16.10.2018 Views

Bæjarlíf október 2018

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

<strong>Bæjarlíf</strong><br />

8. tbl. . 18. árg. . Október <strong>2018</strong><br />

Spennandi körfuboltavetur framundan<br />

Járnkarlinn ehf.<br />

Vélsmiðja<br />

Unubakka 25<br />

Sími 483 3270<br />

Spennandi körfuboltavetur er framund<br />

an hjá okkur í Körfuknattleiksdeild<br />

Þórs. Elstu iðkendurnir hafa<br />

æft vel í sumar undir stjórn Baldurs<br />

Þórs. Einnig var góð þátttaka á körfuboltanámskeiði<br />

fyrir yngstu krakkana<br />

um miðjan ágúst.<br />

Æfingar byrjuðu hjá öllum flokkum í<br />

byrjun september. Allir eru velkomnir<br />

að mæta á æfingar og nýliðar eru hvattir<br />

til að prófa nokkrar æfingar í byrjun<br />

sér að kostnaðarlausu. Fljótlega verður<br />

foreldrafundur til kynna vetrarstarfið<br />

en allar upplýsingar um æfingatíma<br />

Það er lítill hópur vaskra kvenna í<br />

Þorlákshöfn sem hefur tekið sig saman<br />

og situr nú reglulega við hin ýmsu<br />

eldhúsborð hér í þorpi til skrafs og<br />

ráðgerða, en þær eru að skipuleggja<br />

Skammdegisbæjarhátíðina Þollóween<br />

sem verður 30. okt. - 3. nóv.<br />

allra flokka má finna á fésbókar síðu<br />

deildarinnar, Þór Þorlákshöfn.<br />

Meistaraflokkurinn hefur verið að<br />

undirbúa veturinn og var mjög sterkt<br />

Icelandic Glacial mótið um miðjan<br />

september. Stjarnan sigraði mótið í<br />

ár. Liðið okkar þarf góðan stuðning í<br />

vetur en við finnum fyrir meðbyr hjá<br />

bæjarbúum. Dominos deildin byrjaði<br />

af krafti í síðustu viku en Þórsarar<br />

fengu verðugt verkefni á Sauðár króki<br />

en Tindastóll fór með sigur í leiknum.<br />

Fyrsti heimaleikur okkar er á<br />

fimmtu daginn 11. <strong>október</strong> kl. 19:15<br />

Á þeim dögum verður ýmislegt brallað<br />

í skammdeginu og lagt verður upp<br />

með að hafa eitthvað spennandi að<br />

gera fyrir alla aldurshópa.<br />

Konunum langar til þess að vara strax<br />

viðkvæma við því að á þessum dögum<br />

gætu ýmsar kynjaverur verið á ferli, en<br />

ekki láta ykkur bregða... mikið!<br />

Til þess að fylgjast með Þollóween er<br />

áhugasömum bent á að finna síðu á<br />

facebook sem heitir Þollóween, þar<br />

mun dagskráin birtast og allar upplýsingar<br />

koma fram jafnóðum.<br />

Þetta verður alveg<br />

hræðilega<br />

skemmtilegt!!<br />

Kveðja, nefndin<br />

en þá koma Njarðvíkingar í heimsókn.<br />

Sala stuðningsmannakorta er hafinn<br />

og von um við að sem flestir verði tilbúnir<br />

að koma í hóp dyggra stuðningsmanna<br />

.<br />

Við hlökkum til vetrarins og verður<br />

gaman að sjá fulla áhorfenda stúkuna<br />

á leikjum.<br />

Áfram Þór !<br />

SKÁLINN<br />

Verið velkomin<br />

Opnunartími:<br />

Mánudaga til föstudaga 8-22<br />

Laugardaga 9-22<br />

Sunnudaga 10-22<br />

VELKOMIN<br />

Í ÍÞRÓTTA-<br />

MIÐSTÖÐINA<br />

Í ÞORLÁKSHÖFN<br />

SÍMI 480 3890<br />

Sími<br />

483 3801


2<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 8. tölublað <strong>2018</strong><br />

Pálsbúð 17<br />

Nýtt glæsilegt 5 herbergja einbýlishús<br />

á einni hæð með innbyggðum bílskúr.<br />

Burðarvirki hússins er úr timbri. Útveggir<br />

eru klæddir að utan með ljósu<br />

Verð: 45.9 milljónir.<br />

og dökkbrúnu steni. Stærð 192 fm. þar af er íbúðarhluti 141 fm. og innbyggður<br />

bílskúr 51 fm. Eignin afhendist á byggingarstigi 5. Eignin er tilbúin til afhendingar.<br />

Hægt að fá það fullklárað. Vel skipulagt fjölskylduhús.<br />

Gissurarbúð 4<br />

Nýtt glæsilegt 5 herbergja einbýlishús<br />

á einni hæð með innbyggðum bílskúr.<br />

Burðarvirki hússins er úr timbri. Útveggir<br />

eru klæddir að utan með ljósu<br />

Verð: 39 milljónir.<br />

og dökkbrúnu steni. Stærð 192 fm. þar af er íbúðarhluti 141 fm. og innbyggður<br />

bílskúr 51 fm. Í húsinu eru 4 svefnherbergi. Eignin afhendist á byggingarstigi 4 eða<br />

5. Hægt að fá það fullklárað. Vel skipulagt fjölskylduhús. Verð á byggingarstigi 4: 39<br />

milljónir. Verð á byggingarstigi 5: 44.9 milljónir.<br />

T-bær veitingahús og tjaldstæði, Selvogi<br />

Um er að ræða reksturinn í einkahlutafélaginu<br />

T-bær, um 1 he. eignarlóð,<br />

100 fermetra timburhús með stórri<br />

verönd og tæki og borðbúnaður sem<br />

tilheyra veitingarekstrinum. Í húsinu Verð: 34.9 milljónir.<br />

er veitinga salur fyrir 60 manns, eldhús,<br />

snyrtingar, köld geymsla, þvottahús og starfsmannaaðstaða. Miklir möguleikar<br />

eru á að auka við núverandi starfsemi og að bæta nýjum stoðum undir reksturinn.<br />

Frábært viðskiptatækifæri.<br />

Sambyggð 4<br />

Björt 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í þriggja<br />

hæða fjölbýlishúsi. Stærð 70,1 fm.<br />

þar af er íbúðarhluti 66 fm. og geymsla<br />

4,1 fm. Eignin skiptist í forstofu, gang, Verð: 18.5 milljónir.<br />

stofu, tvö rúmgóð svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og geymslu. Í sameign er<br />

sam eiginlegt þvottahús og vagna- og hjólageymsla. Góð eign sem vert er að skoða<br />

- tilvalin fyrstu kaup.<br />

Hraunbær 29, Hveragerði<br />

Einstaklega fallega innréttað 4ra herbergja<br />

endaraðhús í Hveragerði. Stærð<br />

149,5 fm. þar af er íbúðarhluti 122,6<br />

fm. og innbyggður bílskúr 26,9 fm. Að<br />

Verð: 49.9 milljónir.<br />

auki er 18 fm. háaloft sem ekki er talið með í heildarfermetrafjölda. Góð aðkoma<br />

er að húsinu og lóð er að mestu leiti frágengin með stórum suður og vestur sólpalli.<br />

Hér er um að ræða einstaklega áhugaverða og vel staðsetta eign í jaðri byggðar.<br />

Brynjólfsbúð 11<br />

Mjög glæsilegt 224,3 fm. einbýlishús<br />

á fallegum stað innst í Brynjólfsbúð.<br />

Um er að ræða vandað og vel skipulagt<br />

einbýlishús á einni hæð. Húsið<br />

Verð: 67.5 milljónir.<br />

skiptist í forstofu, rúmgóða stofu/borðstofu, eldhús, sjónvarpshol, fjögur góð<br />

svefn herbergi, baðherbergi með sturtu, gestasalerni, þvottahús og bílskúr. Lóðin<br />

er öll hin glæsilegasta, bílaplan og gönguleið að húsi er hellulögð, tvær stórar verandir<br />

og 9 fm. garðhýsi. Frábær staðsetning, leikskóli, grunnskóli og sundlaug/<br />

heilsurækt steinsnar frá.<br />

Bergheimalíf<br />

September er búin að vera óvenju hlýr<br />

og mildur og hefur því útivera verið<br />

með meira móti og skipulagt starf<br />

verið fært út vegna veðurs. Haustið er<br />

tími þar sem gaman er að fara út og<br />

skoða hvernig gróðurinn skiptir um lit.<br />

Börnin tína laufblöð og vinna úr þeim<br />

falleg listaverk.<br />

Í byrjun september kom Blær til okkar,<br />

Blær er bangsi sem spilar stórt hlutverk<br />

í Vináttu verkefni Barnaheilla. Blær<br />

fer í sumarleyfi og kemur til baka með<br />

viðhöfn, þetta árið kom björgunarsveitin<br />

með hann til okkar. Fulltrúar björgunarsveitarinnar<br />

komu á gulum bíl<br />

með blá blikkandi ljós hingað í lóðina<br />

og afhentu okkur Blæ. Börnunum<br />

fannst mjög spennandi að fá Blæ til<br />

okkar með þessum hætti. Þökkum við<br />

Björgunarsveitinni Mannbjörg kær lega<br />

fyrir komuna og hjálpina. Þeir sem vilja<br />

fræðast meira um Vináttu, forvarnarverkefni<br />

Barnaheilla geta farið inn á<br />

https://www.barnaheill.is/is/forvarnirog-fraedsla/vinatta<br />

Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn<br />

18. september og var mæting prýðileg.<br />

Kosnir voru tveir nýir fulltrúar í<br />

stjórn félagsins þær Hanna Guðrún<br />

Gestsdóttir og Vigdís Lea Kjartansdóttir<br />

en þrír úr fyrri stjórn halda áfram.<br />

Stjórnina skipa: Helga Jóna Gylfadóttir,<br />

Arndís Lára Sigtryggsdóttir, Ingólfur<br />

Arnarson, Hanna Guðrún Gestsdóttir<br />

og Vigdís Lea Kjartansdóttir þau skipta<br />

með sér verkum á fyrsta fundi stjórnar.<br />

Sigríður Vilhjálmsdóttir og Erla Sif<br />

Markúsdóttir viku úr stjórn eftir tveggja<br />

ára setu og þökkum við þeim kærlega<br />

fyrir þeirra störf.<br />

Í september kom Sigurður Garðarsson<br />

fyrir hönd Lions á Íslandi færandi<br />

henni með gjafapakka með læsishvetjandi<br />

námsefni sem allir leikskólar<br />

fá. Það er Menntamálastofnun í samstarfi<br />

við Lions hreyfinguna sem gefur<br />

pakkana. Þessi gjöf er einn liður í<br />

Þjóðarsáttmála um læsi og<br />

styður við undirstöðuþætti<br />

læsis. Færum við Lions<br />

og Menntastofnun kærar<br />

þakkir fyrir.<br />

Haustþing starfsfólks leikskóla<br />

á suðurlandi var<br />

haldið á Selfossi 5. <strong>október</strong><br />

sl. og fór allt starfsfólk<br />

Berg heima á það og sótti<br />

fyrirlestra. Leikskólinn var<br />

lokaður þennan dag.<br />

Í <strong>október</strong> verða haldnir foreldrafundir<br />

á öllum deildum til þess að kynna starf<br />

deildanna sem geta verið mismunandi.<br />

Það er gott fyrir foreldra að mæta<br />

á þessa fundi og fá helstu upplýsingar<br />

varðandi leikskólann.<br />

Frá árinu 2013 hefur leikskólinn verið<br />

að vinna að Grænfána verkefni í samstarfi<br />

við Landvernd og árið 2014 fengum<br />

við fyrsta Grænfánann og var það<br />

vegna vel unninna starfa við flokkun á<br />

úrgangi og endurnýtingu á verð lausu<br />

efni. Í desember í fyrra fengum við fána<br />

fyrir lýðheilsu og í haust byrjum við að<br />

vinna að næsta fána og fyrir val inu varð<br />

Átthagar. Í því verkefni er verið að spá í<br />

umhverfi og landslag og meðal annars<br />

verið að fjalla um viðfangsefni eins<br />

og: Hvað er að finna í nærumhverfi<br />

skólans? Getið þið farið í ferð út fyrir<br />

skólann þar sem þið upplifið breytt<br />

landslag? Hvar búum við og hvernig<br />

komumst við í skólann? Þeir sem vilja<br />

fræðast meira um Grænfána verkefnið<br />

Átthagar gera farið inn á https://<br />

graenfaninn.landvernd.is/Thatttaka/<br />

Themu<br />

Kveðja,<br />

Elsa aðstoðarleikskólastjóri.


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 8. tölublað <strong>2018</strong><br />

3<br />

Þorlákshafnar<br />

prestakall<br />

Sóknarprestur: Baldur Kristjánsson<br />

Símar: 483 3771 og 898 0971<br />

Netfang: bk@baldur.is (www.baldur.is)<br />

Viðtalstími: Eftir samkomulagi<br />

Djákni: Guðmundur Brynjólfsson<br />

sími 899 6568 (gummimux@simnet.is)<br />

Organisti: Ester Ólafsdóttir<br />

Þorlákskirkja, sími: 483 3616<br />

Kirkjuvörður: Rán Gísladóttir, símar<br />

483-3829 & 865-1044 (ran@olfus.is).<br />

Hjallakirkja, sími: 483 4509<br />

Kirkjuvörður: Sigurður Hermannsson<br />

Formaður sóknarnefndar Þorláksog<br />

Hjallasóknar: Hjörleifur Brynjólfsson<br />

Jónas Sig hefur síðustu misseri unnið<br />

að gerð nýrrar plötu sem ber nafnið<br />

Milda hjartað. Um er að ræða fjórðu<br />

plötu Jónasar en síðasta plata hans<br />

kom út árið 2012 og eins og margir<br />

muna, vann hann hana með Lúðrasveit<br />

Þorlákshafnar og Tónar og Trix<br />

komu einnig við sögu.<br />

Á þessum 5 árum sem liðin eru frá<br />

útgáfu Þar sem himin ber við haf hefur<br />

Jónas gefið út lög sem hafa notið<br />

mikill ar velgengni á öldum ljósvakans,<br />

eins og Vígin falla og Af ávöxtunum<br />

og eins og við er að búast þá ríkir<br />

mikil eftirvænting eftir nýju plötunni.<br />

Ásamt plötunni Milda hjartað mun<br />

einnig koma út bók sem inniheldur<br />

texta við lögin ásamt hugleiðingum<br />

Jónasar, sem eins og þeir vita sem<br />

hann þekkja, geta farið langleiðina út í<br />

geim og til baka.<br />

Mánudaginn síðast liðin, 8. okt., kom<br />

út fyrsta lagið af plötunni, Dansiði.<br />

Einnig kom út myndband við lagið<br />

þar sem sjá má marga Þorlákshafnarbúa<br />

dansa út á bjargi, við hvetjum alla<br />

eindregið til að kíkja á það!<br />

Að tilefni útgáfunnar mun Jónas vera<br />

með útgáfutónleikaröð út um allt land<br />

og að sjálfsögðu hefur hann leikinn í<br />

sínum gamla heimabæ með tónleikum<br />

6. og 7. nóvember. Þegar þetta er<br />

skrifað er uppselt á tónleikana 7. nóv<br />

en örfáir miðar eftir þann 6. nóv.<br />

Jónas vildi nota þetta tækifæri og koma<br />

á framfæri þökkum til allra þeirra sem<br />

aðstoðuðu við upptökur á tónlistarmyndböndunum<br />

sem tekin voru upp<br />

hérna í fjörunni og út á bjargi. Þetta<br />

hefði ekki verið hægt án aðstoðar frá<br />

heimafólkinu sem var boðið og búið<br />

til að leggja sitt að mörkum.<br />

14. <strong>október</strong> kl. 14<br />

Messa<br />

21. <strong>október</strong> kl. 11<br />

Sunnudagaskóli<br />

4. nóvember kl. 11<br />

Sunnudagaskóli<br />

18. nóvember kl. 14<br />

Messa<br />

Strandarkirkja<br />

Sóknarprestur svarar fyrir Strandarkirkju<br />

ásamt neðangreindum.<br />

Kirkjuvörður: Silvía Ágústsdóttir,<br />

sími: 483 3910<br />

Formaður sóknarnefndar Strandarsóknar:<br />

Guðrún Tómasdóttir<br />

2. desember kl. 11<br />

Sunnudagaskóli<br />

Aðventustund kl. 16<br />

16. desember kl. 11<br />

Sunnudagaskóli<br />

Beðið fyrir látnum kl. 20<br />

24. desember<br />

Hátíðarmessa kl. 18<br />

26. desember<br />

Messa í Hjallakirkju kl. 13:30<br />

Messa í Strandarkirkju kl. 15:00<br />

Gámasvæðið<br />

við Hafnarskeið<br />

Sími 483 3817<br />

olfus.is<br />

Á gámasvæði er tekið á móti flokkuðum úrgangi.<br />

Vinsamlega gangið vel um og losið ekki úrgang<br />

af neinu tagi utan gámasvæðis.<br />

Sorp- og endurvinnsluflokkar á gámasvæðinu eru:<br />

Blöð, tímarit, sléttur pappi, skrifstofupappír, bylgjupappír, raftæki smá, raftæki stór, tölvur,<br />

tölvuskjáir, flatskjáir, ljósaperur, kælitæki, föt og klæði, garðaúrgangur, hjólbarðar,<br />

rafhlöður, spilliefni, steinefni (gler, postulín, flísar, múrbrot og fl.), málmar, ómálað timbur,<br />

málað timbur og grófurúrgangur s.s. dýnur, sóf ar, gólfteppi og fl. sem erfitt er að pressa.<br />

Sími 483 3993<br />

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir<br />

BERGVERK<br />

Vélsmiðja I Nýsmíði I Viðgerðir<br />

Unubakki 10-12 . Sími 893 0187<br />

Valverk ehf.<br />

Vöruflutningar<br />

Þorlákshöfn - Reykjavík- Þorlákshöfn - Og allt þar í kring<br />

Ódýr og góð þjónusta alla daga<br />

Opnunartími gámasvæðisins:<br />

Mánudag – fimmtudag er opið frá 15.00 – 18.00.<br />

Föstudagar frá 13.00-18.00.<br />

Laugardagar frá 12.00 – 16.00.<br />

Marteinn Óli Lýsubergi 10, Þorlákshöfn. Sími: 893-0870


4 <strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 8. tölublað <strong>2018</strong> SÍMI<br />

PIZZERIA<br />

GRILL | BAR<br />

HEIMILISMATUR<br />

Í HÁDEGINU<br />

Selvogsbraut 41 | 815 Þorlákshöfn<br />

483 5950 / 892 2207<br />

OPIÐ<br />

ALLA DAGA<br />

frá kl. 11:30 - 21:00<br />

Breytingar<br />

Skólastarfið í Grunnskólanum í<br />

Þorlákshöfn hefur farið mjög vel af stað<br />

í haust, enda veðráttan og stemningin<br />

góð. Nokkrar breytingar urðu á starfsmannahaldi<br />

og ber þar hæst ráðningu<br />

nýs skólastjóra, Ólínu Þorleifsdóttur<br />

og aðstoðarskólastjóra Jónínu Magnús<br />

dóttur. Ólína er borinn og barnfæddur<br />

Þorlákshafnarbúi og hefur<br />

verið nemandi, foreldri og kennari við<br />

skólann auk þess sem hún gegndi starfi<br />

aðstoðarskólastjóra við Kópavogsskóla<br />

í nokkur ár og hér við skólann slíðastliðin<br />

tvö ár. Jónína er fædd og uppalin<br />

í Reykja vík. Hún er með ríf lega 30 ára<br />

kennslu- og stjórnunarreynslu, lengst<br />

af við Grunnskólann á Siglufirði. Hún<br />

var nú síðast skólastjóri við Grunnskóla<br />

Fjallabyggðar eftir sam einingu<br />

sveitarfélaga á Tröllaskaga. Jónína hóf<br />

störf við skólann 2. <strong>október</strong> sl. en frá<br />

1. ágúst og fram að þeima tíma skiptu<br />

aðrir stjórnendur með sér verkefnum<br />

aðstoðarskólastjóra.<br />

Alvara…<br />

Bæjarskrifstofur Ölfuss<br />

Hafnarbergi 1, sími 480 3800, olfus@olfus.is Opið: 9-12 og 13-16<br />

Elliði Vignisson bæjarstjóri, ellidi@olfus.is<br />

Guðni Pétursson bæjarritari, gudni@olfus.is<br />

Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, sigurdur@olfus.is<br />

Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir markaðs- og menningarfulltrúi, katrin@olfus.is<br />

Bókasafn<br />

Sími 480 3830, bokasafn@bokasafn.is<br />

Opið alla virka daga frá kl. 12:30 til 17:30<br />

Íbúðir aldraðra<br />

Sími 483 3614, Sigrún Theódórsdóttir forstöðukona, sigrunth@olfus.is<br />

Þjónustumiðstöð Ölfuss<br />

Sími 483 3803<br />

Davíð Halldórsson umhverfisstjóri david@olfus.is<br />

Skólalíf<br />

Samræmd próf í íslensku og stærðfræði<br />

voru haldin í september í 4. og<br />

7. bekk. Einnig stóð 10. bekkingum til<br />

boða að endurtaka próf frá því vor, þar<br />

sem framkvæmd þeirra fór nokkuð<br />

úr skorðum af hálfu menntamálayfirvalda.<br />

Nokkrir nemendur þáðu boðið<br />

og að þessu sinni gekk allt að óskum<br />

og einn ig gekk framkvæmdin hjá<br />

yngri ald urshópunum vel.<br />

Á haustdögum var tekin ákvörðun<br />

um að bæta eftirfylgni með mætingareglum<br />

skólans. Foreldrar og nemendur<br />

fengu senda nákvæma lýsingu á því<br />

hvernig nemendur safna stigum með<br />

því að mæta of seint eða mæta ekki<br />

í tíma. Þegar þeir eru komnir með<br />

ákveðinn stigafjölda er haft samband<br />

heim. Og eftir því sem stigum fjölgar<br />

er tekið af meiri alvöru á málinu.<br />

Sjálfsmatsskýrsla skólans fyrir síðasta<br />

skólaár var kynnt í upphafi skólastarfs<br />

í haust og einnig endurbótaáætlun<br />

sem unnin var út frá henni. Sjálfsmatsskýrslan<br />

skýrir frá niðurstöðum<br />

nem enda- og starfsmannakannana<br />

síðasta árs og hefur skýrslan verið<br />

birt á heima síðu skólans ásamt endurbótaáætlun.<br />

Undanfarin ár hefur farið fram<br />

talsverð vinna í leik- og grunnskólum<br />

sveitarfélagsins á sviði læsismála.<br />

Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn<br />

sveitarfélags ins undir þjóðarsáttmála<br />

um læsi og í kjölfarið hófst vinna að<br />

læsisstefnu sveitarfélagsins í sam vinnu<br />

beggja skóla. Til að gera langa sögu<br />

stutta þá er læsisstefnan nú tilbúin og<br />

verður sett á heimasíðu skólans innan<br />

tíðar. Einnig mun ítarleg kynning<br />

fara fram meðal nemenda og foreldra.<br />

Ritstjórar og umsjónarmenn þessa<br />

verkefnis voru Helena Helgadótt ir<br />

deildarstjóri á Berg heimum og Ingibjörg<br />

Þ. Þorleifsdóttir verkefnisstjóri<br />

læsis í Grunnskólanum í Þorlákshöfn.<br />

…og gaman<br />

Á haustin er kennslan oft með svolítið<br />

öðru sniði en þegar veturinn er skollinn<br />

á af fullum þunga. Kennsla fer<br />

gjarn an fram utan dyra, bæði í íþróttum<br />

og öðrum námsgreinum. Farið er í<br />

göngu ferðir, berjamó, laufblaðasöfnun<br />

og einnig hefur skólinn staðið fyrir<br />

lengri haustferðum fyrir hvert aldursstig.<br />

Að þessu sinni fór yngsta stigið<br />

á Lava- setr ið – eldfjallamiðstöðina á<br />

Hvols velli. Miðstigið fór í Ljósafossvirkjun<br />

og að Úlfljótsvatni. Báðar<br />

ferðirnar tókust mjög vel, nesti var<br />

borðað utan dyra í haustblíðunni og<br />

all ir höfðu gagn og gaman af. Haustferð<br />

unglingastigs var frestað til vors<br />

þar sem rok og rigning skall á daginn<br />

sem fara átti í útivistarferð til Reykjavíkur.<br />

Í staðinn áttu nemendur og<br />

kenn arar saman notalegan morgun<br />

þar sem horft var á kvikmyndir og<br />

borðað popp meðan rigningin buldi á<br />

rúð unum.<br />

Tvær skemmtilegar menn ingaruppákomur<br />

voru í fyrstu viku <strong>október</strong>mánaðar.<br />

1. bekkur og elstu krakkar<br />

Bergheima fóru ásamt kennurum upp<br />

í Versali þar sem Þjóðleikhúsið og<br />

Brúðuheimar buðu upp á leiksýningu,<br />

brot úr stórri brúðusýningu. Nemendur<br />

og kennarar 1. bekkjar auk leikskólanna<br />

í Hveragerði komu einnig á<br />

sýninguna, sem vakti mikla ánægju<br />

meðal krakkanna. Punkturinn yfir i-ið<br />

var svo pylsupartý í lok sýningar.<br />

Bryddað var upp á þeirri nýjung<br />

miðvikudaginn 3. <strong>október</strong> að hafa<br />

söngstund á sal fyrir alla nemendur<br />

skólans. Teknir höfðu verið saman<br />

nokkrir þekkt ir söngtextar ásamt<br />

skólasöngn um okkar, þeir kynntir og<br />

æfðir í bekkj um dagana á undan og<br />

síðan var þeim varpað á tjald í matsalnum.<br />

Gestur tónlistarkennari lék undir<br />

á píanó og allir tóku undir eftir bestu<br />

Grunnskólinn<br />

Sími 480 3850, skolinn@olfus.is<br />

Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri, olina@olfus.is<br />

Leikskólinn Bergheimar<br />

Sími 480 3660, leikskóli@olfus.is<br />

Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri, dagny@olfus.is<br />

olfus.is<br />

Íþróttamiðstöð Ölfuss<br />

Sími 480 3890<br />

Ragnar Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ragnar@olfus.is<br />

Hafnarvogin<br />

Sími 480 3601, hafnarvog@olfus.is<br />

Hjörtur Jónsson hafnarstjóri. hjortur@olfus.is<br />

getu. Þetta var skemmtileg samverustund<br />

og stefnt er að því að gera þetta<br />

nokkrum sinnum yfir veturinn, jafnvel<br />

mánaðarlega. Haustið leggst vel í<br />

okkur hér í Grunnskólanum í Þorlákshöfn<br />

og við hlökkum til kom andi vetrar<br />

með öllum þeim áskorun um sem<br />

hann mun færa okkur.<br />

Fyrir hönd starfsfólks,,<br />

Sigþrúður Harðardóttir<br />

Tölvuviðgerðir<br />

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir<br />

Sími 483 3993<br />

Eru meindýrin að angra þig?<br />

Sími:<br />

892-0502<br />

Gunnar Þór Hjaltason<br />

meindýraeyðir, Bjarnastöðum Ölfusi<br />

<strong>Bæjarlíf</strong><br />

brosandi blað!<br />

<strong>Bæjarlíf</strong> – óháð blað frá 2001<br />

Ritstjórn og ábyrgð:<br />

Róbert Karl Ingimundarson; robert@baejarlif.net<br />

Stefán Þorleifsson; stebbi@baejarlif.net<br />

Útgefandi: RS-útgáfan<br />

Heimasíða: www.baejarlif.net<br />

Netfang: baejarlif@gmail.com<br />

Blaðinu er dreift ókeypis á öll heimili<br />

Sveitar félagsins Ölfuss. Upplag: 1000 eintök.<br />

Skilafrestur í næsta blað:<br />

Fös. 9. nóv. <strong>2018</strong><br />

Útgáfudagur:<br />

Mið. 14. nóv.<br />

baejarlif@gmail.com

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!