Views
3 months ago

Bæjarlíf október 2018

2

2 Bæjarlíf, brosandi blað – 8. tölublað 2018 Pálsbúð 17 Nýtt glæsilegt 5 herbergja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Burðarvirki hússins er úr timbri. Útveggir eru klæddir að utan með ljósu Verð: 45.9 milljónir. og dökkbrúnu steni. Stærð 192 fm. þar af er íbúðarhluti 141 fm. og innbyggður bílskúr 51 fm. Eignin afhendist á byggingarstigi 5. Eignin er tilbúin til afhendingar. Hægt að fá það fullklárað. Vel skipulagt fjölskylduhús. Gissurarbúð 4 Nýtt glæsilegt 5 herbergja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Burðarvirki hússins er úr timbri. Útveggir eru klæddir að utan með ljósu Verð: 39 milljónir. og dökkbrúnu steni. Stærð 192 fm. þar af er íbúðarhluti 141 fm. og innbyggður bílskúr 51 fm. Í húsinu eru 4 svefnherbergi. Eignin afhendist á byggingarstigi 4 eða 5. Hægt að fá það fullklárað. Vel skipulagt fjölskylduhús. Verð á byggingarstigi 4: 39 milljónir. Verð á byggingarstigi 5: 44.9 milljónir. T-bær veitingahús og tjaldstæði, Selvogi Um er að ræða reksturinn í einkahlutafélaginu T-bær, um 1 he. eignarlóð, 100 fermetra timburhús með stórri verönd og tæki og borðbúnaður sem tilheyra veitingarekstrinum. Í húsinu Verð: 34.9 milljónir. er veitinga salur fyrir 60 manns, eldhús, snyrtingar, köld geymsla, þvottahús og starfsmannaaðstaða. Miklir möguleikar eru á að auka við núverandi starfsemi og að bæta nýjum stoðum undir reksturinn. Frábært viðskiptatækifæri. Sambyggð 4 Björt 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi. Stærð 70,1 fm. þar af er íbúðarhluti 66 fm. og geymsla 4,1 fm. Eignin skiptist í forstofu, gang, Verð: 18.5 milljónir. stofu, tvö rúmgóð svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og geymslu. Í sameign er sam eiginlegt þvottahús og vagna- og hjólageymsla. Góð eign sem vert er að skoða - tilvalin fyrstu kaup. Hraunbær 29, Hveragerði Einstaklega fallega innréttað 4ra herbergja endaraðhús í Hveragerði. Stærð 149,5 fm. þar af er íbúðarhluti 122,6 fm. og innbyggður bílskúr 26,9 fm. Að Verð: 49.9 milljónir. auki er 18 fm. háaloft sem ekki er talið með í heildarfermetrafjölda. Góð aðkoma er að húsinu og lóð er að mestu leiti frágengin með stórum suður og vestur sólpalli. Hér er um að ræða einstaklega áhugaverða og vel staðsetta eign í jaðri byggðar. Brynjólfsbúð 11 Mjög glæsilegt 224,3 fm. einbýlishús á fallegum stað innst í Brynjólfsbúð. Um er að ræða vandað og vel skipulagt einbýlishús á einni hæð. Húsið Verð: 67.5 milljónir. skiptist í forstofu, rúmgóða stofu/borðstofu, eldhús, sjónvarpshol, fjögur góð svefn herbergi, baðherbergi með sturtu, gestasalerni, þvottahús og bílskúr. Lóðin er öll hin glæsilegasta, bílaplan og gönguleið að húsi er hellulögð, tvær stórar verandir og 9 fm. garðhýsi. Frábær staðsetning, leikskóli, grunnskóli og sundlaug/ heilsurækt steinsnar frá. Bergheimalíf September er búin að vera óvenju hlýr og mildur og hefur því útivera verið með meira móti og skipulagt starf verið fært út vegna veðurs. Haustið er tími þar sem gaman er að fara út og skoða hvernig gróðurinn skiptir um lit. Börnin tína laufblöð og vinna úr þeim falleg listaverk. Í byrjun september kom Blær til okkar, Blær er bangsi sem spilar stórt hlutverk í Vináttu verkefni Barnaheilla. Blær fer í sumarleyfi og kemur til baka með viðhöfn, þetta árið kom björgunarsveitin með hann til okkar. Fulltrúar björgunarsveitarinnar komu á gulum bíl með blá blikkandi ljós hingað í lóðina og afhentu okkur Blæ. Börnunum fannst mjög spennandi að fá Blæ til okkar með þessum hætti. Þökkum við Björgunarsveitinni Mannbjörg kær lega fyrir komuna og hjálpina. Þeir sem vilja fræðast meira um Vináttu, forvarnarverkefni Barnaheilla geta farið inn á https://www.barnaheill.is/is/forvarnirog-fraedsla/vinatta Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn 18. september og var mæting prýðileg. Kosnir voru tveir nýir fulltrúar í stjórn félagsins þær Hanna Guðrún Gestsdóttir og Vigdís Lea Kjartansdóttir en þrír úr fyrri stjórn halda áfram. Stjórnina skipa: Helga Jóna Gylfadóttir, Arndís Lára Sigtryggsdóttir, Ingólfur Arnarson, Hanna Guðrún Gestsdóttir og Vigdís Lea Kjartansdóttir þau skipta með sér verkum á fyrsta fundi stjórnar. Sigríður Vilhjálmsdóttir og Erla Sif Markúsdóttir viku úr stjórn eftir tveggja ára setu og þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra störf. Í september kom Sigurður Garðarsson fyrir hönd Lions á Íslandi færandi henni með gjafapakka með læsishvetjandi námsefni sem allir leikskólar fá. Það er Menntamálastofnun í samstarfi við Lions hreyfinguna sem gefur pakkana. Þessi gjöf er einn liður í Þjóðarsáttmála um læsi og styður við undirstöðuþætti læsis. Færum við Lions og Menntastofnun kærar þakkir fyrir. Haustþing starfsfólks leikskóla á suðurlandi var haldið á Selfossi 5. október sl. og fór allt starfsfólk Berg heima á það og sótti fyrirlestra. Leikskólinn var lokaður þennan dag. Í október verða haldnir foreldrafundir á öllum deildum til þess að kynna starf deildanna sem geta verið mismunandi. Það er gott fyrir foreldra að mæta á þessa fundi og fá helstu upplýsingar varðandi leikskólann. Frá árinu 2013 hefur leikskólinn verið að vinna að Grænfána verkefni í samstarfi við Landvernd og árið 2014 fengum við fyrsta Grænfánann og var það vegna vel unninna starfa við flokkun á úrgangi og endurnýtingu á verð lausu efni. Í desember í fyrra fengum við fána fyrir lýðheilsu og í haust byrjum við að vinna að næsta fána og fyrir val inu varð Átthagar. Í því verkefni er verið að spá í umhverfi og landslag og meðal annars verið að fjalla um viðfangsefni eins og: Hvað er að finna í nærumhverfi skólans? Getið þið farið í ferð út fyrir skólann þar sem þið upplifið breytt landslag? Hvar búum við og hvernig komumst við í skólann? Þeir sem vilja fræðast meira um Grænfána verkefnið Átthagar gera farið inn á https:// graenfaninn.landvernd.is/Thatttaka/ Themu Kveðja, Elsa aðstoðarleikskólastjóri.

Bæjarlíf, brosandi blað – 8. tölublað 2018 3 Þorlákshafnar prestakall Sóknarprestur: Baldur Kristjánsson Símar: 483 3771 og 898 0971 Netfang: bk@baldur.is (www.baldur.is) Viðtalstími: Eftir samkomulagi Djákni: Guðmundur Brynjólfsson sími 899 6568 (gummimux@simnet.is) Organisti: Ester Ólafsdóttir Þorlákskirkja, sími: 483 3616 Kirkjuvörður: Rán Gísladóttir, símar 483-3829 & 865-1044 (ran@olfus.is). Hjallakirkja, sími: 483 4509 Kirkjuvörður: Sigurður Hermannsson Formaður sóknarnefndar Þorláksog Hjallasóknar: Hjörleifur Brynjólfsson Jónas Sig hefur síðustu misseri unnið að gerð nýrrar plötu sem ber nafnið Milda hjartað. Um er að ræða fjórðu plötu Jónasar en síðasta plata hans kom út árið 2012 og eins og margir muna, vann hann hana með Lúðrasveit Þorlákshafnar og Tónar og Trix komu einnig við sögu. Á þessum 5 árum sem liðin eru frá útgáfu Þar sem himin ber við haf hefur Jónas gefið út lög sem hafa notið mikill ar velgengni á öldum ljósvakans, eins og Vígin falla og Af ávöxtunum og eins og við er að búast þá ríkir mikil eftirvænting eftir nýju plötunni. Ásamt plötunni Milda hjartað mun einnig koma út bók sem inniheldur texta við lögin ásamt hugleiðingum Jónasar, sem eins og þeir vita sem hann þekkja, geta farið langleiðina út í geim og til baka. Mánudaginn síðast liðin, 8. okt., kom út fyrsta lagið af plötunni, Dansiði. Einnig kom út myndband við lagið þar sem sjá má marga Þorlákshafnarbúa dansa út á bjargi, við hvetjum alla eindregið til að kíkja á það! Að tilefni útgáfunnar mun Jónas vera með útgáfutónleikaröð út um allt land og að sjálfsögðu hefur hann leikinn í sínum gamla heimabæ með tónleikum 6. og 7. nóvember. Þegar þetta er skrifað er uppselt á tónleikana 7. nóv en örfáir miðar eftir þann 6. nóv. Jónas vildi nota þetta tækifæri og koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem aðstoðuðu við upptökur á tónlistarmyndböndunum sem tekin voru upp hérna í fjörunni og út á bjargi. Þetta hefði ekki verið hægt án aðstoðar frá heimafólkinu sem var boðið og búið til að leggja sitt að mörkum. 14. október kl. 14 Messa 21. október kl. 11 Sunnudagaskóli 4. nóvember kl. 11 Sunnudagaskóli 18. nóvember kl. 14 Messa Strandarkirkja Sóknarprestur svarar fyrir Strandarkirkju ásamt neðangreindum. Kirkjuvörður: Silvía Ágústsdóttir, sími: 483 3910 Formaður sóknarnefndar Strandarsóknar: Guðrún Tómasdóttir 2. desember kl. 11 Sunnudagaskóli Aðventustund kl. 16 16. desember kl. 11 Sunnudagaskóli Beðið fyrir látnum kl. 20 24. desember Hátíðarmessa kl. 18 26. desember Messa í Hjallakirkju kl. 13:30 Messa í Strandarkirkju kl. 15:00 Gámasvæðið við Hafnarskeið Sími 483 3817 olfus.is Á gámasvæði er tekið á móti flokkuðum úrgangi. Vinsamlega gangið vel um og losið ekki úrgang af neinu tagi utan gámasvæðis. Sorp- og endurvinnsluflokkar á gámasvæðinu eru: Blöð, tímarit, sléttur pappi, skrifstofupappír, bylgjupappír, raftæki smá, raftæki stór, tölvur, tölvuskjáir, flatskjáir, ljósaperur, kælitæki, föt og klæði, garðaúrgangur, hjólbarðar, rafhlöður, spilliefni, steinefni (gler, postulín, flísar, múrbrot og fl.), málmar, ómálað timbur, málað timbur og grófurúrgangur s.s. dýnur, sóf ar, gólfteppi og fl. sem erfitt er að pressa. Sími 483 3993 Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir BERGVERK Vélsmiðja I Nýsmíði I Viðgerðir Unubakki 10-12 . Sími 893 0187 Valverk ehf. Vöruflutningar Þorlákshöfn - Reykjavík- Þorlákshöfn - Og allt þar í kring Ódýr og góð þjónusta alla daga Opnunartími gámasvæðisins: Mánudag – fimmtudag er opið frá 15.00 – 18.00. Föstudagar frá 13.00-18.00. Laugardagar frá 12.00 – 16.00. Marteinn Óli Lýsubergi 10, Þorlákshöfn. Sími: 893-0870

Bæjarlíf janúar 2017
Bóndavarðan, jólablað 2018
Sækja efnisskrá - Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hæfni / Ábyrgð / Virðing / Vellíðan - Verzlunarskóli Íslands
Náðu í kynningarbækling fyrir skólaárið 2013-2014 hér.
Menningartengd ferðaþjónusta
Kynningarmyndir um skógræktarfélögin
Bóndavarðan jólablað 2016
Tungutækni skýrsla starfshóps
Aukablað Morgunblaðsins 9. febrúar 2007 - Samtök iðnaðarins
Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum - Rannsóknarstofa í barna ...
01_tbl_39_arg_2004 - Hjartavernd
Sumarlandið - Land og saga
Upplýsingamiðstöðvar - Ferðamálastofa
GleðileG jól - Mosfellingur
Bóndavarðan mars 2015
Austurrískt skógræktarfólk í heimsókn
Skipulag, byggingar og hönnun - Land og saga
Tungutækni skýrsla starfshóps
Eldgos í Grímsvötnum - Almannavarnir
Sækja efnisskrá - Sinfóníuhljómsveit Íslands
Árbók Háskóla Íslands 2002 - Háskóli Íslands
6. árgangur - Félag um menntarannsóknir
2011 Meðal efnis: - Land og saga