09.03.2018 Views

Bæjarlíf febrúar 2018

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 2. tölublað <strong>2018</strong><br />

7<br />

Kraftmiklir kastarar úr Þór<br />

Krakkarnir úr frjálsíþróttadeild Þórs<br />

hafa vakið athygli á frjálsíþróttamótum<br />

á undanförnum misserum,<br />

einkum þegar kemur að kastgreinum.<br />

Flest þeirra hafa komist í úrslit og/<br />

eða á verðlaunapall á HSK mótum,<br />

Meistara mótum Íslands og Unglingalandsmótum<br />

UMFÍ.<br />

Á síðasta ári urðu Viktor Karl Halldórsson,<br />

Jens Johnny Korchai, Róbert<br />

Korchai Angeluson og Bríet Anna<br />

Heiðarsdóttir Íslandsmeistarar í spjótkasti<br />

í sínum aldursflokkum og Bríet<br />

einnig í kúluvarpi. Meðfylgjandi mynd<br />

var tekin af þeim þegar þau voru<br />

heiðruð við athöfn þegar íþróttamaður<br />

Ölfuss 2017 var útnefndur. Róbert<br />

var tilnefndur sem frjálsíþrótta maður<br />

ársins.<br />

Í byrjun árs bættist svo enn ein rós í<br />

hnappagat kastaranna úr Þór þegar<br />

Sölvi Örn Heiðarsson varð Íslandsmeistari<br />

í kúluvarpi innanhúss á<br />

meist aramóti í Kaplakrika.<br />

Þess má geta að auðvitað hafa frjálsíþróttakrakkarnir<br />

úr Þór staðið sig vel<br />

í fleiri greinum og voru t.d. margoft á<br />

verðlaunapalli á Unglingalandsmótinu<br />

á Egilsstöðum sl. sumar, í kastgreinum,<br />

stökkum og hlaupum. Þau eru því<br />

spennt að takast á við keppnissumarið<br />

<strong>2018</strong> og ætla sér stóra hluti á unglingalandsmóti<br />

á heimavelli í byrjun<br />

ágúst!<br />

Stór mynd: Íslandsmeistarar 2017<br />

Innfeld mynd: Sölvi Örn Íslandsmeistari<br />

í kúlu innanhúss <strong>2018</strong><br />

Starf húsvarðar laust til umsóknar.<br />

Sveitarfélagið Ölfus auglýsir laust til umsóknar starf húsvarðar í menningarsölum ráðhússins.<br />

Leitað er að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi með ríka ábyrgðartilfinningu, auk þess<br />

sem viðkomandi þarf að hafa góða umgengni og snyrtimennsku að leiðarljósi í störfum<br />

sínum. Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði. Um er að ræða tímabundna ráðningu í<br />

50% starf til reynslu í eitt ár með möguleika á fastráðningu.<br />

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Ráðgert er að ráða í stöðuna sem<br />

allra fyrst.<br />

Helstu verkefni húsvarðar eru að:<br />

-Sjá um bókanir og í ákveðnum tilvikum, undirbúning og aðstoð við viðburði.<br />

-Annast þrif og ræstingar á húseign, tækjum og lóð.<br />

-Hafa umsjón með húseign, lóð, tækjum og innanstokksmunum.<br />

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:<br />

-Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.<br />

-Rík ábyrgðartilfinning og áreiðanleiki.<br />

-Hæfni í mannlegum samskiptum.<br />

-Snyrtimennska.<br />

-Skipulagshæfileikar og festa.<br />

Nánari upplýsingar um starfið veitir markaðs- og menningarfulltrúi, í síma 480-3808.<br />

Áhugasamir um starfið eru vinsamlegast beðnir um að skila inn skriflegri umsókn á<br />

bæjarskrifstofu, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða í tölvupósti til markaðs- og<br />

menningarfulltrúa, annamargret@olfus.is, eigi síðar en en 14. <strong>febrúar</strong>.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!