15.06.2020 Views

Bóndavarðan, sumarblað 2020

Bóndavarðan er staðarblað Djúpavogshrepps

Bóndavarðan er staðarblað Djúpavogshrepps

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

SPURNING DAGSINS<br />

BÓNDAVARÐAN<br />

Á árunum 1951 til 1953 flykktust íbúar Búlandshrepps og nágrennis á kvikmyndasýningar Ungmennafélagsins Neista, í Neista. Á því<br />

tímabil voru sýndar milli 50 og 55 kvikmyndir og fólk naut til að mynda stórleiks þeirra Paulette Goddard, John Lunds og<br />

Macdonalds Carey í Hefnd brúðarinnar (e. Bride Of Vengeance) frá 1949. Aðrir áhugaverðir titlar voru t.d. Kjarnorkumaðurinn I og<br />

II og Wisky flóð. Skyldu einhverjir muna eftir þessum myndum í dag?<br />

Einu kvikmyndasýningarnar sem hefur verið boðið upp á hér undanfarin ár eru barnabíóin sem Rán hefur staðið fyrir stöku sinnum<br />

og hryllingsmyndirnar í hlöðunni á Teigarhorni á dögum myrkurs. Að öðru leiti njóta menn þessa listforms á sjónvarpsstöðvum og<br />

Netflix og kvikmyndatitlar eru ekki lengur þýddir yfir á íslensku, nema RÚV sem enn reynir að standa vörð um þessa áhugaverðu<br />

hefð.<br />

Okkur lék hugur á að vita hvaða bíómynd lesendur Bóndavörðunnar sáu síðast og á hvaða miðli hún var sýnd svo við lögðum<br />

spurningu fyrir óvísindalega valið slembiúrtak.<br />

Hvaða kvikmynd sástu síðast og á hvaða miðli var hún sýnd?<br />

Hallur Hauksson<br />

Síðasta mynd sem ég sá var Shawshank Redemption<br />

Hún segir sögu manns sem er ranglega dæmdur fyrir morð og hvernig hann nýtir tímann<br />

í afplánun til að bæta mannlífið í fangelsinu. Þetta er klassísk mynd um erfið örlög en líka<br />

von og mannlega reisn. Ég horfði á þessa mynd á DVD og geri það að lágmarki tvisvar á<br />

ári.<br />

Katla Rún Magnúsdóttir<br />

Mama Mía á Netflix. Það er mynd í miklu uppáhaldi og ég horfi á hana alla vega einu<br />

sinni á ári.<br />

Ágúst Guðjónsson<br />

Kvikmynd? Það man ég ekki! Jú annars ég sá Mín eigin jarðaför um daginn. Að vísu er<br />

það ekki bíómynd heldur þáttaröð á Sjónvarpi Símans, en hún er góð.<br />

Margrét Vilborg Steinsdóttir<br />

Síðasta bíómynd? Ætli það hafi ekki verið þegar við mæðgur horfðum á Strumpana,<br />

The Smurfs, leiknu útgáfuna á einhverri barnarásinni í sjónvarpinu. Mjög skemmtileg<br />

mynd. Nei, ég held að við eigum ekki eftir að horfa saman á hana á hverju ári. Ekki í mörg<br />

ár alla vega.<br />

12

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!