15.06.2020 Views

Bóndavarðan, sumarblað 2020

Bóndavarðan er staðarblað Djúpavogshrepps

Bóndavarðan er staðarblað Djúpavogshrepps

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

FRÉTTIR FRÁ TRYGGVABÚÐ<br />

Þar sem að eldri borgarar eru í áhættuhópi vegna Covid 19 var ákveðið að loka Tryggvabúð af öryggisástæðum um óákveðinn tíma<br />

og hefur því engin starfsemi verið í húsinu í nokkrar vikur.<br />

Almennt var vel tekið í þessa lokun hjá þeim sem hafa notið þjónustunnar í Tryggvabúð en starfsmenn hafa verið í sambandi við flesta<br />

þá sem vanalega sækja staðinn og fylg jast með því að þeir einangrist ekki. Við höfum boðist til að útrétta fyrir þá og tekið símaspjall.<br />

Það virtist enginn láta þessa einangrun koma sér úr jafnvægi. Allir seg jast hafa nóg fyrir stafni og eru flestir í góðu símasambandi við<br />

vini og vandamenn. Félagsþjónustan og Rauði krossinn bauð upp á að eldra fólk gæti sótt um að fá símtöl frá teymi á þeirra vegum<br />

ef það vildi ræða við einhvern, hvort sem er um lífið og tilveruna eða fræðast og fá upplýsingar um Covid-19. Sett var auglýsing inn<br />

á Facebook síðu félagsstarfs Tryggvabúðar og sumum kynnt þetta teymi í gegnum síma en svo virðist sem enginn hafi fundið þörf<br />

hjá sér að nýta sér þjónustuna. Fólk var almennt vel upplýst um vírusinn og flestir voru í það góðu sambandi við vini og vandamenn<br />

að þeim fannst það duga.<br />

Enn hefur ekki verin tekin ákvörðun um hvenær Tryggvabúð opni aftur. Þó nokkrir hafa verið spurðir út í það hvort þeim finnist orðið<br />

tímabært að opna og hvort þeir sjái fyrir sér að fara að mæta aftur en meirihlutinn vill bíða aðeins. Kannski í eina til tvær vikur og sjá<br />

svo til.<br />

Það er dásamlegt að sjá hversu mikil forréttindi það er að búa á litlum stað þar sem flestir þekkjast. Það virðast allir vera að hugsa<br />

um hvorn annan og það er frábært hvað fólk er duglegt að hafa samband við aðra og fylg jast með því hvort okkar yndislegu eldri<br />

borgarar hafi það ekki eins gott og mögulegt er í þessu ástandi. Allir eru tilbúnir að rétta fram hjálparhönd og redda því sem redda<br />

þarf.<br />

Læt ég þessum pistli hér mér lokið og hlakka til að hitta fólkið mitt aftur þegar þar að kemur.<br />

Dröfn Freysdóttir<br />

BÓNDAVARÐAN<br />

Landsbankinn<br />

er efstur banka<br />

í Íslensku<br />

ánægjuvoginni<br />

Ánægja viðskiptavina hvetur okkur áfram<br />

til að veita framúrskarandi þjónustu<br />

og verða betri banki á öllum sviðum.<br />

3

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!