18.10.2018 Views

Bóndavarðan, apríl 2014

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

10<br />

FRÁ LEIKSSKÓLANUM<br />

FÚSI FLAKKARI<br />

Fyrir nokkrum vikum fengu leikskólabörnin<br />

góðan gest í heimsókn. Það<br />

er hann Fúsi flakkari, frá Miðteigi,<br />

en hann er bangsi sem er búinn<br />

að vera í ferðalagi um leikskólana<br />

á Íslandi. Hann kemur frá leikskólanum<br />

Teigaseli á Akranesi, en<br />

Miðteigur er ein deild í leikskólanum<br />

þar.<br />

Hann Fúsi hefur skemmt sér mjög<br />

vel. Krakkarnir hafa sýnt honum<br />

þorpið okkar, Djúpavog, og<br />

auðvitað hefur hann fengið að leika<br />

með börnunum í leikskólanum.<br />

Hann fór m.a. í útiveru með<br />

krökkum af Krummadeild, rólaði<br />

með þeim og prófaði renni brautina.<br />

Þá lék hann sér í bátnum og margt<br />

fleira. Fúsi fór líka í gönguferð út á<br />

sanda með krökkunum á Kríudeild,<br />

kíkti inn í ástarhellinn þar sem<br />

steinatröllin eru en krakkarnir á<br />

Kríudeild gerðu þessi tröll.<br />

Fúsi heimsótti líka yngstu börnin<br />

á Kjóadeild og fór í útiveru með<br />

þeim. Þá fór hann í gönguferð<br />

með krökkunum á Krumma deild<br />

og skoðaði lista verkið Sjávarminni.<br />

Krakkarnir sögðu honum<br />

líka frá fjallinu okkar sem heitir<br />

Búlandstindur og er alveg eins og<br />

pýramídi í laginu.<br />

Nú fer að líða að því að við þurfum<br />

að fara að senda Fúsa áfram.<br />

Líklegast fer hann til Horna fjarðar<br />

næst og vonum við að leikskólabörnin<br />

þar geti sýnt honum eitthvað<br />

skemmtilegt.<br />

Krakkarnir í Bjarkatúni<br />

Sjóvá-Almennar tryggingar hf.<br />

Umboð á Djúpavogi<br />

Gréta Jónsdóttir<br />

Sími: 478 81114 / 6988114<br />

BÓNDAVARÐAN ÓSKAR<br />

DJÚPAVOGSBÚUM OG VINUM<br />

GLEÐILEGRA PÁSKA OG GÓÐRAR<br />

SKEMMTUNAR Á HAMMOND!

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!