09.03.2018 Views

Bæjarlíf mars 2018

  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

<strong>Bæjarlíf</strong><br />

Þakkir til Einars Árna frá Þórsurum<br />

3. tbl. . 18. árg. . Mars <strong>2018</strong><br />

Við smíðum<br />

þínar innréttingar<br />

Unubakka 20 | 815 Þorlákshöfn<br />

Sími: 483 3900 | www.fagus.is<br />

Járnkarlinn ehf.<br />

Vélsmiðja<br />

Unubakka 25<br />

Sími 483 3270<br />

Einar Árni Jóhannsson þjálfari körfuknattleiksdeildar<br />

Þórs í Þorlákshöfn<br />

lætur af störfum í vor. Einar Árni kom<br />

til starfa vorið 2015 og hefur stýrt<br />

liðinu undanfarin þrjú keppnistímabil.<br />

Stjórn, starfsmenn og stuðningsmenn<br />

Þórs þakka Einari Árna fyrir frábært<br />

og óeigingjarnt starf fyrir klúbbinn.<br />

Það hefur verið ánægjulegt að hafa<br />

Einar Árna í okkar herbúðum. Í hans<br />

störfum hefur fagmennska, ástríða<br />

fyrir sportinu og þrautseigja verið í<br />

fyrirrúmi en ekki síst skilur hann eftir<br />

frábært starf sem klúbburinn getur<br />

nýtt til framtíðar.<br />

Við óskum Einari Árna í velfarnaðar í<br />

komandi störfum og er það von okkar<br />

að hann starfi áfram innan körfuknattleikshreyfingarinnar<br />

því að hann er<br />

hafsjór af fróðleik og reynslu sem<br />

hreyfingin þarf á að halda.<br />

Jóhanna M. Hjartardóttir<br />

Formaður körfuknattleiksdeildar Þórs<br />

Kr. 7.500<br />

SAGA ÞORLÁKSHAFNAR<br />

er til sölu á Bæjarbókasafni Ölfuss<br />

og Sunnlenska bókakaffinu.<br />

SKÁLINN<br />

Verið velkomin<br />

Þrjár tegundir af Boosti<br />

Tvær nýjar<br />

pizzutegundir<br />

Sími<br />

483 3801<br />

Opnunartími:<br />

Mánudaga til föstudaga 8-22<br />

Laugardaga 9-22<br />

Sunnudaga 10-22


olfus.is<br />

Bergheimalíf<br />

2 <strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 3. tölublað <strong>2018</strong> Sveitarfélagið Ölfus<br />

deiliskipulag<br />

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi<br />

í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.<br />

Margir merkisdagar eru hjá okkur í<br />

Deiliskipulag Búðahverfis í Þorlákshöfn<br />

Framkvæmdir á svæðinu hófst árið 2002 samkvæmt skipulagi sem<br />

var samþykkt árið 2001. Aðalskipulagið, 2010-2022, gerir ráð fyrir að<br />

svæðið verði minnkað til muna frá því sem deiliskipulagið frá 2001<br />

gerði ráð fyrir. Þessi tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Búðahverfi<br />

byggir á deiliskipulaginu frá 2001 og gildandi aðalskipulagi Ölfuss,<br />

2010-2022, sem gerir ráð fyrir að svæðið minnki til muna. Lögð er<br />

áhersla á sveigjanleika hvað íbúðagerðir og stærðir varðar.<br />

Skipulagssvæðið liggur suður af núverandi byggð sem kennd er við<br />

Berg og afmarkast af Hafnarbergi að austan, Hafnarnesi/Nesbraut að<br />

sunnan og vestan og Bergum að norðan. Svæðið er u.þ.b. 14 ha að<br />

stærð og miðað við strjálbýla til meðalþétta byggð með blöndu af<br />

einbýlishúsum, parhúsum og raðhúsum, þá rúmast þar allt að 141<br />

íbúðir. Aðkoma að hverfinu er um safngötu, Biskupabúðir, sem liggur<br />

frá Hafnarbergi. Við safngötuna tengjast húsagötur, Brynjólfsbúð,<br />

Finnsbúð, Gissurarbúð sem liggja norður, suður og vestur. Önnur<br />

safngata tengir Pálsbúð, Klængsbúð og Ísleifsbúð við Biskupabúðir.<br />

Við Ystu götuna, Pálsbúð, raða sér einnar hæðar einbýlishús og innan<br />

við hana, við götuna Klængsbúð, einna hæða raðhús/parhús. Við<br />

Ísleifsbúð er gert ráð fyrir 4-6 íbúða raðhúsum.<br />

Deiliskipulag á reit við Sambyggð Þorlákshöfn.<br />

Deiliskipulagið nær yfir 7 lóðir við Sambyggð. Um er að ræða<br />

óbyggðar lóðir fyrir utan eina þar sem fyrir er tveggja hæða fjölbýlishús,<br />

reist 2002. Svæðið afmarkast af Sambyggð í vestri,<br />

Norðurbyggð til norðurs, Ölfusbraut til austurs og Selvogsbraut til<br />

suðurs. Stærð svæðisins er um 1.8 ha. Svæðið er mjög miðsvæðis og<br />

nálægt helstu stofnunum bæjarins. Svæðið er skilgreint í aðalskipulagi<br />

sem íbúðabyggð Í3. Til að nýta innviði lagna og nálægð við<br />

miðbæinn, verslun, þjónustu og stofnanir er þéttleiki byggingarmagn<br />

innan reitsins hækkaður úr 17 íb/ha í 42 íb/ha. Gert er ráð fyrir 1,1<br />

bílastæði á hverja íbúð. Gert er ráð fyrir að við bílastæði geti verið<br />

tenglar fyrir rafmagn, hlöður. Sorpgeymslur skuli vera í samræmi við<br />

ákvæði kafla 6.12 í byggingarreglugerð og samþykktir hjá Sveitarfélaginu<br />

Ölfusi um fjölda sorpíláta og flokkun á sorpi. Byggingarreitir<br />

eru sex talsins fyrir fjölbýlishús.<br />

Sambyggð 14 og 14b eru tvær lóðir fyrir fjölbýli á tveimur hæðum<br />

með 10-12 íbúðum í hvoru húsi og hámark vegghæðar er 7,5 m.<br />

Sambyggð 14a. Fjölbýlishús á tveimur hæðum fyrir 8-10 íbúðir með<br />

hámarks vegghæð 7,5 m.<br />

Sambyggð 16 er þegar byggt fjölbýlishús.<br />

Sambyggð 18 og 20 eru tvær lóðir fyrir fjölbýlishús á þremur hæðum.<br />

Hámarksvegghæð 10,3 m og fjöldi íbúða allt að 16 í hvoru húsi.<br />

Tillögur liggja frammi á bæjarskrifstofum Ölfuss, Hafnarbergi<br />

1, 815 Þorlákshöfn frá 8. <strong>mars</strong> <strong>2018</strong> til 19. apríl <strong>2018</strong>.<br />

Einnig er auglýsingin og tillögur á heimasíðu Ölfus, www.olfus.<br />

is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og<br />

berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 19. apríl <strong>2018</strong> annaðhvort<br />

á heimilisfangið Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn eða á<br />

netfangið sigurdur@olfus.is.<br />

Sigurður Ósmann Jónsson,<br />

skipulags- og byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins Ölfus.<br />

febrúar og má þar fyrstan nefna Dag<br />

leikskólans sem haldin er 6. febrúar<br />

ár hvert. Í þetta skiptið héldum við<br />

upp á daginn með því að opna listasýningu<br />

í Gallerý undir stiganum á<br />

Bæjarbóka safninu. Sýningin opnaði<br />

þann 8. febrúar og sendur í mánuð, á<br />

sýningunni eru sýnd verk eftir börnin<br />

í leikskólanum en öll verkin eru tengd<br />

stærðfræði því í febrúar er einnig Dagur<br />

stærðfræðinnar. Sýningin ber nafnið<br />

Hvernig er stærðfræðilist í Bergheimum.<br />

Hvetjum við alla sem eiga eftir<br />

að fara að gera það hið fyrsta. Ferðin á<br />

bókasafnið væri enn betur nýtt ef fólk<br />

leyfði börnin sínum að taka bækur að<br />

láni í leiðinni og eiga góða stund heima<br />

við bókalestur.<br />

Bollu- sprengi- og öskudagur áttu sinn<br />

stað hjá okkur í febrúar og héldum við<br />

vel í hefðir með áti og fjöri. Konudagurinn<br />

er líka í febrúar og notuðum<br />

við tækifærið og buðu mömmum og<br />

ömm um í konudagskaffi. Góð mæting<br />

var og áttu mömmur og ömmur notalega<br />

stund með börnunum og starfsfólki.<br />

Boðið var upp á vöfflur með sultu<br />

og rjóma, kaffi og mjólk. Þökkum við<br />

þeim sem komu kærlega fyrir komuna.<br />

Samstarf við aðrar deildir höfðu sitt<br />

pláss í okkar daglega starfi Alda og Ása<br />

komu og lásu fyrir börnin á Goðheimum.<br />

Zoltán tónlistarkennari í tónlistarskólanum<br />

kom með hann Arnór<br />

Daða með sér í lok íþróttatíma og spiluðu<br />

þeir fyrir okkur nokkur lög. Þökkum<br />

við öllu þessu góða fólki þeirra<br />

framlag.<br />

Í febrúar var nemi hjá okkur sem er í<br />

leikskólaliða námi og á hún eftir að<br />

koma til okkar aftur í heimsókn á<br />

næstu vikum. Í <strong>mars</strong> kemur til okkar<br />

nemi frá HÍ sem er að nema Tómstunda-<br />

og félagsmálafræði og verður<br />

í vettvangsnámi í 3 vikur. Það er alltaf<br />

gróði af því að fá nema til okkar því<br />

glöggt er gestsaugað. Vonum við einnig<br />

að þessi tími sé lærdómsríkur fyrir<br />

nemana. Í lok <strong>mars</strong> eru páskarnir og<br />

verður því <strong>mars</strong>mánuður að einhverju<br />

leiti tileinkaður þeim og allir föndra<br />

eitt hvað fallegt til þess að fara með<br />

heim í páskafrí.<br />

Kveðja<br />

Elsa aðstoðarleikskólastjóri.


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 3. tölublað <strong>2018</strong><br />

3<br />

Gámasvæðið<br />

við Hafnarskeið<br />

Sími 483 3817<br />

Á gámasvæði er tekið á móti flokkuðum úrgangi.<br />

Vinsamlega gangið vel um og losið ekki úrgang<br />

af neinu tagi utan gámasvæðis.<br />

Opnunartími gámasvæðisins:<br />

olfus.is<br />

Sorp- og endurvinnsluflokkar á gámasvæðinu eru:<br />

Blöð, tímarit, sléttur pappi, skrifstofupappír, bylgjupappír, raftæki smá, raftæki stór, tölvur,<br />

tölvuskjáir, flatskjáir, ljósaperur, kælitæki, föt og klæði, garðaúrgangur, hjólbarðar,<br />

rafhlöður, spilliefni, steinefni (gler, postulín, flísar, múrbrot og fl.), málmar, ómálað timbur,<br />

málað timbur og grófurúrgangur s.s. dýnur, sóf ar, gólfteppi og fl. sem erfitt er að pressa.<br />

Mánudag – fimmtudag er opið frá 15.00 – 18.00.<br />

Föstudagar frá 13.00-18.00.<br />

Laugardagar frá 12.00 – 16.00.<br />

Valverk ehf.<br />

Vöruflutningar<br />

Þorlákshöfn - Reykjavík- Þorlákshöfn - Og allt þar í kring<br />

Ódýr og góð þjónusta alla daga<br />

Þorlákshafnar<br />

prestakall<br />

Sóknarprestur: Baldur Kristjánsson<br />

Símar: 483 3771 og 898 0971<br />

Netfang: bk@baldur.is (www.baldur.is)<br />

Viðtalstími: Eftir samkomulagi<br />

Djákni: Guðmundur Brynjólfsson<br />

sími 899 6568 (gummimux@simnet.is)<br />

Organisti: Miklós Dalmay<br />

Þorlákskirkja, sími: 483 3616<br />

Kirkjuvörður: Rán Gísladóttir, símar<br />

483-3829 & 865-1044 (ran@olfus.is).<br />

Hjallakirkja, sími: 483 4509<br />

Kirkjuvörður: Sigurður Hermannsson<br />

Formaður sóknarnefndar Þorláksog<br />

Hjallasóknar: Hjörleifur Brynjólfsson<br />

Strandarkirkja<br />

Sóknarprestur svarar fyrir Strandarkirkju<br />

ásamt neðangreindum.<br />

Kirkjuvörður: Silvía Ágústsdóttir,<br />

sími: 483 3910<br />

Formaður sóknarnefndar Strandarsóknar:<br />

Guðrún Tómasdóttir<br />

Í vetur fer fermingarfræðsla fram í Þorlákskirkju kl. 15:15 á mánudögum.<br />

Fastur viðtalstími séra Baldurs í kirkjunni:<br />

Mánudagar kl. 14-15 & fimmtudagar kl. 13-14.<br />

Viðtalstímar Guðmundar djákna í kirkjunni:<br />

Fimtudagar kl. 9-10 & eftir samkomulagi<br />

Kirkjustarf á vormisseri <strong>2018</strong><br />

11. <strong>mars</strong>:<br />

Messa í Strandarkirkju kl. 14:00 GB prédikar.<br />

18. <strong>mars</strong>:<br />

Sunnudagaskóli kl. 11.00<br />

25. <strong>mars</strong> Pálmasunnudagur:<br />

Fermingarmessa kl. 13.30<br />

29. <strong>mars</strong> Skírdagur:<br />

Fermingarmessa kl. 13.30<br />

30. <strong>mars</strong> Föstudagurinn langi:<br />

Lestur úr Passíusálmum á Strönd kl. 14.00<br />

Meðal lesara eru Guðmundur Brynjólfsson & Bjarni Harðarson<br />

1. apríl Páskadagur:<br />

Guðsþjónusta kl. 10:00<br />

6. apríl:<br />

Kaffi á Níunni kl. 10:00<br />

Marteinn Óli Lýsubergi 10, Þorlákshöfn. Sími: 893-0870<br />

8. apríl:<br />

Sunnudagaskóli kl. 11.00<br />

6. maí:<br />

Vormessa á Hjalla kl. 14:00 BK prédikar<br />

10. maí Uppstigningadagur:<br />

Messa á Níunni kl. 10:00<br />

Tónlistarnám og námskeið - fyrir fólk á öllum aldri<br />

Örfá laus pláss í: Gítar, bassa,<br />

hljómborði og söng.<br />

20. maí Hvítasunnudagur:<br />

Fermingarmessa kl. 13:30<br />

3. júní Sjómannadagurinn:<br />

Messa kl. 14:00 GB prédikar<br />

Brosandi blað frá 2001<br />

baejarlif@gmail.com<br />

www.baejarlif.net<br />

NÝTT (fyrir yngstu kynslóðina)<br />

Tónagull - rannsóknargrundað<br />

tónlistaruppeldi<br />

Tónsmiðja Suðurlands er í samvinnu við:<br />

Árborg, Ásahrepp, Bláskógabyggð, Flóahrepp, Hrunamannahrepp, Hveragerðisbæ,<br />

Rangárþing Eystra, Skeiða- og Gnúpverjahrepp & Sveitarfélagið Ölfus.<br />

Nánari upplýsingar og skráning á: www.tonsmidjan.net<br />

Sími 483 3993<br />

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir<br />

BERGVERK<br />

Vélsmiðja I Nýsmíði I Viðgerðir<br />

Unubakki 10-12 . Sími 893 0187


4<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 3. tölublað <strong>2018</strong><br />

9ufréttir<br />

Þorlákshöfn - gamlar myndir<br />

Inni á Facebook er hópur undir nafninu “Þorlákshöfn - gamlar<br />

myndir”. Þar eru núverandi og fyrrverandi íbúar Þorlákshafnar<br />

duglegir við að setja inn myndir frá liðnum tíma. Hér að neðan<br />

má sjá nokkrar sem hafa læðst þarna inn:<br />

Stólaleikfimi í sal á miðviku dögum<br />

kl.10:00. Á þriðjudögum og fimmtudögum<br />

er spilað Bridds. Ef einhver<br />

hefur áhuga á að spreyta sig í því<br />

komið og kíkið á okkur. Félagsvist öll<br />

mánudags kvöld kl.20:00 allir velkomnir.<br />

Bingó F.E.B.Ö. verður fimmtudagskvöldið<br />

15. <strong>mars</strong> kl.20:00, veglegir<br />

vinningar og allir velkomnir.<br />

Ef nóg þáttaka fæst þá verður<br />

silkimálun á mánudögum kl 13:00.<br />

Nánari upplýsingar á 9-unni.<br />

Skráningarblað fyrir Spánarferð<br />

F.E.B.Ö í september liggur frammi á<br />

9-unni.<br />

Alltaf heitt á könnunni og dagblöðin<br />

til aflestrar. Verið velkomin.<br />

Sigrún forstöðukona<br />

Aðalfundur<br />

Ísfélags Þorlákshafnar ehf kt 430285-0179<br />

Hafnarskeiði 12, 815 Þorlákshöfn,<br />

verður haldinn föstudaginn 16.<strong>mars</strong> <strong>2018</strong> kl. 11:00<br />

á kaffistofu félagsins.<br />

Dagskrá<br />

1. Stjórn félagsins skýrir frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári<br />

2. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið rekstrarár.<br />

3. Kosning stjórnar félagsins.<br />

4. Kosning endurskoðanda félagsins.<br />

5. Ákvörðun um hvernig fara skal með hagnað eða tap og um arð og<br />

framlög í varasjóð<br />

6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna og endurskoðenda fyrir<br />

störf þeirra á starfsárinu.<br />

7. Heimild til stjórnar um kaup á eigin hlutum.<br />

8. Umræður og atkvæðisgreiðslur um önnur málefni sem löglega eru<br />

upp borin.<br />

Dagskrá, endanlegar tillögur, ársreikningur, skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðanda<br />

verða hluthöfum til sýnis í síðasta lagi sjö dögum fyrir aðalfund á<br />

skrifstofu félasins. Afhending fundargagna fer fram að ósk skráðra hluthafa.<br />

Vilji hluthafi koma dagskráefni til umfjöllunar á aðalfundi skal tilkynna stjórn<br />

félagsins skriflega um tillöguna eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.<br />

Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega eigi síðar en fimm dögum fyrir<br />

dagsetningu aðalfundar. Upplýsingar um frambjóðendur verða aðgengilegar til<br />

skoðunar á skrifstofu félagsins tveimur dögum fyrir aðalfund.<br />

Stjón Ísfélags Þorlákshafnar ehf.


Plastpokalaust bókasafn<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 3. tölublað <strong>2018</strong><br />

Það vita það flestir að plast eyðist seint og illa og er hættulegt lífríki jarðar, Bæjarbókasafn Ölfuss hefur því hætt<br />

notkun plastpoka frá og með fimmtudeginum 1. <strong>mars</strong>. Þess í stað bjóðum við áfram bókasafnspokana og að auki<br />

verður hægt að kaupa skemmtilega fjölnotapoka sem starfsfólk VISS saumar sérstaklega fyrir safnið. Verð á pokum<br />

er 300 krónur en gestum safnsins er að sjálfsögðu heimilt að koma með sína eigin.<br />

Við vonum að þessi nýbreytni mælist vel fyrir og að gestir okkar hjálpi okkur að gera<br />

heiminn aðeins betri.<br />

5<br />

Bæjarskrifstofur Ölfuss<br />

Hafnarbergi 1, sími 480 3800, olfus@olfus.is Opið: 9-12 og 13-16<br />

Gunnsteinn Ó<strong>mars</strong>son bæjarstjóri, gunnsteinn@olfus.is<br />

Guðni Pétursson bæjarritari, gudni@olfus.is<br />

Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, sigurdur@olfus.is<br />

Anna Margrét Smáradóttir markaðs- og menningarfulltrúi, annamargret@olfus.is<br />

Bókasafn<br />

Sími 480 3830, bokasafn@bokasafn.is<br />

Opið alla virka daga frá kl. 12:30 til 17:30<br />

Íbúðir aldraðra<br />

Sími 483 3614, Sigrún Theódórsdóttir forstöðukona, sigrunth@olfus.is<br />

Þjónustumiðstöð Ölfuss<br />

Sími 483 3803<br />

Davíð Halldórsson umhverfisstjóri david@olfus.is<br />

Grunnskólinn<br />

Sími 480 3850, skolinn@olfus.is<br />

Guðrún Jóhannsdóttir skólastjóri, gudrun@olfus.is<br />

Leikskólinn Bergheimar<br />

Sími 480 3660, leikskóli@olfus.is<br />

Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri, dagny@olfus.is<br />

Íþróttamiðstöð Ölfuss<br />

Sími 480 3890<br />

Ragnar Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ragnar@olfus.is<br />

Hafnarvogin<br />

Sími 480 3601, hafnarvog@olfus.is<br />

Hjörtur Jónsson hafnarstjóri. hjortur@olfus.is<br />

olfus.is


6<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 3. tölublað <strong>2018</strong><br />

Skólalíf<br />

Gestagangur<br />

Það er oft gestkvæmt í Grunnskólanum<br />

í Þorlákshöfn og var febrúarmánuður<br />

engin undantekning á því. Kennarar og<br />

skólastjórnendur frá Vestmanna eyjum<br />

þurftu að fresta heimsókn til okk ar í<br />

upphafi mánaðarins vegna veðurs en<br />

stjórnendur frá Bláskógaskóla voru<br />

á ferðinni og kynntu sér skólastarfið<br />

einn föstudaginn. Náms- og starfsráðgjafar<br />

frá Fjölbrautaskóla Suðurlands<br />

heimsóttu 9. og 10. bekkinga um<br />

miðjan mánuðinn og kynntu skólann<br />

fyrir væntanlegum framhaldsskólanemendum.<br />

Sigga Dögg kynfræðingur<br />

kom til okkar öðru sinni þennan<br />

veturinn. Nú hélt hún fyrirlestur fyrir<br />

starfsfólk um kynhegðun ungra barna<br />

og hvað getur talist eðlilegt í því sambandi.<br />

Seinni part dags voru foreldrar<br />

leikskólabarna og foreldrar nemenda<br />

í 1.-5. bekk boðaðir á fyrirlestur um<br />

sama efni. Var ágæt mæting og mæltist<br />

fyrirlesturinn vel fyrir.<br />

Öskudagsfjör<br />

Bolludagur, sprengidagur og öskudagur<br />

voru að vanda haldnir hátíðlegir<br />

í skólanum. Þar bar hæst öskudagsskrúðgöngu<br />

og dans í matsal. Magnþóra,<br />

Karl Óskar og Kjartan Ægir<br />

fóru fyrir skrúðgöngunni ásamt 7.<br />

bekkingum sem aðstoðuðu með söng<br />

og ásláttarhljóðfæri. Anna Berglind<br />

og stelpurnar í dansvalinu héldu uppi<br />

dansstuðinu í salnum í lok göngunnar.<br />

Þetta er alltaf mikið fjör og gekk<br />

afar vel þetta árið. Sama má segja um<br />

öskudagsballið sem foreldrafélagið hélt<br />

í íþróttahúsinu seinnipart sama dags.<br />

Upplestrarkeppni<br />

Nemendur 7. bekkjar taka á hverju ári<br />

þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Hún<br />

fer þannig fram að hver skóli velur þrjá<br />

fulltrúa til að keppa fyrir sína hönd<br />

og fara þeir í lokakeppni ásamt fleiri<br />

skólum á Suðurlandi. Áður en fulltrúar<br />

skólans eru valdir fer fram markviss<br />

þjálfun í upplestri og hefst sú þjálfun<br />

alltaf á Degi íslenskrar tungu þann 16.<br />

nóvember. Keppnin í okkar skóla var að<br />

þessu sinni tvíþætt. Í fyrri umferð lásu<br />

allir nemendur í hvorri bekkjardeild<br />

og voru samtals 11 nemendur valdir<br />

til að lesa í sjálfri skólakeppn inni sem<br />

fór fram fimmtudaginn 22. febrúar.<br />

Þeir sem báru sigur úr býtum þar voru<br />

Silvia Rós Valdi<strong>mars</strong>dóttir, Ern est<br />

Brülinski og Ingunn Guðnadótt ir og<br />

til vara Elísabet Bjarney Davíðsdóttir.<br />

Allir keppendur stóðu sig með mikilli<br />

prýði og augljóst að þeir hafa verið<br />

duglegir að æfa sig undir styrkri stjórn<br />

kennara sinna. Lokakeppnin verður 13.<br />

<strong>mars</strong> í Versölum og keppa nemendur<br />

okkar þar við nemendur Árborgar og<br />

Hveragerðis.<br />

Með bestu kveðjum úr<br />

Grunnskólanum í Þorlákshöfn.<br />

Sigþrúður Harðardóttir


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 3. tölublað <strong>2018</strong><br />

7<br />

s: 566-0000 • helgafellfasteignasala.is.<br />

Pálsbúð 17 og Gissurarabúð 4<br />

Hólmar Björn Sigþórsson í námi til<br />

lögg. fasteignasala gsm 893 3276.<br />

T-bær veitingahús og tjaldstæði, Selvogi<br />

Ný 5 herbergja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr í Þorlákshöfn.<br />

Einstaklega vel skipulögð fjölskylduhús. Stærð húsanna er 192 fm.<br />

þar af er íbúðarhluti 141 fm. og innbyggður bílskúr 51 fm. Í húsunum eru<br />

4 svefnherbergi. Eignirnar skilast á byggingarstigi 5, tilbúið til innréttingar.<br />

Hægt að fá þau fullkláruð.<br />

Verð: 45,9 milljónir.<br />

T-bæ er notalegt veitingahús og tjaldstæði á fallegum stað í Selvogi, eignin og<br />

reksturinn eru í einkahlutafélaginu T-bær. Um er að ræða 8.839 fm eignarlóð,<br />

100 fermetra timburhús með stórri verönd, í húsinu er veitingasalur er fyrir<br />

60 manns, eldhús, snyrtingar, köld geymsla, þvottahús og starfsmannaaðstaða,<br />

tæki og borðbúnaður sem tilheyra veitingarekstrinum.<br />

Miklir möguleikar eru á að auka núverandi starfsemi og að bæta nýjum<br />

stoðum undir reksturinn.<br />

Verð: 39,8 milljónir.<br />

Allar nánari upplýsingar veitir Hólmar Björn Sigþórsson í námi til löggildingar fasteignasala í síma: 893 3276 eða holmar@ helgafellfasteignasala.is<br />

Vantar allar gerðir fasteigna á skrá.


8 <strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 3. tölublað <strong>2018</strong> SÍMI<br />

PIZZERIA<br />

GRILL | BAR<br />

HEIMILISMATUR<br />

Í HÁDEGINU<br />

Selvogsbraut 41 | 815 Þorlákshöfn<br />

483 5950 / 892 2207<br />

OPIÐ<br />

ALLA DAGA<br />

frá kl. 11:30 - 21:00<br />

Kveðja frá Einar Árna Jóhannssyni<br />

þjálfara meistaraflokks Þórs í körfubolta<br />

Það var sannarlega gæfuspor í mínu lífi<br />

að taka þá ákvörðun að koma í Þorlákshöfn<br />

og þjálfa Þórsliðið. Ég þekkti<br />

hluta leikmannahópsins vel fyrir eftir<br />

að hafa þjálfað þá í yngri landsliðunum<br />

(Baldur Þór, Þorsteinn Már, Emil Karel,<br />

Halldór Garðar), og ég þekkti líka<br />

hluta af fólkinu í kringum starfið vel<br />

frá störfum mínum hjá KKÍ. Starfið í<br />

Þorlákshöfn hefur verið að eflast mikið<br />

síðustu árin og framtíðin er sannar lega<br />

björt hjá félaginu. Þessi þrjú ár hafa<br />

verið frábær, þó þessi síðasti vetur hafi<br />

verið okkur erfiður með mikil veikindi<br />

og meiðsli að hrjá leikmannahópinn en<br />

andinn hefur verið frábær.<br />

Þegar ég horfi til baka standa tveir<br />

mjög jákvæðir punktar upp úr. Annars<br />

vegar sú staðreynd að undir stjórn okkar<br />

Baldurs hafa sjö ungir heimastrákar<br />

leikið sína fyrstu meistaraflokksleiki<br />

á þessum þremur árum og þar fara<br />

framtíðarleikmenn félagsins. Samhliða<br />

hefur verið ánægjulegt að sjá aðeins<br />

eldri drengi vaxa og ber þá helst að<br />

nefna Davíð Arnar og Halldór Garðar<br />

sem eru orðnir lykilmenn. Davíð var<br />

ekki farinn að spila neitt að ráði þegar<br />

við tókum við en er í dag í stóru hlutverki<br />

og hefur leyst það frábærlega. Þór<br />

á sterkan kjarna heimastráka og það er<br />

grunnurinn að áframhaldandi góðu<br />

starfi í félaginu að halda vel á þeim<br />

kjarna. Síðari punkturinn sem ég verð<br />

að nefna er í raun máttur samfélagsins.<br />

Bæjarbúar og brottfluttir sýndu mátt<br />

sinn þegar við fórum í Bikarúrslitaleikina<br />

í Höllinni bæði 2016 og 2017.<br />

Það var magnað að vera partur af þeirri<br />

liðsheild og þrátt fyrir að silfrið hafi<br />

verið niðurstaðan í báðum tilvikum<br />

þá var maður afar stoltur Þórsari þessa<br />

daga. Þessir bikarúrslitaleikir tryggðu<br />

okkur inn í leik meistara meistaranna<br />

gegn tvöföldum meisturum KR síðustu<br />

tvö haust og í báðum tilvikum lögðum<br />

við KR að velli og eru þetta fyrstu titlar<br />

meistaraflokksins, og þó þeir séu litlir<br />

þá eru þeir vonandi bara upphafið af<br />

einhverju meira í framtíð félagsins.<br />

Eins og ég hef komið inn á áður var<br />

ákvörðunin að halda ekki áfram erfið,<br />

því mér hefur liðið afskaplega vel<br />

í Þorlákshöfn og ég á eftir að sakna<br />

drengjanna í liðinu mikið og fólksins<br />

í kringum starfið sem hefur tekið mér<br />

afar vel. Ég hlakka til að fylgjast með<br />

Baldri Þór og drengjunum í framhaldinu<br />

og er mjög spenntur að sjá<br />

hvernig framvindan verður hjá ungu<br />

mönn unum sem hafa verið að banka<br />

á dyrnar í meistaraflokknum á síðustu<br />

tveimur árum. Framtíðin er þeirra.<br />

Tölvuviðgerðir<br />

Sími 483 3993<br />

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir<br />

VELKOMIN<br />

Í ÍÞRÓTTA-<br />

MIÐSTÖÐINA<br />

Í ÞORLÁKSHÖFN<br />

SÍMI 480 3890<br />

Eru meindýrin að angra þig?<br />

Sími:<br />

892-0502<br />

Gunnar Þór Hjaltason<br />

meindýraeyðir, Bjarnastöðum Ölfusi<br />

<strong>Bæjarlíf</strong><br />

brosandi blað!<br />

<strong>Bæjarlíf</strong> – óháð blað frá 2001<br />

Ritstjórn og ábyrgð:<br />

Róbert Karl Ingimundarson; robert@baejarlif.net<br />

Stefán Þorleifsson; stebbi@baejarlif.net<br />

Útgefandi: RS-útgáfan<br />

Heimasíða: www.baejarlif.net<br />

Netfang: baejarlif@gmail.com<br />

Blaðinu er dreift ókeypis á öll heimili<br />

Sveitar félagsins Ölfuss. Upplag: 1000 eintök.<br />

Skilafrestur í næsta blað:<br />

Fös. 6. apríl <strong>2018</strong><br />

Útgáfudagur:<br />

Mið. 11. apríl<br />

baejarlif@gmail.com

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!