐSTÖÐINA<br />

Í ÞORLÁKSHÖFN<br />

SÍMI 480 3890<br />

Eru meindýrin að angra þig?<br />

Sími:<br />

892-0502<br />

Gunnar Þór Hjaltason<br />

meindýraeyðir, Bjarnastöðum Ölfusi<br />

<strong>Bæjarlíf</strong><br />

brosandi blað!<br />

<strong>Bæjarlíf</strong> – óháð blað frá 2001<br />

Ritstjórn og ábyrgð:<br />

Róbert Karl Ingimundarson<br />

Stefán Þorleifsson<br />

Útgefandi: RS-útgáfan<br />

Heimasíða: www.baejarlif.net<br />

Netfang: baejarlif@gmail.com<br />

Blaðinu er dreift ókeypis á öll heimili<br />

Sveitar félagsins Ölfuss. Upplag: 1000 eintök.<br />

Skilafrestur í febrúarblað:<br />

Fös. 10. maí <strong>2019</strong><br />

Útgáfudagur:<br />

Mið. 15. maí.<br />

baejarlif@gmail.com

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!